Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 25 LISTIR Reuter Þremur árum eftir að þau voru skotin til bana við Vrbanabrúna voru Bosko Brkic og Admira Ismic jarðsett hlið við hlið í Sarajevo 10. april sl. myndir af lífi fólks, sem var um kyrrt í Sarajevo veturinn 1992- 1993. Það er verið að æfa Rómeó og Júlíu og aðalleikararnir bera nöfnin Admira og Bosko, sem voru í alvörunni kærustupar. Admira tilheyrir múslimskri fjölskyldu og Bosko serbneskri. En hvað er nafn? Veruleikinn grípur hrottalega fram í fyrir orðræðu Shakespeares í munni Admiru og Boskos. Þau eru enn ekki fullæfð í hlutverki Róm- eós og Júlíu. En þegar mest liggur við, þegar stríðið kemst sem næst því að skilja þau að og orð hvunndagsmálsins nægja ekki, finna þau þráðinn á ný í orðum hins sígilda verks. Maðurinn sem í upphafi birtist á sviðinu og skapaði magnaða þögn er Zio, faðir Admiru (leikinn af Göran Ragnerstam) og hann talar um „börnin sín“, þegar hann vill vita, hver skaut þau á flóttán- um og hver geti hjálpað við að sækja líkin. Og það er hann sem á síðustu orðin í verkinu, beinir þeim til prestsins, sem hefur haldið líkræðu yfir dóttur hans og tilvonandi tengdasyni. En presturinn er of serbneskur til að nefna nafn henn- ar, nefnir aðeins Bosko. Eftir allt sem á undan er gengið er ekki erfitt að skilja viðbrögð Zios sem loks hótar með orðunum: Héðan í frá verður mottóið auga fyrir auga og tönn fyrir tönn! Skotin við Vrbanabrúna Leikskáldið og leikstjórinn Jas- enko Selimovic frá Sarajevó lætur skáldskap og skepnuskap mætast í minningum og gerast á sviðinu. Og hann lætur reyna á mörkin milli leikhúss og raunveruleika, sviðshlutverka og samfélagshlut- verka. Saga Admiru og Boskos raun- veruleikans varð á sínum tíma þekkt gegnum fjölmiðla. Þau voru háskólastúdentar. Að vera serb- neskur á bosnísku svæði og neita að taka sér vopn í hendur var í sjálfu sér hættulegt. Hvernig Adm- iru hefði reitt af á svæði Serba er óvíst. Þau höfðu fengið loforð fyrir að vera látin í friði, þegar þau ákváðu að fara saman yfir ána Mijakka um Vrbanabrúna. Aðeins nokkur hundruð metra gönguleið í einskismannslandi meðfram ánni. En rétt áður en þau komu að brúnni, síðdegis miðvikudaginn 19. maí 1993; féllu þau fyrir kúlum leyniskyttu. Enginn játaði á sig verknaðinn og í heila viku var rifist um, hveijum bæri að sækja líkin, og hvaðan. En einmitt sú stað- reynd, að þau tilheyrðu tveimur hópum fólks, sem stóðu í stríði, gerði líf þeirra að tákni um ást, sem hafin var yfír takmörk kynþátta. Tákn sem engar byssukúlur ráða við. Þau fundust í faðmlögum. Vitni sáu Bosko falla fyrst. Sáu Admiru nálgast hann og ná að vefja hann örmum áður en hún dó líka. Sviðsetning Guernica Jasenko fékk leiklistarmenntun í heimaborg sinni og hafði starfað þar sem leikari og leikstjóri í á stjötta ár. Hann lék við Þjóðleik- húsið í Sarajevo, þegar hann ákvað að flýja. Hann styðst við sögu Admiru og Boskos að hluta til og með samþykki eftirlifandi foreldra beggja. En með því að gera há- skólastúdentana að leikurum, þeg- ar hann færir söguna í leikbúning, færir hann þau nær þeim heimi, sem hann þekkir best, leikhús- heiminum meðan stríðið ákveður hveijir geta mætt í sín hlutverk hveiju sinni. Árangurinn er vægðarlaus sýn- ing. Það var ekki leiði, sem vakti með mér spurninguna um að fara eða vera meðan hún stóð yfir. Heldur voru hrein og bein óþæg- indi af því sem gerðist á sviðinu að slíta mig í sundur. Svo les ég gagnrýnina. Lofsyrði í öllum blöð- um. Dagens Nyheter, Svenska Dagbladet, Göteborgsposten. Skrýtið. Svo það er þetta sem til þarf og ekkert minna. Fyrir fólk með sterkar taugar. Ég hitti Jasenko síðdegis mið- vikudaginn 4. september 1996. „Það sem vakti fyrir mér var að sviðsetja Guernica, ekki Mónu Iisu,“' segir hann og á við málverk Pablos Ruis Picassos frá árinu 1937, með vísun í spönsku upp- reisnina þegar flugvélar Francos heijuðu á varnarlausa Guernica- borgina. Þá speglun á stríðsásandi er samtímis mótmælir stríði. „Þar er allt sundurslitið, líkamshlut- ar... hefurðu tekið eftir því hvernig Picassó staðsetur augu?“ Ég tek eftir því, að þegar ég sé sýninguna í annað sinn hefur sjón mín breyst. Ég sé betur. Það sem ég varð að veija mig gegn áður öðlaðist nú merkingu. Jafnvel í hrottalegustu senunum skynja ég manneskjur þrátt fyrir allt. Skynja hvernig atburðarásin breytir þeim. Hvernig tortryggni ágerist. Hvern- ig óttinn gerir rétt fólks til að taka eigin ákvarðanir að engu. Og ég veit að hefði Jasenko sett upp sama leikrit í Sarajevó í ár hefði það orðið allt önnur sýning. Meira epísk, sagði hann. vLumz SKYRTUDAGAR FLAUELSSKYRTUR OG «CHINOS» SKYRTUR RTUR 'ARISKYRTUR DRESS MANN LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.