Morgunblaðið - 12.09.1996, Side 36

Morgunblaðið - 12.09.1996, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BERGRÓS JÓHANNESDÓTTIR + Bergrós Sigur- björg Jóhannes- dóttir fæddist á Rangárvöllum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, 21. júní 1927. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík að kvöldi 29. ágúst 1996. Banamein hennar var krabbamein. Foreldrar Berg- rósar voru Karólína Soffía Jósefsdóttir, f. 5. febrúar 1905, d. 15. september 1991, og Jóhannes Jóhannesson, f. 17. maí 1904, d. 27. október 1989. Karólína var af eyfirskum og þingeyskum ættum. Hún fædd- ist í Lögmannshlíð í Kræklinga- hlíð, skammt ofan Akureyrar, dóttir hjónanna Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur og Jósefs Isleifssonar, síðar bónda á Tyll- ingi. Bræður Karólinu voru Eggert og Sigurgeir, sem báðir voru kunnir sjómenn í Siglu- firði, og Bemharð, iðnaðarmað- ur á Akureyri, en þeir em allir látnir. Þá átti Karólína hálf- bróður (samfeðra), Ara, tollþjón í Reykjavík, sem nú er búsettur í Lúxemborg. Jóhannes var af eyfirskum bændaættum sem rekja má langt aftur í aldir í Eyjafirði. Hann fæddist I Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, sonur hjónanna Bergrósar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Bjarnasonar. Jó- hannes var næstelstur 13 systk- ina, sem öll komust til fullorð- insára, en aðeins eitt þeirra er nú á lífi, Bára, húsmóðir á Akureyri. Onnur systkini Jó- hannesar voru: Höskuldur, bóndi á Hesjuvöllum, Lilja, hús- freyja á Uppsölum í Onguls- staðahreppi, Sigrún, verka- kona á Akureyri, Bjarni, kjöt- iðnaðarmaður á Akureyri, Dag- mar, húsfreyja á Setbergi við Akureyri, Sigurður Gunnar, kennari á Akureyri og ættfræð- ingur, Þórdís, húsmóðir í Vest- mannaeyjum, Friðrik, verka- maður á Akureyri, Hallur Ragnar, iðn- verkamaður á Ak- ureyri, Friðjón bóndi og iðnverka- maður, og Jónas, iðnverkamaður á Akureyri. A unglingsaldri fluttist Jóhannes með foreldmm sín- um að Glerá i Kræklingahlíð og þar kynntist hann konu sinni, Karó- línu. Þau giftust 1927 og settu á stofn eigið heimili á litlu býli, Rangár- völlum, skammt frá Glerá. Ári síðar fór Jóhannes að vinna fyr- ir Jakob Karlsson við afgreiðslu skipa fyrir Eimskipafélagið. Jó- hannes vann síðan að kalla óslit- ið í nær hálfa öld við afgreiðslu Eimskipafélagsskipa við Kaup- vangsbryggjuna og var hann þar verkstjóri. Bjuggu þau Kar- ólína og Jóhannes lengst af á Holtagötu 2 á Akureyri. Þau áttu tvær dætur, Bergrósu og Elsu, f. 7. júlí 1929, sem átti Hrein Þ. Garðars, framkvæmda- stjóra, og siðar Eggert Guð- mundsson, listmálara. Bergrós giftist 4. mars 1952 Ásgeiri Jakobssyni rithöfundi, sem lést fyrr á þessu ári. Ás- geir fæddist í Bolungavík 3. júli 1919, sonur Dórótheu Helgu Jónasdóttur (Skeggstaðaætt) og Jakobs Elíasar Bárðarsonar (Hanhólsætt), formanns og út- vegsbónda í Bolungavík. Ásgeir andaðist á heimili sínu í Reykja- vik 16. janúar 1996. Ásgeir var lengi sjómaður á bátum og tog- umm, hann lauk hinu Meira fiskimannaprófi 1945, en var orðinn bóksali á Akureyri (Bókabúð Rikku) þegar þau Bergrós giftust. Árið 1964 fluttu þau hjón til Reykjavíkur og vann Ásgeir upp frá því við rit- störf. Börn Bergrósar og Ásgeirs eru: Elsa Karólína, meinatækn- ir, gift Jóni Ólafssyni deildar- sljóra hjá Pharmaco; Jóhannes, lögmaður í Reykjavík, kvæntur . _ Kveðja frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur I dag verður til moldar borin okk- ar kæra félagskona, Bergrós Jó- hannesdóttir. Bergrós starfaði með okkur í Húsmæðrafélagi Reykjavík- ur á annan áratug. Það var á vor- mánuðum 1982 að hún sótti nám- skeið í skermasaum, sem félagið stóð fyrir, og áður en því lauk var hún gengin í félagið. Það var feng- ur að fá hana í okkar hóp. Hún var vandvirk svo af bar. Bergrós sat í stjórn Húsmæðra- félagsins um árabil, ætíð boðin og búin að takast á við hvert það verk- efni sem fyrir dyrum stóð, og nú síðustu ár sem gjaldkeri félagsins. Bergrós var mjög ósérhlífin í því sem hún tók sér fyrir hendur. Kona sem vann störf sín af sérstakri al- úð. Væri hún beðin um að taka að sér einhver nefndarstörf fyrir fé- lagið, var svar hennar ætíð, já elsk- urnar mínar, ef þið haldið að ég iiiinmr ULXXJ Erfidrykkjur * P E R L A N Simi 562 0200 nixxuir geti gert eitthvert gagn þar, þá er það sjálfsagt. Bergrós var því eftir- sótt til starfa og sat í hinum ýmsu stjórnum og nefndum fyrir hönd félagsins. En vegir Guðs eru okkur mönn- unum oft torskildir. Skammt er nú stórra högga á milli hjá börnum hennar. í byijun þessa árs misstu þau föður sinn og nú er móðir þeirra látin. Þegar eiginmaður Bergrósar veiktist fylgdumst við félagskonurn- ar með baráttu hennar við að hjálpa honum til heilsu, en á sama tíma tekur hennar sjúkdómur sig aftur upp og segir okkur svo hugur um að ekki hafi hún hlíft sér eða hugað að eigin heilsu eins og skyldi. Sam- band Bergrósar og Ásgeirs var svo einstaklega náið og lifandi. Hann ritaði bækur fram á síðasta dag og var Bergrós einkaritarinn hans. Hann handskrifaði handritin sín, hún vélritaði þau, og svo var leið- rétt og hún hreinskrifaði á ný á rit- vélina. Á síðustu árum tók Bergrós í notkun tölvu svo það gæti gengið auðveldar að hreinrita eftir rithöf- undinn. Bergrós var greind kona og víð- lesin og umfram allt menningarlega sinnuð. Skoðunum sínum fylgdi hún ætíð fast eftir af sinni hjartans sannfæringu. Það var ósjaldan sem Bergrós las fyrir okkur á fundum í félaginu úr bókum Ásgeirs, sem voru að koma út, og leyfði okkur að deila með sér hugarsmíðunum á undan öðrum og vorum við stoltar af traustinu sem okkur var sýnt. Bergrós las einnig oft upp fyrir okkur ljóð, og gerði það af mikilli alúð, en hún hafði næmar tilfinning- Kolbrúnu K. Karlsdóttur, hús- móður; Bergrós, háskólanemi, og Jakob Friðrik, stjórnmála- fræðingur og rithöfundur. Auk þess gekk Bergrós í móðurstað syni Ásgeirs af fyrra hjóna- bandi, Ásgeiri, þýðanda, sem er kvæntur Guðrúnu Irisi Þórs- dóttur, sálfræðingi. Barnabörn- in eru ellefu. Bergrós lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1943 og var ári á undan í skóla. Hún stundaði íþróttir á yngri árum og keppti m.a. með kvennaliði KA í hand- bolta. Að loknu námi hóf hún störf í Brauns-verslun á Akur- eyri og vann þar uns hún sett- ist í Húsmæðraskóla Reykjavík- ur veturinn 1948-49. Hún vann síðan hjá Sjúkrasamlagi Akur- eyrar og um hríð í Bókabúð Rikku þar til hún giftist, 1952. Áður en hún gekk í hjónaband tók Bergrós allmikinn þátt í leikstarfsemi á vegum Leikfé- lags Akureyrar. Árið 1964 flutti hún með manni sínum suður til Reykjavíkur og tók þá að vinna utan heimilis. Hún vann á næstu tveimur áratugum í þekktum kvenfataverslunum í bænum, Hjá Báru, í Tískuskemmunni, Helenu, og í Ólympíu, þar sem hún var verslunarsfjóri. Með- fram vinnu og heimilisstörfum sótti Bergrós fjölmörg nám- skeið á kvöldum, svo sem vélrit- unarnámskeið, Dale Carnegie- námskeið, tungumálanámskeið (í ensku og frönsku) og ýmis hannyrðanámskeið, en útsaum- ur var í áratugi hennar helsta tómstundagaman. Eftir að hún lét af verslunar- störfum 1984 gerðist Bergrós ritari manns síns og vann með honum að bókum hans, en hafði jafnframt margvísleg afskipti af félagsmálum. Hún sat m.a. lengi í stjórn Húsmæðrafélags Reykjavíkur og um tima í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík, og vann með samtökunum Heimavinnandi húsmæður. Þegar hún flutti í Skeiðarvog háustið 1992 tók hún fljótlega að starfa í Kvenfélagi Lang- holtssafnaðar og á sl. vori var hún kjörin í sóknarnefnd Lang- holtskirkju. Útför Bergrósar Jóhannes- dóttur verður gerð frá Lang- holtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ar og var mikill fagurkeri á bók- menntir. Bergrós var ákaflega falleg kona og henni var mikið í mun að líta vel út, og auðvelt að láta sér líða vel í návist hennar. Gestrisin var hún svo af bar. I júní sl. sóttum við hana heim á afmæli hennar og ekki hvarflaði það að nokkurri okkar að við ættum ekki eftir að hittast að hausti. Við minnumst með mikilli ánægju ýmissa ferðalaga bæði innanlands og utan. Sérstaklega er þó okkur undirrituðum ofarlega í huga ferð til Portúgal sem við fórum fyrir réttu ári. Þá hafði hún nýlokið strangri lyfjameðferð og fór full bjartsýni og ákveðin í að ná heilsu á ný. Til baka kom hún hress og endurnærð til líkama og sálar. Við félagskonur í Húsmæðrafé- lagi Reykjavíkur hittumst ætíð einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina við handavinnu og gerð ýmissa basar- muna. Það gefur augaleið að kynni okkar verða náin og vel er fylgst með hverri konu bæði í gleði og sorg. Nú verður stóllinn hennar auður, því miður. En mynd hennar lifir með okkur og við erum vissar um að hún fylgist með okkur. Svo annt var henni ávallt um félagið sitt og vinkonur sínar í Húsmó eins og hún kallaði félagið sitt. Við félagskonur í Húsmæðrafé- lagi Reykjavíkur viljum þakka fyrir að hafa fengið að eiga hlutdeild í lífi Bergrósar um mörg ár og jafn- framt sendum við börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum innilegustu sam- úðarkveðjur okkar og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Bergrósar Jóhannesdóttur. Dröfn og Steinunn, Húsmæðraf élagi Reylqavíkur. Hún vakti strax athygli mína, hún Bergrós Jóhannesdóttir, á fundum hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík fyrir frambærilega og glæsilega framkomu. Ég var stolt, þegar hún kom til mín á haustfundi BKR í Borgarfirði fyrir tveimur árum og sagðist ætla að ganga í Kvenfélag Langholtssóknar. Ég tók hana á orðinu og bað hana að mæta á næsta fund. Ég vissi að þarna var kona, sem öll kvenfélög þurfa að eiga innan sinna vébanda, greind kona og rökföst og mikil félagsvera. Þegar ég kynnti hana sem nýjan félaga, sá ég glöggt hvað henni var fagnað. Við hittumst í Langholtskirkju flesta sunnudaga við messu í tæp tvö ár, og tókst þá með okkur góð- ur og innilegur vinskapur. Ég fann að þessi kona var að fara í gegnum mótlæti í sínu lífi og var ákveðin í að standa sig og halda sínu striki. Hún var tilbúin að gefa hug og hönd til styrktar kirkju og kvenfé- lagi. Hún settist í stjórn kvenfélags- ins á síðasta ári. Ég fann strax hvað kvenfélagskonur voru allar innilega ánægðar og stoltar með hana. Bergrós gaf kost á sér í sóknar- nefnd á aðalfundi safnaðarins sl. vor og sýndi þar með vilja sinn til að hlúa að innra starfi kirkjunnar. Hún kom óhikað fram með sínar skoðanir og hlustaði líka á aðrar. Hún hafði mikinn áhuga á að starfa að félagsmálum, enda vön þeim málum. Hún var lífsglöð og hafði mikla lífslöngun, en engin okkar gerði sér grein fyrir hvað hún var að ganga í gegnum, því hún bar ekki á borð sín mál fyrir aðra. Hún var ákveðin að ganga fram með reisn í öllu því, sem hún tók sér fyrir hendur. Á vorferðalagi kvenfélagsins að Löngumýri í Skagafirði naut Berg- rós sín vel með okkur. Það var stund milli stríða, sagði hún, en við skild- um það fáar. Það var ekkert að sjá á þessari lífsglöðu konu. Á afmælisdegi hennar, 21. júní, hafði hún opið hús og tók á móti ástvinum og vinkonum úr sínum félagssamtökum í sól og blíðu. Þetta var fallegur dagur og hún geislaði af gleði yfir því að fá sem flesta vini og ættingja heim til sín. Berg- rós var kona sem við munum geyma í minningu okkar. Með þakklæti í mínu hjarta hugsa ég um þá miklu umhyggju, sem hún sýndi mér og vil ég þakka fyrir hönd Kvenfélags Langholtssóknar allar þær stundir, sem hún gaf okk- ur, sem voru stórar á stuttri tíð. Guð veit, að við hefðum viljað hafa þær fleiri, en styrkur okkar allra er að Guð mun vel fyrir sjá. Bæn mín er sú, að blessun Guðs umvefji börn hennar og aðra ástvini. Blessuð sé minning mætrar og göfugrar konu. Súsanna Kristinsdóttir, formaður Kvenfélags Langholtssóknar. Kveðja frá Bandalagi kvenna í Reykjavík Bergrós ólst upp á Akureyri og var í hópi þeirra glæsimeyja sem prýddu bæinn á þeim tíma. Þótt hún væri búsett lengst af í Reykjavík var hún ætíð sannur Norðlendingur og oft bar það við þegar umræðan var um hvort eitthvað eða einhver bæri af að hún sagði „enda að norð- an“ og þá voru það góð meðmæli. Bergrós sat í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík í fjögur ár, auk þess sem hún starfaði með aðildar- félögum Bandalagsins, Húsmæðra- félagi Reykjavikur og Kvenfélagi Langholtssóknar. Hún sat í mörgum nefndum á vegum BKR og starfaði þar ötullega. Hún vildi láta hlutina ganga, var hreinskiptin og heiðarleg í öllu sínu starfi. Ef til vill hefur hún þótt hvassyrt á stundum en allt var það í góðri meiningu og til framgangs málefninu. Það var lofs- vert hve vel hún tók veikindum sín- um. Hún var virk í félagsstarfinu og notaði vel „góðu stundirnar sín- ar“ á milli stríða alveg til hins síð- asta og aldrei vantaði áhugann. Við erum afar þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta starfskrafta hennar og vináttu og biðjum henni blessun- ar handan við móðuna miklu. Ástvinum hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. F.h. Bandalags kvenna í Reykjavík, Þórey Guðmundsdóttir formaður. Við hittumst í Hafnarstræti á Akureyri sumarið 1945. Við unnum þar í búðum báðar. Rósa í Brauns- verslun, sem var ein af elstu og virt- ustu búðum bæjarins, og ég í bóka- búð Gunnlaugs Tryggva, sem allir þekktu á þeim tíma. En lífið er hverfult og þessar búðir liðnar und- ir lok. Rósa hefir líka kvatt okkur í bili. En ekki tjáir að örvænta held- ur minnast þess góða og skemmti- lega sem við höfum notið. Rósa var glæsileg stúlka og afar snyrtileg og vel klædd. Hún laðaði að sér viðskiptavini og leiðbeindi af smekkvísi og samviskusemi. Yf- irmaður hennar úr Brauns-verslun ber henni mjög gott orð. Við héldum hópinn, nokkrar stúlkur. Höfðum saumaklúbb, fór- um í bíó, á böll, í súkkulaði á KEA, austur í Vaglaskóg, og gengum einu sinni á Súlur. Skemmtum okkur eins og ungt fólk hefir alltaf gert. Þetta voru góðir og áhyggjulausir dagar og gott að minnast þeirra. Haustið 1948 fórum við fjórar úr hópnum og fjórar aðrar stúlkur frá Ákureyri í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sem þá var níu mánaða skóli og fjörutíu stúlkur þar við nám. Skólinn var þá undir styrkri stjórn frú Huldu Á. Stefánsdóttur og með henni afbragðs góðir kenn- arar. Þarna var heimavist og reglu varð að halda. Við norðanstúlkur fimm ásamt einni Reykjavíkur- stúlku vorum saman í herbergi sem ekki var mikið stærra en 20 fm. Einn fataskápur var í herberginu og allar höfðum við okkar skúffu. Aldrei man ég að kæmi til neinna vandræða. Eftir þennan vetur skildu leiðir. Svo liðu árin, ég dreifbýliskona í rúm tuttugu ár og við sáumst sjald- an._ Árið 1977 flutti ég til Reykjavík- ur. Þá var oft komið við í Olympíu á Laugaveginum, en þar vann þá Rósa og mörg ár eftir það. Nú vor- um við fullorðnar konur, margra barna mæður og ömmur. Hugðar- efnin voru því önnur og umræðuefn- in. Við, árgangur úr HR 1948-1949, höfum haldið nokkuð vel saman og er það Gunnu Haralds, einni úr hópnum, mikið að þakka. Hún bauð öllum hópnum margsinnis á sitt heimili, sem varð svo aftur til þess að okkur „stelpunum" fannst nauð- synlegt að hittast einu sinni á vori, borða saman og rifja upp gamlar góðar stundir - og verða aftur ung- ar. Fjórar eru látnar, blessuð sé minning þeirra. Þakka þér, Rósa, fyrir samfylgd- ina. Innilegar samúðarkveðjur til afkomenda þinna og Elsu systur þinnar. María Gísladóttir. Man ég æsku-árin, yndisbros - og tárin, gleði og sviða-sárin. Sól og daga langa. Vinarhönd á vanga. Nú græt ég sárt um sólarlag þau sumarbros og liðinn dag. (Stefán frá Hvítadal.) Rósa systir mín er dain. í upp- hafi árs kvöddum við Ásgeir mág minn og nú er komið að kveðjustund okkar Rósu systur minnar. Minningar sækja á, úr æsku okk- ar, frá unglingsárunum og eftir að við urðum fullorðnar; þegar börnin okkar fæddust og síðar barnabörn- in. Þessar minningar eru mér mikils

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.