Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 27
GUÐMUNDUR
JÓHANNESSON
Þegar ég sit hér núna og hugsa
um allt sem ég vildi hafa sagt við
þig man ég hvar ég var stödd um
þetta leyti fyrir átján árum þegar
Stefán Baldursson kom til mín og
spurði hvort ég vildi vera með í
nýju íslensku leikriti eftir þig. Hvort
ég vildi.
Ég hafði fylgst með þér og verk-
um þínum og fannst mikið til koma.
Ekki minnkaði það við að kynnast
þér og fá að vinna með þér. Við
frumsýndum Stundarfrið við svo
góðar undirtektir að við vorum að
leika hann bæði hér heima og er-
lendis fram á mitt ár ’82 að verkið
var tekið upp fyrir sjónvarp. Við
göntuðumst með það þá, að leikur
í Stundarfriði væri orðinn sjálfsagð-
ur hluti af lífi okkar, eins og að
borða, sofa og halda jóí. Næsta leik-
rit þitt sem sett var upp í Þjóðleik-
húsinu var ekki síður meistaraverk
enda eitt besta leikverk sem sést
hefur á sviði hér á landi, fyrr og
síðar, Garðveisla.
Þú hélst áfram af hógværð, hlé-
drægni og fordómaleysi að skoða
heiminn þínu árvökula augnaráði.
Sást fyrir ástand þjóðanna ef ekk-
ert yrði að gert. Besta dæmið um
snilli þína er að leikritin þín eru
stöðugt leikin vítt um heiminn,
hvort heldur er á Norðurlöndum,
annars staðar í Evrópu eða í Asíu.
Nú síðast Stakkaskipti sem við
frumsýndum á næst síðasta leikári
um fjölskylduna úr Stundarfriði 15
árum síðar. Djarft uppátæki og að
því er fróðir menn segja, einstakt
að höfundur smíði nýtt, sjálfstætt
verk um sömu fjölskyldu, með sömu
leikurum, leikstjóra, leikmyndar- og
búningahönnuði og áður.
Það var líka einstakt að fá að
taka þátt í þessu, einstök aðferð
fyrir leikara að persónusköpun nái
yfir fimmtán ár. Nú fékkst þú okk-
ur til að takast á við það hvernig
fjölskyldan brást við atvinnuleysi,
ofbeldi og fíkniefnaneyslu, vanda
sem herjar á fjölskyldur nútímans,
afleiðing firringar, eiginhagsmuna-
semi, afskiptaleysis og skorts á
mannlegum samskiptum, afleiðing
þess ástands sem ríkti í Stundar-
friði.
Af nærfærni og hreint ótrúlegu
næmi tókst þér að draga fram nöt-
urleikann sem blasir við þeim sem
vilja sjá. Þú sást og vissir, búinn
að grandskoða þessi mál, því að þú
kunnir að skoða og þú kunnir að
hlusta. „Ég get sagt þér það, Lilja,“
sagði einn af mörgum atvinnulaus-
um sem þú talaðir við í rannsóknum
þínum, „ég skynjaði í leikhúsinu að
Guðmundur hefur líka heyrt allt
sem ég sagði ekki, en langaði til
að segja og jafnvel hrópa en þagði
samt um eins og allir hinir.“
Þú kunnir að hlusta á þögnina,
því eins og Marta sagði: „Það má
hlusta á þögnina, þögn er músík.“
Núna þegar ég hlusta á músíkina
í þögninni get ég heyrt Mörtu segja
„Friðrik" (en eins og þú veist er
hann líka alltaf leikinn af þeim
sama og kann öll stikkorðin en fær
aldrei að sjást eða segja nokkuð):
„Vertu sæll, Friðrik, við sjáumst
aftur og hver veit hvernig heimur
fjölskyldunnar verður þá.“
Þetta er stikkorð sem Friðrik
kann en þögnin geymir svarið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir.
Guðmund Steinsson sá ég fyrst
á mynd í blaði. Ég veitti myndinni
athygli vegna þess hve maðurinn
var fríður. Ég vissi að hann var
leikritaskáld, giftur Kristbjörgu
Kjeld. Síðar hittumst við hjá sam-
eiginlegum vinum í Vesturbænum,
Helgu og Örnólfi. Guðmundur var
fallega sólbrúnn. Þau voru öll sól-
brún nýkomin af Spánarströndum
sem ég hef enn ekki orðið svo for-
frömuð að sjá, hvað þá sóla mig
á. Samt leið ekki á löngu áður en
ég kynntist strandlífinu óbeint, því
ég var ráðin aðstoðarmaður Brynju
Benediktsdóttur þegar hún setti
upp leikrit Guðmundar, Sólarferð,
í Þjóðleikhúsinu. Mér er minnis-
stæður fyrsti samlestur leikritsins
í hornstofu leikhússins. Guðmundur
var brúnn og frísklegur og bauð
upp á létta Spánarhressingu með
lestrinum, settist síðan álengdar og
fylgdist með. Hann brosti þegar
leikararnir ráku upp hveija hlátur-
rokuna á fætur annarri. Þetta voru
þeirra fyrstu kynni af textanum og
mér virtist launfyndni hans koma
öllum á óvart. Við veltumst um af
hlátri. Þegar sýningar hófust að
loknu afar frjóu og skemmtilegu
æfingatímabili gerðist það sama
með áhorfendur. Þeir engdust af
hlátri. Samt var þetta heldur nötur-
leg mynd af landanum sem höfund-
ur brá upp og í raun sorgleg.
Með Sólarferð sló Guðmundur
Steinsson í gegn sem leikskáld á
íslandi og fylgdi sigrinum fast eftir
með Stundarfriði nokkrum árum
síðar. Stundarfriður átti eftir að
gera víðreist og afla höfundi sínum
og íslensku leikhúsi maklegrar við-
urkenningar erlendis.
Þegar undirrituð lét sér sjálf
detta í hug að skrifa leikrit, var
Guðmundur Steinsson annar
tveggja eldri og reyndari höfunda
sem hún áræddi að leita ráða hjá.
Það var mikil uppörvun fyrir mig
að Guðmundur Steinsson skyldi
nenna að lesa og gagnrýna mitt
fyrsta leikverk í handriti. Það er
þýðingarmikið fyrir ungan rithöf-
und ef einhver eldri segir við hann:
Þú getur þetta, haltu áfram á þess-
ari braut.
Um tíma vorum við nágrannar í
Fossvogsdalnum og fórum að um-
gangast sem fjölskyldufólk. Það var
um það leyti sem Guðmundur og
Kristbjörg voru að eignast Þórunni
sína, stúlkuna sem þau ættleiddu
frá_ Kólombíu.
Árið 1981 var yndislegt sumar
og Fossvogsdalurinn skartaði feg-
ursta laufskrúði þegar haldið var
uppá 5 ára afmæli Þórunnar 1.
ágúst. í Goðalandinu voru saman
komnir ættingjar og vinir Guð-
mundar og Kristbjargar til að fagna
litlu svarthærðu stúlkunni, flestir
með léttklædd ljóshærð börn á ung-
um aldri. Samkvæmið flæddi um
þetta fallega heimili og endaði uppi
í vinnustofu Guðmundar. Við Einar
Karl vorum með tæplega ársgamla
dóttur okkar sem naut þess ákaf-
lega að komast á víðáttumeira
gólfflæmi en hún átti að venjast
heima hjá sér, lökkuð kork- og furu-
gólf með skrautlegum teppum. Á
þessum gólfum ákvað barnið fyrst
að standa á eigin fótum. Á hand-
fléttuðu teppi, gerðu af móður Guð-
mundar, uppi í vinnustofu rithöf-
undarins tók hún fyrstu sjálfstæðu
sporin sín. Leikskáldið greip
myndavélina og festi atburðinn á
filmu, skref fyrir skref.
Kristbjörg og Guðmundur gáfu
okkar síðar myndaröðina í litlu alb-
úmi og albúmið varð að fjölskyldu-
gersemi.
Eftir að við fluttum úr Fossvogin-
um og síðar til útlanda um tíma
teygðist á vináttubandinu. Það
slitnaði þó aldrei. M.a. hélst það
lifandi út af náttfötunum hennar
Þórunnar. Barnið sem byijaði að
ganga í afmælinu hennar, fékk þau
í skilnaðargjöf, hvít með bláum
eplum. Hún svaf í þessum náttföt-
um í Svíþjóð, og í hvert sinn sem
ég klæddi hana í þau hugsaði ég
til gefendanna. Þegar barnið var
vaxið upp úr þeim var önnur dóttir
fædd sem gat tekið við þeim og
sefur í þeim enn.
Guðmundur Steinsson, faðir
Þórunnar og maður Kristbjargar
var vandaður og góður maður fyr-
ir utan það að vera áhrifamikið
leikskáld. Hann var hlédrægur og
ekki allra, en það var ákaflega
þægilegt að vera í návist hans. Það
var skemmtilegt, því víðförulir
menn kunna frá mörgu að segja
og auga hans fyrir mannlífinu og
umheiminum var svo næmt, hann
var ádeiluskáld en samtímis sér-
stæður húmorísti, eins og leikritin
hans votta.
Núna þegar hann er allur eftir
snarpa sjúkdómslegu, er mér fyrst
og fremst þakklæti og virðing í
huga. Þakklæti fyrir hans merka
og frumlega framlag til íslenskrar
leikritunar. Þakklæti fyrir ánægju-
legar og gagnlegar samræður.
Þakklæti fyrir margvíslegan vin-
áttuvott.
Við Einar Karl vottum Krist-
björgu, Þórunni, Jens og öðrum
ættingjum Guðmundar Steinssonar
innilega samúð okkar við fráfail
hans.
Steinunn Jóhannesdóttir
rithöfundur.
Kær vinur hefur kvatt þetta líf.
Allt of snemma. Guðmundur Steins-
son var ekki aðeins merkur leikrita-
höfundur, hann var einstakur mað-
ur, ljúfur og einarður, glettinn og
alvörugefinn, rótfastur í fortíðinni
og skrefi á undan samtímanum. Á
sinn hógværa hátt hafði hann mik-
il áhrif á íslenskt leikhús og megn-
aði það sjaldgæfa að fá opnað augu
samferðarmanna sinna fyrir fárán-
leika og fánýti daglegs amsturs.
Hann bað okkur um að staldra við
og gefa manneskjunni gaum á hrað-
fluginu í gegnum lífið. Mannlegt
eðli og manneskjan í samfélagi við
aðra var hans rannsóknarefni.
Guðmundur var líka áhrifavald-
ur í lífi þeirra sem fengu notið
þeirra forréttinda að tengjast hon-
um vinaböndum. Hann opnaði
huga þeirra og hann opnaði dyr.
Lífssýn og hugðarefni hans voru
smitandi. Sjálfur var Guðmundur
þó opnastur allra. Hlustaði með
gaumgæfni og spurði. Tilbúinn að
læra. Hann var svo ótrúlega ung-
ur, ekki aðeins í útliti, heldur líka
í hugsun. Vinátta okkar hófst fyrir
rúmum tveim áratugum þegar leið-
ir Iágu saman úti í Þýskalandi.
Síðan höfum við átt margvísiegt
samstarf bæði i leikhúsinu og á
öðrum vettvangi. Þegar stór um-
skipti urðu í íslensku þjóðfélagi í
byijun þessa áratugar og atvinnu-
leysi gjörbreytti lífi þúsunda
manna fékk hann mig með sér í
mikla heimildasöfnun um orsök og
afleiðingar þessa ástands.
Það var gott að heimsækja Guð-
mund á yndislegu heimili þeirra
Kristbjargar. Hann hafði innréttað
sinn heim uppi á lofti í smekklegri
vinnustofu, þar sem fagrir munir
frá ferðalögum um öll heimsins
horn prýddu veggi og hillur en út
um gluggana blasti fjallahringnrinn
við sjónarrönd.
Það var skemmtilegt að ferðast
með Guðmundi. Okkar ferðalög
voru á íslandi. Helst á tveimur
jafnfljótum. Uppi á fjöllum og heið-
um og í ógleymanlegri Horn-
strandaferð fyrir aðeins tveimur
árum. Þar gekk hann hátt í 200
kílómetra leið með bakpoka og
tjald, upp og niður fjallaskörð, óð
firði og ár og stiklaði léttfættur
stórgrýttar fjörur.
í samvistum við Guðmund
Steinsson leið tíminn öðruvísi. Hann
hafði alltaf tíma og það var friður
í kringum hann. Samt flaug tíminn.
Það var stundarfriður og nú er
hann floginn. Ég mun alltaf sakna
hans.
Við Gísli Már sendum Krist-
björgu, Þórunni, Jens, Kristínu og
þeirra börnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigrún Valbergsdóttir.
• Fleiri minningargrcimir um
Guðmund Steinsson bíða birting-
arogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.
HÁALEITIS
APÓTEK
Háaleitisbraut 68
VESTURBÆJAR
APÓTEK
Melhaga 20-22
eru opin til kl. 22
—$>—
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Háaleitisapótek
+ Guðmundur Jóhannesson
bóndi frá Króki í Grafningi
fæddist í Eyvík í Grímsnesi 12.
október 1897. Hann lést á Land-
spítalanum 6. júní sl. og fór
útför hans fram frá Langholts-
kirkju 13. júní sl. Jarðsett var í
Úlflj ótskirkj ugarði.
Á hjartað sinn eigin áfellisrétt,
er andinn bær að rengja sig sjálfan?
Nei! Lífíð á vé þar skal leita að frétt.
Ljósmynd vors hugar þarf skuggann hálfan.
Með efa og grun er stofnað vort stríð.
I stundlegri trú er þess sigur og friður.
Sjálfdæmi á engin ævi né tíð.
í eilífð sin leikslok á maður og siður.
Þetta erindi úr kvæði Einars
Benediktssonar kom mér í hug við
andlát heiðursmannsins, bænda-
höfðingjans og frænda míns Guð-
mundar Jóhannessonar. Þar sem
öruggt er að hann hefur frá unga
aldri kunnað þetta risavaxna kvæði
skáldsins sem orðið hefur honum
inngefið og áhrif þess sungið í sál
hans. Árið 1832 hófu búskap í Gölt
í Grímsnesi hjónin Sigurður Einars-
son frá Bryðjuholti í Ytri-Hrepp og
kona hans Ingunn Bjarnadóttir frá
Seli í Grímsnesi. Börn þeirra urðu
sjö sem upp komust, elst af þeim
var Guðrún (eldri). Maður hennar
hét Einar Jónsson bóndi í Eyvík í
Grímsnesi amma Guðmundar frá
Króki, sem hér er um rætt. Sá fjórði
í röð þeirra systkina var Sigurður
afi undirritaðs fyrrum bóndi í
Grímsnesi en síðar kenndur við
Bræðraborg í Reykjavík.
Guðrún Sigurðardóttir hóf bú-
skap í Eyvík 1856 en missti mann
sinn 1878. Eftir það bjó hún ekkja
í Eyvík til 1890. En það ár fékk
hún heiðursverðlaun úr sjóði Krist-
jáns konungs IX. Var talið að hún
hafi verið eina konan í landinu sem
fengið hefði slík verðlaun. Jafn-
framt frábærum dugnaði var hún
einnig bókhneigð og ljóðelsk. Var
bjargvættur sinnar sveitar.
Fellisvorið mikla 1882 tók hún
marga hesta í fóður, hjálpaði auk
þess um hey á 20 bæi í sveitinni.
Eyru hennar ávallt opin fyrir kvein-
stöfum þurfalinga sem að garði
bar. Hún dó 4. ágúst 1901. Guð-
mundur mundi aðeins eftir svörtu
kistunni hennar.
Æviatriði þessa sérstæða merk-
ismanns hafa þegar af aðstandend-
um verið rakin hér áður með þeim
ágætum að hér er litlu við að bæta.
Þess vegna verður sú saga lítt rak-
in hér, en þar sem hann tók sér
fyrir hendur að heimsækja og kynn-
ast þessum ókunna frænda sínum
sem orð þessi festir á blað, skal
þeim samskiptum hér lýst að
nokkru, ef þau gætu varpað nýju
ljósi eða víkkað'þá mynd hans sem
fram hefur komið.
Það mun hafa verið 1981 að
komin var af stað umræða um ætt-
armót og ættarrit sem síðar hlaut
nafnið Galtarætt. Vegna þess að
upphafið var frá mér komið fékk
ég heimsókn að Hvítárholti. Þar
voru komin Guðmundur Jóhannes-
son fyrrum bóndi í Króki í Grafn-
ingi ásamt Sæunni dóttur sinni.
Hann var þá að verða hálfníræður,
vann þá í timbri og nærri áratug
eftir það. Við það að líta manninn
kom mér í hug að mörg handtökin
lægju eftir þennan stóra og stæði-
lega mann allt frá æsku til elliára.
Hann vissi vel um ætt sína og upp-
runa og af hvaða dugandi fólki
hann var kominn. Ferðasögu þá
sem rakin var áður af tengdasyni
hans sagði hann mér alla. Þeir
bræður hans og Jóhann í Króki
voru svo athafnasamir I fram-
kvæmdum að fágætt var á þeim
tímum. Guðmundur var ekki þeirrar
gerðar að láta erfiðleika beygja sig.
En þegar Jóhann bróðir hans, harð-
duglegur og gáfaður maður, veikt-
ist og dó allt í einu sagði hann að
sér hafi þótt sem þrek sitt væri
búið og ekkert nema uppgjöf fram-
undan, þegar Jóhanna dóttir hans
var skírð á kistunni við útför Jó-
hanns. En þeir bræður voru meira
en miklir vinnumenn. I tómstundum
ræddu þeir um fornbókmenntir,
Biblíuna og ýmisleg hinstu rök lífs
og dauða. Við heimsóttum hvor
annan nokkrum sinnum til að
treysta frændsemi og vináttubönd.
Hann kom til mín og sonur hans
stuttu áður en hann var allur. Hann
kom þá þessi nær tiræði öldungur,
hár og teinréttur með lífsreynslu
heillar aldar á herðum sér. Hann
lék á als oddi og kveikti líf og fjör
út frá sér. En eins og fyrr segir
var hann ljóðavinur, kunni heila
kvæðabálka, hafði næman og
skarpan skilning á bókmenntum í
ræðu og riti, svo að mál hans hrundi
í stuðla ef svo bar undir. Og á síð-
ustu kveðjustund rann upp fyrir
mér, að þar færi einn af hinum síð-
ustu fulltrúum íslenskrar bænda-
menningar í gegnum alla sögu til
þessa dags.
Sigurður Sigurmundsson
frá Hvitárholti.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar
um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+ Eiginmaður minn,
ÞÓRÐUR GRÖNDAL
verkfræðingur,
iést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Jónsdóttir.
t
Ástkær unnusti minn, faöir og sonur,
ÍSLEIFUR HEIÐAR KARLSSON,
Ástúni 8,
Kópavogi,
lést 21. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Heiður Hjaltadóttir,
Hjalti Þór ísleifsson,
Karl Stefánsson, Valborg ísleifsdóttir.
■............... ......................