Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 11 AKUREYRI LANDIÐ Morgunblaðið/Kristján FRAMKVÆMDIR við byggingu nýs iþróttahúss í Reykjahlíð í Mývatnssveit eru vel á veg komnar en stefnt er að því að taka húsið formlega í notkun í janúar á næsta ári. Iþróttahúsið er byggt við sundlaugina og rétt við nýja grunnskólann og íþróttavöllinn. Reykjahlíð í Mývatnssveit Nýtt íþróttahús í notkun í janúar NÝTT íþróttahús er risið við sund- laugina í Reykjahlíð í Mývatns- sveit. Framkvæmdir við bygging- una hófust sl. vor en stefnt er að því að taka íþróttahúsið formlega í notkun í janúar á næsta ári. Húsið er 736 fermetra stálgrindar- hús en salurinn er 19x29 m. Kostnaður um 60 milljónir Að sögn Sigurðar Rúnars Ragn- arssonar, sveitarstjóra Skútu- staðahrepps, verður búningsað- staðan í sundlauginni en þar er tvöföld búningsaðstaða, ájarðhæð fyrir laugina og í kjallara fyrir íþróttavöllinn. „Með þessari við- byggingu opnum við á milli og þannig er hægt að nota hvort tveggja, hvort heldur er fyrir sund- laugina eina, íþróttahúsið eða völl- inn. Sigurður Rúnar segir að heildar- kostnaður við íþróttahúsið verði í kringum 60 milljónir króna með búnaði. Framkvæmdin er greidd af Skútustaðahreppi en þar sem hér er um að ræða skólamannvirki að hluta, greiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga um 18 milljónir króna í framkvæmdinni. Sigurður Rúnar segir jafnframt að góð afkoma Kisiliðjunnar hafi mikil áhrif á rekstur hreppsins. Hreppurinn fær hlutdeild í þeim tekjuskatti sem Kísiliðjan greiðir „og þeim tekjum erum við nú að breyta í íþrótta- hús.“ „Við förum þarna nýja leið og ég held að ekki hafi áður verið reist hér íþróttahús úr þessu efni. Stálgrindin var keypt tilbúin frá Butler í Bretlandi og komu burðar- virkið og þakið einangrað og það tók aðeins viku að reisa húsið og setja þakið á. Stálgrindin verður hins vegar sýnileg inni í húsinu.“ Góð aðstaða til skólahalds og íþróttaiðkana Fyrir nokkrum árum var ráðist í byggingu grunnskóla í Reykjahlíð, alls um 1250 fermetrar og.lauk framkvæmdum árið 1993. Tíu árum áður, eða árið 1983 var lokið bygg- ingu 25 m útisundlaugar á svæð- inu. Þá hefur verið sáð grasfræi i knattspymuvöll staðarins og nú er unnið við lokaáfanga íþróttahúss- ins. Siguður Rúnar segir að með þessari uppbyggingu séu Mývetn- ingar búnir að byggja upp góða aðstöðu til skólahalds og íþróttaiðk- ana og að á næstu tveimur árum verði unnið að því að ganga frá lóð í kringum mannvirkin. Morgunblaðið/Kristján HALLDÓR Blöndal afhjúpar upplýsingaskilti um Jónas Hall- grímsson í Jónasarlundi sl. sunnudag. Það voru Öxndælahreppur og Vegagerðin sem stóðu straum af kostnaði við framkvæmdina. Upplýsinga- skilti um Jónas Hall- grímsson afhjúpað HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra afhjúpaði upplýsingaskilti um Jónas Hallgrímsson skáld, sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Skiltið er sett upp til minningar um skáldið vegna 150 ára ártíðar hans, sem reyndar var á síðasta ári. Það er staðsett í Jónasarlundi í Öxnadal, tijálundi sem helgaður er minningu Jónasar. Jónasarlundur er í landi Steins- staða og hófst trjáplöntun þar árið 1951 fyrir forgöngu Oxndælinga bæði brottfluttra og heimamanna. Jónsararlundur þykir mjög falleg- ur og er hann vinsæll áningastaður ferðamanna. Þar eru borð og bekkir og þá hefur þar nýlega verið komið upp snyrtiaðstöðu. Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807 en fluttist næsta ár að Steins- stöðum. Hann lést í Kaupmanna- höfn 26. maí 1845, 37 ára að aldri en gröf hans er á Þingvöllum. Á upplýsingaskiltinu er stutt æviá- grip um Jónas, bæði á íslensku og ensku og auk þess eitt erindi úr Dalvísu, einu af þekkustu ljóðum skáldsins. Ljóð skáldsins þýdd á ensku Við athöfnina á sunnudag var lesið úr verkum skáldsins, bæði á íslensku og ensku. Bandarískur háskólakennari, Richard Ringler að nafni, vinnur að því að þýða ljóð Jónasar á ensku og var hann staddur í Jónasarlundi á sunnudag og las þar þýðingu sína á Dalvísu. Jónas verði verndari Háskólans Jónas Hallgrímsson var einnig náttúrufræðingur og flutti Bjarni E. Guðleifsson, á MöðruvöIIum er- indi um náttúrufræðinginn Jónas. „Auk þess að vera skáld og nátt- úrufræðingur var hann rómantísk- ur hugsjónamaður sem vildi lyfta þjóð sinni upp úr hversdagsleikan- um bæði veraldlega og andlega. Hann var upphafsmaður nýrra tíma og vakningarmaður í rann- sóknum og bókmenntum og í kvæðum sinum höfðaði hann bæði til fegurðarinnar og fortíðarinn- ar,“ sagði Bjarni i erindi sínu. Bjarni sagði að Eyfirðingum bæri skylda til að halda nafni Öxn- dælingsins Jónasar Hallgrímsson- ar á lofti. „Eg nota tækifærið og nefni þijú atriði sem miða í þessa átt. I fyrsta lagi ætti að stofna til Fólksvangs Öxndæla, sem mætti heita Jónasarfriðland, fólkvangs er næði um Vatnsdalinn með Hraundranganum og hólasvæðinu umhverfis, þannig að þetta feg- ursta svæði Eyjafjarðar verði að- gengilegt almenningi. í öðru lagi ætti Háskólinn á Akureyri að gera skáldið og vísindamanninn Jónas Hallgrímsson að dýrlingi eða verndara sínum. í þriðja lagi ætti sundlaugin á Þelamörk að nota nafnið Jónasarlaug svo sem hún heitir réttilega, enda gerði Jónas Hallgrímsson þar jarðfræðiathug- anir,“ sagði Bjarni og bætti við að þó eyfirski sveitamaðurinn yrði alltaf Öxndælingur væri hann að hljóhi alþjóðlega viðurkenningu. Flutningi Hreindýra ráðs af Austurlandi harðlega mótmælt Vaðbrekku - Hreindýraráð og umhverfisráðuneytið héldu fund með hreindýraeftirlitsmönnum og forsvarsmönnum sveitarfélaga á Austurlandi í Golfskálanum á Ekkjufelli í vikunni. Þar kom fram hörð gagnrýni á flutning Hreindýr- aráðs af Austurlandi norður í land. Stjórnskipaðri nefnd hefur verið falið að kanna hagkvæmni þess að sameina Hreindýraráð, Nátt- úrurannsóknastöð við Mývatn, og Veiðistjóraembættið og setja undir Náttúrufræðistofusetur á Akur- eyri. Fundarmenn bentu á að hreindýr eru staðbundin á Austurlandi og þekking á vistfræði hreindýra einn- ig, því þar búa þeir er umgengist hafa hreindýrin gegnum tíðina. Fundurinn benti einnig á að það samrýmist ekki starfsemi Náttúru- fræðistofu að skipuleggja veiðar hreindýra og hafa eftirlit með þeim veiðum. Fundarmenn töldu af þess- um ástæðum að Hreindýraráð ætti hvergi annars staðar að vera stað- sett en á Austurlandi, vegna þess að með því væri hægt að halda betri tengslum við fólkið á sVæðinu sem þekkti vistfræði dýranna best. Samþykkt var harðorð ályktun því til staðfestingar. Bæta má skipulag veiða Fundarmenn ræddu einnig skipulag veiðanna og töldu að þar mætti gera bragabót á með því að Hreindýraráð hefði skipulagið í fastari skorðum en nú er. Bent var á að tilkynningaskilda hreindýra- eftirlitsmanna til starfsmanns Hreindýraráðs, þegar haldið er til veiða að morgni, ætti að vera ófrá- víkjanleg svo starfsmaðurinn vissi ætíð hve margir væru á veiðum og hvar. Einnig voru ræddar leiðir til að dreifa veiðinni á alla vikuna en mest ásókn er í veiðarnar um helgar og myndast þá oft örtröð á veiðisvæðunum. Hugmyndir hafa komið upp hjá Hreindýraráði um að koma upp eftirliti með hreindýraeftirlits- mönnum, en eftir mjög jákvæðar umræður á fundinum verður senni- lega fallið frá þeirri hugmynd á komandi veiðitímabili. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FRÁ brunastað við Dalbraut á þriðjudagsmorgun. Eldur í gömlu húsi í Hnífsdal Logandi kerti kveikti í húsinu ísafirði - Eldur kom upp í gömlu fjárhúsi innarlega við Dalbraut í Hnífsdal á fimmta tímanum á þriðjudagsmorgun. Vel logaði í byggingunni er slökkvilið ísafjarð- arbæjar kom á vettvang og tók um eina og hálfa klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn lögreglunnar á ísafirði hefur húsið, sem er gömul timbur- bygging, ekki verið notað sem fjár- hús um árabil en í' því hafa verið geymdir ýmsir munir í eigu ein- staklinga. Við húsið höfðu ung börn byggt sér kofa og verið þar að leik undanfarna daga. Svo mun einnig hafa verið á þriðjudagskvöld er þijár ungar stúlkur fóru með tvö kerti í kofann til að ylja tveimur kettlingum sem þar voru. Munu stúlkumar hafa kveikt á kertunum og látið þau loga yfir nóttina til að halda hita á vinum sínum og út frá þeim mun eldurinn hafa kviknað er leið á morguninn. Óvíst er hversu mikið tjón varð á þeim munum sem í húsinu voru. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var hér um að ræða fyrsta brunann sem orðið hefur á ísafírði á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.