Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 21 Upphafstónleikar Sinf óníuhlj óms veitar íslands haldnir í Háskólabíói í kvöld Fagott fremst á sviðinu Fagottleikararnir Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar Vilbergsson verða í aðalhlutverki í konsert fyrir tvö fagott og hljómsveit. Þröstur Helgason ræddi við þá. Morgunblaðið/Kristinn RÚNAR Vilbergsson og Hafsteinn Guðmundsson segja að þessir tónleikar séu kærkomin kynning á fagottinu, sem hefur skemmtilegan og jafnvel skondinn hljóm. í DAG hefst nýtt starfsár Sinfóníu- hljómsveitar Islands með sérstök- um upphafstónleikum. Á þeim er leitast við að sýna tónleikagestum hvað er í vændum í vetur þótt ekki séu leikin sömu verk og eru á tón- leikaskrá vetrarins. Hljómsveitar- stjóri að þessu sinni verður Takuo Yuasa frá Japan sem er flestum tónleikagestum kunnur en hann hefur stjórnað Sinfóníhljómsveit- inni nokkrum sinnum og nú síðast í apríl þegar Þýsk sálumessa Brahms var flutt í Hallgrímskirkju. Kynnir á tónleikunum verður Lana Kolbrún Eddudóttir. Á efnisskránni verður sitt lítið af hveiju. Eftir austurríska óperu- tónskáldið Franz von Suppé (1819- 1895) verður leikinn forleikurinn að Galateu fögru. Tveir þættir úr Simple Symphony eftir kunnasta tuttugustu aldar tónskáld Englend- inga, Benjamin Britten (1913- 1976), eru á efnisskránni og Sirkus polka eftir Igor Stravinskíj (1882- 1971), sem fæddist í Rússlandi en bjó lengst af í Bandaríkjunum. Á efnisskránni eru einnig þrír þættir úr ballettinum Þyrnirósu eftir landa Stravinskíjs, Pjotr Tsjækovskíj (1840-1893), Dauðadansinn eftir Frakkann Camille Saint-Saéns (1835-1921), Lærisveinn galdra- meistarans eftir landa hans Paul Dukas (1865-1935) og Dansar frá Pólovetsíu eftir rússneska lækninn, efnafræðinginn og tónskáldið AJex- ander Borodin (1833-1887). Á tón- leikunum verður svo leikinn kon- sert fyrir tvö fagott og hljómsveit eftir tónskáldið Jan Krtitel Yanhal (1739-1813). Á fagottin tvö leika tveir meðlimir Sinfóníuhljómsveit- arinnar, Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar Vilbergsson, en þeir hafa flutt verkið einu sinni áður í heild sinni, árið 1989. I kvartett með Mozart og Haydn Það er fremur sjaldgæft að fag- ott heyrist sem einleikshljóðfæri með sinfóníuhljómsveit og hvað þá að skrifaður sé konsert fyrir tvö fagott og hljómsveit. Vivaldi var sennilega ötulastur við að semja fyrir fagott, en til eru 38 fagottkon- sertar eftir hann. Einnig samdi Mozart einn slíkan og er hann lík- lega sá frægasti þeirra. Vanhal skrifaði raunar einnig konsert fyrir eitt fagott en ekki er langt síðan þessi verk hans urðu almenningi heyrinkunn. Að sögn þeirra Haf- steins og Rúnars var konsertinn sem þeir ætla að leika í kvöld ekki hljóðritaður fyrr en árið 1983. „Þá var sennilega notast við handrit, því nóturnar voru ekki prentaðar fyrr en tveimur árum síðar,“ bætir Hafsteinn við. „Vanhal er eitt af þessum tónskáldum sem hefur fall- ið í skuggann af stærri meisturum eins og Haydn og Mozart.“ Vanhal var samtímamaður þess- ara tónskálda, fæddur þar sem heitir Bóhemía og myndi nú senni- lega flokkast undir Tékkland. Hann starfaði lengst af í Vínarborg en var einnig um tíma á Ítalíu og Englandi að kynna sér tónlist. „I Vínarborg voru margir fremstu tónlistarmenn síns tíma og þar kynntist hann til dæmis bæði Moz- art og Haydn,“ segir Rúnar. „Sag- an segir að Vanhal hafi spilað á selló í strengjakvartett ásamt bæði Mozart og Haydn, sem léku á víólu og fyrstu fiðlu, en sá fjórði var Nýjar bækur Konur þriggja kynslóða í HAUST er væntan- leg ný bók eftir Elínu Pálmadóttur blaða- mann og rithöfund. Bókin nefnist Með fortíðina í farteskinu og er saga sem Elín spinnur í kringum þijár konur úr ætt sinni, raunar eru þar í aðalhlutverki amma höfundar, langamma og langa-langamma. Konur þessar geta með sanni talist full- trúar þriggja kynslóða á nítjándu og tuttug- ustu öld. Elín sendi frá sér fyrir nokkrum árum bókina Fransí Biskví um frönsku Islands- sjómennina sem tilnefnd var til Is- lensku bókmenntaverðlaunanna og varð ein söluhæsta bók ársins. Með fortíðina í farteskinu segir örlagasögu ólíkra kvenna frá 1821 Elín Pálmadóttir maður að nafni barón von Dittersd- orf sem lék á aðra fiðlu.“ „Það er merkilegt,“ segir Haf- steinn, „að sagan er höfð eftir ein- hveijum samtímasöngvara sem kom í heimsókn í hús þar sem þessi kvartett var á æfingu, sagði hann að hljóðfæraleikararnir hafi hver og einn verið svona þokkalegir spil- arar; ummælin eru eilítið fyndin í ljósi þess sem síðar varð.“ Vitað er að Vanhal og Mozart voru góðir kunningjar, en Mozart lék einmitt einleikshlutverkið í frumflutningi á einum af fiðlukon- sertum Vanhals. Vanhal var geysi- lega afkastamikill, samdi yfir hund- rað sinfóníur, um hundrað strengjakvarteta, níutíu verk af trúarlegum toga, auk þess sem hann samdi konserta fyrir mörg hljóðfæri. Verkið segja Hafsteinn og Rúnar vera afskaplega þægilegt áheyrnar. „Við getum flokkað þetta verk sem snemmklassískt," segir Hafsteinn, „en það er mjög hefðbundið í flesta staði og melódískt. Fagottin tvö eru látin kallast á, stundum hefur ann- að þeirra framsögu og hitt svarar eða endurtekur með einhveijum til- brigðum.“ „Sagan á bak við verkið er ekki þekkt,“ heldur Rúnar áfram, „það er ekki vitað hvenær það var sam- ið eða af hvaða tilefni. Þó má heyra hugmyndir úr fagottkonsert Moz- arts í því, en ómögulegt er að segja til um hvor hefur þegið frá hinum. En greinilegt er að þetta barn síns tíma.“ Fagottið eins og mannsröddin Ekki er langt síðan fagottið nam land við ísland. Að sögn Hafsteins og Rúnars var kennari þeirra, Sig- urður Markússon, fyrstur til að leggja fagottleik fyrir sig af alvöru. „Við erum því önnur kynslóð ís- lenskra fagottleikara," segir Haf- steinn, „og hljþðfærið því tiltölu- lega nýtt fyrir íslendingum eins og svo margt annað reyndar, það er til að mynda ekki svo langt síðan Islendingar fóru að gefa klassískri tónlist gaum. Þessir tónleikar eru því kærkomin kynning á þessu hljóðfæri sem hefur þennan skemmtilega og jafnvel skondna hljóm. Fyrstu kynni margra af fag- ottinu eru einmitt í Pétri og úlfin- um, þar sem það leikur hlutverk afans gamla, þannig kynntist ég því til dæmis fyrst. Hljómur fagottsins er ekki mjög sterkur, en það hefur mikinn lit, það líkist kannski svolítið manns- röddinni. Það getur átt dálítið erf- itt með að spila í gegnum stóra hljómsveit, en í verki Vanhals er tekið tillit til þessa og hljómsveitin minnkuð." Báðir segjast Hafsteinn og Rún- ar hlakka mjög til að takast á við verkefnið. „Það er skemmtilegt að spila þetta verk, enda er það afar áheyrilegt," segir Rúnar. „Og svo erum við auðvitað í allt öðrum hlutverkum þarna en vanalega, það er jú ekki svo oft sem við fag- ottleikararnir fáum tækifæri til að standa fremst á sviðinu. Þetta verður ánægjulegt en vissulega erum við líka með fiðring í magan- NÝJUNG LIFT-MINCEUR FRÁ CLARINS Mótandi áhril: Sýnileg, skjótvirk og varanleg. í tyrsta skipti nýtir Clarins nú virkni ensíma til að skapa áhrifaríkari meðferð fyrir líkaman. Garcinna Camogia, nýtt jurtaefni, örvar ensímið sem sér um losun fitu um leið og það vinnur gegn fitusöfnun. Umfram fita minnkar hratt. Árangurinn endist lengi. til 1946. Þær komu úr mismunandi þjóðfélags- hópum en líf þeirra tvinnaðist saman með dramatískum hætti. Elín byggir frásögn sína á einkabréfum, dagbókum og frásögn- um sem lifað hafa í munnlegri geymd, og öðrum óprentuðum og prentuðum gögnum. I kynningu forlagsins segir: „Hún gefur lesand- anum innsýn í aðstæður einstaklinga en lýsir um leið lífí fólksins í landinu á þessum tíma. Þannig er bókin aldarspegill þar sem aðstæður kvenna fyrr á tíð eru í brenni- punkti en kallast jafnframt á við nútímann.“ Vaka-Helgafell gefur Með fortíð- ina í faiteskinu út. Frískar og fegrar Lift-Minceur kremið gefur frískleikatilfinningu sem varir. Það eykur blóðstreymi í yfirborði húðar og dregur úr þyngslatilfinningu í fótum. I % Þú bæði sérð árangurinn og finnur fyrir honum... Ilanda valinna efna með rlega mótandi eiginleika dregur úr „appelsínuhúð" strax frá fyrstu notkun. Jurtaefnið keratólín mýkir húðina og með hverjum deginum sem líður verður hún sléttari og þéttari. LIFT-MINCEUR Lagaðu þig 1 lí. „.aToI'® LIFT-MINCEUR FRÁ CLARINS: Einstök reynsla í meðferð húðar. Ekki prófað á dýrum. Veldur ekki ofnæmi. m K að framtíðinni Framúrskarandi árangur. -94% kvenna upplifðu frískleikatilfinningu f húðinni strax við fyrstu notkun. Ettir daglega notkun í 4 vikur: -86% fundu að húðin varð stinnari: -71% tók eftir mótandi áhrifum kremsins. CLARINS ---------P A R I S------

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.