Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 21 AÐSENDAR GREINAR Hvers vegna veiðigjald? i. ÞRJÁR staðreyndir varðandi sjávarútveg eru nú orðið öllum ljós- ar. Hagnýting fiskistofna skilar arði. Óheft sókn á fískimið rýrir þennan arð og getur skert fiski- stofna, jafnvel eytt þeim. Þess vegna er stjórn á fiskveiðum nauðsynleg. Það er kunnara en frá þurfí að segja, að sjósókn var fijáls á ís- landsmið frá landnámi og fram á þessa öld. Tæki voru svo frumstæð, að engin ástæða er til þess að ætla, að fískistofnum hafi stafað hætta af. Fiskimenn nutu þess litla arðs sem um var að ræða. En á þessari öld hefur veiðitækni og veiðigeta vaxið stórkostlega, þannig að eftir miðja öldina var orðið ljóst, að tími var kominn til þess að taka upp stjórn á fiskveiðunum. Það má gera með ýmsum hætti: Veiðibanni, lok- un veiðisvæða, reglum um veiðar- færi, úthlutun veiðiheimilda, annað hvort ókeypis eða gegn veiðigjaldi, sem innheimta má með ýmsum hætti, en væri endurgreiðsia á þeim arði, sem hagnýting fískistofnanna skilar. Þegar sjósókn er takmörkuð, fell- ur arðurinn af hagnýtingu fiskimið- anna auðvitað í hlut þeirra, sem heimilaðar eru veiðar. Þær heimildir verða verðmætar, og arðurinn af veiðunum vex. Vegna þeirra stjórn- unarferða, sem í fyrstu var beitt hér á landi, mátti búast við því, að fiskveiðiarðurinn rynni aðallega til aukningar fiskiskipaflotans, enda varð sú raunin á. Á árunum 1960-1970 jókst aflaverðmætið um 26%, en verðmæti flotans um 32%. En frá árunum 1970-1987 jókst aflaverðmætið um 106%, en verðmæti flotans um 180%. Um það leyti, sem heildar- stjórn var komið á veið- amar 1984, var flotinn orðinn alltof stór og rekstur hans þjóðinni allt of dýr. Jafnframt hélt ofveiði áfram, og framtíðargrundvöllur hagkvæms sjávarútvegs var þannig skertur. Þeirri skoðun hefur verið haldið fram, að það stjórnkerfi í fískveið- unum, sem smám saman hefur ver- ið komið á og byggir á framseljan- legum veiðiheimildum á skip, geti smám saman tryggt hagkvæmni í sjávarútveginum. Rekstur sjávarút- vegsins í dag er ekki nægilega hag- kvæmur, þótt hann hafí ótvírætt batnað á síðustu árum. Á stjórnkerf- inu eru alvarlegir gallar, sem t.d. lúta að tilhneigingu til brottkasts á hluta af afla. Og jafnvel þótt núver- andi kerfi geti einhvern tíma leitt til fullnægjandi hagkvæmni, tæki það óþarflega langan tíma. Megin- galli á fiskveiðistjórninni, eins og hún hefur verið frá upphafí og eins og hún er í dag, er sá, að mark- aðslögmálum er ekki ætlað til fulls það hlut- verk, sem þeim ber í nútímaþjóðfélagi og reynsla hefur sýnt, að leiðir til hámarkshag- kvæmni. Skömmtun er aldrei hagkvæm. Allur atvinnurekstur, einnig sjávarútvegur, á að vera í höndum þeirra, sem hagnýta fram- leiðsluöflin bezt. Það verður ekki tryggt, nema á það sé látið reyna, hveijir séu reiðubúnir til þess að greiða hæst verð fyrir framleiðsluöflin, í sjávar- útvegi m.a. fyrir afnot af fiskimið- unum. Það tryggir ekki hag- kvæmni, að útgerðarfyrirtæki greiði hvert öðru veiðigjald við sölu eða leigu á kvótum, því að þau hafa of ríka tilhneigingu til þess að festa fé í útgerð og ofveiði. Þá fyrst næst hagkvæmur árangur, þegar veiði- gjald, sem eðlilegt er, að sé breyti- legt eftir aðstæðum, er greitt til þjóðarheildarinnar sem á fiskimiðin, og því er ráðstafað út frá sjónarmið- um þjóðarbúskaparins í heild. Þá yrði jafnframt unnið gegn þeim sveiflum, sem orðið hafa í ís- lenzkum þjóðarbúskap og rekja hef- ur mátt til sjávarútvegsins, en skað- að aðra útflutningsatvinnuvegi, svo sem iðnað og þjónustu. Vegna þeirra stjórnun- araðferða sem í fyrstu var beitt hér á landi, mátti búast við því, segir Gylfi Þ. Gíslason í fyrri grein sinni um veiðileyfagjald, að fisk- veiðiarðurinn rynni aðallega til aukningar fiskiskipaflotans, enda varð sú raunin á. ii. Þegar lagður var grundvöllur að núverandi fiskveiðilöggjöf, hafði sá, sem þetta ritar, og margir fleiri lengi bent á hlutverk veiðigjalds í fískveiðistjórnun, bæði til þess að tryggja aukna hagkvæmni hennar, en þó einkum til þess að gæta þess réttlætissjónarmiðs, að fiskveiðiarð- urinn renni til þjóðarheildarinnar, en ekki fyrst og fremst til ákveðinna útgerðarfyrirtækja. Til greina gat komið að miða veiðigjaldið strax við sem réttast verðmæti veiðiheimild- anna eða taka það upp smám sam- an. Hér var um að ræða valkosti, sem ávallt koma til greina, þegar gripið er til verulegra breytinga í efnahagsmálum. Þessir valkostir hafa verið mikið ræddir í tengslum við umskiptin í Austur-Evrópu frá miðstýringu til markaðsbúskapar. Margir teija meiri árangurs að vænta af gagngerum breytingum en hinu, að breyta til í áföngum. Hér á landi var hins vegar hvorugt gert. Veiðigjaldi sem stjórntæki í fiskveiðum var algjörlega hafnað. Ekki skal samt deilt á þáverandi stjórnvöld fyrir að gera sér ekki þá þegar fulla grein fyrir því, að þróun mála hefði getað orðið hagkvæmari en hún hefur orðið, ef veiðigjald hefði frá upphafi verið þáttur í fisk- veiðistjórninni. En síðan er liðinn langur tími. Ekki er til ábyggilegt mat á því, hver fiskiarðurinn hefur verið undanfarin 10 til 15 ár. Þó er óhætt að fullyrða, að hann hefur numið ótöldum milljörðum króna. Það eru örugglega engar ýkjur, þótt sagt sé, að Islendingar hefðu að miklu leyti getað losnað við að greiða tekjuskatt, ef veiðigjald hefði verið innheimt frá upghafi núver- andi fískveiðistjórnar. Útgerðarfyr- irtækin hafa hins vegar greitt hvert öðru veiðigjald. Engin tilraun hefur heidur verið gerð til þess að áætla, hversu háar fjárhæðir hafa farið milli útgerðarfyrirtækja við sölu og leigu veiðileyfa. Enginn dregur þó í efa, að þar hefur verið um mikla fjármuni að ræða. Mikill auður hef- ur safnazt á hendur útgerðarfyrir- tækja i skjóli þess, að þeim hafa verið afhentar veiðiheimildir án end- urgjalds. Meginspurningin varðandi veiði- gjald er ekki, hvort hagkvæmdara sé, að útgerðarfyrirtæki ráðstafi fískiarðinum eða hann renni til al- mannaþarfa, heldur hitt, hvort réttl- átt sé, að arðurinn, sem fylgir fiski- stofnunum, falli allur í skaut útgerð- arfyrirtækja, án þess að eigandi fiskistofnanna, þjóðarheildin, fái réttmætan arð af eign sinni. Nauð- syn þess að draga úr veiðum vegna skerðingar fískistofna á undanförn- um árum, hefur orðið tii þess, að umræða um kosti og nauðsyn veiði- gjalds hefur orðið minni en æskilegj, hefði verið. En nú eru breyttar að- stæður í vændum. Um það skal fjall- að í annarri stuttri grein. Höfundur er fv. prófessor. Eiga réttlæti og hag- kvæmni enn að bíða? Gylfi Þ. Gíslason Á NÝLIÐNU' þingi voru samþykkt á Al- þingi ný lög um fram- haldsskóla. Frumvarp þetta hafði verið til meðferðar á síðustu tveim þingum þar á undan en ekki náð fram að ganga en var nú lagt fram lítið breytt af rík- isstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ekki náðist að breyta þeim atriðum sem mestum deilum hafa valdið þessi þijú ár sem frumvarpið hefur verið til meðferðar. Þar er af mörgu að taka og verður hér drepið á nokkur atriði. Kennsludagar og miðstýring Það er gert ráð fyrir því að með þessum lögum fjöigi kennsludögum um 15 á ári. Þetta er gert þótt ekki hafi verið samið við kennara um aukið kennslumagn auk þess sem margir skólamenn efast um að svo margir kennsludagar rúmist innan þess 9 mánaða starfstíma sem skól- anum er ætlaður ásamt prófum og öllu öðru sem þarfnast tíma. í þessum lögum er mjög aukin miðstýring í framhaldsskólum og markvisst dregið úr áhrifum kennara á mótun skólastarfs. Þar er til dæm- is gert ráð fyrir því að kennarar og nemendur eigi ekki lengur fulltrúa í skólanefnd með fullum réttindum eins og verið hefur heldur er nú gert ráð fyrir að menntamálaráð- herra ráði í raun meirihluta í öllum skólanefndum framhaldsskóla á landinu. Kennarafundir og skólanámskrá Einnig reyndist ókleift að fá menntamálaráðherra til að fallast á að í lögunum stæði að kennarafundur skyldi hafa umsagnarrétt um ráðningu skólameist- ara. Samkvæmt lögun- um er kennurum ætlað að semja skólanámskrá sem skal lögð fyrir skólanefnd til sam- þykktar eða synjunar en aðeins er gert ráð fyrir umsögn kennara- fundar um hana. Nú er það svo að það semur auðvitað enginn einn kennarahópur slíka skólanámskrá. Vinn- unni er skipt niður á deildir og síðan er þetta sett saman og oft ákveðnum kennur- um falið að sjá um samsetninguna. Ég tel að mjög mikilvægt sé að kenn- arahópurinn allur fjalli um heildarp- laggið, samþykki það fyrir sitt leyti og skólameistari fylgist svo með framkvæmdinni. Ég sé yfirleitt enga ástæðu til þess að skólanefnd fái þetta plagg nema til kynningar þar sem það fjallar um innra starf skól- ans en ekki fjármál, húsnæðismál eða annað sem er í verkahring skóla- nefndar. Samræmd próf Sveinspróf hafa yfirleitt verið samræmd hér á landi og ég sé ekk- ert því til fyrirstöðu að þau verði það áfram. En í þessum nýsam- þykktu lögum er einnig gert ráð fyrir að stúdentspróf verði samræmd yfir Iandið. Við höfum nú þegar nokkuð blendna reynslu af sam- ræmdum prófum í 10. bekk grunn- skóla og allir vita sem eitthvað hafa kynnt sér málið að þau próf hafa mjög stýrandi áhrif á skólastarf, að minnsta kosti síðustu árin í grunn- skóla, að ég tel til hins verra. En mér fínnst þó taka steininn úr þegar á að fara að stýra stúdentsprófum yfir altt landið með slíkum hætti. Fela samningu stúdentsprófa, yfir- ferð prófa og einkunnagjöf einhverri stofnun sem situr í fílabeinsturni í Reykjavík en kennarar sitja með sína nemendur hringinn í kringum landið og reyna að geta sér til um hvað prófanefndin er að hugsa því ekki dugar að treysta á að kenna bókstaf- lega eftir námsskránni. Hún er ekki til og verður ekki til á næstunni. Þarna fínnst mér eins og víðar í þessum lagatexta skína í gegn van- trú á kennurum sem virðist aðstand- endum þessarar ríkisstjórnar svo eðlislæg. Nú á ekki lengur að treysta þeim til að prófa sína eigin nemend- ur. Ekki er ríkisstjórninni heldur ofarlega í huga að nýta sér þekkingu og reynslu starfsgreinakennara í svonefndum starfsgreinaráðum, en þau hafa það hlutverk að skipu- leggja starfsnám. Ég tek auðvitað undir það að í slíku starfsgreinaráði eiga að sitja fulltrúar atvinnurek- enda og launþega í viðkomandi starfsgreinum, en mér finnst að það hljóti að vera mjög til bóta að hafa þar einnig innanborðs þá starfs- menntakennara sem mesta reynslu hafa af skipulagningu og starf- rækslu starfsnáms. Þarna er komin enn ein atlagan að kennarastéttinni Hætt er við að það verði fjármagnið sem mestu ræður um framþróun verknáms, segir Sigríð- ur Jóhannesdótt- án,hvorki fögur orð né fyrirheit. og illskiljanleg sú árátta þeirra er þennan lagatexta hafa samið að troða illsakir við kennara. Ég álít að ekki séu margar stéttir hér á landi sem leggja eins mikinn metnað í starf sitt og faglegan undirbúning og kennarar. Hér virðist einkum vaka fyrir ríkisstjórninni að forðast umfram allt að áhrif þeirra megi sín einhvers við mótun skólastarfs. A- og B skólar? Það er svo sem ekki nýtt að ís- lenskir framhaldsskólar reyni að velja sér nemendur og höfum við orðið vitni að því ár eftir ár hvernig þeir nemendur sem hafa náð grunn- skólaprófi en fengið lága meðalein- kunn hafa hrakist um er líður að hausti og gengið illa að fá skóla- vist. En með þessum lögum er bein- línis ákveðið að skólar geti kveðið á um lágmarksárangur við inntöku og er þar með orðin hætta á því að hér verði til einskonar A- og B-skólar þar sem „bestu“ nemendurnir verði valdir inn í „fínu“ skólana en minni áhersla sé lögð á að námsframboð fyrir alla sé tryggt. Þetta samrýmist ekki þeirri jafnréttishugsjón sem hingað til hefur verið reynt að fylgja í íslenskum skólum, hér er þvert á móti verið að auka á mismunum í skólakerfinu. Starfsmenntun Þeir sem hafa fyigt þessum lögum fastast fram hafa talið þeim til tekna að þau leiddu til úrbóta í starfs- menntamálum og gott væri ef það reyndist rétt. Það er því miður svo að frá því að ég fór að skipta mér af skólamálum hefur í hverju einasta lagafrumvarpi og hverri þeirri álykt- un sem út hefur verið send verið sérstök klausa um að tákmarkið sé að efla starfsmenntun. Sumir hafa haldið því fram að þetta væri tölvuv- írus vegna þess að minna hefur far- ið fyrir efndunum og því miður er útlit fyrir að svo verði áfram. Fjár- magn til framhaldsskóla var skorið niður um 3% á síðastliðnu ári og eitthvað svipað mun vera í deiglunni nú og starfsmenntun er einfaidlega dýrari en bóknámsmenntun. Því er hætta á því að nú sem fyrr verði það fjármagnið sem mestu ræður um framþróun verknáms en hvorki fögur orð né fyrirheit. Höfundur er alþingismaður Alþýdubandalags í Reykjaneskjördæmi. í tilefni 80 ára afmœlis míns 20.júli vil ég þakka gestum mínum og öllum hinum fyrir öll hlómin, skeytin, kortin og gjafirnar. Þökk fyrir góðan hug til mín. Jóhannes Jónsson, Austurbergi 32. Nýjar vörur mikið úrwal Hagstætt verð 10% staðgreiðslu- afsláttur si/SiöY" Guðmundur Andrésson gulUmiðcweráliui Laugavegi 50 sími 551 3769 Ný lög um framhaldsskóla Sigríður Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.