Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■m* i Ff' " ' Btmm* > l ^Ww IÉfc: f‘| Morgunblaðið/Árni Sæberg 56% heimila með fleiri en eitt símtæki Utför Guðmundar Steinssonar ÚTFÖR Guðmundar Steinsson- ar leikskálds var gerð frá Foss- vogskirkju í gær, en hann var jarðsettur í kirkjugarði Innri- Njarðvíkurkirkju. Séra Flóki Kristinsson jarðsöng, Unnur María Ingólfsdóttir lék einleik á fiðlu og Þórður Helgason las Ijóð. Félagar úr Fóstbræðrum sungu undir stjórn Árna Harð- arsonar, organisti var Douglas Brotchie. Líkmenn voru f.v.: Gylfi Páls- son, Örnólfur Árnason, Matthías Kjeld, Jens G. Einarsson, Þórður Helgason og Einar Bimir. TVEIR símar eða fleiri eru á 55,9% heimila hér á landi og á 19,2% heim- ila eru þrír símar eða fleiri. Þetta kemur fram í nýrri neyslukönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands sem náði til 1200 manns á aldrinum 14-80 ára. Á 61,8% heimilanna er tónvals- sími og á 28,5% þeirra er þráðlaus sími. GSM-sími er á 14,4% heimil- anna og símsvari á 14,1%. NMT farsími er á 9,4% heimila, faxtæki á 7,6%, og sömuleiðis er fax í tölvu á 7,6% heimilanna og símboði teng- ist síma á 7,3% heimilanna. Símareikningur yfir 5 þús. Hringt hafði verið til útlanda úr símum á 36,4% heimilanna á 30 daga tímabili áður en könnunin var gerð og sögðust 29,3% hafa hringt 1-4 sinnum. Þegar spurt var um upphæð síðasta símareiknings kom í ljós að hjá 20,3% aðspurðra var hann 3.500 kr. eða lægri, hjá 24,2% var hann á bilinu 3.500-5.000 kr., og hjá 20,8% var reikningurinn á bilinu 5.000-7.500 kr. Hjá 16,8% var upphæðin á bilinu 7.500-10.000 kr„ hjá 10,8% á bilinu 10.000- 15.000 og hjá 7,1% var símareikn- ingurinn 15.000 kr. eða hærri. Alls sögðust 57,2% hafa notað símaþjónustu af einhveiju tagi. 31,9% höfðu hringt í bankalínur, 13,4% í grænt númer. Sjúkrahús Reykjavíkur Sparnaðartillögur kynntar í stjórninni Á STJÓRNARFUNDI Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem haldinn var I gær- morgun, voru tillögur framkvæmda- stjómar sjúkrahússins lagðar fram og kynntar stjóm sjúkrahússins, en stjómin fól framkvæmdastjóm það verkefni fyrir nímri viku að gera tillögur um 200-250 milljóna króna spamað í rekstri sjúkrahússins. Auk þess er verið að glíma við 85 millj- óna kr. hallarekstur sjúkrahússins frá fyrra ári. Fyrr á árinu hafði framkvæmda- stjóm komið með tillögur um 150 milljóna kr. sparnað og af því hefur um 90% gengið eftir, að sögn Sigríð- ar Snæbjömsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem einnig á sæti í framkvæmdastjóm. Kristín Á. Ólafsdóttir, stjómar- formaður, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að fjallað hafi verið um tillögurnar á fundinum án þess að þær hafi hlotið neina afgreiðslu enda hafí sú ekki verið ætlunin. Hún sagði að ekki þætti tímabært að greina frá því í hveiju sparnað- artillögurnar fælust. Það yrði ekki gert fyrr en þær hefðu hlotið endan- legu afgreiðslu I stjórninni sem að ö!lu óbreyttu verður á næsta fundi stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur í fyrramálið, fimmtudag. Talsverð bylting Sigríður sagði að tillögurnar mið- uðu að talsverðri byltingu í heil- brigðisþjónustu sjúkrahúsanna í Reykjavík, en vildi að öðru leyti ekki greina efnislega frá því sem lagt væri til. „Að sjálfsögðu munu þessar tillögur hafa áhrif í miklu víðtækari mæli heldur en bara inn- an veggja spítalans. Það er náttúru- lega ekki hægt að taka ákvarðanir upp á 400 milljónir án þess að það komi niður á heilbrigðisþjónustu landsmanna almennt og ég held að við munum þurfa að takast á við afleiðingar þessa tíma mörg ár fram í tímann, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að vera að skera niður undanfarin fimm ár.“ Heilbrigðis- og fjármálaráðherr- ar munu hittast á fundi í dag til að fara yfir fjármál spítalanna. ------------» ♦ «------ Aukafjár- veiting- vegna sum- arvinnu BORGARRÁÐ hefur samþykkt 22,5 milljón króna aukafjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks. I erindi borgarverkfræðings til borgarráðs kemur fram að í apríl hafi borgarráð samþykkt 117 millj. aukafjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks. Byggðist tillagan á vinnu starfshóps sem lagði til að aukafjárveitingin yrði samtals 137 millj. en ákveðið var að fresta end- anlegri afgreiðslu á 20 millj. í framhaldi er lagt til að auka- fjárveitingin verði 22,5 milljónir eða í heild samtals 139,5 millj. Dómur í máli ákæruvaldsins gegn Jóhanni G. Bergþórssyni 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 4 millj. sekt JÓHANN G. Bergþórsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Hagvirkis- Kletts hf„ sem var úrskurðað gjald- þrota 6. október 1994, var í Héraðs- dómi Reykjaness í gær dæmdur I 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 4 milljóna króna sekt- ar fyrir brot á lögum um virðisauka- skatt og lögum um staðgreiðslu op- inberra gjalda. Dómurinn byggist á tveimur ákærum ríkissaksóknara. Sam- kvæmt ákæru sem var útgefin 16. janúar 1996 var Jóhann ákærður fyrir að standa ríkissjóði ekki skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 22.552.538 kr. sem Hagvirki-Klett- ur innheimti á árinu 1994. Jóhann var einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á 12.651.793 kr. sem hafði verið hald- ið eftir við útborgun á launum til starfsmanna félagsins á tímabilinu júní til ágúst 1994. Samkvæmt síðari ákærunni, sem var gefin út 3. apríl 1996, var Jó- hann ákærður fyrir að draga félag- inu fé og nota í rekstur þess, sam- tals 12.082.761 kr„ af launum til starfsmanna félagsins til greiðslu á iðgjaldshluta þeirra til lífeyrissjóða og félagsgjalda. í munnlegum mál- flutningi lækkuðu fjárhæðir sem ákært var fyrir í 11.801.728 kr. Jóhanni var einnig gefíð að sök að hafa ekki staðið skil á 2.808.919 kr„ sem við aðalmeðferð málsins lækkaði í 1.791.633 kr„ sem er hluti af 3.815.919 kr. sem haldið var eft- ir við útborgun á launum til starfs- manna félagsins á árunum 1992 til 1994 til greiðslu á meðlagsskuldum þeirra. Kröfum vísað frá dómi Níu aðilar kröfðust bóta úr hendi ákærða, þ.e. Vélstjórafélag íslands, Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar, Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Norðurlands, Verka- lýðsfélagið Eining, Verkalýðsfélagið Fram, Innheimtustofnun sveitarfé- laga og Ábyrgðarsjóður launa. Kröf- um þeirra var vísað frá dómi. Af hálfu ákærða var þess krafist að ákærði yrði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og til vara að refsing ákærða yrði látin niður falla eða að hún yrði skilorðsbundin. Þá var þess krafist að sakarkostnað- ur yrði dæmdur á ríkissjóð og að öllum bótakröfum á hendur ákærða yrði vísað frá dómi en til vara að ákærði yrði alfarið sýknaður af þeim. Ákærði viðurkenndi fyrir dómin- um að hafa tekið um það ákvörðun sem framkvæmdastjóri félagsins og borið á því ábyrgð að virðisauka- skatti þeim og þeirri staðgreiðslu opinberra gjalda sem ákæran tók til var ekki skilað innheimtumanni rík- issjóðs á lögmæltum tíma. Ákærði undanskildi sig þó ábyrgð á virðis- aukaskatti með gjalddaga 5. október 1994 að íjárhæð 6.120.000 kr. þar sem starfsemi félagsins hafí verið stöðvuð og innsigluð daginn áður. Ákærði kvað fjárskort félagsins hafa valdið því að ekki reyndist unnt að greiða innheimtumanni ríkissjóðs. í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að sýkna beri ákærða af þeirri háttsemi að hafa ekki staðið ríkis- sjóði skil á virðisaukaskatti í gjald- daga 5. október 1994 og er ákærði því sakfelldur fyrir að standa ríkis- sjóði ekki skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 16.432.531 kr. og stað- greiðslu opinberra gjalda að fjárhæð 12.651.793 kr. Ákærði viðurkenndi á sama hátt fyrir dóminum að hafa tekið ákvörð- un og borið ábyrgð á að iðgjöldum til lífeyrissjóða, félagsgjöldum til stéttarfélaga og meðlögum til Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga var ekki skilað á tilskildum tíma. Fjár- hagserfíðleikar félagsins hafi valdið því að ekki var unnt að greiða þessa fjármuni. í dóminum segir að ákærði hafi uppfyllt þá skyldu að halda eftir líf- eyrisiðgjöldum, félagsgjöldum og meðlögum við útborgun launa til starfsmanna félagsins og að félagið hafí látið viðkomandi innheimtuaðil- um að jafnaði í té skilagreinar yfir það sem haldið var eftir af launum en hafi á hinn bóginn brugðist þeirri lagaskyldu að standa viðkomandi aðilum skil á því sem dregið var af launum starfsmannanna. Sannað þyki að þeir fjármunir hafí verið nýttir í rekstur félagsins. Ákærði er sýknaður af fjárdrætti að því er varðar vangreidd lífeyrissjóðsiðgjöld hans sjálfs í Lífeyrissjóð verkfræð- inga. Fjárdráttur sem ákærði var sakfelldur fyrir samkvæmt ákæru nam því samtals 13.239.373 kr. Skilagreinutn samviskusamlega skilað í dóminum segir að við ákvörðun refsingar beri að líta til þess að brot hans samkvæmt ákærum námu verulegum fjárhæðum. Þá beri til þess að líta að engin launung hvíldi yfír brotunum, virðisaukaskatt- skýrslum og skilagreinum um stað- greiðslu hafí verið skilað og inn- heimtumanni ríkissjóðs gerð grein fyrir erfiðri stöðu félagsins. Leitast hafí verið við að greiða eins og félag- inu var frekast unnt. Einnig verði að horfa til þess að bókhald félags- ins var jafnan óaðfinnanlegt og að félagið skilaði innheimtuaðilum skatta og iðgjalda samviskusamlega skilagreinum yfír afdregið fé enda þótt ekki reyndist unnt að greiða það. Ósannað sé að ákærði hafi auðgast persónulega vegna þeirrar háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir. Ákærði hafi lagt allt sitt undir í þeirri viðleitni sinni að bjarga félag- inu frá falli og tryggja áframhald- andi rekstur þess. Ákærði hafi undir rekstri málsins lagt sitt af mörkum til að upplýsa málið og skýrt hrein- skilnislega frá öllum atvikum. Refsing ákærða þótti hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði og rétt þótti að ákveða að fullnustu allrar refsingarinnar skyldi fresta og hún niður falla að liðnum 3 árum haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði var einnig dæmdur til greiðslu sektar til ríkissjóðs að fjárhæð 4 milljónir kr. Greiðist sektin ekki innan 4 vikna frá birtingu dómsins komi fangelsi í 8 mánuði í hennar stað. Ákærði var einnig dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin mál- svarnarlaun skipaðs veijanda síns, Bjarna Þórs Óskarssonar, héraðs- dómslögmanns, samtals 400 þúsund kr„ og til greiðslu saksóknaralauna, samtals 200 þúsund kr. Dóminn kvað upp Finnbogi H. Alexandersson, héraðsdómari. Árni Hjörleifsson bæjarfulltrúi Breytir í engu sam- starfinu STJÓRN Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar mun koma saman á næstu dögum til að ræða nýfallinn dóm yfír Jó- hanni G. Bergþórssyni, en Jóhann stendur að meirihluta- samstarfi í Hafnarfirði með Alþýðuflokknum. Árni Hjörleifsson bæjarfull- trúi Alþýðuflokks í Hafnar- fírði telur ekki að dómur Hér- aðsdóms Reykjaness yfír Jó- hanni G. Bergþórssyni hafi áhrif á samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að þetta hafi áhrif á sam- starfið því þetta er aðeins dómur sem fellur á Jóhann G. Bergþórsson. Samstarfið er mjög gott og hefur verið það. Jóhann verður bara að sæta því að fá á sig þennan dóm. Við höfum ríflegan meirihluta og Jóhann hefur varamenn fyrir sig ef hann vill hvíla sig frá pólitíkinni," sagði Árni. Hann bætti því við að sér þætti það alls ekki óeðlilegt að Jóhann héldi áfram störf- um í bæjarstjórnarmálum. „Jóhann hefur verið að vinna ágæt störf í bæjarstjórn og ég sé ekkert samhengi með störfum hans þar og þessu fyrirtæki sem hann var með á sínum tíma. Samvinnan hef- ur verið mjög góð í þessum meirihluta og gengið hefur vel að vinna að mörgum erfíðum málum,“ sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.