Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 3 FRÉTTIR ísafirði. Morgunblaðið. Búið að malbika V estfj arðagöngin Alagning'- arseðlar í póst um helgina ÁLAGNINGARSEÐLAR verða settir í póst um næstu helgi og verða því komnir í hendur skattgreiðenda á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Álagningarskrár verða lagðar fram þriðjudaginn 30. júlí og munu vera til sýnis hjá öllum skattstjórum og um- boðsmönnum þeirra til og með 13. ágúst, að sögn Guðrúnar Brynleifsdóttur vararíkis- skattstjóra. Guðbrandur Sigurðsson ráðinn fram- kvæmda- stjóri ÚA • GUÐBRANDUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs ís- lenzkra sjávarafurða, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Utgerðar- félags Akur- eyringa. Hann mun heija störf hjá félaginu í september. Gunn- ar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, sagði starfi sínu lausu síðastliðið vor og hefur fjármála- stjóri félagsins, Björgólfur Jóhannsson, stjórnað fyr- irtækinu síðan. Hann snýr sér nú að fjármálastjórninni á ný. „Jón Þórðarson, formaður stjórn- ar UA, kom að máii við mig fyrr í sumar og spurði hvort ég kynni að hafa áhuga á þessu starfi,“ segir Guðbrandur Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið. „Það var því að frumkvæði stjórn- ar UA, sem til mín var leitað og eftir nokkurn umhugsunarfrest svaraði ég játandi. Það hefur lengi blundað með mér að komast í stjórn- unarstöðu hjá stóru framleiðslufyr- irtæki í sjávarútvegi og ÚA er vissu- lega stórt á því sviði. Hjá ÚA eru mikil verkefni framundan, einkum að koma landvinnslunni í þann hagnað sem nauðsynlegur er. Það er vissulega nokkur eftirsjá að því að yfirgefa Islenzkar sjávar- afurðir, þar sem ég hef starfað í 10 ár, en á hinn bóginn er það spennandi að takast á við öðruvísi verkefni en hjá ÍS, að fara úr fyrir- tæki í þjónustu yfir í framleiðsluna. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni. Ég fer í starfið með góðum og jákvæðum hug og stefni að því að vinna vel fyrir ÚA og eigendur þess,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur er 35 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1981; BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands árið 1985 og MBA- prófi frá Edinborgarháskóla árið 1994. Guðbrandur starfaði hjá Sölu- sambandi íslenzkra fiskframleið- enda, Sjávarafurðadeild SÍS og síð- ar íslenzkum sjávarafurðum hf. áður en hann hélt til náms í Edin- borg. Síðastliðin tvö ár hefur hann verið framkvæmdastjóri Þróunar- sviðs ÍS og meðal annars haft um- sjón með samvinnuverkefni IS og UTRF á Kamtsjatka í Rússlandi. Eiginkona Guðbrands er Rann- veig Pálsdóttir, læknir, og eiga þau eina dóttur. LOKIÐ var við malbikun jarð- ganganna undir Breiðadals- og Botnsheiði í gærdag og á þá ein- ungis eftir að ganga frá dren- lögnum og merkingum auk ann- ars smávægilegs frágangs svo hægt verði að opna göngin fyrir almennri umferð. Verktakarnir Istak hf. og Vesturís sf. ætla þó ekki að skila verkinu fyrr en í október, eins og verksamningar sögðu til um og hefur gætt óánægju meðal íbúa vestan heiðanna tveggja vegna þessa, sérstaklega vegna þess hversu slæmir vegirnir yfir heiðarnar eru. Loftur Árnason hjá ístaki sagði að göngin yrðu væntanlega Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson ekki opnuð fyrr en í október þegar verktíminn rynni út. „Við eigum eftir ýmsan frágang þar inni, auk þess sem Vegagerðin á eftir að ganga frá ýmsum málum en ég reikna samt með að göng- in verði opnuð fyrir 1. nóvem- ber. Dagsetningin hefur ekki verið ákveðin enn, en við munum gera allt til að opna göngin eins fljótt og hægt er,“ sagði Loftur. ACCENT 5 dyra, 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningsfækjum, samlitum stuðurum og lituðu gleri. Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vidskeið. Gerðu kröfur Hyundai uppfyllir þær! Þótt gerðar séu mismunandi kröfur til bíla eru líklega allir á sama máli um að nokkur atriði vegi þyngst. 0 Útlit Búnaður Aksturseiginleikar S) Rekstrarkostnaður Öryggisbúnaður /§) Endursöluverð Hyundai stenst vel samanburð við aðra bíla hvað varðar öll þessi atriði og þá er bara eitt eftir, verðið sem er aðalatriðið þegar allt annað stenst samanburð og nu býSát Hyunbaí cí Atdrtcekkuðu verðí Leitið upplýsinga hjá sölumönnum og umboðsmönnum um allt land SONATA 2000 sm3, 140 hestöfl. HYunoni til framtíðar ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN S(MI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.