Morgunblaðið - 12.09.1996, Side 32

Morgunblaðið - 12.09.1996, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Equitana USA 1996 DAGANA 18.-21. júlí var haldin hestasýningin Equitana USA í Louis- ville í Kentucky fylki í Bandaríkjun- um. Sýningin ber sama nafn og Equ- itana sýning sú sem haldin hefur ver- ið annað hvert ár í Essen, Þýska- landi, síðastliðin 25 ár. Hugmyndin að Equitana sýningunum kom frá Þjóðverjanum Kröber, og hefur hann nú selt Bandaríkjamönnum, er hyggj- ast halda Equitana sýningar á hveiju ári, hugmyndina. Ganghestakyn og sirkusatriði A sýningunni voru öll þau helstu atriði sem höfða til hestafólks sem sækir sýningar. Styrkur sýningarinn- ar felst í miklli breidd hestategunda sem búa yfir fleiri gangtegundum en grunngangtegundunum, sem eru fet, brokk og stökk. Á sýningunni voru mörg hestakyn sem bjóða upp á tölt, t.d. Morgan, Tennesee Walker, Saddle Bred og Paso Fino. Þegar litið er til þess að íslenski hesturinn hefur ekki sérstöðu hvað varðar töltgang, vaknar sú spurning hvort íslendingar verði ekki að breyta áherslum í markaðs- setningu á íslenska hestinum. Það sem íslenski hesturinn hefur fram yfir önnur ganghestakyn er hversu auðveldur hann er í meðförum og einstakt geðslag hans. Sýningaraðilar frá 17 löndum Það sem gerði þessa sýningu sér- staka var breidd sýningaratriðanna. Þama var hvorki kynslóðabil né kynjaskipting og áttu allir aldurs- fiokkar sinn þátt í sýningunni. Áhorf- endum var boðið upp á fjölbreytt atr- iði, allt frá hádramatískum burtreið- um frá dögum Arthúrs konungs upp í nútíma kvikmyndastjömur á borð við Fagra Blakk (Black Beauty). Þjálfari Fagra Blakks stjómaði hest- ipum án reiðtygja og sýndi áhorfend- um svo ekki var um villst að þama var á ferðinni ferfættur leikari sem kunni sitt fag. Fagri Blakkur !ék bol- taleik við 5 ára son þjálfarans og lék ótrúlegustu kúnstir sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Það sem íslenski sýningarhópurinn hafði umfram önn- ur atriði var mikill hraði, léttleiki og kraftur gangtegundanna. Áhorfendur kunnu vel að meta íslenska atriðið og sýndu óspart ánægju sína með miklum fagnaðarlátum. Stjómendur sýningarinnar sýndu mikla dirfsku að hafa íslenska atriðið sem lokaatr- iði sýningarinnar í landi stórhesta- kynja. íslenska hestinum var þar með sýnd mikil virðing og fengu þeir enn meiri umfjöllun en ella. íslenski sýn- ingarhópurinn stóð sig með ágætum þó að hestakosturinn hefði mátt vera betri þegar á heildina er litið. Stjómendur íslenska sýningarhóps- ins vom þeir Sigurbjöm Bárðarson og Baldvin Ari Guðlaugsson. Með skipulegri stjómun og útsjónarsemi þeirra Sigurbjöms og Baldvins Ara tókst að sýna hina frábæru eiginíeika ís- lenska hestsins eins og best varð á kosið. Tenging við önnur hestakyn Með þessari sýningu náðist samband við ræktendur og reiðmenn annarra hestakynja, og stækkaði þar með markhópurinn fyrir ís- lenska hestinn. Þessir aðilar eru í hesta- mennsku í atvinnuskyni jafnt sem af hugsjónaá- stæðum, og em því móttækilegir fyr- ir þeim möguleikum sem íslenski hest- urinn hefur óneitanlega upp á að bjóða sem markaðsvara. Þessir aðilar em lykilmenn að markaðnum þar sem þeir ráða yfir stærstum hluta hesta- áhugamanna og em leiðandi í mark- íslenzku hestarnir, segir — Axel Omarsson, fengu mjög góðar viðtökur. aðssetningu í Bandaríkjunum. Þar sem aukin samvinna náðist með þess- um aðilum má segja að stóram áfanga hafi verið náð sem á eftir að skila ávinningi. Fólk sem kemst í kynni við íslenska hestinn sækir í að kynnast Íslandi, heimkynnum hestsins. Þetta þýðir aukinn ferðamannastraum til Islands og auknar gjaldeyristekjur á mörgum sviðum fyrir íslendinga, svo sem flug, bílaleigur, bændagisting, hótel, hestaferðir, gjafavörur og auk- in sala á íslenskum hestum. Mikil fjölmiðlaumfjöllun Þáttur fjölmiðla var athyglisverður á þessari sýningu. Sjónvarpsstöð, sem eingöngu fjallar um hesta og hesta- mennsku, hafði aðsetur á sýninga- svæðinu, og sendi út í beinni útsend- ingu um gjörvöll Bandaríkin. Þátttaka fjölmiðla var mjög víðtæk hvort sem um var að ræða blöð eða Ijósvaka- miðla. Samkvæmt bandarískum könnunum hefur komið fram að hestaíþróttir em þriðja vinsælasta áhorfendaíþróttin. A íslandi em iðk- endur hestaíþrótta öllu fleiri miðað við fólksfjölda, og hafa fjölmiðlar á íslandi engan veginn sinnt umfjöllun um þessa göfugu íþróttagrein sem skyldi. Stór hópur áhugafólks Sýningin höfðar til allra áhuga- manna um hesta og allra þeirra sem leita nýrra áhugamála til útivistar. Jafnframt höfðar sýn- ingin til mjög stórs markhóps sem stundar hestamennsku í atvinnu- skyni. Á sýningunni var mikið framboð á vam- ingi, allt frá gjafavömm upp í lúxusbíla svo eitt- hvað sé nefnt. Móttökur Islensku hestamir fengu mjög góðar mót- tökur, en í byrjun var ákveðin varfærni og tor- tryggni vegna þekking- arskorts. Margir sýning- argestir og stjómendur vom að sjá íslenska hest- inn í fyrsta sinn og þurfa tíma til þess að kynnast hestinum frekar. Stjómendur sýningarinnar þekktu hestinn aðeins af orðspori hans í Evrópu, og tóku nokkra áættu með því að hafa íslenska hestinn sem lokaatriði aðalsýningarinnar. Banda- ríkjamenn vita yfirieitt lítið um Island og hvað það hefur að bjóða, og ís- lenski hesturinn er einhver áhrifa- mesta landkynning sem völ er á. ís- lensku hestarnir hlutu stórkostlegar móttökur áhorfenda og sýningargest- ir sýndu velvild og hlýju í garð þeirra í alla staði. Það leikur enginn vafí á því að íslenski hesturinn hefur nú hlotið gott brautargengi í Bandaríkj- unum, og það er mikilvægt að halda áfram á þessari braut og nýta árangurinn enn frekar, Hvað vantar? Til þess að átak sem þetta nýtist til fulls þurfa íslensk stjórnvöld að fýlgjast vel með og leggja sitt af mörkum. Sýning sem þessi getur þjónað hagsmunum alls íslensks út- flutningsiðnaðar svo og íslensks ferðaiðnaðar. Það er mikilvægt að tengja vem jslenska hestsins á slíkri sýningu við Island og þá vöm og þjón- ustu sem íslendingar hafa upp á að bjóða. Einhver áhrifamesta kynningin væri opinber móttaka á vegum sendi- ráðs íslands þar sem í boði væm ís- lenskar matarafurðir. Opinberar mót- tökur draga að sér fyrirmenn, og í Bandaríkjunum vekja fyrirmenn ávallt eftirtekt. Einnig er mikilvægt að yfirbragð kynningarinnar sé að bjóða fólk velkomið í stað þess að eingöngu sé sölumennska á ferðinni. Sé ekki fylgt staðfastlega á eftir þessu strandhöggi sem nú hefur náðst, er hætt við að árangurinn glatist. Bandaríkin em gífurlega stórt land þar sem meira þarf til en eina vel heppnaða sýningu til þess að ná fót- festu. Höfundur starfar að lítflutningi hrossa. Axel Omarsson TILKYNNING UM ÚTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA HLUTABRÉF í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM HF. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: 200.000.000.- kr. Sölugengi á útgáfudegi: 1,81 Fyrsti söludagur: 12. september 1996 - 1. mars 1997 Umsjón með útboði: Landsbréf hf. og umboðsmenn Landsbréfa hf. í útibúum Lanasbanka Islands um land allt. Skráning: Aður útgefin hlutabréf Islenska fjársjóðsins hf. eru skráð á Verðbréfaþingi Islands. Oskað verður eftir skráningu þeirra hlutabréfa, sem nú eru boðin út, á Verðbréfaþingi Islands. Utboös- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka Islands um allt land. « , LANDSBRÉF HF. ÍSLENSKI FIÁKSJÓDURINN HF. //. - hn^^ihh. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, simi 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Svartá skjannahvítu HARALDUR Jo- hannessen háskólanemi skrifar grein í Morgun- blaðið 5. september síð- astliðinn, þar sem hann heldur áfram umfjöllun sinni um Svart á hvítu. Hann lítur svo á að ósk mín um réttláta um- fjöllun um mál fyrir- tækisins, lausa við póli- tískt ofstæki, setji ýms- ar skyldur mér á herð- ar, eins og til dæmis að sanna að önnur fyr- irtæki hafi fengið nið- urfelldar skuldir eða hluta af skuldum, (hvort sem það heita dráttarvextir eða eitthvað annað). Ósk mín um að gagnrýnendur, hann og aðrir, kanni önnur sambærileg mál og beri saman við mál Svarts á hvítu, er hunsuð og mér síðan falið að afsanna róginn og vitleys- una. Grein Haraldar virðist vera skrif- uð af góðum hug og í þágu réttlæt- isins eins og síðast, og þá spyr ég aftur: Hvernig er hægt að segja að fá dæmi séu um að fyrirtæki hafi fengið jafngóða meðferð og Svart á hvítu, þegar hægt er að fletta upp í þingskjölum mörgum fyrir- tækjum sem hafa fengið niðurfellda dráttarvexti og meira að segja hluta af höfuðstól. (sbr. Fylgiskjal I og II með þingskjali 1298 frá árinu 1989). Hvernig er hægt að ákveða hvort þau veð sem lögð voru á bak við skuldabréf þau sem nefnd eru í þingskjali 1298 frá 1989, séu góð eða vond, sambærileg eða ósam- bærileg, án þess að rannsaka mál- ið? Hefur engum dottið í hug að skoða veðin á bak við þau 28 fyrir- tæki sem fengu að greiða skatta- skuldir með skuldabréfum og þau 10 fyrirtæki sem fengu eftirgjöf af skuldum? Og hér er bara tekið fyr- ir 18 mánaða tímabil og tveir íjár- málaráðherrar. Hvernig væri að athuga tímabilið frá 1980 til 1987 þar sem í ljós kemur að fjármálaráðherrar hafa „heimilað 127 sinnum. . . greiðslu opinberra gjalda með skuldabréfum eða sambærilegum skuldaviður- kenningum umfram það sem mælt hefur verið fyrir um í sérstökum lögum,“ eins og segir í þingskjali 177 frá árinu 1987. Þegar búið er að kanna veðin sem liggja þarna að baki og bera saman tilfellin, þá er hægt að ræða málin á réttlætis- grundvelli, en fyrr ekki. Við yfirferð yfir málin sem listuð eru í þing- skjali 177, virðast kjörin sem menn fá afar ólík. í þingskjalinu eru veð- in sem sett eru sögð vera: „banka- ábyrgðir, fasteignaveð eða sam- bærilegar tryggingar". Hvað þýðir „sambærilegar" tryggingar? Er það sjálfskuldarábyrgð forstjórans? Hvað þýðir fasteignaveð? Er það rófugeymsla á Hornströndum? í svari fjármálaráðuneytis frá 1987 ér?) SILFURBÚÐIN NjL/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - I>ar fccröu gjöfina - segir: „Ef staða skuld- ara og trygging fyrir skattkröfu er það léleg að telja má víst að skuldin sé að verulegu leyti töpuð hefur ráðu- neytinu verið talið heimilt að ganga til samninga við skuldara um greiðslufyrir- komulag skuldar og jafnvel falla frá hluta skuldarinnar gegn tryggingu fyrir greiðslu eftirstöðva." Þetta er skrifað árið 1987. Það kom ekki til álita, ári seinna, að veita neina niðurfell- ingu á dráttarvöxtum fyrir Svart á hvítu en það hefði skipt sköpum, þar lágu næstum Vihlutar skuldar- upphæðarinnar. Nú tel ég rétt að menn sem eru að „rannsaka" tiltekið mál skoði samhengi hlutanna, sem í þessu til- felli eru sambærileg mál, það er að Ég treysti því að fulltrú- ar góðs siðferðis, eink- um þeir sem sérhæfa sig í málum Svarts á hvítu, segir Björn Jón- asson, minnist þess að jafnvægisreglan gildir ekki bara fyrir aðra og stundum. segja hvort niðurfelldir hafi verið dráttarvextir eða hluti skulda hjá öðrum og hvernig veðum hafi verið háttað og lánskjörum - og ekki síst hvernig hafi gengið að láta veð duga upp í skuldir hjá þeim sem ekki tókst að lifa nógu lengi til að klára sínar skuldir. Málið snýst alls ekki um hvort tekið hafi verið á einum aðila „með silkihönskum", heldur hvort tekið hafi verið með mismunandi hætti á aðilum. Mér sýnist að minnsta kosti 10 sinnum á árunum 87-88 hafi fyrirtæki fengið niðurfellingu (og þar komu tveir fjármálaráðherrar við sögu), en Svart á hvítu komst ekki í þann hóp. Mig langar í lokin að minnast í stuttu máli á þá fullyrðingu Harald- ar, að það að tveir ófullgerðir gagnagrunnar hafi á uppboði selst á 100.000 krónur hljóti „að segja töluvert um það hversu tryggt veð- ið var.“ Að mínu mati segir það nákvæmlega ekkert um það. Ég tel fullkomlega út í hött að láta sér detta í hug að koma slíkum verð- mætum í verð með þeim hætti. Það er að renna upp fyrir mönnum að hugbúnaðargerð lýtur sínum eigin lögmálum, þarfnast tíma og þolin- mæði, en niðurstaðan getur orðið mjög verðmæt vara. Eitt stærsta fyrirtæki heims er hugbúnaðarfyr- irtæki, sem er aðeins sextán ára gamalt. Mörg íslensk fyrirtæki eru að þróa verðmætan hugbúnað, en það er ekki þar með sagt að uppboð í Tollstöðvarhúsinu sé rétti vett- vangurinn til að meta slík verðmæti. Eg treysti því að fulltrúar rétt- lætis og góðs siðferðis, einkum þeir sem hyggjast sérhæfa sig í Svart á hvítu málinu, minnist þess að jafn- ræðisreglan gildir ekki bara fyrir aðra og stundum. Menn verða að ástunda sanngirni, líka í baráttu fyrir betri heimi og jafnvel þótt mönnum liggi á. Höfundur erfyrrv. forstjóri Svnrts A hvítu. Björn Jónasson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.