Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ TRÍÓ Sigurðar Flosasonar á „Jómfrúartorginu" við Lækjargötu. Á „Jómfrúartorgi“ í Reylqavík VIÐ Lækjargötu 4 er starfrækt smurbrauðsstofan Jómfrúin og í viðleitni sinni til að auka viðskipt- in hefur Jakob Jakobsson smur- brauðsjómfrú staðið fyrir tónleik- um á torginu á bak við smur- brauðsstofuna. Honum þótti við hæfi að kalla torgið „Jómfrúar- torgið“ og sérhvern laugardag er leikinn djass milli klukkan 4 og 6. Ymsir tónlistarmenn hafa troð- ið upp á torginu og á laugardag- inn var lék tríó Sigurðar Flosa- sonar með Bjöm Thoroddsen á gítar, Sigurð sjálfan á saxófón og Róbert Þórhallsson á bassa. Skilnaðarljóð BOKMENNTIR Ljóð í FJÖRUTÍU DAGA eftir Þorgerði Sigurðardóttur. Prentuð í Prentsmiðjunni Gralík hf. 40. bls. Útgefandi er höfundur. 1996. í FJÖRUTÍU daga er lítil ljóðabók sem segir frá reynslu höfundar af skilnaði eftir 28 ára hjónaband. Ljóðin eru öll samin vorið og sumarið 1994 utan hið síðasta sem var ort í febrúar 1995. Þau lýsa skilnaðarferli. Fyrsta ljóðið nefnist Vorkvöld í Perlunni og lýsir stund fyrir skilnað: „Við vissum ekki/ að kveðjustundin var framundan". Megin- hluti bókarinnar lýsir svo stundum, hugsun- um og tilfmningum sem höfundur upplifir á skilnaðartímanum; síðasta vorinu, óviss- unni, reiðinni, myrk- rinu o.s.frv. Síðasta ljóðið heitir Eftirmáli og er það besta í þessari fremur tilþrifalitlu bók: í sál minni var iítil jurt með rætur í þínum garði. Þú reifst hana burt. Ég gaf henni yl og nýja mold. Nú vex hún aftur. Sjáðu! I sumar kemur blóm. Það er blómið mitt. Ljóðin eru afar persónuleg og getur það í sjálfu sér verið kostur. Stærsti galli bókarinnar er hins vegar sá að ljóðin eru of persónu- bundin, þau eru of einkaleg og ná ekki að tengja sig við lesandann. Þannig fær hið einstaka sjaldan skírskotun til hins almenna. Hér er lýst sárri reynslu einstaklings en erfitt er að samsama sig henni eða finna í henni einhvem almennan og stærri sannleika. Það mætti því spyija hvort sum þess- ara ljóða hafí yfirleitt átt erindi á prent. Þannig er óljóst hveiju ljóðið Vinir miðlar til lesenda og réttlætir birtingu: Alltaf að segja mér eitthvað sem ég vil ekki heyra. Ég hlusta samt mjög vel. Það er ekki allt satt - en gæti verið satt. Samt eru þeir góðir við mig, án þeirra lifði ég ekki af. Það sama á við um mörg önnur ljóð bókar- innar, svo sem Spor, Kærleikstár, Að lokinni gönguferð, Teboð vinar, Lukkuár, í hesthúsinu o.fl. Stíll Þorgerðar rís hvergi hátt. Hann er einfaldur og hversdagsieg- ur, jafnvel flatur. Myndmál er fá- brotið. Kannski hefði ljóðrænni stíll náð að lyfta bókinni og umfjöllunar- efni hennar upp í meiri og nýrri víddir. Kannski hefði slíkur stíll alls ekki hæft efninu. í bókinni eru auk ljóðanna íjórar myndir eftir höfundinn sem er starf- andi myndlistarmaður. Myndirnar eiga samkvæmt skýringum höfund- ar að tákna sársaukann og ástina, myrkrið og sorgina, birtuna sem kemur aftur og sólina og vorið. Þröstur Helgason Þorgerður Sigurðardóttir Af skáldkonum Islands í OPNU húsi í Norræna húsinu fimmtudaginn 25. júlí kl. 20 verður dagskrá í umsjá Þóreyjar Sigþórs- dóttur leikkonu, þar sem kynntur verður skáldskapur eftir nokkrar ungar íslenskar skáldkonur. Þetta er önnur uppfærsla Þóreyj- ar á þessari dagskrá í Norræna húsinu þetta súmarið, en alls verða þær fjórar. Dagskráin hefst með einleiknum „Skilaboð til Dimmu“ eða „Meddel- ande til Dimma“ eftir Elísabetu Jökulsdóttur í þýðingu Ylvu Helle- rud. Þetta verk hefur Þórey flutt áður, m.a. á Nordisk Forum í Finn- landi og í Stokkhólmi fyrr á þessu ári. Einleikurinn verður fluttur á sænsku. Að loknu hléi mun Þórey kynna skáldskap á mjög óhefðbundinn hátt, þar sem hún hefur nýtt sér ólíka listmiðla til að koma ljóðunum á framfæri. Umgjörð ljóðanna er „staður konunnar" heimilið, þar sem hugmyndirnar fæðast í dag- legu amstri. Flutt verða Ijóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Gerði Kristnýju, Kristínu Ómarsdóttur og Lindu Vil- hjálmsdóttur. Ylva Hellerud þýddi. Dagskráin verður flutt á íslensku og sænsku. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Hátimbraðar hallir Reykjavíkur MYNPLIST Stöðlakot UMIIVERFISLIST Illugi Eysteinsson Opið kl. 12-18 alla daga til 27. júlí. Aðgangur ókeypis ÞAÐ er hætt við að ýmsum hafi brugðið illilega nýlega þegar frétta- tilkynning birtist hér í blaðinu þess efnis að nú skyldi steinbærinn Stöðlakot við Bókhlöðustíg hverfa. í hans stað ætti að rísa hátimbruð höll og skyidi hún hýsa alþjóðlega nútímalist, sem vantaði verðugan vettvang í höfuðborginni. Áður en menn náðu að æsa sig yfir umhverfisspjöllum (sem þó hefði verið skemmtileg viðbót við kynningu sýningarinnar) kom í ljós að hér var á ferðinni tímabundin breyting. Hinir nýju útveggir eru hluti af útilistaverki og innsetningu eftir Illuga Eysteinsson, sem hefur tekið sér listamannsnafnið „Illur“ - sem hlýtur að gefa í skyn að ætlun hans með starfí sínu sé að angra menn og raska ró þeirra. Verkefnið í heild nefnir Illur „í draumi sérhvers kots“ og vísar óbeint til orða Steins Steinarr. En um leið og draumurinn er sá að kotið verði að höll lýsir hann minni- máttarkennd og með tilvísun í ýms- ar byggingar í miðborg Reykjavíkur segir listamaðurinn m.a. eftirfar- andi: „I draumi sérhvers kots er útilistaverk og innsetning sem lýsir þessari sálarkreppu íslenskrar húsagerðarlistar og smáþjóðar með minnimáttarkennd gagnvart er- lendum hugmyndum og áhrifum. Þetta verk er ádeila á þá tilhneig- ingu íslendinga að sveipa um sig erlendum fyrirmyndum til þess að sýna að þeir séu með á nótunum og hluti af alheims elitunni". Þessi ádeila kemur fram í skemmtilegu samspili hins ytra og þess innra. Raunar má tala um að verk listamannsins sé þríþætt: hið nýja byrði „Stöðlahallar" - eftirlík- ing af stál- og glerturnum modern- ismans, gullbryddað listasafn helstu dýrgripa myndlistar 19. og 20. ald- ar, og loks hin þjóðlega áminning. Nýja byrðið er tilvísun til þeirrar misheppnuðu nútímavæðingar mið- borgar Reykjavíkur, sem enn sting- ur í augu manna í Pósthússtræti, Austurstræti, Aðalstræti, Lækjar- götu og víðar. Eitt iliræmdasta dæmi þessa viðhorfs var lengi vel lítið hús við Strandgötu í Hafnar- firði, sem hefði mátt standa að ei- lífu til áminningar um fáránleika nútímametnaðar. Þessi gagnrýni er hins vegar orð- in nokkuð gömul nú og arkitektar almennt orðnir betur meðvitaðir um samspil bygginga og þess umhverf- is, sem þær eiga að falla inn í. Þessi hús voru einkum reist á sjötta og framan af sjöunda áratugnum, og modernisma-móðurinn er runn- inn af flestum í dag; byggingar eins og Casa Nova og Þingholtsstræti 18 (úr næsta nágrenni Stöðlakots) fengjust tæpast samþykktar í dag. En vítin eru til að varast þau og aðvörunin heldur aðeins gildi sínu sé stöðugt minnt á fyrri mistök. Draumurinn um alþjóðlegt nú- tímalistasafn í Reykjavík birtist hér sem ekki síðri fáránleiki en modern- isminn við hlið Guðjóns Samúels- sonar. Helgislepjan drýpur hér af öllu; gestum er boðið inn eftir rauð- um dregli, en velúrbönd á gylltum stöngum halda þeim í hæfilegri fjar- lægð frá meistaraverkunum, sem hér eru sýnd sem dýrgripir í gull- slegnum römmum, langt yfir það hafin að í þau sé rýnt eða um þau sé fjallað - þau eru einfaldlega hluti helgisögunnar. Sem lokapunkt í þetta umhverfi dýrkunar hefur listamaðurinn síðan leitt nýjasta yndi þjóðarinnar til altaris, þar sem rauðar og bleikar rósir fullkomna ímyndina. Þessi ýkta mynd af erlendum söfnum er alls ekki fjarri lagi, og því er lokahnykkurinn þörf áminn- ing. Heybaggarnir ilma og fylla loft- ið sætri angan hins þjóðlega arfs, en líkt og lambið tvíhöfða er þjóðin ráðvillt og lítur til beggja átta: Skal leggja rækt við það sem þjóðin hef- ur sjálf af veikum burðum verið að skapa, eða á að taka alþjóðahyggj- unni fagnandi í þess stað og fóma hinu á altari alheims-elítisma? Svar listamannsins er skýrt og skorinort; Stöðlakot er merkilegri bygging en hátimbraðar hallir Reykjavíkur til samans; það sem kotið hýsir hlýtur að vera þjóðinni mikilvægara en draumar um aðlög- un að erlendum fyrirmyndum. Hér er á ferðinni frískleg sýning, alvarleg og kímin í senn; er vert að hvetja sem flesta til að deila henni með listamanninum. Eiríkur Þorláksson „Blámaður“ mótmælir afskiptaleysi ÁSTRALSKI listamaðurinn Tim Maisen, þakinn blárri málningu frá toppi til táar, veltir sér á striga fyrir utan Whitechapel- galleríið í London. Var þetta framlag Maisens til listamanna- dags sem galleríið hélt og var ætlunin með Iistaverkunum að beina athyglinni að því hversu áberandi afskiptaleysi og fram- andleiki væru í nútímaþjóðfé- lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.