Morgunblaðið - 12.09.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 15
NEYTENDUR
Tilskipanir um geymsluþolsmerkingar frá Evrópusambandinu
Mbl/Þorkell.
Súkkulaði og fleira sælgæti
ekki geymsluþolsmerkt
SUKKULAÐI, lakkrís, hlaup, kakó,
og sykur þarf ekki að geymsluþols-
merkja . Aðrar tegundir sem ekki
þarf að tilgreina geymsluþol á eru
til dæmis ferskir ávextir og græn-
meti, ýmsar víntegundir, salt, tyggi-
gúmmí, hunang og edik.
Sigríður Klara Árnadóttir, mat-
vælafræðingur hjá Hollustuvernd
ríkisins, segir gildandi reglugerð um
merkingu matvæla unna samkvæmt
tilskipunum frá Evrópusambandinu
en þar kveður á um að umræddar
vörur þurfi ekki að merkja með „best
fyrir“. Eldri reglugerð hafði einnig
samsvarandi undanþágur.
- Þýðir þetta að sami súkkulaðis-
kassinn geta verið í hillum verslunar
svo árum skiptir?
„Það er ekkert í merkingar reglu-
gerðinni sem mælir á móti því. Yfir-
leitt er ekki hættulegt að borða gam-
alt sælgæti og hugsunin á bakvið
þessar reglur er að varan sé ekki
lífshættuleg þótt hún sé gömul. Syk-
ur og salt er notað sem rotvörn fyr-
ir ákveðin matvæli s.s. saltfisk og
niðurlagða ávexti. Hinsvegar er það
hagur framleiðanda að geymsluþols-
merkja vörur sínar því ef neytendur
lenda í því að kaupa gamalt og vont
sælgæti verður það ekki aftur fyrir
valinu og margir erlendir framleið-
endur geymsluþolsmerkja sitt súkk-
ulaði.“
- Er eitthvað um að íslenskir
framleiðendur geymsluþolsmerki
samt sem áður vörur sínar?
„Þessi reglugerð sem um ræðir
setur lágmarkskröfur og allt umfram
það er í höndum framleiðenda. Ég
hef ekki orðið vör við að mikið sé
um að íslenskir sælgætisframleið-
endur geymsluþolsmerki vörur sínar
nema í þeim tilfellum sem um er að
ræða dýrari vöru eins og konfekt."
Neytendur velja frekar
ómerkta vöru
Sigríður Klara segir að borið hafi
á því að neytendur velji frekar
ómerkta vöru en vöru sem komin er
nálægt geymsluþolsdagsetningu ef
slík dagsetning er á umbúðunum.
Auk þess ef varan er geymsluþols-
merkt má ekki hafa hana í hillum
verslana eftir að tímabili líkur og
styttir það sölutíma vörunnar að
mati framleiðenda. Sigríður Klara
segist nýlega hafa fengið á borðið
til sín dæmi um sambærilegar súkk-
ulaðitegundir sem voru til sölu í einni
verslun. Önnur tegundin var merkt
og hin ómerkt. Nýrri varan sem var
geymsluþolsmerkt var tekin úr um-
ferð þegar „best fyrir“ dagsetningin
var útrunnin en sú vara, sem ekki
var merkt og var þar að auki eldri,
fékk að vera í hillunum áfram.
S vínakj ötsútsala
Bændur selja
svínakjöt
með 20%
afslætti
BÆNDUR eru að selja nýtt svína-
kjöt með 20% afslætti fram að
helgi. „Svínakjöt hefur á þessu ári
almennt verið selt á lægra verði
en í fyrra og að viðbættri þessari
lækkun nemur hún því um 30%
sé miðað við sama tíma í fyrra,“
segir Kristinn Gylfi Jónsson for-
maður Svínaræktarfélags Islands.
Hann segir að bændur búist við
að selja á bilinu 70-100 tonn að
þessu sinni og segir ljóst að lækk-
unin gangi beint til neytenda því
verslanir séu þegar farnar að
lækka verð á svínakjöti.
Kristinn Gylfi segir að ekki
verði um aðra svínakjötsútsölu að
ræða fyrir áramót því nú taki við
undirbúningur fyrir jólasöluna.
NYTT
Svali með jarð-
arbeijabragði
NÝR bróðir bættist við Svalafjöl-
skylduna í vikunni. Um er að ræða
Svala með jarðarberjabragði.
Þriðjungur drykkjarins er hreinn
safi en það samsvarar því að í
drykknum séu 87 ml af ávaxta-
safa sem eru um 130 g af kreistum
jarðarbeijum og vínbeijum.
I jarðarbeijasvala er enginn
hvítur sykur heldur ávaxtasykur
og þrúgusykur. Sama á reyndar
við um annan Svalasafa líka. Auk
þess var þess gætt að stilla sýru-
magni í hóf. Engin litarefni eða
rotvarnarefni eru í Svalanum.
ó
SP4Í-CMCITIUO0
fl söflfliiLflflimjóLfl i l kr.
139.-10; DfPíl & DIÍT P-CPSI21
þih mm Pizzfl 400«. 2 t«. kr. 199
1 m flílMU flflUKflflW:
fJÖLflflíVTíflfl flVKHIHGflfl
OC ITtflftCT f LEIflfl fl flf LCflflTILflODI
asíffl-
Kaupgarður
■ í MJÓDD
Þönglabakka 1 • 109 Reykjavík • Sími 557 3900 • Fax 567 0048
MUOTaRNKMUHMUMi^l
hjá iMnni \mlun! |
SVÍNAKJÖTS-
VEISL |
SVÍNAHNAKKI
SVÍNABÓGAR
SVÍNAKÓTILETTUR
SÍÐUR
Plastprent hf.
börnin og heimilið:
Blautbúningar, magabretti, Ajax vindsængur,
hengirúm, Dun-Iet mýkingarefni, Ajax þvottaefni og
margt tleira.
Allt sem þú þarft að gera er að fylla út þátttökuseðil og koma með
hann í Þína verslun ásamt kassakvittun af Dun-Iet mýkingarefni
eða Ajax þvottaefni - fyrir 15. september.
Dregið verður 16. september.