Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 33
12. - 28. septeniber
I JANUAR 1994
hófust mikil skrif í
fjölmiðlum gegn því,
að fyrirhugað dómhús
Hæstaréttar yrði reist
á lóðinni við Lindar-
götu 2 hér í borg.
Mótmælin voru lituð
mikilli þröngsýni, eins
og svo oft er umhvers
konar framkvæmdir
með þjóðinni og að
venju þrungin tilfinn-
ingasemi, en minna
viti. Kjarni þeirra
skrifa var, að dómhús-
ið mætti ekki rísa „á
bak við Safnahúsið við
Hverfisgötu".
Það var aftur á móti reisn yfir
því að ætla að reisa dómhúsið við
Amarhól, nærri gömlu hjarta
borgarinnar.
Mótmælaskrif þessi jukust og
urðu til þess, að undirritaður og
fleiri andmæltu þeim. Sérstaklega
með heilsíðuauglýsingu, sem birt-
ist í Morgunblaðinu 13. febrúar
1994, með nöfnum nærri 160
„menningarvita", sem mótmæltu
því „menningarslysi" að reisa hús
Hæstaréttar á áðurnefndum stað.
Greinar mínar urðu þijár og
birtust allar hér í blaði. Sú fyrsta
var rituð 13. febrúar þ.á., en birt
19. s.m. og var fyrsta vörnin fyrir
staðarvalinu. Yfirskriftin var Öf-
undsjúkir arkitektar? Greinin var
aðallega svar við mótmælum
„menningai,vitanna“ auk þriggja
forneskjulegra arkitekta.
Næsta grein birtist 4. mars þ.á.
með fyrirsögninni: Andlit þjóðar-
innar. í henni var bent á, að það
þyrfti þjálfuð augu til þess að
geta áttað sig á byggingum og
skipulagi og að þyngst væri á
metunum, að rúmlega 150 arki-
tektar mæltu bæði með frágangi
og staðsetningu byggingarinnar.
Jafnframt var mótmælt þeirri fá-
sinnu, sem voru ein helstu rökin
gegn húsinu, að „rödd fólksins
hefði meira vit á arkitektúr en
arkitektar“. Lokaorð hennar voru
um heimsóknir mínar í dómhús
hæstaréttar í a.m.k. 20 löndum
og væri Hæstaréttardómhús okkai
hvað tilkomumest bæði vegna út
lits og staðsetningar. Og vitnai
var í orð forsta hæstaréttai
Venezuela er ég dáðist að dómhús-
inu mikla í Caracas, „að slík dóm■
hús væru andlit hverrar þjóðad'.
Þriðja greinin: Byggingu
Hæstaréttarhúss fagnað, birtist
7. apríl þ.á. til þess m.a. að fagna
endanlegri staðsetningu hússins.
Auk þess var svarað mótmælum
starfsmanna í Safnhúsinu og fleiri,
sem töldu að sér vegið með bygg-
ingu hússins. Þá var ítrekað, að
þetta fyrirbæri „rödd fólksins, sé
oftast nær hópur fólks, sem hefur
ánægju af því að láta nafn sitt
birtast á undirskriftarplaggi í fjöl-
miðlum án nokkurrar ábyrgðaf'.
Hús Hæstaréttar var sem kunn-
ugt er vígt sl. fimmtudag. Vígslan
var hátíðleg með viðeigandi ræðu-
höldum og veitingum
við mikla hrifningu
allra viðstaddra yfir
því afreki, sem unnið
hafði verið með smíð
þess og gerð. Er full
ástæða til þess að
óska þjóðinni til ham-
ingju með þann
merka áfanga í menn-
ingarsögu hennar.
Mér þótti persónu-
lega sérstaklega
ánægjulegt vegna
fyrri afskipta minna
að taka þátt í þessum
Gunnlaugur fögnuði.
Þórðarson Það stóð svo á, að
forseta Hæstaréttar,
Haraldi Henryssyni, gafst tæki-
færi til að láta mig vita, að honum
hefði þótt miður, að minnst skyldi
Hús Hæstaréttar var
sem kunnugt er vígt sl.
fimmtudag, segir
Gunnlaugur Þórðar-
son. Vígslan var hátíð-
leg með viðeigandi
ræðuhöldum
hafa verið á undirskrift forseta
íslands að drengskaparheitinu í
blaðagrein eftir mig. Varð ég að
taka þeirri aðfinnslu. Einnig, að
ritari réttarins, frú Erla Jónsdótt-
ir, gat bent mér á, að ég hefði
ekki haft rétt eftir henni, er ég
hafði sagt, að hún hefði upplýst
mig um, að skriffæri forsetans
hefði verið venjulegur kúlupenni.
Hið rétta væri, að hún hefði sagt:
„ekki venjulegur kúlupenni".
Mér þykir skylt að skýra frá
þessum ábendingum. Því rétt skal
vera rétt.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Á köldum dögum í Húsasmiðjunni
Skútuvogi eru allir Eletrolux frystiskápar
seldir með 20% afslætti ef staðgreitt er og
15% afslætti ef greitt er með afborgunum
▼
Verðdœmi 1251frystiskápur
verð áður:
42.549 kr.
verð á köldum dögum:
33.990 tr.
5 heppnir kaupendur verða dregnir út
30. september 1996 og fær hver þcirra
lambsskrokk að gjöf frá Húsasmiðjunni.
myommm
HUSASMIÐIAN
Skútuvogi 16 ■ Símar 525 3000 og 800 6688
Taktu ábyrgð á
eigin heilsu!!
Lestu bókina Candida sveppasýking eftir Hallgrím Magnússon og Guörúnu G.
Bergmann leiöbeinanda. í bókinni er listi yfir öll þau sjúkdómseinkenni sem
Candida sveppasýking veldur, ásamt upplýsingum um árangursríkar aöferöir til
aö takast á viö hana, leiöbeiningar um matraræöi og stuðningsleiðir.
Bókin er uppseld LEIÐARLJ#S ehf.
hjá Útgefanda - Fyrirlestrar - Ráðgjöf — Námskeið - Útgáfa
Fáanleg I helstu Sími 435 6800 • Fax 435 6801 •
bókaverslunum Brekkubíc • Hellnum • 355 SnsefellsbíE.
„ Okkar markmíð er að hjálpa þér að ná þínu!
AÐSENDAR GREINAR
Vígsla hússins
Hæstaréttar og
kúlupenninn
t
I
t
i
í.
HEFST EFTIR
5
DAGA
HEIMSVIÐBURÐUR
íLAUGARDALSHÖLL
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.