Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996 33 A I —■/ VC/K ir'' A D Æfm. ■ ■ ■^■■^■■^AALVu^l YO//n/Lj^aA/n „Au pair“ - Noregur Norsk hjón með fjögur börn óska eftir mann- eskju sem „au pair“ frá 1. ágúst nk. Verður að vera reyklaus. Upplýsingar í síma 00 47 51 624721, Hilde. Kvenfataverslun 30-40 ára starfskraft vantar í kvenfata- verslun daglega frá kl. 14.00-18.00. Upplýsingar sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „K - 1056“, fyrir 27. júlí. Stafskraftar óskast Silungur ehf. óskar eftir starfsmönnum til almennra fiskeldisstarfa við fiskeldisstöð okkar að Vatnsleysu. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Starfsmenn - 4025“. Vaktmaður Laus er til umsóknar staða vaktmanns hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ráðið verður í stöðuna frá 1. september nk. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk. Frekari upplýsingar veita yfirlögregluþjónar. Kópavogi, 23.júlí 1996. Rannsóknarlögreglustjóri. Grunnskólinn Hofsósi Við Grunnskólann Hofsósi eru lausar tvær almennar kennarastöður. Boðið er uppá leigufrítt húsnæði fyrsta árið. Hafið samband og kynnið ykkur aðstæður. Upplýsingar veitir sveitarstjóri, vs. 453 7320, hs. 453 7395 og skólastjóri, vs. 453 7344, hs. 453 7309. Sérkennari - grunnskólakennarar Eftirtaldar stöður við grunnskólana í Reykja- nesbæ eru lausar til umsóknar: Njarðvíkurskóli Staða sérkennara og ein staða almenn kennsla. Myllubakkaskóli Almenn kennsla og danska, tvær hlutastöður (2/3) og tvær hlutastöður, tímabundin ráðn- ing vegna fæðingarorlofs, til janúar- og febrúarloka. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst nk. Upplýsingar um stöðurnar og viðtöku um- sókna veita skólastjórar viðkomandi skóla. Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. RAÐAUGi YSINGAR Ágætu íbúðareigendur! Tvítugur piltur í námi óskar eftir 2ja herb. íbúð, helst sem fyrst. Léttur í lund, þægileg- ur í umgengni, reglumaður, reyki ekki og ábyggilegur. Greiðslugeta á mánuði 20-25 þús. Skilvísar greiðslur og góð umgengni. Vinsamlega hafið samband í síma 567 8169. Breyting á deiliskipulagi sumarbústaðahverfis Ketilsstaðir, Holta- og Landsveit Hér með er lýst eftir athugasemdum við til- lögu að breytingu á deiliskipulagi sumarbú- staðahverfis í landi Ketilsstaða. Breytingin tekur til rýmkunar stærðarmarka sumarbústaða úr 60 fm í 80 fm. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Holta- og Landsveitar, Laugalandi, og Skipulagi rík- isins, Laugavegi 166, frá 24. júlí til og með 21. ágúst. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal skilað til sveitarstjóra Holta- og Landsveitar eigi síðar en 21. ágúst 1996. Sveitarstjóri Holta- og Landsveitar. Skipuiagsstjóri ríkisins. Stokkseyri Auglýsing um deiliskipulag Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985, er hér með lýst eft- ir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi íbúðarhúsalóða á horni Stjörnusteina og Tjarnarstígs, Stokkseyrarhreppi. Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Stokkseyrarhrepps og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 165, Reykjavík, á skrifstofutíma, frá 25. júlí til 23. ágúst 1996. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila á skrifstofu Stokkseyrarhrepps í síðasta lagi 9. septemberog skulu þærvera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Oddviti Stokkseyrarhrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. Frá Lánasjóði íslenskra námsmanna Umsóknum um lán á haustmisseri 1996 þarf að skila til LÍN fyrir 1. ágúst nk. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur 1996-’97 fást í afgreiðslu LÍN, hjá náms- mannasamtökunum, lánshæfum skólum hér- lendis, útibúum banka og sparisjóða og í sendiráðum íslands. Auk þess er hægt að nálgast úthlutunarreglurnar á internetinu, slóðin er http://www.itn.is/lin/ Vegna sumarleyfa starfsmanna eru viðtals- tfmar ráðgjafa til 2. september nk. sem hér segir: Miðvikudaga: Enskumælandi lönd. Fimmtudaga: ísland. Föstudaga: Önnur lönd. Viðtölin eru frá kl. 11.00 til 15.00; engin við- töl mánudaga og þriðjudaga. Símatími ráðgjafa er frá kl. 9.15 til 12.00 alla virka daga. Afgreiðsla LIN að Laugavegi 77 er opin í sumar eins og venjulega alla virka daga frá kl. 9.15 til 15.00; skiptiborð er opið frá kl. 9.15 til 12.00 og frá kl. 13.00 til 16.00. Símanúmer sjóðsins er 560 4000, grænt núm- er er 800 6665. Bréfsími er 560 4090. Starfsmenn LIN. Y / A G R KIPULAG RÍKISINS Lenging Eyjargarðs við Örfirisey Niðurstöður frum- athugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum. Fallist er á, með skilyrði, lengingu Eyjargarðs við Örfirisey. Úrskurður- inn er byggður á frummatsskýrslu Reykjavík- urhafnar og umsögnum er bárust. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagi ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulags ríkisins: http://www.islag.is Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkom- andi aðila. Skipulagsstjóri ríkisins. Sjómannafélag Reykjavíkur Skrifstofan flytur Vegna flutninga verður skrifstofa Sjómanna- félags Reykjavíkur lokuð dagana 24. til 29. júlí. 31. júlí verður skrifstofan opnuð í Skip- holti 50d. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTUN 3 • 105 REYKJAVIK • SIMI663 2340 • MYNDS. S62321S Hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasam- keppni um skipulag íbúðabyggðar á Grafar- holti í samstarfi við Arkitektafélag íslands. Rétt til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborg- arar. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 3,25 millj. og til innkaupa kr. 500 þús. Gert er ráð fyrir því, að höfundar tillagna, sem dómnefnd velur í 1., 2. og 3. sæti eigi þess kost að útfæra nánar afmarkaðan hluta samkeppnissvæðisins á þeim forsendum og hugmyndum, sem höfundur verðlaunatillög- unnar í 1. sæti byggir á. Ennfremur getur Borgarskipulag/skipulagsnefnd falið einstök- um öðrum keppendum lokaútfærslu á minni afmarkaðra reita á samkeppnissvæðinu. Borgarskipulag hefur heildarumsjón með áframhaldandi skipulagsvinnu í hverfinu öllu í samráði við höfund þeirrar tillöfu, sem hlýt- ur 1. verðlaun. Keppnislýsing verður látin í té endurgjalds- laust á skrifstofu Arkitektafélags íslands á milli kl. 8.00 og 12.00 virka daga frá og með miðvikudegi 12. júní 1996. Önnur gögn verða afhent á sama stað gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5.000. Skiladagur er föstudagur 15. nóvember 1996. Fyrirspurnatími þátttakenda hefur verið framlengdur til 2. september. Svör við fyrir- spurnum munu liggja fyrir 16. september. Áætlað er að dómnefnd Ijúki störfum í desember 1996. &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.