Morgunblaðið - 12.09.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 23
Sýningar á
Bar Pari
hefjast á ný
SÝNINGIN Bar Par eftir Jim
Cartwright verður tekin upp að
nýju frá fyrra leikári í Borgarleik-
húsinu. Fyrirhugaðar eru örfáar
sýningar og verður sú fyrsta á
þessu hausti föstudaginn 20. sept-
ember. Bar Par gekk fyrir fullu
húsi á Leynibarnum allt síðasta
leikár og urðu sýningar alls sextíu
talsins.
Leikritið gerist á bar og segir
þar frá hjónunum sem eiga og
reka barinn, einnig koma við sögu
gestir þeirra af ýmsu sauðahúsi,
skrautiegir og skemmtilegir per-
sónuleikar.
Hlutverkin eru fjórtán, en að-
eins tveir leikarar, Saga Jónsdótt-
ir og Guðmundur Olafsson, fara
með öll hlutverkin.
Leikstjóri er Helga E. Jónsdótt-
ir, leikmynd og búninga gerði Jón
Þórisson en lýsingu annaðist Lárus
Björnsson.
Eins og áður sagði, verður
fyrsta sýningin 20. september kl.
20.30.
VERK eftir Mörtu Maríu.
Marta María
sýnir í
Stöðlakoti
í STÖÐLAKOTI við Bókhlöðustíg
opnar Marta María glerlistakona
sýningu á laugardaginn. Sýning-
una kallar hún „Ljós og gler“.
Hún sýnir þar sjálfstæð steind
glerverk og samleik járns og glers,
þar sem ólíkir efniviðir tóna sig
saman og mynda verk. Þetta er
sjötta einkasýning Mörtu Maríu,
en hún hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum hér heima og í Gall-
erí Evers í Köln í Þýskalandi.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 14-18 og stendur til sunnu-
dagsins 29. september.
ORMSTUNGA gefur út sex bækur í
haust og eru þær allar skáldsögur,
fjórar eftir íslenska höfunda og tvær
þýddar.
Thor er eftir íslensk-kanadíska rit-
höfundinn William D. Valgardson og
segir frá litlum dreng í Kanada, Thor
að nafni, sem heimsækir afa sinn um
jólin. Afinn stundar fiskveiðar á ísi-
lögðu Winnipegvatni og æsilegir at-
burðir taka að gerast meðan á dvöl
drengsins stendur. Thor var kosin
besta bamabók fyrir börn yngri en
sjö ára þegar hún kom út í Kanada
1994. Guðrún Guðsteinsdóttir þýddi
Thor.
Refskák — eða bríkin frá Flandri
nefnist bók eftir spænska metsöluhöf-
undinn Arturo Pérez-Reverte í þýð-
ingu Kristins R. Ólafssonar. Flétta
sögunnar snýst um málverk frá lokum
fímmtándu aldar sem sýnir menn að
tafli. Fimm öldum síðar reyna menn
að leysa skákþraut myndarinnar og
sami leikur er leikinn með öðmm leik-
mönnum þar sem raunverulegir glæp-
Verk eftir Aðal-
heiði Ólöfu í
Þýskalandi
SÝNING á 25 verkum eftir Aðal-
heiði Ólöfu Skarphéðinsdóttur verð-
ur opnuð 12. september í Búcherei
Tarp í Kappeln í
Þýskalandi.
Verkin eru graf-
íkverk unnin í
dúk og tré og
verk með bland-
aðri tækni. Þetta
er 7. einkasýning
Aðalheiðar, en
hún hefur tekið
þátt í fjölda sam-
sýninga heima
og erlendis.
Sama dag
opnar Aðalheið-
ur gluggasýningu í Listhúsi 39 í
Hafnarfirði þar sem hún sýnir trér-
istur og þurrnálsgrafík, en Aðal-
heiður vann þau síðarnefndu undir
handleiðslu Ríkharðar Valtingojer á
vinnustofu hans á Stöðvarfirði síð-
astliðið sumar.
Aðalhciður Ólöf
Skarphéðinsdóttir
Bifreið morgundagsins
- fáanleg strax í dag
IE1
HEKLA
Auöi
Vorsprung durch Technik
er hagvanur. Draugasinfónían er ný
skáldsaga eftir Einar Örn Gunnars-
son, en hann hefur áður sent frá sér
skáldsögumar Næðing (1990) og
Benjamín (1992). Sagan greinir frá
ungum manni sem kemur til Reykja-
víkur utan af landi í ársbyrjun 1940
til að læra bókband en er jafnframt
að flýja vafasama fortíð. í Reykjavík
kemst hann í kynni við andartrúar-
menn.
Endurkoma Maríu heitir ný skáld-
saga eftir Bjarna Bjamason, en í sög-
unni er leitast við að svara þvi hvern-
ig María mey væri sem ung kona í
nútímaþjóðfélagi og hvernig henni
yrði þá tekið. Sagan er sögð nýstárleg
og skilin milli draums og veruleika
ekki alltaf ljós. Bjami hefur áður sent
frá sér ýmiss konar skáldskap, síðast
bókina Vísland (1994). Hann átti
verðlaunasögu í smásagnakeppni Rík-
isútvarpsins á þessu ári.
Ormstunga gefur einnig út tímarit
þýðenda, Jón á Bægisá, og er það
væntanlegt í næsta mánuði.
Sex skáldsogur frá Qrmstungu
Yarhugaverð skák-
þraut og María mey
ir eru framdir.
Bókin hefur komið
út í sextán löndum
og hlotið ýmis
verðlaun.
Rigning með
köflum er ný
skáldsaga eftir
Ólaf Hauk Símon-
arson, fyrsta
skáldsaga höfund- Einar Örn
ar um árabil. Sag- Gunnarsson
an gerist í íslensku
sveitasamfélagi um 1960 og lýsir
dvöl höfuðborgardrengs í sveitinni,
basli í búskap og unglingaástum.
tfölmóðs saga
föðurbetrungs er
eftir Kristin R.
Ólafsson og lýst
sem ævintýraleg-
um spennutrylli
frá tólftu öld fyrir
unglinga og alla
þá sem unna
kynjasögum.
Bjarni Söguhetjan er ís-
Bjarnason lenskur kolbítur
sem drýgir dáðir
heima fyrir og ratar í æsilegar mann-
raunir víða og berst leikurinn suður
að Miðjarðarhafi þar sem höfundurinn