Morgunblaðið - 12.09.1996, Page 39

Morgunblaðið - 12.09.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 39 bæjar þykir vænt um hve Ólafur studdi vel við bakið á félagi okkar fyrstu árin, og hve mikla alúð og ræktarsemi hann sýndi því til hinsta dags. Hvar sem skógræktarfólk kom saman, var Óli Villa hrókur alls fagnaðar. Hann var góður söng- maður og ómissandi að leiða fjölda- söng, þegar glatt var á hjalla. Við minnumst þeirra hjóna, Helgu Guðmundsdóttur og Ólafs Vilhjálmssonar, sem frumkvöðla að skógrækt í Garðabæ og þökkum af alhug liðna tíð. Stjórnin. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. (J.H.) Ætla má, að vinum Ólafs Vil- hjálmssonar hafi farið líkt og Jón- asi Hallgrímssyni fyrir liðlega 150 árum, er hann þannig mælti eftir Bjarna Thorarensen látinn. Sumar- ið virtist skyndilega á brott með lit sinn og ljóma, og svartir bólstrar hylja sólu, er andlátsfregn hans barst 3. september síðastliðinn. Svo lifandi var þessi starfsglaði maður í hugum þeirra, að aldurtili hans varð sem ógnargjá á beinum vegi, þar sem enginn átti von torfæru. En nú er sól hans hnigin til við- ar, frumheijans í þéttbýli Garða- bæjar. Á árunum eftir stríð reisti hann sér og fjölskyldu sinni mynd- arlegt og virðulegt hús á melnum vestan Hafnarij'arðarvegar, og þar ræktaði hann garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu, því að nú ber hann græðara sínum fagurt vitni lundurinn við Bólstað, sem blasir við hveijum þeim, er ekur Hafnar- fjarðarveg um Garðabæ. Síðan hef- ur byggðin risið allt um kring, og þar hefur Ólafur fylgzt grannt með hveiju verki. Kynni mín af Ólafi Vilhjálmssyni voru ekki löng, en þau eru engu að síður minnisstæð og einkar ánægjuleg. Þau hófust fyrir réttum níu árum, þegar hann lagði leið sína á vinnustað minn handan vegar við Bólstað. Honum hefur eflaust þótt tilhlýðilegt og tryggara að kynnast af eigin raun nýjum starfsmanni bæjarfélagsins, enda var honum mjög annt um velferð þess og við- gang. Á fyrsta fundi okkar Ólafs fann ég fljótt, að þar fór traustur og velviljaður maður - maður mik- illar reynslu og ráðhollustu, sem gagn var af að heyra, hvað fram vildi færa. Enda fór það svo, að við áttum oft eftir að ræða málefni Garðabæjar, og voru það alltaf stór- ar stundir að sitja á tali við hann um alþýðumenningu og búskapar- hætti í Garðahreppi og Álftanes- hreppi hinum forna, sem sannarlega má segja, að allt of lítið hefur ver- ið ritað um. Almælt er, að hver eigi sína sögu. Hitt mun þó sanni nær, að flestir eigi fleiri sögur en eina. Einstaka maður hefur jafnvel skyggnzt svo víða, látið svo margt gott af sér leiða, að æviþráður hans er sagna- sjóður. Með Ólafi Vilhjálmssyni er horfið það andrúm vizku og þekk- ingar, sem umlukti hann alla stund og var nátengt því að alast upp á áratugum í þessu landi, þegar skylt þótti að horfa til baka til að finna leiðir fram á við. Virðingin fyrir lið- inni sögu var óblandin og tengd íslenzkri endurreisn. Hið margvís- lega krumsprang í þjóðlífinu átti ekki við Ólaf, og þökk sé honum fyrir það; það átti ekki við hann, þótt hann væri manna forvitnastur um nýjungar og vildi veita nýjum tímum fullt brautargengi. Ólafur Vilhjálmsson hafði mörg járn í eldi um ævina og hamraði þau af einurð og list í mörgum smiðjum. Hann varði miklum tíma til starfa í annarra þágu, var m.a. brautryðjandi í skógræktarmálum bæði í Hafnarfirði og Garðabæ. Störf hans á þeim vettvangi áttu sér djúpar rætur í mannlegri hlýju, sem var svo rík í fari hans og setti raunar einnig sterkt svipmót á öll störf hans í þágu heimabyggðar. Návist hans og þátttaka var í senn MINIMINGAR til gagns og ánægju. Þess fengu margir að njóta, og þess er og verð- ur mörgum ljúft að þakka og minn- ast. Á skilnaðarstund sendum við Hallveig börnum og tengdabörnum Ólafs Vilhjálmssonar sem og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur með ósk um, að þeim veitist huggun og styrkur í þungum harmi. Ingimundur Sigurpálsson. Mig langar til að minnast vinar míns, Ólafs Vilhjálmssonar, með nokkrum orðum. Kynni okkar hóf- ust fyrir alvöru fyrir nærri tveimur áratugum, þegar ég gerðist félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Við höfðum þó verið málkunnugir lengi og fyrstu kynni okkar má rekja til þess, að faðir minn og Ólafur voru kunningjar og höfðu reyndar verið vinnufélagar um tíma um 1940. Ólafur var einn af stofnendum Skógi-æktarfélags Hafnarfjarðar, en það var stofnað 1946. Hann var strax kosinn í varastjórn félagsins, en hann tók sæti í stjóm þess 1949 og sat þar óslitið til 1991. For- mennsku í félaginu gegndi hann frá 1965 til 1989, og hann var útnefnd- ur heiðursfélagi þess 1991. Hann var kosinn í stjórn Skógræktarfélags íslands 1973 og sat þar til 1988. Þegar Ólafur tók við formennsku í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar voru erfiðir tímar fyrir skógræktar- menn. Aðeins tvö ár voru liðin frá páskahretinu illræmda 1963, sem kom skyndilega eftir langvarandi hlýindi, en þá drapst mikill fjöldi tijáa af erlendum uppruna, sem miklar vonir höfðu verið bundnar við. Þá dró mjög úr áhuga fjölda fólks á skógrækt, því að það taldi erlendu tegundirnar vonlausar. Bjartsýnismenn eins og Ólafur létu þó ekki deigan síga, heldur héldu ræktuninni áfram enda mátti sitt- hvað læra af áfallinu. Almennt áhugaleysi um skógrækt var þó lengi viðvarandi og gerði skógrækt- armönnum erfitt fyrir. Allt frá unga aldri hafði Ólafur fengist við að sá tijáfræi og ala upp tijáplöntur og 1976 hóf hann slíka starfsemi á vegum skógrækt- arfélagsins og tíu áruin síðar gat félagið tekið úr eigin gróðrarstöð allar þær plöntur, sem það gróður- setti. Voru það mikil umskipti til hins betra. Árið 1980 rættist langþráður draumur Ólafs, að einstaklingar, félög og skólar fengju útmældar spildur í bæjarlandinu til upp- græðslu og skógræktar samkvæmt samningi milli Hafnaríjarðarbæjar og skógræktarfélagsins. Þetta fyr- irkomulag olli þáttaskilum í starf- semi félagsins. Áratugum saman fór mikið af tíma Ólafs í störf fyrir skógræktarfélagið og leyfi ég mér að fullyrða, að enginn einn maður hafi lagt félaginu jafn mikið lið með fórnfúsu starfi og Ólafur. Nú að leiðarlokum rifjast upp fjölmargar ánægjustundir er ég átti með Ólafi, þegar við sinntum sam- eiginlegum áhugamálum, bæði skógrækt og öðru. Eg var svo hepp- inn að fara í allmargar ferðir með honum og var þá jafnan aðaltil- gangurinn að komast í gönguferðir bæði til náttúruskoðunar og þó ekki síður að skoða eyðibyggðir, en hið síðarnefnda var mikið áhugamál hans. Sérstaklega er mér minnis- stæð skemmtileg gönguferð, sem við fórum í Austurdal í Skagafirði sumarið 1987, en þá skoðuðum við m.a. birkið í Fögruhlíð. Allar voru þessar ferðir mjög ánægjulegar og eftirminnilegar, enda var Ólafur mjög skemmtilegur og notalegur félagi. í þessum ferðum okkar úti á landi vakti það athygli mína hvað Ólafur átti gott með að komast í samband við heimafólk, sem við þekktum ekki og urðu ferðirnar þess vegna enn ánægjulegri. Að lokum vil ég þakka Olafi fyr- ir samverustundirnar. Blessuð sé minning hans. Eg bið Guð að styrkja eftirlifandi ættingja hans í sorg þeirra um ieið og ég votta þeim mína innilegustu samúð. Svanur Pálsson. ÞÓRIR GUÐNASON + Þórir Guðnason fæddist í Vík í Mýrdal 10. desem- ber 1926. Hann lést í Stuttgart 4. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðni Hjörleifsson, læknir, f. 24.7. 1894, d. 23.6. 1936, og Þórhildur Mar- grét Þórðardóttir, f. 6.5. 1899, d. 11.11. 1989. Eftir- lifandi systkini hans eru Sigur- björg, búsett í Bandaríkjunum, Hjörleifur, Daníel, Sigurður og Guðni 01- afur, öll búsett í Reykjavík. Hinn 7. apríl 1961 kvæntist Þórir Ingeborg, f. Storz, f. 21.3. 1935, en for- eldrar hennar voru Alfred Storz, kaup- maður í Stuttgart og kona hans Rosa, f. Buttgreit. Börn Þóris og Ingeborg eru: 1) Edda Kirst- en, f. 28.12. 1961, læknir, gift Mark- usi Leossyni, jarð- fræðingi, og eiga þau soninn David. 2) Apja Ellen, f. 1.4. 1963, lögfræðingur í Stuttgart, ógift. Sonur Þóris er Ragnar, f. 24.7. 1958, rafvirki, búsettur í Reykjavík. Jarðneskar leifar Þóris voru greftraðar í kirkjugarðinum í Vík 5. september. Það var vordag einn 1937, að ungur piltur á ellefta ári kom til Fáskrúðsfjarðar til sumardvalar hjá móðurforeldrum sínum, Þórði Árna- syni og Sigurbjörgu Sigurðardóttur. Var þar ekki í kot vísað hvorki um atlæti né gott viðmót. Ungi maðurinn hét Þórir, sonur Guðna læknis Hjörleifssonar í Vík í Mýrdal, sem þá var látinn fyrir skömmu og Margrétar Þórðardótt- ur, eiginkonu hans. Þórir féll skjótt inn í vinahóp frænda sinna og tók virkan þátt í störfum þeirra, tómstundagamni, leikjum og öllu þeirra brasi. Hann varð skjótt vinsæll félagi, enda glað- sinna og lundgóður. Störfín fólust aðallega í vinnu við saltfískþurrkun á reitum og voru tiltölulega Iétt og auðveld, venjulega í þijá til fimm tíma á dag. Þess á milli, og auðvit- að þegar ekki var þurrkur, voru það bryggjan og báturinn, fjallið og fjaran, sem heilluðu, að ógleymdum ýmsum íþróttum. Síðla sumars var skroppið í sil- ungsveiði, er sjóbirtingur og sjó- reyður gengu í árnar. Menningin hafði þá ekki haldið innreið sína þar eystra. Sala veiðileyfa var óþekkt fyrirbrigði. Guðni læknir Hjörleifsson frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum tók 1921 við stöðu aðstoðarlæknis hjá Georg Georgssyni, lækni á Búðum, Fáskrúðsfirði, en hann var jafn- framt franskur konsúll eystra. Á Fáskrúðsfirði kynntist hann lífs- förunaut sínum, ungri og glæsilegri konu, Þórhildi Margréti Þórðardótt- ur. Þau gengu í hjónaband 1922 og á Búðum fæddist elzta barn þeirra, dóttirin Sigurbjörg (Stella), ári síð- ar. Á þessum árum dvaldi Guðni og um nokkurt skeið við frekara nám og þjálfun við Rigshospitalet í Kaup- mannahöfn. Á næstu árum gegndi hann hér- aðslæknisembætti í Vopnafjarðar- umdæmi með aðsetri þar og síðar í Hróarstunguumdæmi með aðsetri í Bakkagerði, Borgarfirði eystra. Þar fæddist þeim hjónum árið 1924 sonurinn Hjörleifur. Á árinu 1926 verða enn þáttaskil, er Guðni hverfur til æskustöðvanna með fjölskyldu sína, er hann fær veitingu fyrir lænisumdæmi Víkur í Mýrdal. Það umdæmi náði þá yfír Vestur-Skaftafellssýslu og austari hluta Rangárvaliasýslu, að Markar- fljóti. Fjölskyldan flutti í nýsmíðaðan læknisbústað, hið reisulegasta hús, sem einnig þjónaði sem spítali. Þar fæddist Þórir, sem hér er minnzt, í desember 1926, fyrsta bamið sem þar sá dagsins ljós. Og í Vík fædd- ust einnig Daníel 1929, Sigurður 1931 og Guðni Ólafur 1936. í Vík bjó fjölskyldan næstu tíu árin, vinsælt fólk og vel látið og öðlaðist tryggð og vináttu íbúa læknishéraðsins og raunar víðar. Margrét stýrði stóru fjölmennu heimili, sem í senn var sjúkrahús, af skörungsskap. Guðni læknir önnum kafínn, enda læknishéraðið víðlent og samgöngur erfiðar. Læknisbústaðurinn gegndi margþættu hlutverki. Auk heimilis læknishjónanna, voru framkvæmd- ar þar ýmsar læknisaðgerðir við heldur framstæð skilyrði, sem jafn- an tókust vel. Gestkvæmt var þar, enda gestrisni þeirra hjóna og ör- læti viðbragðið. Þórir ólst upp í stór- um og glaðværum systkinahópi við umhyggju og ástríki foreldra og frændfólks, í hinu fagra og stór- fenglega umhverfi Víkur. Þangað leitaði hugur hans jafnan og lét hann engin tækifæri ónotuð að heimsækja ættingja sína og vina þar eystra, ekki sízt eftir að hann flutti til náms og síðar starfa erlendis. En skjótt skipast veður í lofti. Guðni féll frá á árinu 1936, liðlega fertugur, öllum harmdauði sem hann þekktu. Yngsta bamið, sonurinn Guðni Ólafur, var skírður við kistu föður síns. Margrét stóð uppi með sinn stóra barnahóp, það elzta ekki enn fermt. En hún stóð ekki ein. Á þessari stundu kom glöggiega fram vinátta og tryggð hinna fjölmörgu frænda og vina þar eystra, svo og á Aust- förðum. Hún fluttist til Reykjavíkur og bjó lengst af í húsi Ragnars, bankagjaldkera, mágs síns, bróður Guðna, að Mánagötu 11. Mest mæddi að sjálfsögðu á Margréti. Börnin höfðu ávallt verið sam- stillt og samhent, tóku snemma að taka til hendinni og voru móður sinni mikil stoð. Þórir dvaldi um skeið á Búðum, Fáskrúðsfírði, og var í mörg sumur í sveit í Skafta- fellssýslu. Eftir að hann hóf nám í Verzlunarskólanum, tóku lengstaf við ýmis almenn störf í Reykjavík, þ.á m. byggingarvinna. Hann stund- aði íþróttir af kappi og var góður knattspyrnumaður, varð m.a. meist- ari í 2. fl. með Val. Hann tók mikinn þátt í félagslífi í Verzló. Stúdentsprófí lauk hann vorið 1948. Þijú systkini hans stunduðu nám í Verzló, þau Stella, Hjörleifur og Daníel, Sigurður valdi Iðnskólann og Guðni menntaskóla. Kynni mín og okkar bræðra við þetta ágæta frændfólk tókust að nýju eða í fyrsta skipti við sum barnanna, er ég kom til Reykjavíkur HÁALEíTtS APÓTIK Háaleitisbraut 68 VESTURBÆJSAR APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22 — Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Háaleitfs Apótek til náms svo og bræðra minna, þeg- ar foreldrar okkar fluttu til Reykja- víkur á stríðsárunum og settumst að í næsta nágrenni við þetta frænd- fólk okkar. Og í Verzlunarskólanum vorum við samtímis. Ávallt vorum við aufúsugestir á heimili Margrétar, sama hlýjan og gestrisnin, góður félagsskapur kátra ættingja. Að loknu stúdentsprófí innritaðist Þórir í læknadeild Háskóla íslands. Að loknu fyrrihlutaprófí, venti hann sínu kvæði í kross, hélt til Þýzka- lands og lauk kandidatsprófí í lækn- isfræði frá hinum þekkta háskóla í Tubingen. Vann hann síðan á sjúkrahúsum í ýmsum borgum Þýzkalands, svo sem í Heilbrom, Bad Wimpen, Waiblingen og Stuttg- art. Sérfræðingsgráðu í hjartasjúk- dómum hlaut hann í Stuttgart 1968. Frá því ári starfaði hann sem sér- fræðingur í sérgrein sinni þar í borg, unz hann lét af störfum fyrir þrem- ur aram, vegna veikinda. Á árinu 1961 gekk hann að eiga Ingeborg Storz, f. 1935, hagfræðing að mennt, dóttur Alfreds Storz, kaupmanns í Stuttgart og konu hans Rosu Buttgreit Storz. Þau eignuðust tvær dætur, Eddu Kirst- en, lækni, gift Markúsi Leossyni, jarðfræðingi, og Anja Ellen, lög- fræðing, f. 1963. SonurÞóris, Ragn- ar, f. 1958, er rafvirki hér í borg. Barnabörnin eru fjögur. Fyrrgreind veikindi drógu Þóri til dauða. Andaðist hann í Stuttgart hinn 4. júlí sl. Hann er jarðsettur í fjölskyldugrafreit í Vík í Mýrdal. Við bræður og fjölskyldur okkar kveðjum góðan frænda og vin um leið og við vottum fjölskyldu hans, systkinum og öðrum ættingjum og vinum samúð okkar og hluttekn- ingu. Már Elísson. Þórir Guðnason mágur minn er látinn eftir erfíða baráttu við ill-^ kynja sjúkdóm. Þórir dvaldi alla sína starfsævi í Þýskalandi, þannig að samvera- stundirnar urðu ekki margar, nema þegar hann kom til íslands 'í fríum sínum, en hingað leitaði hugurinn oft. Síðasta heimsókn hans hingað til íslands var sumarið 1995 og var hann þá orðinn sárþjáður af sjúk- dómi þeim er síðan leiddi hann til dauða. Við þessa síðustu heimsókn sína til íslands bar hann fram þá ósk sína að fá að hvíla við hlið for- eldra sinna í kirkjugarðinum í Vík. Þórir var afar myndarlegur og fallegur maður. Hann var ljúfur í skapi og dagfarsprúður. Hann var farsæll í sínu starfí sem læknir og naut hylli jafnt sjúklinga sem starfs-' félaga. Í heimsóknum sínum til íslands leitaði hugurinn jafnan til æsku- stöðvanna í Mýrdalnum og þangað fór hann oft. Hann naut þess að vera úti í íslenskri náttúru og kom jafnan með okkur hjónum í Gríms- nesið til veiða í Hvítá og náttúru- skoðunar. Þórir varð að láta af störfum sök- um heilsubrests fyrir tæpum þremur árum. Að leiðarlokum vottum við hjónin eiginkonu hans, börnum og barna- börnum innilega samúð. Gerður Guðmundsdóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í súna 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LDFTLEIIIII!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.