Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR + Guðrún Þor- kelsdóttir fædd- ist 30. júní 1930 í Utkoti á Kjalarnesi. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 14. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorkeli Bergsson bóndi, síðast á Ing- ólfshvoli, og Guðrún Erlendsdóttir hús- móðir. Hún átti tvo bræður. Einar eldri bróður hennar átti Þorkell með fyrri konu sinni. Hann fór til náms og starfa erlendis sem fatahönnuður en hann lést 1975. Yngri bróðir hennar er Reynir; búsettur á Selfossi. Guðrún giftist Guðmundi Jó- hannessyni lækni 1950. Þau eignuðust sex börn en fyrir átti Guðrún eitt barn. Börn hennar eru: Guðrún Berglind Einars- dóttir, f. 9.7. 1949, bóndi að Hamri í Gaulverjabæjar- hreppi, Þorkell Elí, f. 22.6. 1951, læknir á Selfossi, Þorgerð- ur Sigurrós, f. 11.2. 1954, sérkennari í Reykjavík, Jóhann- es, f. 12.7. 1955, læknir í Uppsölum í Svíþjóð, Guðmund- ur, f. 21.4.1957, prestur á Akur- eyri, Óttar Gauti, f. 2.8. 1961, gullsmiður í Reykjavík, Edda Yr, f. 21.2. 1969, sjúkraþjálfari í Reykjavík. Útför Guðrúnar hefur farið fram í kyrrþey. Móðir okkar og amma hafði okk- ur öll hjá sér daginn fyrir andlát sitt, hún var með meðvitund til hinstu stundar, um morguninn and- aðist hún á heimili sínu. Orð ná svo skammt þegar heiðra á minningu móður sinnar. Hún var okkur besta móðir. Henni eigum við lífið að t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og íangamma, ÁSTA HELGADÓTTIR KOLBEINS, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. júlí. Útförinferfram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 15.00. Lilja Kolbeins, Þórey Kolbeins, Halla Kolbeins, Pétur Pétursson, Ásta Kolbeins, Andrés Pétursson, Eyjólfur E. Kolbeins, Erna Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN JÚLÍUS FERDINANDSSON, Álfhólsvegi 153, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 13.30 Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Helga Óskarsdóttir, Alfreð S. Jóhannsson, Magdalena Sigurðardóttir, Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Eiríkur Jónsson, Oddný Sigurðardóttir, Ferdinand Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNU JÚLÍUSDÓTTUR, Birkivöllum 3, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnbarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður og ömmu, PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Streiti i Breiðdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks vistheimil- isins á Kumbaravogi fyrir góða umönnun. ingunn Ragnarsdóttir, Simon Wiium, Birgir Ragnarsson, Bettý Stefánsdóttir, Soffia Ragnarsdóttir, Tryggvi Sigfússon, Ásþór Ragnarsson, Kolbrún Kjartansdóttir, og barnabörn. MINNINGAR þakka, umhyggju og ást, sem nær út yfir gröf og dauða. Hún bjó okk- ur heimili sem var skjól þegar á reyndi, gleðistaður á hátíðarstund- um og dvalarstaður jafnan. Um- hyggju hennar og ást fáum við aldr- ei fullþakkað, sem gerði okkur að þeim sem við erum. Það var líf hennar og yndi að lifa fyrir bömin sín, mamma og amma, kallaðist hún með réttu, húsmóðirin, sem af ein- skærum kærleika vakir yfír gæfu bamanna sinna eins og Guð. Nú er hún þar ekki lengur nema í því sem hún lifir í afkomendum sínum. í náðarfaðmi Guðs er hún falin. í kyrrþey vann hún sitt verk, einbeitt og iðjusöm, eins og foreldr- ar hennar höfðu verið. Hún fæddist í Útkoti, ágætri jörð en ekki eignar- jörð. Þaðan fór hún með foreldrum og yngri bróður að Núpi og svo að Hvammi í Ölfusi uns þau gátu fest kaup á Ingólfshvoli. Þar voru bernsku- og æskuslóðir Guðrúnar eða Dúnu eins og hún var jafnan kölluð. Hún gekk í héraðsskólann á Laugarvatni og eignaðist þar ævilanga vináttu skólafélaga. Hún var í vist um tíma og starfaði á barnaheimilinu á Jarði ung að ámm. Á Ingólfshvoli kynntist hún síðar eiginmanni sínum Guðmundi Jóhannessyni sem starfaði þá tíma- bundið í Ölfusinu. Átti hún drjúgan þátt í starfsframa hans sem læknis með ósérhlífni og fórnarlund. Guðrún giftist Guðmundi 1950 og byijuðu þau búskap í Reykjavík þar sem Guðmundur var við nám. I Bolungarvík aðstoðaði hún mann sinn við læknastörfín þar sem hann var skipaður héraðslæknir um nokkurra ára skeið. Hún naut sín við hjúkranarstörf og löngum var leitað læknishjálpar og ráða á heim- ilið síðan. Á áranum 1959 til 1966 vora þau víða í Svíþjóð þar sem eiginmaður hennar aflaði sér sér- fræðimenntunar. Á þessum ferða- lögum var oft búið þröngt eins og fyrstu árin eftir heimkomuna en Guðrún bjó manni sínum og börnum fallegt og gott heimili síðast í Siglu- vogi 4. Þar átti fjölskylda hennar skjól og unaðsreit. Þó að hún væri heimakær hafði hún gaman af ferðalögum með eiginmanni sínum og stundum með allan barnaskar- ann. Alltaf var hátíð þegar þau komu heim með einhvem glaðning handa okkur bömunum. Guðmundur Jóhannesson lést af slysföram 13. desember 1981 sem varð Guðrúnu þungbærara en orð fá lýst. Með einurð og þrautseigju hélt hún heimilinu saman og kom yngstu bömum sínum áfram við nám og störf. Hún elskaði böm og starfaði á leikskólanum Dyngjuborg síðustu árin allt þar til veikindi hennar gerðu henni ófært að sinna því eins og hún vildi. Hún hafði mikla gleði af barnabörnunum sín- um tíu. Síðustu þijú árin barðist hún við krabbamein með æðruleysi og yfírvegun. Hún óskaði eftir því að vera sem mest heima á því fagra heimili sem hún hafði skapað manni sínum, börnum og barnabörnum. Þar endaði hún líf sitt umkringd bömum sínum á sunnudags- morgni. í kyrrþey var líf hennar og í kyrrþey vildi hún fara héðan. Hún óskaði eftir því að vera jarðsett í kyrrþey. Jarðarförin hefur farið fram frá Fossvogskapellu. Hún var lögð til hvíldar við hlið föður okkar í Fossvogskirkjugarði. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Það var vettvangur föður okkar og heima- hlyninng félagsins linaði þjáningar móður okkar síðustu vikurnar heima sem var okkur og henni ómetanleg hjálp. Við færum öllum sem hjúkraðu móður okkar heima og á kvennadeild Landspítalans innilegustu þakkir fyrir einstaka alúð og hlýju. Við þökkum vináttu og samúð. Fyrir hönd bamanna, Guðmundur Guðmundsson. HULDA JÓNSDÓTTIR + Hulda Jónsdótt- ir fæddist 4. febrúar 1923. Hún andaðist í Reykja- vík 3. júlí síðastlið- inn. Eftirlifandi eiginmaður Huldu er Kristján A. Krist- jánsson; f. 25. ágúst 1912. Áttu þau 23 afkomendur. Hulda var jarðsungin frá Bústaðakirkju 12. júlí. Hugurinn reikar í friðhelgi kveðjustundar í húsi Drott- ins og liðin atvik vakna. Þannig var Hulda Jónsdóttir umvafín hlýjum ogþakklátum minning- um er hún var kvödd í Bústaðakirkju. Enda þótt kynni okkar hafí ekki verið náin vora þau öll á einn veg. Fjölskyldubönd okkar vora þau, að Hulda var amma tengdasonar míns, Jó- hannesar Jehssonar. Erlu dóttur minni reyndist hún vinur engu síður en ömmu- drengnum, og þá ekki síður bömunum þeirra flóram. Naumast vora nokkur afmæli eða önnur tímamót í ævi þeirra, sem þau Hulda og Kristján komu ekki færandi hendi í gjöfum og kærleik. Þá vora jóla- boð þeirra föst venja, sem beðið var með eftirvæntingu. Þegar þau Hulda og Kristján misstu dóttur sína langt um aldur fram, og barnabörnin mín hina ömmu sína, kom glöggt í ljós, hve mikils virði þau bönd vora, sem tengt höfðu fjölskylduna. Þá varð og enn fegurri og ljósari sú ástúð, sem þau Hulda og Kristján sýndu mínu fólki, sem um leið var þeirra fólk. Elsku Jói, Erla, Svandís, Birkir, Sandra, Einar Leó sem og Hulda og Helena. Ykkur öllum og öðram afkomendum Huldu Jónsdóttur bið ég blessunar. Hann, sem öllu ræð- ur, sefar harma syrgjandi eigin- manns. Við vitum öll, að Hulda er hjá Guði. M. Erla. RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR + Ragnheiður Haraldsdóttir fæddist í Haga í Gnúpverjahreppi 13. janúar 1939. Hún lést á heimili sínu í Melhaga í Gnúpverjahreppi 14. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóra- núpskirkju 20. júlí. Skjótt skipast veður í lofti. Hún Ragnheiður móðursystir mín hafði verið að ná sér á strik eftir nokkurn heilsubrest. Mjöðmin var orðin góð og önnur mein að hverfa, en þá kom reiðarslagið. Ragnheiður kynntist snemma miskunnarleysi tilverunnar, því hún var aðeins fjögurra ára þegar hún missti móður sína. Margrét, amma hennar, annaðist Ragnheiði og systur hennar fyrst um sinn. En síðar kom Jóhanna í Haga og gekk þeim í móðurstað. í Haga var aldrei setið auðum höndum. Lífið var strit og puð. Þó ekki þannig að það væri eintóm leiðindi. Systrunum var innrætt að svo uppsker maður- inn sem hann sáir. Og uppskeran varð góð. Búskapurinn gekk að vonum vel og systurnar uxu úr grasi. Ragn- heiður kynntist Guðlaugi, manni sínum, í Haga, en Guðlaugur hafði þá um skeið verið bílstjóri hjá afa. Þau byggðu sér bói í túnfætinum og nefndu Melhaga. Min elsta minning um Ragnheiði er frá því ég var lítill snáði og átti t Minningarathöfn um föður okkar, tengdaföður og afa, ERLING GUÐMUNDSSON, verður haldin í Garðakirkju föstudaginn 26. júlí kl. 15.00. Theodór K. Erlingsson, Hanna Kristín Gunnarsdóttir, Guðmundur N. Erlingsson, Guðrún María Brynjólfsdóttir, Thelma Dögg Theodórsdóttir. í hinu mesta basli með að þekkja þær í sundur, tvíburasysturnar, móður mína og Ragnheiði. Sú sem varð á vegi mínum í það skiptið fékk þá undarlegu spurningu; „Ert þú mamma mín?“ Ég man að svarað var brosandi: „Nei.“ Sem bam var ég nokkur sumur í sveit í Haga. Við Halli og Óli, synir Ragnheiðar og Guðlaugs, deildum þá saman búsáhyggjum með þeim fullorðnu. Blótuðum sunn- anáttinni og úr sér sprottnu grasi sem of seint var að slá. Hin síðari ár hef ég ekki verið tíður gestur í sveitinni. Þá sjaldan ég kom var alltaf tekið vel á móti mér, ekki hvað síst hjá Ragnheiði. Hún var gestrisin, glaðlynd og einstaklega góð heim að sækja. Hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla og var bæði skrafhreifin og skemmtileg. Hún hafði alltaf mikinn áhuga á því hvað ég væri að sýsla. Það er erfitt að hugsa sér heimsókn í sveitina án þess að hitta Ragnheiði. Guðlaugi, Halla, Óia, Sigrúnu og fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Ásbjörnsson. Sérfræðingar í blóinaslircytiiigum við öll ta'kiiæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.