Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 35

Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDA M. GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðmunda Mar- grét Guðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1908, en fluttist barnung með for- eldrum sínum til V estmannaeyja. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur i Fossvogi 4. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, húsa- smíðameistari í Vestmannaeyjum, f. 5.9. 1877, d. 21.9. 1959, og Helga Jónsdóttir kona hans, f. 19.1.1874, d. 19.10.1947. Systk- ini Guðmundu voru Karl, f. 4.5. 1903, d. 10.5. 1993, Jón, f. 15.7. 1905, d. 4.3. 1972, og Dagmar, f. 23.6. 1914, sem búsett er í Vestmannaeyjum. Hinn 23. september 1932 giftist Guðmunda Þórarni Stef- ánssyni kennara á Laugarvatni, f. 17. maí 1904, og áttu þau þar heimili í 40 ár, en fluttu þá til Reykjavíkur og hafa síðustu níu árin búið á Dal- braut 20. Börn þeirra eru: 1) Erna Helga, f. 8.7. 1933, gift Daníel Emils- syni og eiga þau þrjú börn, Haf- stein, Þór og Helgu. 2) Stefán Guðmundur, f. 9.12. 1934, kvæntur Láru Krist- ínu Samúelsdóttur og eru börn þeirra fjögur, Þórarinn, Ragn- hildur, Margrét og Lára. Barnabarnaböm þeirra Guð- mundu og Þórarins em nú þrettán. Útför Guðmundu Margrétar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðmunda Margrét ólst upp í Vestmannaeyjum, seinni uppvaxt- arárin til heimilis á Goðalandi þar sem faðir hennar starfrækti einnig trésmíðaverkstæði. Hún var góðum gáfum gædd og hlaut þá bóklegu menntun sem þar var hægt að fá. Ekki var um fjölbreytilegt starfsval að ræða fyrir ungar stúlkur á þess- um tíma en algengt var að þær sæju sér farborða með því að ger- ast hjálparstúlkur á efnimeiri heim- ilum sem hún og gerði. En vorið sem hún varð 24 ára urðu þáttaskil í hennar lífí. Á Laugarvatni lágu leiðir þeirra saman, ungu stúlkunnar frá Vest- mannaeyjum, sem kom þangað á hússtjómarnámskeið, og unga smíðakennarans austan af landi. Þau voru hvort öðru ætluð, vísbend- ing forsjónarinnar var skírnardagur hennar 17. maí, sem er afmælisdag- ur hans. Munda og Þórarinn stigu gæfuspor er þau bundust tryggða- böndum 23. september 1932 og ein- huga og samstiga hafa þau leiðst um lífsins veg, svo samofin í 64 ár að ekki verður annars þeirra minnst öðruvísi en hins sé getið. Það voru þröng húsakynni og þægindalítil, sem þau höfðu til um- ráða 11 fýrstu hjúskaparárin, en hamingjan heimilisföst og þau eign- uðust sín „óskabörn", stúlku og dreng. Ánægjan varð líka ómæld þegar fjölskyldan flutti í nýtt og betra húsnæði, kennarabústaðinn Hlíð, en þaðan munu ótal margir, skyldir og óskyldir, minnast þeirra hjóna með hlýjum hug. Munda og Þórarinn hafa alls staðar og alla tíð verið vinsæl og vinmörg og gestrisni þeirra viðbrugðið. Húsbóndinn hitti ekki svo mann utan dyra að ekki væri boðið inn í kaffí enda vissi hann að konan átti alltaf jóiaköku eða kleinur í boxi og að enginn bakaði þær betur. Hótel Hlíð hefði mátt kalla heimilið á sumrin þegar oft var sofíð í hverju homi. Þurfti þá að sýna mikla útsjónarsemi, ekki síst meðan engin búð var á hominu og panta þurfti allar nauðsynjar með mjólkurbflnum frá Selfossi. Síðustu 15 árin, sem þau bjuggu á Laugarvatni og bamabörnin sjö sáu dagsins ljós hvert af öðru, kom stórfjölskyldan jafnan saman þar á jólum og mæddi þá mikii undirbún- ingsvinna á ömmu á Laugarvatni fyrir margra daga stanslaus hátíða- höld. Barnabörnin voru líka oft lang- dvölum í sveitinni á sumrin hjá afa og ömmu. Hún hafði lengi lítinn garð niðri við vatn þar sem hún ræktaði eigið grænmeti, sem bragð- aðist vel með nýjum silungi úr vatn- inu, en henni var umhugað um að fjölskyldan borðaði hollan og góðan mat. Þegar Þórarinn tók að sér að sjá um símstöð staðarins og seinna líka bóksölu, sá Munda að mestu um reikninga og bókhald fyrir hvort tveggja, svo oft var I æði mörg horn að líta. Kom sér þá vel hvað hún hafði einstaklega yfirvegaða og stillta skapgerð. Hún heyrðist aldrei hækka róminn, hvorki til að skamm- ast né taka orðið af öðrum, og gerði engar kröfur til annarra en sjálfrar sín, vann verk sín hljóð og var öðr- um góð. Hún hafði afar geðþekkt yfirbragð, en það var líkt og kyrrlát- um tignum ljóma stafaði frá henni og hún virtist ekkert verða gömul þrátt fyrir háan aldur, í henni blund- aði alltaf glettin ung stúlka. Hún hafði gaman af allri handavinnu og vann allt slíkt af kostgæfni enda hafði hún ríkt fegurðarskyn og bar heimili þeirra hjóna, bæði austan- fjalls og síðan hér í Reykjavík, með sér hlýjan og menningarlegan þokka. Saga Guðmundu Margrétar er farsæl saga um konu sem aldrei tranaði sér fram en ávann sér ást og virðingu allra sem henni kynnt- ust. Fyrir réttum mánuði fóru Munda og Þórarinn með okkur hjón- um hringferð um landið og heim- sóttum við þá m.a. æskuheimili Þór- arins á Mýrum í Skriðdal. Saman nutu þau ferðalagsins til fullnustu og fjölbreyttrar náttúrufegurðarinn- ar. Sterk mynd kemur nú fram í hugann af þeim þar sem þau leidd- ust hönd í hönd líkt og nýtrúlofað par á sólskinsdegi í Skaftafelli. Ég finn til með tengdaföður mín- um, sem hefur misst elskaðan lífs- förunaut, og kveð tengdamóður mína með þakklæti fyrir 40 ára ein- staklega góð kynni, sem aldrei bar skugga á. Við söknum hennar öll. Blessuð sé minning hennar. Lára Kristín Samúelsdóttir. Elsku besta amma. Að koma til ykkar á Laugarvatn var alltaf ævintýri fyrir okkur barnabörnin, jafnt að sumri sem á jólum. í huga okkar tengjast jólin ósjálfrátt Laugarvatni og ekki fjarri að við sem smábörn héldum að jólin væru bara þar. Á leiðinni austur í svarta myrkri var spennandi að sjá ljósin á Laugarvatni loks birtast í íjarska eins og glitrandi perlufesti, við kölluðum þau ömmuperlur. Elsku amma, þú varst sjálf algjör perla og ekta amma, alltaf til stað- ar, einhvem veginn eins og eilíf. Hjá þér ríkti friður og ró og við gleymdum amstri og önn dagsins. Þú varst hlédræg en skemmtileg og lumaðir á góðri kímni. Hvenær sem við komum í heim- sókn var tínt til hvers kyns góð- gæti og ekki undan því komist að þiggja og ekki þurfti að bjóða okkur kleinurnar þínar tvisvar því þær vom þær bestu og gerðu okkur vandlát á aðrar kleinur. Þú vissir alltaf allt um okkur, varst svolítið skemmtilega forvitin, en við fundum að þú vildir fylgjast vel með okkar högum, og vexti og viðgangi okkar barna, barnabarnabamanna þinna. Elsku amma, þú varst „engla- kona“ með húsið fullt af englum og nú ert þú á meðal þeirra. Við biðjum í huganum með þér bænina okkar: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku afí, það er erfitt að hugsa sér þig án ömmu. Okkur fannst þið óaðskiljanleg og alltaf reiðubúin að gera allt fyrir okkur. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði í hjarta. Barnabörn. FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 35 HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ v/'' Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi? V'' Viltu auka afköst í starfí um alla framtíð? ^ Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrarnámskeið. Skráning er í síma 564-2100 HRAÐLESrrRARSKÖLIlNlV Komdu til okkar efþig iangar í failegan húsbúnað. KJötpottur kr. 1.240,- 3ja hluta baðmottusett frá kr. 2.700,- (margar gerðir) Falleg veggklukka kr. 1.920,- 'i-|2C . Salatskál frá ' kr. 330,- (3 ntir) Smákökumót 6stk kr.1.370,- (margar gerðir) Nlðusuðukrukkur frákr.170,- Dúkur 180cm kringlóttur kr. 1.540 ,- (margar gerðir) Pottaleppar kr. 370,- stk. Blldshöföa 20 -112 Reykjavlk - Sfmi 587 1410 Skál á fæti v b:30cm kr. 1.890,- (margar gerðir) 5 Helgardvöl í heimsborg Verð frá 39.100 kr á mann í tvíbýli í 4 daga*. 'lnnifaUð: Flug, gisting mcð morgunverði ogflngvallarskattar. fyrir líkama og sál Falleg borg sem kemur á óvart - og verðlagið er mun hagstæðara en í Bandaríkjunum! Halifax Haföu samband viö söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, feröa- skrifstofumar eöa söludeild Flugleiöa í síma 50 50ÍOO (svarað mánud. - föstud. kl. 8-1.9 og á laugard. kl. 8-16). FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.