Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um Sesselju á Sólheimum og bráðabirgða- lögin 1946 í DAG, 12. septem- ber, eru liðin 50 ár síðan hér á landi voru sett bráðabirgðalög til að beygja vilja ís- lenskrar konu undir vald skrifræðis þess tíma. Ráðamönnum þótti með ólíkindum að þessi kona skyldi telja sig þess um- komna að leggja sjálf- stætt mat á hvað væri skjólstæðingum henn- ar til margra ára fyrir bestu, eftir að henni hafði verið gert ljóst að það stangaðist á við hið opinbera gildismat. Hún hélt slnu striki því hún trúði á það sem hún var að gera. Ekkert rask- aði ró hennar og var þó mikið reynt. Setning bráðabirgðalag- anna var þrautaráð eftir að sótt hafði verið að henni hart og lengi. Svo mikið lá við að menn gátu ekki beðið eftir að Alþingi kæmi saman nokkrum dögum síðar. En þessi atlaga geigaði eins og allar hinar. I Þegar þess var farið á leit við mig fyrir nokkrum árum að ég skrifaði bók um Sesselju Sig- mundsdóttur hafði ég aðeins tvisv- ar sinnum heyrt hennar getið og í hvorugt skiptið voru afrek henn- ar tíunduð neitt sérstaklega. Ég vissi ekkert hver þessi kona var. Forráðamenn Sólheima í Gríms- nesi vildu með útgáfu bókarinnar heiðra frumheijann í tilefni þess að sextíu ár voru liðin frá því hún stofnaði heimilið. Mér var sagt að ég fengi þau gögn sem til væru á staðnum, ásamt lista með nöfn- um tíu til tólf einstakl- inga sem hefðu verið Sesselju á einhvern hátt nákomnir. Bók- ina gæti ég að veru- legu leyti byggt á samtölum við þetta fólk. Hvorki mig né aðra grunaði hvaða vinna það yrði að raða sam- an brotunum úr lífi Sesselju á Sólheimum. Þegar mér fannst ég loksins vita hver hún var og þekkja hana nægilega vel til að geta kynnt hana fyrir öðru fólki, hafði ég talað við yfir sextíu manns. Ekki einn einasti þeirra, ekki einu sinni hennar nánustu, minntust á það einu orði að sett hefðu verið sérstök bráðabirgðalög til að ná af henni Sólheimum. Suma rámaði þó aðeins í það þeg- ar ég bar það undir þá. Aftur á móti mundu allir eftir ofsóknunum eins og þær birtust á heimilinu sjálfu. Þegar heimilisfriðurinn var rofinn árla morguns, ókunnugt fólk skipti sér á útgöngudyr eins og hætta væri á flótta, eða að ein- hveiju yrði komið undan, reif út úr skápum og upp úr skúffum og spurði börnin undarlegra spurn- inga. Þegar mál af þessu tagi voru frá, voru þau ekki meira til um- ræðu. Á Sólheimum var hlúð að fólki en það var ekki hlúð að vandamálum. Eftir því sem ég heyrði meira um Sesselju Sigmundsdóttur, þeim mun undarlegra þótti mér að hafa Jónína Michaelsdóttir _____STEINAR WMGE _______ f SKÓVERSLUN Nýtt í verslunum okkar Tegund: Sirena IH Tegund: Rafaela Verð: kr. 9.995 Stærðir: 36-42 Litir: svart Leðurfóðraðir, leðursóli, 6 cm hæll. Verð: kr. 8.495 Stærðir: 36-41 Litir: svart, d.blátt Leðurfóðraðir, leðursóli með slit- sóla úr gúmmii, 4 cm hæll. 5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs V. STEINAR WAAGE » -----I---------- SKÓVERSLUN ^ sími 568 9212 ^ STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN s^' sími 551 8519 J SESSELJA með börnunum í sinni umsjá. Sesselja Sigmunds- dóttir stofnaði Sól- heima, segir Jónína Michaelsdóttir, í þágu umkomulausra barna. ekki vitað nein deili á slíkum brautryðjanda. Að hluta er það vafalítið vegna þess að hún hafði ekki áhuga á að tala um sjálfa sig og sagði jafnan að verkin skiptu máli, ekki það sem sagt væri. Engu að síður er furðulega hljótt um minningu þessarar konu, líf hennar og störf. Nú á síðari árum getur maður lesið ítarlegar greinar um þróun í meðferð þroskaheftra hériendis, án þess að sjá hennar nokkurs staðar get- ið, konunnar sem fyrst hélt því fram hér á landi að þroskaheft börn ættu rétt á að umgangast önnur böm, og var þess vegna svipt leyfi til að reka Sólheima um tíma. Maður getur lesið um lífrænt ræktað grænmeti á íslandi, án þess að sjá þar nafnið hennar, les- ið um hollustu slíkrar fæðu, án þess að konan sem sætti ofsóknum og opinberum rannsóknum fyrir að gefa börnum of mikið af græn- meti og of lítið af kjöti sé þar nefnd, lesið um stofnun Waldorf- skóla á íslandi án þess að þar sé getið skólans sem hún rak á Sól- heimum fyrir hálfri öld, og fleira mætti tína til. í jafnréttisumræðu liðinna ára, óteljandi úttektum og skilgrein- ingum á stöðu kvenna fyrr og síð- ar, hef ég hvergi séð Sesselju á Sólheimum nefnda til sögunnar sem dæmi um hvers kona í karla- samfélagi er megnug. Konum sem beittu sér fyrir réttindum kvenna. í ræðu og riti, tóku að sér forystu í líknarfélögum og buðu sig fram til Alþingis, hefur verið hampað sem konunum sem ruddu brautina fyrir kynsystur sínar. Allt er það fyllilega verðskuldað. Hitt er óneitanlega athyglisvert að ferill og lífsstarf konu eins og Sesselju Sigmundsdóttur skuli ekki lýsa eins og kyndill um nótt í slíkri umræðu. Konu sem var framúr- skarandi stjórnandi, fram- kvæmdamaður og brautryðjandi, en um leið umhyggjusöm og hlý manneskja. Konu sem stóð af sér alla storma og skilaði lífsverki sem fáir karlmenn geta státað af. Til gamans má velta því fyrir sér hvar styttan af Sesselju væri, ef hún hefði verið karlmaður. II Sesselja Sigmundsdóttir fædd- ist árið 1902 og einsetti sér ung að veija lífi sínu í þágu umkomu- lausra barna. Hún aflaði sér menntunar og reynslu erlendis í umönnun og hjúkrun barna og öðru því sem hún taldi gagn að við rekstur barnaheimilis. Hún hreifst af kennningum Rudolfs Steiner í uppeldismálum, skóla- málum, heilbrigðismálum og jarð- rækt og afréð að fara til Sviss til að kynna sér þær frekar. Þar kynntist hún m.a. þjálfun þroska- heftra og viðhorfum til þeirra sem voru algjörlega frábrugðin því sem þá tíðkaðist. Hún stofnar Sólheima á af- skekktri jörð í Grímsnesi í því skyni að reka þar heimili fyrir böm frá erfiðum heimilum og koma þeim til manns á góðu sveitaheimili. Mál þróast á þann veg að auk fósturbama sinna tek- ur hún að sér þroskaheft börn sem þá áttu hvergi athvarf. Á næstu ámm byggir hún tvö reisuleg hús undir starfsemina og hefur þroskaheftu börnin sér í öðru hús- inu. Þarna fór fram merkilegt menningar - og brautryðjenda- starf. Stríðsárin urðu heimilinu erfíð vegna starfsmannaskorts en fyrst og fremst vegna látlausra árása og tortryggni í garð starfseminnar þar. Áhersla á grænmetisfæði vakti gagnrýni og hneykslun og álitið var stórhættulegt að hafa þroskaheft börn í sjónmáli við önnur börn. Sesselju var gerð grein fyrir að þessi ráðstöfun yrði ekki liðin og hún fékk auk þess ítrekað skrifleg fyrirmæli um að gefa börnunum meira kjöt. Þau voru skoðuð af lækni reglulega, vigtuð og mæld. í öllum skýrslum var þyngdaraukning höfð til viðm- iðunar um hvernig að börnunum væri búið en ekki óvenjulega gott heilsufar þeirra og framfarir. Þegar Sesselja hlýddi ekki fyrir- mælum um breytta tilhögun heimilisins og hélt uppteknum hætti varðandi mataræði, brast þolinmæði barnaverndarráðs og það svipti hana leyfi til að veita barnaheimilinu forstöðu. Ýmsar hugmyndir voru á lofti um nýtingu á hinni góðu aðstöðu á Sólheimum, svo sem að reka drykkjumanna- hæli í öðru húsinu en barnaheimili í hinu. En fyrst varð að koma for- stöðukonunni í burtu. Það var þrautin þyngri því að í skipulags- skrá heimilisins, sem er sjálfseign- arstofnun, var ákvæði þess eðlis að hún réði heimilinu meðan hún lifði. Barnaverndarráð sneri sér því til ráðherra og fór fram á íhlutun hins opinbera. Eftir misheppnaðar sáttatilraunir ýmissa mætra manna, ákvað ráðherra að taka Sólheima leigunámi með lögum. Hann gekk rösklega til verks. Bráðabirgðalög voru sett 12. sept- ember 1946 og fjórum dögum síð- ar var hæstaréttarlögmanni falið með bréfí að annast framkvæmd leigunámsins. Þann 21. september mættu þrír menn á Sólheima til að framkvæma úttekt á staðnum og leigumat. Farið var yfir alla hluti, stóra og smáa og greinar- góðri skýrslu um innbúið skilað til yfirvalda. Menntamálaráðherra lagði fram frumvarp til laga í neðri deild al- þingis um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að taka Sólheima leigunámi á aukaþingi 23. september og það var tekið til fyrstu umræðu næsta dag. En lengra fór málið aldrei því að 10. október baðst forsætis- ráðherra lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt vegna ágreinings um flugvallarsamninginn við Banda- ríkin sem samþykktur hafði verið á alþingi 5. október. Frumvarpið um leigunám Sólheima var ekki tekið aftur á dagskrá. Bráða- birgðalögin voru því úr gildi failin. Sesselja sneri sér nú að því að fá dómi barnaverndarráðs hnekkt. Það mistókst í fyrstu tilraun. Þá áfrýjaði hún til hæstaréttar og þann 19. apríl 1948 féll dómur í hæstarétti henni í vil. Dómurinn ógilti úrskurð um sviptingu leyfís tfl forstöðu barnaheimilisins og ríkissjóði var gert að greiða máls- kostnað. Sesselja skrifaði jafnan minnis- atriði í dagbók sína fyrir hvern dag, hveija hún þyrfti að hitta, hvað var aðkallandi og annað sem skipti máli. Innan um slík hvers- dagsleg minnisatriði standa tvö yfírlætislaus orð 19. apríl 1948, - Málið unnið. III Sesselja Sigmundsdóttir var á margan hátt á undan samtíð sinni. Ekki þarf að efa að þeir sem gerðu henni erfíðast fyrir töldu sig hafa velferð barna að leiðarljósi, ekki síður en hún. Þó er í dag erfitt að skilja hvernig að henni var sótt. Bráðabirgðalögin voru ekkert aðalatriði í lífí Sesselju, miklu fremur nokkurs konar truflun eða óþægindi. Kjarninn í lífi hennar var það sem hún var að gera á Sólheimum. Þar var hún öll. Leyfíssviptingin og bráðabirgða- lögin eru hins vegar til vitnis um hvað hún neyddist til að sóa kröft- um sínum í þegar verst lét. Mestu afrekin í sögu þessa lands voru ekki endilega unnin af þeim sem tóku sig best út í ræðustólum og á síðum dagblaða. Mönnum sem kannski höfðu skoðun á öllu milli himins og jarðar en gerðu aldrei neitt sjálfir. Fórnuðu engu. Tóku enga áhættu. Stóðu dyggan vörð um fortíðina og forðuðust nýjar hugmyndir eins og heitan eldinn. Mín skoðun er sú að Sess- elja Sigmundsdóttir hafi verið ein af merkustu konum íslandssög- unnar. Ég get látið mér detta í hug nöfn kvenna sem sómdu sér við hlið hennar en enga sem er henni fremri. Höfundur er rithöfundur og starfar að markasmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.