Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 FRÉTTIR Formaður Ölympíunefndar íslands skoðaði húsnæði íslensku lögreglumannanna Yrði þegar í stað lokað á íslandi Atlanta. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristinn JÚLÍUS Hafstein, formaður Ólympíunefndar íslands, með lög- regluhúfu við sundlaugina i Atlanta í gær. Hann var ekki hrif- inn af þeim vistarverum sem í boði eru handa íslensku lögreglu- mönnunum og starfsbræðum þeirra víða að úr heiminum. JULIUS Hafsteinj formaður Ólympíunefndar Islands, skoðaði í fyrrakvöld vistarverur þær sem sjálfboðaliðum í hópi lögreglu- manna víða að úr heiminum eru boðnar hér í Atlanta og leist ekki vel á. Fjallað var um húsnæðið í íslenskum fjölmiðlum á dögunum, eftir að nokkrir íslenskir lögreglu- menn höfðu kvartað undan því og nú eru hátt í 300 lögreglumenn farnir til síns heima. Júlíus hyggst skrifa Juan Antonio Samaranch, forseta alþjóða ólympíunefndar- innar, um málið og kvarta. Júlíus fór með tveimur íslensk- um lögreglumönnum, sem voru á vakt við öryggisgæslu á Marriott Marquis-hótelinu, þar sem hann og aðrir forystumenn ólympíu- hreyfingarinnar búa. Þeir voru búnir á vakt seint um kvöld og íslenski hópurinn hugðist funda á miðnætti. Júlíus skellti sér á þann fund. „Eg hitti 12 íslenska lög- reglumenn og þeir sögðu mér frá vandamálum sínum. Eg skoðaði svo allar vistarverur, herbergi, sturtur og salerni og get sa^gt að væru þessar vistarverur á Islandi yrði þeim lokað samstundis ef heilbrigðisyfirvöld kæmust í mál- ið. Sturtur og salerni voru ógeðs- leg, skítug og mikið var af skor- dýrum þarna. Það er til skammar fyrir skipulagsnefndina, ACOG, að láta gesti — sem koma hingað á eigin kostnað og eyða sum- arfríi sínu í það að vinna hér — gista á þessum stað,“ sagði Júlíus. Formaðurinn bætti við að ör- yggismálin á staðnum væru í lág- marki. „Þegar ég fór um klukkan tvö krafðist ég þess að fara í lög- reglufylgd. Ég sagðist vera í versta hverfinu í mestu glæpa- borg Bandaríkjanna og hefði ekki áhuga á að vera einn á ferð á þessum stað. Þá var mér sagt að ekki væri radíósamband frá staðnum við lögregluna. Það tókst reyndar fyrir rest að fá lögreglu- bíl á staðinn og mér var ekið á hótelið,“ sagði Júlíus. Formaður Óí kvaðst vera fyrsti forystumaðurinn frá þeim 70 lönd- um, sem ættu fulltrúa í hópi sjálf- boðaliðanna, sem kæmi á staðinn og skoðaði aðstæður. I gærmorg- un var svo fundur í Umhverfis- og íþróttamálanefndar alþjóða ólympíunefndarinnar, sem Júlíus á sæti í, og þar tók hann málið upp. „Félagar mínir urðu undr- andi og enginn virtist vita af þessu. Það segir mér að ACOG reyni að halda þessum mistökum ieyndum. Pal Schmitt, formaður ungversku ólympíunefndarinnar, sendiherra Ungveijalands á Spáni og einn af varaforsetum IOC, er formaður þessarar nefndar og ég sagði hon- um að ég myndi skrifa bréf til forseta IOC, Samaranch, hans sjálfs og Billy Payne, formanns skipulagsnefndar leikanna hér, og kvarta undan framkomu ACOG gegn sjálfboðaliðunum frá þessum 70 þjóðum. Það vildi svo til að ég sat við hlið fulltrúa Ástralíu í nefndinni, hann er í undirbúnings- nefnd fyrir Ólympíuleikana í Sydney og var ekki ánægður með fréttirnar. Sagði þetta slæmt fyrir Ástraliumenn því eftir þetta væri ekki víst að lögreglumenn vildu koma þangað til að aðstoða við öryggisgæslu." Eignarhaldsfélag1 Alþýðubankans hf Eigið fé hækkar um 197 millj. BÓKFÆRÐUR hagnaður Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankans hf. nam alls um 47 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Þar að auki naut félagið um 170 milljóna króna hækkunar á hlutabréfaeign sinni, en hún færist meðal eiginfjár- liða sem óinnleystur geymsluhagn- aður. Nam eigið fé félagsins samtals um 1.350 milljónum í lok júní og hafði hækkað um 197 milljónir frá upphafi ársins. Innra virði félagsins hefur hækkað úr 1,55 í 1,8 á undangegnum sex mánuðum. Nemur Q-hlutfall (sölu- gengi/innra virði) nú 0,83. Það gefur til kynna að hlutabréf félagsins á markaði séu á óvenjulega hagstæðu verði á markaðnum miðað við bréf í mörgum öðrum félögum. Eignar- haldsfélagið greiddi út arð á árinu vegna ársins 1995 að upphæð 52,4 milljónir. Guðjón Ármann Jónsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins, sagði í samtaii við Morgunblaðið að hlutabréfaeignin í íslandsbanka, SR-mjöli og Tæknivali hefði hækkað mest á þessu ári bæði hlutfallslega og í fjárhæðúm talið. Tillaga um breytingar á rekstri og sameiningu sjúkrahúss og heilsugæslu á Patreksfirði Stefntað 12-13 milljóna sparnaði Með sameiningu sjúkrahúss og heilsugæslu á Patreksfirði, endurskoðun starfa meinatæknis og ljósmóður, lækkun launa lækna, breytingum á yfírvinnugreiðslum og fækkun starfsfólks er stefnt að lækkun rekstrarút- gjalda Sjúkrahúss Patreksfjarðar um 12-13 milljónir á ári. Egill Ólafs- son hefur skoðað skýrslu um rekstur sjúkrahússins. TILLÖGUR um breytingar á rekstri Sjúkrahúss Patreks- fjarðar og Heilsugæslustöðv- ar Patreksfjarðar miða að því að lækka reksturskostnað stofnananna um 12-13 milljónir á ári. Lagt er til að þær verði sameinaðar í eina stofn- un 1. janúar 1997. Verði það gert er talið heppilegt að segja öllu starfs- fólki upp störfum og ráða það aftur. Hugsanlegt er talið að aðgerðirnar leiði til þess að til komi kostnaður vegna biðlauna, sem gæti hlaupið á 2-4 milljónum króna. Tillögurnar koma fram í skýrslu, sem Sigfús Jónsson, rekstrar- og stjórnunarráðgjafi hjá Nýsi hf., vann fyrir heilbrigðisráðuneytið og stjórn Sjúkrahúss Patreksfjarðar. Á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar eru 24 rúm, en aðeins um helmingur þeirra er nýttur. Þar eru nú u.þ.b. 9 hjúkrunarsjúklingar og 3-4 rúm eru að jafnaði notuð til innlagna annarra sjúklinga. Á síðasta ári voru lagðir inn 270 sjúklingar. I skýrslunni kem- ur fram að ekki verði annað séð en að það veiti góða heilbrigðisþjónustu og ánægja sé með þjónustu lækna, hjúkrunarfólks og annarra starfs- manna. Bókhald í ólagi Ársreikningar fyrir rekstur Sjúkrahús Patreksfjarðar og heilsu- gæslustöðvarinnar liggja ekki fyrir, en í skýrslunni er gengið út frá því að um 7 milljóna króna halli hafí verið á rekstrinum. Verði ekkert að gert stefni í 10-11 milljóna króna halla á þessu ári. í janúar sl. fékk Heilsugæslustöð Patreksfjarðar 4,8 milljóna króna aukafjárveitingu til að lækka skuldir. Þrátt fyrir það nam yfirdráttur stofnunarinnar í banka 8,5 milljónum í síðasta mánuði og ógreiddir reikningar 4-5 milljónum. Veltufjárhagsstaðan var því neikvæð um 13 miiljónir. Framkvæmdastjóri sjúkrahússins sagði upp störfum seint á síðasta ári og tók nýr við í janúar. Stjórnarfor- maður gegndi störfum framkvæmdastjóra í u.þ.b. mánuð í lok ársins. í skýrslunni segir að margt hafí verið í ólagi um ára- mót þegar nýr fram- kvæmdastjóri tók við. „Margvísleg Vandamál voru í rekstrinum, m.a. var bókhald ekki í lagi og fjármálastjórn ábótavant. Fjárveitingar dugðu ekki fyrir rekstrarútgjöldum, lítið sem ekkert var hagrætt í rekstri og skuld- ir hrönnuðust upp.“ Fáar fæðingar á sjúkrahúsinu I skýrslunni segir að taka þurfi stefnumótandi ákvörðun um hvaða þjónustu eigi að veita á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar og heilsugæslustöð- inni. Til að uppfylla ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu sé eðlilegt að gæði og umfang heilsugæslu verði áfram í svipuðu horfi og verið hafi á svæðinu. Þó er lagt til að heilsu- gæsluselið á Barðaströnd verði lagt niður þar sem það sé lítið nýtt. í skýrslunni er velt upp fleiri spum- ingum varðandi þjónustu sjúkrahúss- ins. í dag veitir það aðallega þrenns konar þjónustu. Þareru hjúkrunarými fyrir aldraða, fæðingar og veikt fólk er lagt inn í nokkra daga. Bent er á þá staðreynd að minnihluti bamshaf- andi kvenna á starfssvæði Sjúkrahúss Patreksfjarðar fæðir böm sín þar. Sú spuming vakni hvort rétt sé að bjóða þjónustu sem meirihlutinn vilji ekki nýta. í fyrra fæddust aðeins fjögur böm á sjúkrahúsinu, en það sem af er þessa árs hafa fæðst þar átta böm. Ljósmóðirin sinnir auk þess mæðra- skoðun og ungbamaeftirliti, en mæð- ur á starfssvæðinu eignast að jafnaði um 30 börn á ári. í skýrslunni segir að hugsanlegt sé að leggja af starf ljósmóður og fela hjúkrunarfræðingum að sjá um mæðraskoðun og ungbamaeft- irlit. Fjárhagslegur spamaður af því gæti verið um 2 milljónir á ári. í skýrslunni segir að ekki sé þörf fyrir meinatækni á sjúkrahúsinu nema í hálft starf. Ekki sé hins vegar við því að búast að meinatæknir fáist til starfa á Patreksfírði í hálft starf og þess vegna er lagt til að honum verði falin fleiri störf. Athygli vekur að þrátt fyrir að verkefni meinatækn- is hafí verið frekar lítil við sjúkrahús- ið vegna fárra læknisverka var hann með tæplega 50 yfírvinnutíma að meðaltali á mánuði á sl. ári. í skýrslunni segir að á Patreksfírði verði að vera fyrir hendi aðstaða til að taka á móti fólki sem veikist skyndilega og þeim sem slasast. Ekki verði því séð að hægt verði að felia niður neitt af þeirri grunnþjónustu sem sé á sjúkrahúsinu nema e.t.v. fæðing- ar. Það sé hins vegar nauðsynlegt að endurskipuleggja núverandi stafsemi og lækka kostnað við reksturinn. Sjúkrahús og heilsugæsla sameinuð Sigfús Jónsson leggur til í skýrsl- unni að heilsugæslustöðin og sjúkra- húsið verði sameinuð í eina stofnun. Með því móti sé hægt að ná fram markvissari stjómun og betri nýtingu fjármuna. Það er hins vegar álitamál hvort nægilega traustar lagaheimildir séu fyrir sameiningu heilsugæslunnar og sjúkrahússins. Sigfús bendir á að hægt sé að koma þessu til leiðar með því að sjúkrahúsið geri verktaka- og þjónustusamning við heilsugæslu- stöðina með svipuðum hætti og gert hafí verið á Reykjalundi. í skýrslunni segir ennfremur að gera þurfi endurbætur á stjómun spítalans þannig að það liggi ljóst fyrir hvert sé valdsvið framkvæmda- stjóra. Kveða þurfí skýrt á í starfslýs- ingu framkvæmdastjóra, að hann sé æðsti yfirmaður stofnunarinnar, þ.m.t. yfírmaður yfírlæknis og hjúkr- unarforstjóra nema hvað faglega þætti í starfseminni varðar. Laun 90% útgjalda Eðlilegt er talið að launaútgjöld heilbrigðisstofnana séu að jafnaði um 70% útgjaldanna og 30% fari í annan rekstrarkostnað. í fyrra fóru um 80% útgjalda Sjúkrahúss Patreksfjarðar og heilsugæslu í að greiða laun og það sem af er þessu ári hefur þetta hlutfall farið í 90%. Vaktaálag og yfírvinna nam 39% heildarlauna- greiðslna á síðasta ári. í skýrslunni er sett fram gagnrýni á kjör starfsfólks, einkum fagfólks og yfirmanna. „Komið hefur í ljós að verið er að tvíborga læknum fyrir sömu klukkustundina og mikið er um að hjúkrunarfræðingar séu á yfírvinnu- kaupi í dagvinnutíma vegna útkalls eða símtala frá nóttunni á undan." Tveir læknar starfa á Patreksfírði og em þeir báðir í fullu starfi sem heilsugæslulæknar og þar að auki í 50% starfi á sjúkrahúsinu. Sami læknir er á bakvakt á báðum stofn- ununum og nýtur þannig tvöfaldra greiðslna. Þeir fá greidda yfirvinnu þegar þeir fara í ferðir í heilsugæslúselin á Tálknafirði og Barða- strönd. Þeir fá einnig greidda yfirvinnu ef fjöldi innlagna á sjúkrahúsið fer yfír ákveðið mark. Yfirlæknirinn hefur starfað á Pat- reksfirði í nokkur ár, en erfíðlega hefur gengið að fylla hina læknis- stöðuna. Sjö einstaklingar skiptust á að gegna henni á síðasta ári. Þetta hefur tímabundið valdið mjög miklu vinnuálagi hjá yfirlækninum. „Dæmi eru um að yfirlæknir hafi fengið greitt fyrir dagvinnu, yfirvinnu og gæsluvaktir í yfir 900 kls. á mán- uði, en í mánuðinum eru aðeins 720 kls.,“ segir í skýrslunni. Læknamir fá einnig greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Þegar launaþáttur þeirra er tekinn með eru Iaun læknis 600-700 þúsund á mán- uði að meðaltali, en yfirlæknis 700-900 þúsund á mánuði. „Miðað við aðstæður á vinnumarkaði og laun lækna annars staðar í sambærilegum störfum er ljóst að Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hlýtur að gera kröfu um að laun beggja lækn- anna verði lækkuð og að vinnusamn- ingi við þá verði breytt.“ Yfirvinnugreiðslur í ósamræmi við kjarasamning Launagreiðslur til hjúkrunarfor- stjóra eru einnig gagnrýndar í skýrsl- unni, en heildarlaun hans eru að meðaltali u.þ.b. 400 þúsund á mán- uði, að því er segir í skýrslunni. Aðr- ir hjúkrunarfræðingar hafa verið með 250-300 þúsund að meðaltali á mán- uði. Fyrstu fímm mánuði þessa árs vora yfírvinnugreiðslur hjúkrunarfor- stjóra að meðaltali 104 kls. á mánuði og 57 kls. hjá hjúkranarfræðingi sem er í fullu starfí. Sigfús gagnrýnir sér- staklega það fyrirkomulag að hjúkr- unarfræðingur á bakvakt skuli fá fjóra tíma greidda í yfirvinnu þegar sjúklingur hringir heim til hans með fyrirspum og að hann skuli vera á yfirvinnukaupi daginn eftir, en það er gert með þeim rökum að hjúkran- arfræðingurinn hafí ekki fengið nægi- lega hvíld. í skýrslunni segir að þess- ar greiðslur fyrir símtöl á bakvakt séu ekki í samræmi við þá túlkun sem almennt tíðkast á kjarasamningi hjúkranarfræðinga. Í skýrslunni er lagt til að ganga- stúlkum verði falið að sjá um ræst- ingar og stöðugildum gangastúlkna verði þar að auki fækkað um 0,8. Lagt er til að utanaðkom- andi aðili taki að sér þvotta fyrir sjúkrahúsið eða að starfshlutfall starfsmanns í þvottahúsi verði lækkað úr 100% starfí niður í 70%. Sömuleiðis er gerð tillaga um útboð á rekstri eld- húss, en meðal matarkostnaður sjúklings er um 50 þúsund á mán- uði. Þá er lagt til að starfshlutfall ráðsmanns og starfsmanns á skrif- stofu verði lækkað. Yfirdráttur f banka 13 milljónir Áfram veitt sama grunn- þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.