Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Niðurstöður hreinsunarátaks UNGMENNAFÉLAG íslands og Umhverfissjóður verslunarinnar stóðu fyrir umhverfisátaki dagana 1.-17. júní sem nefnt var „Flöggum hreinu landi 17. júní“. Markmiðin með átakinu „Flögg- um hreinu landi 17. júní“ voru að: 1. Efla vitund almennings og sér- hvers einstaklings á bættri um- gengni við landið. 2. Hvetja einstaklinga, félög og hagsmunasamtök til að sinna umhverfisvernd. 3. Leitast við að safna upplýsingum um umfang útlitsmengunar. Ætlunin var að fá iandsmenn til að hreinsa rusl hvarvetna úr nátt- úrunni og taka þar með þátt í að gera Island að einu hreinasta vestræna iandinu fyrir árið 2000. 1. Áróðursgiidi átaks af þessu tagi er mikilvægt og því sýnilegra sem það er þeim mun líklegra er það til að efia vitund fólks um umhverf- ið. Margt var gert til að vekja at- hygli á hreinsuninni. Hljómsveitin Endurvinnslan tók t.d. þátt í kynn- ingu og hélt m.a. umhverfistónleika. Fjölmiðlar voru mjög virkir í að fylgj- ast með hreinsuninni og hefur það án efa haft hvetjandi áhrif. Fyrsta markmiðið hefur því örugglega að nokkru skilað sér til almennings. En til að halda vitund fóiks við, þarf stöðugt að vera að minna á mikiivægi umhverfisins. Umhverf- isátak af þessu tagi er því nauðsyn- legt með jöfnu millibili. Það er með SKIPTING RUSLSINS þetta eins og annað að það er dropinn sem holar steininn. 2. Ætla má að alls hafi um 10.000 manns tekið þátt í átakinu. Þetta er gróflega hægt að áætla út frá því að 10.000 Grænir hirðar gengu út. En Græni hirðirinn var taupoki sem var seldur í tilefni af átakinu og innihélt hann ruslapoka og bók með fróðleik um um- hverfismál. Alls tilkynntu 74 ungmennafélög um þátttöku í átakinu en ætla má að þau hafi verið fleiri þar sem þau voru ekki beðin formlega um að tilkynna þátttöku. Stór land- svæði voru hreinsuð, til dæmis hreinsaði Ungmennafélagið Leifur heppni um 35 kílómetra meðfram þjóðvegi og önnur félög hreinsuðu í kringum heilu bæjarfélögin. Mörg sveitarfélög voru jafnframt virk í átakinu og íbúar þeirra voru víða duglegir að hreinsa. 3. Ymsar upplýsingar skiluðu sér í hreinsunarátakinu og voru þær mjög mikilvægar. Merkilegt var t.d. að sjá að það sama kom fram í hreinsunarátakinu í ár og í hreins- unarátaki Ungmennafélags íslands í fyrra. En plastúrgangur af ein- hveiju tagi var lang algengasta rusi- □ Gler/Glerbrot B Garöaúrgangur ið í báðum hreinsunun- um. Þrátt fyrir að í ár hafi verið miðað við hreinsun á öllu landinu, en hreinsunin í fyrra hafi miðað við strendur, ár og vötn. Spýtnadrasl og pappír fannst jafn- framt víða nú, en var líka algengt í fyrra. Fólk virðist einnig henda sælgætisbréfi og gleri umhugsunarlaust á víðavang. Miklu af rusli var safnað í ár og þrátt fyrir að vakning hafi orðið varðandi umhverfið á síðari árum er enn langt í land að umgengni við náttúruna sé viðunandi. Hreinsunin dreifðist nokkuð jafnt Tíu þúsund manns tóku þátt í átakinu Flöggum hreinu landi, segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, og stór landsvæði voru hreinsuð. á strjálbýli þéttbýli og meðfram veg- um en minna var um að fólk hreins- aði í fjörum. Skýringin á því gæti verið að átakið í fyrra miðaði að hreinsun við ár, Qörur og vatns- bakka. Berghildur Erla Bernharðsdóttir HUGMYNOIR UM ÚRBÆTUR 2%% fl Ganga betur um □ Fleiri ruslafötur fl Kenna börnum umgengni við náttúruna H Ganga vel frá rusli ■ Stööugan áróöur/fræðslu um umhverfisvernd E3 Sekta þá sem fleygja rusli § Kenna fólki að nota ruslafötur ID Fleiri gámastöðvar ^ Áhersla á flokkun og endurvinnslu 'Z& Ekki henda rusli Bi Hjóla Margir sem tóku þátt í hreins- uninni bentu á að það vantar víða ruslafötur. Umgengni við landið myndi batna ef þær væru fleiri. Þar er kannski komin ástæðan fyrir því að úrgangi er hent í miklum mæli út í náttúruna. Mjög mörgum fannst til dæmis ástæða til að minna á að það eigi ekki að henda rusli út í umhverf- ið. Fólk vill einnig fá meiri áróður og fræðslu um umhverfisvemd. Nokkur hluti vildi leggja áherslu á flokkun og endurvinnslu úrgangs en aðrir vildu fjölga gámastöðvum. Af framantöldu má sjá að vel tókst að ná fram þeim markmiðum sem voru sett fram í bytjun hreinsunar. Mikið af rusli safnaðist og margir tóku þátt í hreinsun landsins. En hvað varð um ruslið? Mjög líklegt er að mestu af því hafí verið fargað. Þrátt fyrir að endurnýting og endur- vinnsla úrgangs séu landsmönnum ekki alveg ókunn þá eiga þau enn langt í land með að hljóta almenna útbreiðslu. Lítið af rusli er endurnýtt og endurnotkun hluta er enn minni. Til að draga úr úrgangsmyndun er nauðsyniegt að virkja landsmenn meira til að flokka rusl til endur- vinnslu og endurnýtingar. Jafnframt þarf að undirstrika að um leið og úrgangur er nýttur minnkar mengun og í stað förgunar verður oft á tíðum til verðmætt hráefni. Verkefnið í ár var einn af mörgum áföngum í að gera ísland að einu hreinasta vestræna landinu árið 2000. Þetta er verðugt markmið en til að ná því þurfa landsmenn að vera virkari varðandi umhverfis- vernd. Það er því mikilvægt að halda átaki sem þessu áfram á næstu árum og vekja jafnframt athygli á að það er hægt að nýta úrgang í mun meiri mæli en gert er í dag. Höfundur er verkefnisstjóri. 15% fl Sígarettustubbar [1 Einnota umbúðir ■ Vegastiklur ■ Pappír/Bréfarusl Hl Spýtur fl Plast ii Sælgætisbréf ^ Annað IXD Dósir NYJU NILFISK RYKSUGURNAR HAFA FEIKNA SOGAFL OG FULLKOMNASTA SÍUNARBÚNAÐ SEM VÖL ER Á* Nilfisk AirCare Filter® Með 2ja laga pappírspoka, grófsíu og HEPA-síu heldur Nilfisk eftir 99,97% allra rykagna sem eru stærri en 3/10.000 úr millimetra (0,3 my). *í sænskri neytendaprófun (Konsumentverket) á 11 þekktum ryksugum var Nilfisk með HEPA-síu sú eina sem fékk toppeinkunn fyrir síunarhæfni. NY NILFISK - NU A FRABÆRU KYNNINGARVERÐI NILFISK gerð»» GM-300 GM-310 GM-320 GM-330 Verðlistaverð 24.750 28.400 31.350 33.920 Kynningar- og stgr. afsl. 3.590 4.120 4.550 5.930 Staðgreíðsluveró nú 21.160 2-1.280 26.800 28.990 NILFISK fæst í 4 litum og4 mismunandi útfærslum. Komdu og kynntu þér kostina. /FOnix HÁTÚNI6A RHYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Um útvarpshúsið og íslenska dagskrárgerð BANDALAG íslenskra lista- manna sendi nýverið frá sér yfirlýs- ingu um framtíð íslenskrar kvik- myndagerðar og íslensks mynd- máls. I þessari yfirlýsingu er að finna kafla undir heitinu „Ríkisút- varpið - Sjónvarp“. í þessum kafla er komið inn á hugsanlegan flutning Sjónvarpsins yfir í Efstaleitið. í yfirlýsingu Bandalags íslenskra listamanna, sem öll listamannafélög landsins hafa fylkt sér á bak við, segir m.a.: „Setja þarf reglur um hver skuli að lágmarki vera hlutur innlendrar dagskrárgerðar í sjónvarpi og hversu stórum hluta hans skuli var- ið til smíði og kaupa á samfelldu leiknu efni s.s. framhaldsþátta og sjálfstæðra sjónvarpsmynda. Að- skilja skal hlut leikins efnis frá rekstri Innlendrar dagskrárdeildar og ákveða heildarfjárhæð til þess liðar við fjárlagagerð stofnunarinn- ar á hveiju ári. Framleiðsla leikins efnis skal flutt til sjálfstæðra fyrir- tækja utan veggja stofnunarinnar. í því ljósi þarf að endurskoða áætl- anir um nýtingu útvarpshússins við Efstaleiti." Svo mörg voru þau orð úr tíma- mótayfiriýsingu frá Bandalagi ís- lenskra listamanna. En hyggjum að fleiri atriðum: Ríkisendurskoðun lagði nýverið til í skýrslu um Ríkis- útvarpið, að framleiðsla Rikisút- varpsins á innlendu sjónvarpsefni yrði færð sem mest út úr stofnun- inni og sett í hendurnar á sjálf- stætt starfandi kvikmyndagerðar- mönnum. Ótal dæmi væru til vitnis um að fyrirtæki þeirra gætu fram- leitt bæði betra og vandaðra sjón- varpsefni heldur en stofnunin sjálf, og það fyrir lægra verð. Ef farið yrði eftir þessari tillögu Ríkisendurskoðunar yrði núverandi hús- næði Sjónvarpsins full- rúmt fyrir starfsemi þess, og mætti þá hugsanlega leigja hluta þess út til lista- mannafélaganna í landinu. Er einhver glóra, í því að flytja starfsemi Sjónvarpsins í marg- falt stærra og dýrara húsnæði, þegar hlut- verk þess sem fram- leiðanda sjónvarpsefn- is fer minnkandi, og sú þróun er í beinu sam- ræmi við það sem hefur verið að gerast í þeim löndum sem við berum okkur að jafnaði saman við? Er ein- hver glóra í því að eyða milljarði (sjá frétt Morgunblaðsins 2.2. 1996) í flutninga sem hafa engan sýnilegan tilgang annan en að nýta autt húsnæði í Efstaleiti, þegar allt Sjónvarp er ekki hús, segir Hilmar Oddsson, heldur dagskrá! þetta fé gæti runnið í íslenska dag- skrárgerð? Húsnæði Ríkisútvarps- ins í Efstaleiti er ekki sérhannað fyrir sjónvarpstækni dagsins í dag, hvað þá morgundagsins. Gleymum ekki, að sjónvarp er ekki hús heldur fyrst og fremst dagskrá. Þetta er lykilatriði. Nýlega birtist í fjölmiðlum nýr útreikningur á umræddum flutning- um og þar hefur ein- hvetjum reiknimeistar- anum tekist að slá helminginn af milljarð- inum. Nú á það sem- sagt aðeins að kosta hálfan milljarð að fiytja sjónvarp allra landsmanna. Eitthvað finnst manni þessi lækkun grunsamleg, og ekki er laust við að hugurinn hvarfli til Bessastaða og verð- lagningar á fram- kvæmdum þar. Nú er það í sjálfu sér ekki höfuðatriði hversu rok- dýr flutningurinn verð- ur, hann verður alltaf of dýr, því hann verður ekki til að auka fram- leiðslu á íslensku efni, þvert á móti, og heldur ekki til að bæta aðstöðu til framleiðslu á íslensku efni, sem er enn sorglegra. Þetta risavaxna gímald (sem aðstaðan í Efstaleitinu er) mun nefnilega að öllum líkindum verða til að gleypa þá litlu fram- leiðslu sem sjálfstæðir kvikmynda- gerðarmenn halda úti, þrátt fyrir allt. Þetta teljum við okkur vita sem störfum við framleiðsluna sjálfa. Vilji menn íslensku sjónvarpi vel, sem ég vona að sem flestir geri, verður að finna útvarpshúsinu nýtt og hentugra hlutverk. Sjónvarps- húsið við Laugaveg hefur þjónað starfseminni allvel til þessa og það er fullfært um að hýsa Ríkissjón- varp framtíðarinnar. Um tilvist þess erum við, vel að merkja, ekki að deila. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. Hilmar Oddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.