Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 13 Morgunblaðið/Kristján Áramótaferðir til Akureyrar seldar í París MIKILl áhugi er, að sögn Guð- mundar Birgis Heiðarssonar for- stöðumanns upplýsingaskrifstofu ferðamála í Eyjafirði, meðal Frakka fyrir áramótaferðum til Akureyrar en sala á slíkum ferðum hófst ytra nýlega. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar ferðir eru boðnar. Guðmundur Birgir sagði að ferðaþjónustuaðilar í Eyjafirði hefðu með sér samstarf vegna ára- mótaferðanna og væru þeir í sam- vinnu við sjö ferðaskrifstofur í Par- ís og nágrenni, auk þess sem ferð- irnar verða einnig kynntar í Belgíu og almennt í frönskumælandi hluta Evrópu. Áramótaferðirnar standa í þrjá daga, en möguleiki er að lengja ferðina. „Miðpunkturinn í þessari ferð verður að upplifa þá sérstöku stemmningu sem fylgir áramótum á íslandi,“ sagði Guðmundur Birg- ir. „Hér er að mörgu leyti betra að sjá flugeldana þar sem iðulega er snjór yfír öllum firðinum á þessum árstíma, þannig að andrúmsloftið er annað en t.d. í Reykjavík." „Þessar ferðir hafa verið kynntar að undanförnu og salan er rétt að hefjast þessa dagana. Við höfum orðið vör við mikil viðbrögð, m.a. hefur verið haft samband frá Skandinavíu þar sem verið var að spyijast fyrir um möguleika á að komast inn í þess- ar ferðir. Við höfum hugsað okkur að byija smátt, en nú lítur út fyr- ir að áhuginn sé það mikill að þetta gæti farið fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Guð- mundur Birgir. Skyndi- mynda- sjálfsali settur upp UÓSMYNDASTOFAN Norður- mynd á Akureyri hefur sett upp sjálfsala til passamyndatöku og hefur honum verið komið fyrir til bráðabirgða í verslunarmiðstöðinni Krónunni. í sjálfsalanum er mögu- legt að fá þijár stærðir af myndum, eina stóra 9x7 cm, fjórar venjulegar passamyndir eða 16 litlar myndir. Myndirnar eru tilbúnar eftir aðeins 45 sekúndur og hægt er að velja um litmyndir eða svart/hvítar myndir. Sjálfsalinn er mjög auðveltur í notkun og hann talar til viðskipta- vina og leiðbeinir þeim við mynda- tökuna. Ásgrímur Ágústsson, ljós- myndari í Norðurmynd, hefur verið með passamyndasjálfsala á stofu sinni sl. 6 ár en hann segir að þessi sé mun fullkomnari og auk þess staðsettur í alfaraleið. A myndinni er Ásgrímur við sjálfsalann í Krón- unni. Aðalfundur Sam- taka tónlistarskóla Atli Guð- laugsson formaður ATLI Guðlaugsson, skólastjóri Tón- listarskóla Eyjafjarðar, var kjörinn formaður Samtaka tónlistarskóla- stjóra á aðalfundi á Akranesi fyrir skömmu. Með Atla í stjórn eru aðr- ir tveir skólastjórar af Norðurlandi eystra, Björn Þórarinsson, Tónlist- arskóla Reykdæla og Hlín Torfa- dóttir, Tónlistarskóla Dalvíkur. Á aðlfundinum voru samþykktar ályktanir um mál sem miklu varða fyrir tónlistarfræðsluna í landinu. Áðalfundur Samtaka tónlistarskóla fer þess á leit við menntamálaráðu- neytið að greiðslur til Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar, samkvæmt samningi um árleg fjárframlög til reksturs hljómsveitarinnar, verði inntar reglulegar af hendi en verið hefur. Sinfóníuhljómsveitin er mjög mikilvægur vettvangur fyrir ís- lenska tónlistarnemendur og menn- ingarauki fyrir íslenskt samfélag. Það er því slæmt ef hljómsveitinni er gert erfitt um vik vegna seina- gangs í greiðslum til hennar, segir í ályktuninni. Aðalfundurinn fagnar útkomu Aðalnámskrár tónlistarskóla en hvetur til að menntamálaráðuneytið hraði sem kostur er útgáfu greina- námskráa svo Aðalnámskrá geti tekið formlegt gildi haustið 1997. UTSALA Okkar árlega stór útsala er hafin. Allar pottaplöntur með 20-50% afslátt. Dæmi Kaktusar og Þykkblöðungar kr. 169,-/stk. Fíkus kr. 990 100 sm Perluburkni kr. 299 Keramik- pottahlífar 20-50% afsláttur Drekakústur kr, Friðarlilja kr. 499 m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.