Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 12. SEFfEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ LAIMPIÐ Kostnaður 4,3 milljarðar við V estfj arðagöngin sem opnuð verða formlega á laugardag Næstlengstu jarðgöng á N or ðurlöndum Halldór Blöndal samgönguráðherra opnar jarðgönffln undir Breiðadals- og Botnsheiðar formlega iyrir umferð á laugardaginn. Þá verða liðin fímm ár og níu dagar frá því fyrst var sprengt í göngunum. Sigurjón J. Sigurðsson rifjar upp sögu ganganna AÆTLAÐ er að 500 þús. rúmmetrar efnis hafi komið úr göngun- um eftir sprengingar og fór það að mestu í vegagerð utan ganga. ísafirði - Undirbúningur að gerð jarðganganna hófst með jarðfræði- rannsóknum á árunum 1983 til 1985. Unnið var að frekari rannsóknum, hönnun og forvali verktaka á árunum 1988 til 1990 og verkið var síðan boðið út á alþjóðlegum vettvangi vorið 1991. Samið var við verktaka- samsteypuna Vesturís sf., sem átti iægsta tilboðið, en aðilar að því fyrir- tæki eru Istak hf., sem er í forsvari, Skanska frá Svíþjóð, Selmer Anlegg frá Noregi og E. Phil & Son frá Danmörku. Samningur vegna verks- ins var síðan undirritaður 6. júní 1991 og jarðgangagerðin hófstform- lega 5. september sama ár, þegar Halldór Blöndal samgönguráðherra sprengdi fyrstu hleðsluna. 550 tonn af sprengiefni Þann 16. september 1994 var sprengt í gegn í Botndalsgöngum og lokasprenging var síðan 23. mars 1995, þegar síðasta haftið í Breiða- dalsgöngunum var sprengt. Alls voru boraðir um 650 km af sprengiholum, sprengt var 2.050 sinnum og notuð til þess 550 tonn af sprengiefni. Rúmmál efnis sem kom úr göngunum var um 500 þúsund rúmmetrar. Jarðgangagerðin gekk samkvæmt áætlun nema hvað óvænt og mikið innrennsli vatns, einkum á einum stað í göngunum, olli töfum og jók kostnað. Rennslið hefur minnkað með tímanum á þessum stað, frá því að vera um 2.000 lítrar á sekúndu niður í 400 lítra á sekúndu. Nú renna innan við 900 lítrar á sekúndu úr göngunum í Tungudal og um 1.000 lítrar á sekúndu úr göngunum í heild. Hluta vatnsins er veitt inn á Vatns- veitu ísafjarðarbæjar. Næstlengstu göng á Norðurlöndum Jarðgöngin voru opnuð fyrir al- menna umferð 20. desember á síð- asta ári eins og að var stefnt í upp- hafí, þótt þau væru ekki fulibúin. Þeim var síðan lokað aftur í maí á þessu ári og síðan hefur verið unnið að lokafrágangi. Lagt hefur verið malbikslag, gengið frá rafbúnaði, vegmerkingum og ýmsu fleiru. Göngin eru nú fullbúin til umferðar en eftir er að ljúka endanlega við stýrikerfí rafbúnaðar sem verður væntanlega gert fyrir ársiok. Göng í bergi eru um 8.685 metrar og steyptir forskálar eru samtals 435 metrar. Heildarlengd allra ganganna eru því um 9.120 metrar. Milli Tungudals og Breiðadals eru göngin 5.930 metrar og milli Tungudals og Botnsdals eru þau um 4.720 metrar. Hér er því um að ræða langlengstu jarðgöng á íslandi, og til samanburð- ar má nefna að Múlagöng eru 2.400 metrar að lengd, Strákagöng 800 m og Oddskarðsgöng 640 metrar. Ef litið er til Evrópu eru göngin meðal þeirra lengstu og þau næst- lengstu á Norðurlöndum. Gatnamót í jarðgöngum, um 300 metrum undir yfírborði, eru ekki algeng og hafa þegar vakið athygli erlendra sérfræð- inga. Þá hefur einnig vakið athygli hversu vel tókst að ráða fram úr þeim vandamálum sem upp komu vegna hins mikla vatnsrennslis. 3-4 kílómetrum styttra á milli staða Endanlegt kostnaðaruppgjör hefur ekki farið fram, en heiidarkostnaður verður um 4,3 miiljarðar króna, framreiknað til núgildandi verðlags. Kostnaðaráætlun frá árinu 1991 hljóðaði upp á 3,7 milljarða á sama verðlagi og hefur verkið því farið rúm 16% fram úr upphafiegri áætlun og er viðbótarkostnaðurinn að mestu vegna ófyrirséðs vatnsrennslis. Vegurinn um Breiðadals- og Botnsheiðar fer hæst í 614 metra yfír sjó og hefur að meðaltali verið lokaður um sjötíu daga á ári og svip- aðan dagsljölda hefur aðeins verið opið hluta úr degi. Með jarðgöngunum verður gjör- breyting á, og er reiknað með að vegum að þeim verði haldið opnum flesta daga ársins. Vegalengdir styttast um 3-4 kílómetra, og verða um 23 km milli ísafjarðar og Suður- eyrar og sama vegalengd milli ísa- fjarðar og Flateyrar. Eins og kunn- ugt er áttu göngin sinn þátt í því að sveitarfélög á svæðinu hafa sam- einast. Vegagerðin sá um allar rannsókn- ir, undirbúning og hönnun vegna jarðganganna, og var Hreinn Har- aldsson verkefnisstjóri. Jarðtækni- stofan sf. og Orkustofnun unnu að jarðfræðirannsóknum. Hreinn Har- aldsson hannaði jarðgöng. Einar Hafliðason forskála og Kristján Kristjánsson vegi. Elísbet Gunnars- dóttir arkitekt hannaði útlit for- skála. Raftákn hf. hannaði lýsingu og raflagnir, Raftæknistofan hf. stýrikerfi fyrir viðvörunar- og raf- búnað, og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen vann að brunatæknileg- um málum og viðbúnaðaráætlun. Sérstök tækninefnd var skipuð vegna vandamála tengd innrennsli vatns og hana skipuðu Hreinn Har- aidsson Vegagerðinni, Christoph Múller frá Sviss og prófessor Hákon Stille frá Svíþjóð. Framkvæmdir voru í umsjá um- dæmisskrifstofu Vegagerðarinnar á Isafirði, undir stjórn Gísla Eiríksson- ar umdæmisverkfræðings. Umsjón- armaður var Björn A. Harðarson jarðverkfræðingur og auk hans starfaði Björgvin Guðjónsson jarð- fræðingur að eftirliti allan fram- kvæmdatímann. Að verkinu komu einnig frá Vegagerðinni Jón Rögn- valdsson, Einar Erlingsson, Jón Erl- ingsson, Halldór Sveinn Hauksson, Gunnar H. Guðmundsson og fleiri. Verkfræðistofa Sigurðar Thorodds- en hafði eftirlit með steypufram- kvæmdum og malbikun. Aðalverktaki við gangagerðina var eins og áður segir Vesturís sf., og undirverktaki þeirra við malbik- un var Hlaðbær-Colas hf., við slit- lagslögn utan ganga Klæðning hf. og við framleiðsiu steinefna Arnar- fell hf. Ágúst og Flosi hf. byggðu brú í Skutulsfirði og unnu nokkur smærri frágangsverk. Póllinn hf, var verktaki við lýsingu og annan raf- búnað í göngunum. Póstur og sími lét legga ljósleiðara um göngin og Orkubú Vestfjaða lét leggja raf- magnsjarðstreng um göngin milli Tungudals og Botnsdals. FRÁ opnun Skóbúðarinnar Brákar í Vöruhúsi KB. Sæunn Jónsdóttir aðstoðar viðskiptavini. KATRÍN Gunnarsdóttir eigandi tískuverslunarinnar K2 í nýrri verslun sinni. TÖLVUBÓNDINN Sverrir Guðmundsson i Vöruhúsi KB í Borgarnesi. Einkavæðing í kaupfélagshúsinu í Borgarnesi Borgarnesi - Segja má að Kaupfélagið í Borgarnesi, KBB, sé að einkavæðast að hluta til. Opnaðar hafa verið þrjár verslanir í eigu einstaklinga í Vöruhúsi KB við Egilsgötu í Borgarnesi. Þá stendur til að Rakarastofa Hauks Gíslasonar flytjist einnig þangað, auk hraðbanka sem verður við nýjan inngang í húsið. í fréttablaði KB er haft eftir Þóri Páli Guðjónssyni kaupfélagsstjóra að um viss straumhvörf sé að ræða í rekstri Kaupfélags Borgfirðinga með því að fyrirtæki í einkaeign séu að hefja starfsemi innan veggja Vöruhúss- ins. Þróun í þessa átt hófst er áfengisútsala ATVR var opnuð á neðstu hæðinni. Miklar breytingar hafa verið gerðar innanhúss, matvörumarkaðurinn stækkaður og breytingar gerðar á sérvöruverslunum. Þrjár verslanir í Vöruúsið Þörfin fyrir lagerhúsnæði hefur minnkað svo rýmkað hefur um starfsemina innan Vöruhússins. Auglýst var eftir aðilum sem áhuga hefðu á að selja upp starfsemi í húsinu, bæði til að nýta húsnæðið betur og einnig til að bæta þjónustu við viðskiptavini Vöruhúss KB. Þrjár verslanir eru teknar til starfa í Vöruhúsi KB. Skóbúðin Borg, rekin af Sæunni Jónsdóttur, sem áður var staðsett við Brákarbraut. Tískuverslunin K2, sem er ný verslun í eigu hjónanna Katrínar Gunnarsdóttur og Hákonar Arnþórssonar. Þar verður fyrst og fremst fatnaður fyrir unglinga en einnig dömur og herra. Tölvubóndinn heitir ný verslun sem er í eigu bóndans Sverris Guðmundssonar frá Hvammi í Norðurárdal. Hann verður með skrifstofuþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tölvubóndinn selur tölvur, prentara, ljósrit- unarvélar, faxtæki og reiknivélar. Einnig mun hann bjóða upp á skrifstofuhúsgögn. ) I > i l I I í i I í i I I: I 5 I I ( I V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.