Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sáttmála um bann við kjarnorkusprengmgum fagnað víða um heim
Sagður mjög' mikilvægur
þótt hann taki ekki gildi
Sameinuðu þjóðunum, Nýju Delhí. Reuter.
LEIÐTOGAR flestra ríkja heims fögnuðu í gær
sáttmálanum um bann við kjarnorkusprenging-
um sem samþykktur var á allsheijarþingi Sam-
einuðu þjóðanna í fyrradag. Sáttmálinn tekur
ekki gildi formlega nema Indveijar staðfesti
hann og þeir sögðust í gær ætla að streitast
gegn honum af sömu staðfestu og Mahatma
Gandhi gegn breskum yfirráðum á sínum tíma.
Sáttmálinn var samþykktur á allsheijarþing-
inu með 158 atkvæðum gegn þremur. Aðeins
Indland, Líbýa og Bhutan lögðust gegn sáttmál-
anum og fímm ríki sátu hjá, Kúba, Líbanon,
Máritíus, Sýrland og Tansanía.
Þjóðþing 44 ríkja sem eiga kjamakljúfa, þeirra
á meðal Indlands, þurfa að staðfesta sáttmálann
til að hann geti tekið gildi. Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, hyggst undirrita sáttmálann í
höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna 24. septem-
ber. Bretar og Frakkar sögðust einnig ætla að
undirrita sáttmálann sama dag.
Hefur mikla þýðingu
Sérfræðingar segja að þótt sáttmálinn taki
ekki formlega gildi vegna andstöðu Indveija
verði þau ríki, sem undirrita hann, skuldbundin
til að virða öll ákvæði hans. Sáttmálinn hafi
mikla pólitíska og siðferðilega þýðingu þótt
Indveijar komi í veg fyrir gildistöku hans.
Umræðan um bann við kjarnorkusprenging-
um hófst fyrir fjórum áratugum. „Venjulegt
fólk út um allan heim vildi þennan sáttmála
og þessi alheimsósk var svo máttug að ekkert
gat hindrað hana nú,“ sagði Madeleine Al-
bright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Samein-
uðu þjóðunum, eftir atkvæðagreiðsluna.
Öll ríkin fimm, sem viðurkenna að hafa yfir
kjarnavopnum að ráða, hafa þegar samþykkt
að hætta kjarnorkusprengingum í tilrauna-
skyni. Bandaríkin, Rússland og Bretland hættu
tilraununum á árunum 1990-92 en Frakkland
og Kína fyrir nokkrum mánuðum.
Þijú önnur ríki, Indland, Pakistan og ísrael,
eru talin eiga kjarnavopn eða geta smíðað þau
með skömmum fyrirvara. Stjórn Pakistans seg-
ist ekki ætla að undirrita sáttmálann um til-
raunabannið nema erkióvinir þeirra, Indveijar,
geri það en ísraelar segjast styðja sáttmálann.
„Við ætlum ekki að undirrita sáttmálann,“
sagði Inder Kumar Gujral, utanríkisráðherra
Indlands, í efri deild indverska þingsins og þing-
menn létu stuðning sinn í ljósi með því að berja
á borðin.
„Við höldum áfram á þeirri dýrðarbraut sem
Gandhi og Nehru lögðu," bætti ráðherrann við
og vísaði til Mahatma Gandhis og Jawaharlals
Nehrus, fyrsta forsætisráðherra Indlands, sem
voru í fylkingarbijósti í baráttu Indveija gegn
breskum yfirráðum sem lauk árið 1947.
Indveijar segjast ekki ætla að sprengja kjarn-
orkusprengjur í tilraunaskyni en vilja ekki
undirrita sáttmálann þar sem kjarnorkuveldin
fimm neituðu að verða við kröfu þeirra um að
skuldbinda sig til að eyðileggja öll kjarnavopn
sín innan ákveðins tíma.
Leiðtogar flestra Asíuríkja fögnuðu sam-
þykkt allsheijarþingsins og sögðu sáttmálann
nauðsynlegan þótt hann væri ekki gallalaus
vegna ýmissa málamiðlana. Kínverjar, sem
forðast yfirleitt að hvetja önnur ríki til að undir-
rita alþjóðasamninga, sögðust vona að öll ríki
heims undirrituðu og virtu sáttmálann.
iáTZÉMm
Hmtmmesnmmm a
Xrí-"-
„Noregur“ í heimahöfn
Reuter
Flugvél
snúið við
af öryggis-
ástæðum
Glasgow. Reuter.
BANDARÍSK flugvél, með 193 far-
þega innanborðs, lenti heilu og
höldnu á flugvellinum í Glasgow í
gær, eftir að henni var snúið við
yfir miðju Atlantshafí, „af öryggisá-
stæðum“.
Vélin, sem er frá American Air-
lines-flugfélaginu, var á leið frá
London til Chicago, um 800 km.
vestur af írlandi, þegar henni var
snúið við. Ástæðan var grunsamleg-
ur pakki sem talið var að væri um
borð. Talsmenn flugfélagsins vildu
ekki veita nánari upplýsingar um
málið að svo stöddu.
Er vélin lenti í Glasgow þustu
lögreglu- og slökkviliðsmenn að
henni til að leita í vélinni. Farþegar
voru fluttir í snarhasti inn í flugstöð-
ina, þar kannað var hvemig koma
mætti þeim á áfangastað.
FARÞEGASKIPIÐ „Noregur'
kemur til heimahafnar í Le
Havre í Frakklandi í gæ r.
Skipið, sem er eitt stærsta
farþegaskip heims, 315 metr-
ar á lengd, hét áður „Frakk-
land“ og var þekkt fyrir mun-
aðinn sem farþegar nutu um
borð. Kom skipið frá New
York í gær en frá Le Havre
heldur það til Bretlands til
viðgerða.
Eystra-
saltsríki í
ESB?
PAAVO Lipponen, forsætis-
ráðherra Finnlands, hvatti í
gær til þess að Eystrasaltsrík-
in gleymdust ekki þegar
stækkun Evrópusambandsins
kæmi til umræðu. Varaði hann
sterklega við að svæðið ein-
angraðist, sagði það nauðsyn-
legt fyrir Finna að ríkin þijú
fengju sama tækifæri og önn-
ur lönd til aðildar.
Þjóðverjar
ósáttir við
refsiaðgerðir
GÚNTHER Rexrodt, efna-
hagsmálaráðherra Þýska-
lands, lýsti í gær andstöðu
Þjóðveija við efnahagsþving-
anir sem Bandaríkjamenn
hyggjast beita gegn þeim fyr-
irtækjum sem eiga viðskipti
við Kúbu. Sagði ráðherrann
þessa leið kolranga ef ætlunin
væri að styðja lýðræðisþróun
og að Þjóðveijar myndu ekki
fallast á aðgerðir Bandaríkj-
anna.
Norðmaður
dæmdur fyrir
iðnaðarnjósnir
VERKFRÆÐINGUR sem
starfaði hjá Norsk Hydro, var
í gær dæmdur í fimm ára fang-
elsi fyrir iðnaðarnjósnir. Var
maðurinn fundinn sekur um
að koma leynilegum upplýs-
ingum fyrirtækisins til keppi-
nautar þess. Hann neitar ásök-
ununum.
Páfagaukur
drepur barn
PÁFAGAUKUR varð unga-
barni að bana í Mið-Afríkurík-
inu Kongó, með því að gogga
í nef þess á meðan móðirin
brá sér í sturtu. Olli fuglinn
svo miklum blæðingum að
bamið kafnaði. Foreldrar þess
börðu páfagaukinn til bana
þegar þau áttuðu sig á því
hvað hafði gerst.
KOMPU
SALAH
allar
helgar
I Kolaportinu er kompusala
alla markaðsdaga
og bósinn kostar ekki nema
kr.w2i8i0i0.
Nú er tilvalið að taka til í
geymslunum oa fataskápunum;
panta bás i Kolaportinu
og breyta gamla dótinu
í goðan pening.
Pantanasími
er 562 5030 V
>
KOLAPORTIÐ
MIIIIIIIIIIM
Harka færist í deilu Kínveija og Japana um smáeyjar
Kínaher hvattur til
að beita herskipum
IJ..I.1.W. T>nnn! Ufllltur
Peking, Tæpei. Reuter.
RÚMLEGA hundrað kínverskir
þjóðernissinnar skoruðu í gær á
æðstu yfirmenn Kínahers að senda
herskip til eyja í Kínahafi, sem Kín-
veijar og Japanir hafa deilt um.
Harka færðist í deiluna í júlí
þegar japanskir þjóðernissinnar
reistu vita og minnismerki um síð-
ari heimsstyijöldina á einni eyj-
anna. Þeir héldu þangað aftur á
mánudag til að gera við vitann, sem
skemmdist í fellibyl nýlega, og segj-
ast aðeins hafa reist hann af um-
hyggju fyrir sjómönnum. Japanska
stjórnin hefur stutt þjóðemis-
sinnana og sent varðskip til að
stöðva tævanska báta sem hafa
reynt að sigla til eyjanna síðustu
daga í því skyni að rífa vitann og
minnismerkið niður.
Kínversku þjóðernissinnarnir
sendu æðstu embættismönnum
hersins bréf og hvöttu þá til að
senda herskip til að fylgja íbúum
Kína, Tævans og Hong Kong til
eyjanna. Hópur íbúa Hong Kong
er einnig í Peking til að afhenda
kínverskum ráðamönnum áskorun,
sem 15.000 Hong Kong-búar undir-
rituðu, um að beita hervaldi ef
nauðsyn krefði til að leiða deiluna
til lykta.
Tævanskir þingmenn hafa enn-
fremur hvatt stjórn Tævans til að
senda herskip gegn japönsku varð-
skipunum.
„Vandræðalegl" bandalag
Deilan hefur orðið til þess að
sameina Kínveija og Tævani, sem
hafa átt í deilum frá árinu 1949.
Ráðamenn í Kína og Tævan era
sammála um að eyjarnar hafi til-
heyrt Kína í margar aldir, en Japan-
ir segjast hafa ráðið yfir eyjunum
frá því Kínveijar neyddust til að
láta þær af hendi eftir ósigur í stríði
árið 1895.
„Deilan um eyjarnar hefur sett
stjórnvöld í Kína og Tævan í mjög
vandræðalega stöðu,“ sagði Lu
Ya-li, sérfræðingur í samskiptum
ríkjanna við Tævan-háskóla.
DEILT UM EYJAR
Kínverjar, Japanir og Tævanir deila
um nokkrar óbyggðar smáeyjar,
sem eru nefndar Senkakus í Japan
og Diaoyus í Kína
Japanir hafa gert tilkall til eyjanna frá
1895, þegar þeir báru sigurorð af
Kínverjum og náðu eyjunum og fleiri
svæðum á sitt vald. Kfnverjar segja
eyjarnar hafa tilheyrt Kína í margar aldir
REUTERS