Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ EIGNAMIÐIIMIN .m Abyrg |)jónusta í aratngi Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síöumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. ÍBÚÐ ÓSKAST TIL KAUPS STAÐGREIÐSLA í BOÐI Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega vandaða (glæsilega) 4ra herb. íbúð. Æskileg staðsetning Þingholt, Vesturbær, Landakotstún eða nágrenni við miðborgina. Stað- greiðsla - ein ávísun í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLI Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Höfum traustan kaupanda að 180 - 280 fm einbýli á Seltjarnarnesi, gjarnan á einni hæð. Mjög rúmur afhendingar- tími. Góðar greiðslur í boði. Lyngvfk FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 33 SÍMI 588 9490 Hagamelur — 2ja. Sérl. falleg stúdíóib. í risi. Áhv. 3,6 millj. Verð 5,1 millj. (2563). Bergþórugata — 2ja-3ja. Mjög góð ca 50 fm íb. á jarðh. Áhv. ca 1,5 millj. byggsj. Verð 4,4 millj. (2561). Meðalholt — 2ja. Vorum að fá i sölu þessa prýðiseign ca 66 fm m/ aukaherb. Áhv. 2,6 millj. Verð 5,5 millj. (3565). Vallarás — 2ja. Nýkomin í sölu vönduð 52 fm ib. á 5. hæð í lyftuh. Mikið útsýni. Áhv. 3,5 milij. Verð 5,2 millj. (2569). Dvergabakki — 3ja. Björt 68 fm íb. á 2. hæð. Áhv. 3,2 millj. húsbr. Verð 5,2 millj. (3558). Furugrund — 3ja. Mjög falleg og rúmg. 75 fm ib. á 1. hæð. Áhv. 3,2 millj. byggsj. Verð 6.490 þús. (3514). Hörðaland — 4ra. Nýkomin í sölu ca 90 fm ib. á efstu hæð (2. hæð). 3 rúmg. herb. Verð 7,9 millj. (4572). Trönuhjalli — 4ra. Vorum að fá í sölu nýl. 96 fm ib. á efstu hæð. Áhv. ca 3,6 millj. byggsj. Verð 8,9 millj. (4573). Hrefnugata — hæð. Falleg og endurn. 96 fm ib. á neðri hæð. Áhv. 5,0 millj. byggsj. og húsbr. Verð 8,4 millj. (7470). FRÉTTIR Atli Gunnar Jónsson nývígður kaþólskur prestur Hef stigið mikið al- vöruskref SÉRA Atli Gunnar Jónsson var vígður í Kristskirkju í Landakoti síðastliðinn laugardag og söng sína fyrstu messu þar á sunnu- dag. Hann segist í samtali við Morgunblaðið hafa hlotið ósköp venjulegt islenskt uppeldi. „Mamma kenndi okkur systkin- unum faðirvorið eins og sem betur fer er gert ennþá í mörg- um fjölskyldum," segir Atli. Vendipunkturinn var þegar hann fór barn að aldri með for- eldrum sínum í Þjóðleikhúsið 1974 og sá leikritið um Jón bisk- up Arason. „Mér fannst svo merkilegt að maðurinn skyldi láta taka sig af lífi fyrir trú sína. Ég fór að fá áhuga á því að fara í kirkju og var meira og minna viðloðandi kaþólsku kirkjuna al- veg fram á unglingsár, tók svo smáhlé og kom aftur þegar ég var 17 ára. Síðan gekk ég í kirkj- una þegar ég var tæplega 21 árs.“ Hætti við að hætta Atli hefur stundað nám í Lundúnum og Róm. „Ég var í prestaskóla í Lundúnum í eitt ár og byrjaði líka í heimspeki. Þaðan fór ég til Rómar, kláraði heimspekina og hélt áfram í guðfræði. Síðan hætti ég í tvö ár en hætti svo við að hætta og sem betur fer var tekið við mér aftur,“ segir séra Atli. Hann segir það stórt skref og ekki alls kostar auðvelt að ákveða að ganga í þjónustu Morgunblaðið/Kristinn SERA Atli Gunnar Jónsson kirkjunnar heill og óskiptur. „Þetta er mikið alvöruskref sem maður er að taka í lífinu. Það er svona eins og að ganga í hjónaband, maður vill að það endist til æviloka." Reyntað útskýra hið óútskýranlega Atli Iauk guðfræðináminu fyr- ir ári og er nú rúmlega hálfnað- ur með framhaldsnám sem hann gerir ráð fyrir að ljúka næsta vor. Framhaldsnámið er á sviði kenningafræði eða svokallaðrar dogmatískrar guðfræði. „Þar er farið í höfuðatriði kristindóms- ins og þau athuguð með hliðsjón af Biblíunni, hefð og kennivaldi kirkjunnar. Þá eru skoðuð skjöl og biblíustaðir og kenningar hinna fornu fræðimanna kirkj- unnar, kirkjufeðranna og guð- fræðinga miðalda. Þannig er reynt að útskýra eins og hægt er það sem raunar er óútskýran- legt, en það er guð sjálfur og allt sem að honum snýr,“ segir presturinn ungi. Aðspurður um hvað taki við þegar heim kemur að námi loknu segist Atli ekki vita það nákvæm- lega. „Það kemur betur í ljós þegar tíminn líður en maður vonast auðvitað til að geta orðið að gagni.“ Hann segir kaþólsku kirkjuna ekki vera í beinni samkeppni við aðrar kirkjudeildir á Is- landi. „Hún stendur auðvitað öllum opin og helsta framtíðar- verkefni kaþólsku kirkjunnar á Islandi, eins og ég skil það, er að hún festi hér dýpri rætur og verði meiri hluti af þjóðlífinu. Ég vil að hún taki meiri þátt í þvi sem hér er að gerast, reyni að skilja fólkið sem hér býr og koma betur til móts við það. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir séra Atli Gunnar Jónsson. Ráðstefna um íslenska máisögu og textafræöi STOFNUN Sigurðar Nordals minnist tíu ára afmælis síns laugardaginn 14. september nk. á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Af því tilefni gengst stofnunin fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um íslenska málsögu og textafræði í Norræna húsinu dagana 14. og 15. september. Á ráðstefnunni flytja fyrirlestra: Anatoly Liberman, Britta Olrik Frederiksen, Emst Walter, Guðrún Þórhallsdóttir, Guðvarður Már Gunn- laugsson, Halldór Ármann Sigurðs- son, Jonna Louis-Jensen, Jón G. Frið- jónsson, Magnus Rindal, Odd Einar Haugen, Oskar Bandle, Stefán Karls- son, Svavar Sigmundsson og Vetur- liði Óskarsson. Ráðstefnan hefst kl. 9 árdegis laugardaginn 14. september með ávarpi menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Allir eru velkomnir á ráðstefnuna. ♦ ♦ ♦------ Nýr formaður Hitaveitu Suðurnesja Á STJÓRNARFUNDI Hitaveitu Suð- urnesja, sem haldin var 5. september sl., var Ingólfur Bárðarson, rafverk- taki og fyrrverandi forseti bæjar- stjórnar Njarðvíkur, kosinn einróma sem stjórnarforamður. Ingólfur er einn af fulltrúum Reykjanesbæjar. Hann sat í Bæjar- stjórn Njarðvíkur í um 16 ár, var oddviti sjálfstæðismanna tvö kjör- tímabil og forseti bæjarstjórnar 1990-94. Ingólfur hefur starfað mikið að félagsmálum gegnum árin. Einnig voru kosin í stjórn þau Jón Norðfjörð, Sandgerði, varaformaður og Margrét Gunnarsdóttir, Grinda- vík, ritari. HÆÐ EÐA STÓR ÍBÚÐ í VESTURBÆ! Okkur vantar ca 100 - 140 fm íbúð eða hæð í vesturbæ. Ákveðnir og traustir kaupendur. Bein sala. Eignamiðstööin - Hátún, S: 568 7800 Suðurlandsbraut 10, Reykjavík. (F FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf % % OÐINSGÓTU 4. SÍMAR 551-1540. 552-1700, FAX 562-0540 FROSTAFOLD — Byggsj. 5,2 mill. Góð 85 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölbýli. Parket. Svalir í suðvestur. Frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu. Þvottaherb. í íb. Áhv. 5,2 millj. byggsj. FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 E Litlavör - Vesturbær, Kóp. 181 fm vönduð parhús á þessum frábæra stað. Til afhendingar nú þegar, fullbúin og máiuð að utan. Tilbúin til innréttingar. 3-4 sv.herbergi. Innb. bílskúr. Áhv. 6 m. Verð 10,9 m. Húsið fasteignasala, Suðurlandsbraut 50, Þórarinn Jónsson, hdl., lögg. fasteignasali. Sími 533 4300. Vatnsflóð í fjöl- býlishúsi VERULEGAR skemmdir urðu á íbúðum í fjölbýlishúsi í Hraunbæ í fyrrinótt vegna vatnsleka úr íbúð á fjórðu hæð hússins. Slökkviliðinu í Reykjavík var tilkynnt um lekann um klukkan hálffimm í fyrrinótt og þegar liðsmenn þess komu á staðinn rann vatn á móti þeim niður stigaganginn. Ibúar voru þá að reyna að finna vatnsinntakið til að skrúfa fyrir vatn inn í húsið, og fannst það loks í kjallara. Streymdi niður í íbúðir Við eftirgrennslan kom í ljós að krani undir eldhúsvaski hafði farið sundur { íbúð á fjórðu hæð og vatn flætt út. Að sögn slökkviliðs er talið að eigandi hafi verið sofandi þegar atvikið átti sér stað og því ekki strax orðið var við lekann. Vatn lá yfir allri íbúðinni og streymdi niður í íbúðir á neðri hæðum. Fjarlægja þurfti parket og aðra hluti á gólfum og voru liðsmenn slökkviliðs á þriðja tíma að hreinsa burt vatnið. MÚLAHVERFI í Múlahverfinu er til sölu ísbúð og sæl- gætisverslun. Til afhendingar strax. Gott verð og skilmálar. SMYRILSHÓLAR Gullfalleg 5 herb. endaíb. 100,6 fm á 2. hæð í vinsælu fjölbýlishúsi. Fallegt útsýni. Rúmgóðar suðursvalir. Verð 7,4 millj. Stakfell, fasteignasala. Suðurlandsbraut 6, sími 568-7633. Samstarf Flugleiða og íslandsflugs í flugi til V estmannaeyj a Bæjarsljórn telur að dregið hafi úr þjónustu BÆJARSTJORN Vestmannaeyja telur að samstarf Flugleiða og Is- landsflugs á flugleiðinni milli Eyja og Reykjavíkur hafi leitt til hærra verðs, fækkunar ferða og lélegri þjónustu. Því telur hún rétt að Flug- félagi Vestmannaeyja verði veitt leyfí til áætlunarflugs á leiðinni. Þetta kemur fram í greinargerð sem bæjarstjórnin hefur sent til sam- gönguráðuneytis og Flugráðs. Hilmar B. Baldursson, formaður Flugráðs, bendir á að flug á fjöl- förnustu leiðum innanlands verði gefið fijálst í júlí á næsta ári. „Greinargerð Vestmannaeyjabæj- ar verður rædd á næsta fundi Flug- ráðs, en mér finnst líklegt að af- greiðsla umsóknar Flugfélags Vestmannaeyja mótist af því hversu stutt er þangað til flug verður gefið ftjálst á þessari leið.“ Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, segist hlynntur því að Flugfélagi Vest- manneyja verði gefið leyfi til flugs á leiðinni. „Við höfum alltaf verið talsmenn fijáls flugs og munum ekki setja okkur á móti því í þessu tilfelli. En verðhækkanir hjá okkur hafa ekki verið úr takt við það sem gerst hefur á öðrum leiðum og hjá öðrum þeim sem sinna samgöngum við Vestmannaeyjar. Við vissum að viðbrögð kæmu eftir samstarf okkar við Flugleiðir, en þau eru ekki öll á þennan veg. Ég var að fá skeyti frá bæjarstjórn Sauðár- króks þar sem lýst er yfir ánægju með flugsamgöngur þangað eftir að samstarfið hófst.“ Verð og þjónusta óbreytt Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir enga ástæðu til breytinga á leyfísveitingum til áætlunarflugs svo skömmu fyrir gildistöku reglna um fijálst flug. Hann segir engar verðbreytingar hafa orðið hjá Flugleiðum á leið- inni milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur síðan samstarf var tekið upp við íslandsflug og þjón- usta sé svipuð, að teknu tilliti til árstíðabundinna breytinga. „Flugið hefur verið rekið með tapi hjá báðum félögum því of- framboð var á sætum. Með sam- starfinu vildum við undirbúa okkur undir samkeppnina sem verður þegar flug verður gefið frjálst á leiðinni. Flugtíðni hefur í raun ekki minnkað og sætaframboðið er nægilegt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.