Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 11 ÁRNAR í Þistilfirði skila alltaf sínum skammti af stórlöxum sumarsins, eins og þessum rúmlega 20 punda hæng sem erlend- ur veiðimaður veiddi á spón í síðasta mánuði. Hafbeitarlaxar í Leirársveit ÞAÐ dregur nú að lokum laxveið- innar vítt og breitt um landið og ljóst að landsins gæðum hefur verið afar misskipt. Er veiðin allt frá því að vera léleg í einstökum ám og upp í að vera ágæt. Fer það nokkuð eftir landshlutum. Við skulum renna yfir nokkrar ár og athuga stöðuna. Milii 500 og 600 laxar eru komnir úr Haffjarðará á Snæ- fellsnesi og er það á rólegri nót- unum. Síðustu vikurnar hefur veiðin varla risið hærra en að teljast reytingsveiði. Talsverður lax hefur verið í ánni í sumar, en allur kraftur er löngu farinn úr göngum og menn því að beija á legnum löxum sem hafa verið lagstir í leti. Það er alltaf von á að glæðist þegar líður á septem- ber og laxinn fer að stirðna í skapi. Það eru komnir upp undir 800 laxar úr Laxá í Kjós og dágóður slatti af sjóbirtingi að auki. Menn hafa verið að reyta upp úr Laxá að undanförnu og hún hefur fengið smáskvettur af nýjum laxi. Þetta útleggst þó lélegt sumar í Laxá í Kjós, á því er enginn vafi. Ekki verður ytri skil- yrðum um kennt, þau hafa verið allgóð þegar á heildina er litið. Það er einfaldlega lítið af laxi. Veiðin í Laxá á Ásum er að- eins skriðin yfir 600 fiska og enn er verið að betja á hrygningar- stofninum í Langhyl, veiðistað sem var lokaður eftir miðjan ágúst vegna mikilvægis sem hrygningarmiðstöð hér á árum áður. í Langhyl hefur verið tals- verður lax, en lítið annars staðar í ánni. Villuráfandi hafbeitarlaxar Allgóð veiði hefur verið í Laxá í Leirársveit þótt hún sé eilítið lakari en í fyrra. í vikubyijun voru komnir hátt í 1.400 laxar úr ánni, en allt síðasta sumar veiddust 1.466 laxar. Aflestur merkja og hreistursýna í fyrra sýndu fram á að allt að 400 af þeim löxum voru úr gönguseiða- sleppingum. Flestir voru þó ekki úr fiskræktartilraunum í Laxá, heldur villuráfandi laxar úr haf- beitarstöðinni í Hraunsfirði. Sig- urður Már Einarsson fiskifræð- ingur í Borgarnesi sagði að fylgst væri með þessu, en ótímabært væri að nefna hlutdeild þessara laxa í sumar. Vildi hann aðeins segja að brögð væru að þessu enn. Leiðrétting Fyrir slysni var ranglega haft eftir Vífli Oddssyni varðandi veiði- tölur í Selá í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Þar stóð að veiðin í ánni næmi 860-870 löxum, en rétt er að veiðin nemur um 750 löxum og er þá veiðin aðeins und- ir meðalveiði síðustu tuttugu ára. OPERA EFTIR |Ofl ASCEIRSSOn ■ BEST SÓTTA ATR.IÐIÐ Á LISTAHATIÐ „Sýningin á Galdra-Lofti i íslensku óperunni er fágætur listviöburöur." „Jón Ásgeirsson er heilsteypt tónskáld, sjálfum sér samkvæmur og þorir aö semja tónlist sem hljómar vel í eyrum.“ Þ.P., Mbl. „Frammistaöa Þorgeirs Andréssonar í hlutverki Lofts telst til tíðinda." F.T.St., DV Niöurstaöa: Sýning sem telst til stórviöburöa í íslensku listalífi. Höfundurinn Jón Ásgeirsson hefur unniö þrekvirki og öll vinna aöstandenda er þeim til mikils sóma. A.B., Abl. Laugardaginn 14. sept. kl. 20:00 Laugardaginn 21. sept. kl. 21:00 Laugardaginn 28. sept. kl. 20:00 AÐEÍnS ÞRjÁR sÝnincAR mÍÐÖSALÖ OPÍn DACL. 15-19 Simi 551-1475 ISLKNSK.A OPERAN / Forsætis- ráðherra Lettlands í heimsókn FORSÆTISRÁÐHERRA Lettlands, hr. Andris Skele, er væntanlegur til landsins í opinbera heimsókn dagana 18.-20. septmber nk. ásamt fylgdarl- iði og viðskiptasendinefnd. Meðai dagskrárliða heimsóknarinn- ar eru viðræður við forsætisráðherra, sjávarútvegssýningin í Laugardals- höll, fundur í Verslunarráði, heimsókn til Bessastaða, í Árnastofnun og Ráð- húsið og skoðunarferð um Suðurland tii Vestmannaeyja og Þingvalia, orku- verið í Svartsengi og Bláa lónið. Þá mun forsætisráðherra afhjúpa höggmynd sem lettnesk stjórnvöld færa íslenskum stjórnvöldum að gjöf í þakklætisskyni fyrir stuðning þeirra við frelsisbaráttu lettnesku þjóðar- innar. ------♦ ♦ ♦----- Jim Cartwright væntanlegur BRESKA leikskáldið Jim Cartwright og fjölskylda hans verða viðstödd sérstaka hátíðarsýningu á nýjasta leikriti hans, Stone Free, á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun októ- ber. Jim Cartwright hefur unnið til fjölda verðlauna í heimaiandi sínu eftir að fyrsta verk hans, Stræti, var frumsýnt í lok níunda áratugarins. Hér á landi hafa verið sýnd eftir hann leikritin Stræti, Taktu iagið Lóa, Bar-Par og nú síðast Stone Free, öll við miklar vinsældir. Leikskáldið og fjölskylda hans koma hingað til lands í boði Leikfé- lags íslands sem stendur fyrir sýn- ingum á Stone Free. Til stóð að þau kæmu á frumsýninguna en af því gat ekki orðið þá vegna veikinda í fjölskyldunni. Starfsmenn í matvælaiðnaði Ný haustnámskeið Vekjum athygli á námskeiðum sem uppselt var á vorönn og nýjum námskeiðum fyrir saltfiskverkendur og sjómenn. Þurrkun fískafurða: Eðliseiginleikar lofts, upp- bygging þurrkbúnaðar, orku- og massavægi og gæða- og örverubreytingar við þurrkun. 18. september - frá kl. 9:00-14:30. Frysting sjávarafurða: Vannafræði, þróun frysti- kerfa, frystibúnaður, frystihraði, geymsla, flutningar og tvífrysting. 19. -20. september - frá kl. 8:30-12:30 og 8:30-12:00. Kvörðun á vogum, hitamælum og pH-mælum: Kvörðun á vogum, hitamælum og pH-mælum, mis- munandi gerðir hitamæla, rekjanleiki, viðmiðunar- mörk, mæligrunnur, mælióvissa, eftirlit og umhirða. 23. september - frá kl. 9:00-14:30. Saltfiskverkun: Vinnsluferli, aðbúnaður, geymsla, verkunaraðferðir, flutningar. 10.-11. október - frá kl. 8:30-12:30 báða dagana. Meðhöndlun fisks um borð í veiðiskipum: Bætt meðferð á fiski, verðmætasköpun. 17.-18. október - frá kl. 8:30-12:30 báða dagana. 8.-9. nóvember á Homafirði. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562 0240. Tölvupóstfang: info@ifsk.is Veffang: h ttp://www. rfisk. is/ Leiðbeinendur: Bima Guðbjömsdóttir, matvælafræðingur Dr. Guðmundur Stefánsson, matvælafræðingur Jón Heiðar Ríkharðsson, verkfræðingur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Sigurjón Arason, efnaverkfræðingur Unnur Steingrímsdóttir, líffræðingur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.