Morgunblaðið - 12.09.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 43
fl
J
I
fl
fl
fl
1
Cj
4
4
4
i
i
i
<
4
:
<
<
<
<
<
i
<
FRÉTTIR
Ljósmynd/Sigríður Dúna Kristmunsdóttir
TRUMBU SL AGARAR á hátíð
heilags Jóhannesar,
Grænhöfðaeyjum.
Ráðstefna um
mannfræði-
rannsóknir
Islendinga
FÉLAGSVÍSINDADEILD Háskóla
Islands á 20 ára afmæli á þessu
skólaári. Jafnframt er nú aldarfjórð-
ungur liðinn síðan kennsla í mann-
fræði hófst við skólann. Af þessu
tilefni verður haldin ráðstefna um
íslenska mannfræði dagana 13.-14.
september. Hér er ekki um að ræða
rannsóknir mannfræðinga á íslensku
samfélagi eingöngu heldur verða á
ráðstefnunni kynntar fjölbreytilegar
rannsóknir íslenskra mannfræðinga
víða um heim.
Meðal annars verður fjallað um
rannsóknir í Thailandi, á Nýju Gíneu,
á Spáni, á Grænhöfðaeyjum, auk
rannsókna hér á íslandi. Með þessari
ráðstefnu er ætlunin að sýna þá
breidd sem er í rannsóknum ís-
lenskra mannfræðinga og jafnframt
að gera grein fyrir þeim margbreyti-
legu viðfangsefnum sem mannfræð-
ingar fást við.
Á ráðstefnunni verða 17 fyrirles-
arar sem fjalla um ólík viðfangsefni.
Sem dæmi má nefna erindi um hval-
veiðideiiur Islendinga, goðsagnaheim
íslenskra heimildamynda, vináttu og
efnahag á Grænhöfðaeyjum, mann-
fræði íslendingasagna, sálnahug-
myndir og ímynd Islands í augum
ferðamanna.
Ráðstefnan er haldin í stofu 101
í Odda og hefst hún kl. 15.15 föstu-
daginn 13. september og kl. 10 á
laugardeginum. Þátttaka í ráðstefn-
unni er ókeypis og er allt áhugafólk
um mannfræði velkomið. Á heima-
síðu ráðstefnunnar á veraldarvefnum
má einnig finna frekari upplýsingar
um fyrirlestra og dagskrá, slóðin er:
http://www.rhi.hi.is/'sbh/isl.html
Saman um fjöl-
skylduráðgjöf
HAFIN er starfsemi Samvistar - fjöl-
skylduráðgjafar Mosfellsbæjar og
Reykjavíkurborgar. Fjölskylduráð-
gjöfin Samvist er samvinnuverkefni
sveitarfélaganna beggja og jafnframt
tilraunaverkefni til tveggja ára. Við
ráðgjöfina starfa 5 fjölskylduráðgjaf-
ar auk fulltrúa. Meðferðaraðilamir
hafa allir menntun í meðferðarfræð-
um og reynslu í fjölskylduvinnu.
Meginmarkmið fjölskylduráðgjaf-
arinnar er stuðningur, ráðgjöf og
meðferð fyrir fjölskyldur í vanda. Fjöl-
skyldur eða foreldri með börn á aldrin-
um 0-18 ára geta leitað til Samvist-
ar með hvaða viðfangsefni sem þeim
á einhvern hátt finnst íþyngja sér.
Eftirtaldir starfsmenn hafa verið
ráðnir til Samvistar: Rannveig Guð-
munsdóttir félagsráðgjafi, forstöðu-
maður, Brynjólfur G. Brynjólfsson
sálfræðingur, Þuríður Hjálmtýsdóttir
sálfræðingur, Ari Bergsteinsson sál-
fræðingur, Björg Karlsdóttir félags-
ráðgjafi og Halia María Árnadóttir
fulltrúi.
Samvist hefur aðsetur á Laugavegi
103, 2. hæð, sími 562-1266, fax
562-1270. Fyrir fjölskyldur búsettar
í Mosfellsbæ fara viðtöl fram á félags-
málastofnun bæjarfélagsins. Greiðsla
fyrir þjónustu er sú sama og á heilsu-
gæslustöðvum, þ.e. 700 kr. fyrir við-
talið. Fyrir lífeyrisþega og atvinnu-
lausa gildir lægra gjald eða 300 kr.
Rætt um hval-
veiðar o g geisla-
virkan úrgang
HALDIN verður ráðstefna þing-
manna, dagana 13. og 14. septem-
ber, um hvalveiðar og geislavirkan
úrgang á Norðurhöfum á vegum
umhverfisnefndar Alþingis og ís-
landsdeildar GLOBE Europe Net-
work. Verður ráðstefnan á Hótel
Sögu.
Meðal þátttakenda verða þingmenn
m.a. frá Noregi, íslandi, írlandi, Fær-
eyjum, Grænlandi, Bretlandi og Evr-
ópuþinginu auk þess sem erlendum
fyrirlesurum hefur verið boðið hingað
til að halda þar erindi. Þá hefur ýms-
um embættismönnum verið boðið að
sitja ráðstefnuna. Mun ráðstefnan
fara fram á ensku.
Djass í
Hafnarborg
HAFNIRSKIR skátar taka upp þráð-
inn, fimmtudaginn 12. september,
sem frá var horfíð í vor en þá stóðu
þeir fyrir djasskvöldum í Hafnarborg.
Þeir sem koma fram á þessum
þriðja áfanga tónleikaraðarinnar
Djass fyrir alla er Tríó Björns Thor-
oddsen ásamt sérstökum gesti, Agli
Ólafssyni söngvara.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og kynn-
ir er Jónatan Garðarsson. Aðgangs-
eyrir er 700 kr. og allir velkomnir.
*
Herra Is-
land valinn
á föstu-
dagskvöld
HERRA ísland verður valinn á
Hótel íslandi á föstudagskvöld.
Keppendur eru 20 talsins og
koma frá öllum landshlutum að
Norðurlandi undanskildu. Þetta
er fjórða skiptið sem keppnin um
titilinn herra ísland er haldin, en
fyrsti herra ísland var Helgi V.
Olafsson sem hlaut titilinn árið
1957 í Tívolíinu í Vatnsmýrinni.
Fegurðarsamkeppni íslands,
sem er í eigu Ólafs Laufdal, held-
ur keppnina að þessu sinni.
Sviðmynd keppninnar er göm-
ul blikksmiðja sem Þór Vigfússon
þjá Sviðsmyndum hefur hannað.
Keppendur koma fram í gallabux-
um og jakkafötum auk þess sem
þeir sýna sportlegan fatnað.
Undanfarið hefur Alma Árna-
dóttir, stílisti, kennt þeim sviðs-
framkomu og göngu. Eins hafa
keppendur æft líkamsrækt í
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÞÁTTTAKENDUR í keppninni Herra ísland.
World Class og farið í ljós hjá
Sólbaðsstofu Grafarvogs. Hár-
snyrtistofan Hár Class sér um
hársnyrtingu keppenda og
snyrtistofan Face farðar þá.
Herra Island verður fulltrúi
Islands í keppninni Herra Evrópa
í október. Að sögn Jóhannesar
Bachmann, sem situr í fram-
kvæmdastjórn keppninnar, er til
mikils að vinna, því herra ísland
fær sérsmíðaðan sprota frá Jens
gullsmið auk gullhrings, árskort
frá World Class og Sólbaðsstofu
Grafarvogs, ókeypis klippingu
hjá Hár Class í eitt ár auk þess
sem allir keppendur verða leystir
út með gjöfum.
í dómnefndinni silja Ásdís
Höskuldsdóttir frá Stöð 3, Björn
Leifsson, eigandi World Class,
Hrafn Friðbjörnsson, eigandi
Stúdiós Ágústu og Hrafns, Sig-
ríður Sigurðardóttir, markaðs-
stjóri DV, Silja Allansdóttir,
framkvæmdastjóri Fegurðar-
samkeppni Vesturlands, Unnur
Steinsson, fyrrum ungfrú Island
og Þórarinn J. Magnússon, rit-
stjóri Mannlífs og Vikunnar.
verðið í bænum!
Lokað
Skrifstofa mín verður lokuð í dag, fimmtudaginn
12. september, vegna jarðarfarar BERGRÓSAR
JÓHANNESDÓTTUR.
Jóhannes Ásgeirsson hdl.,
Suðurlandsbraut 10,
Reykjavík.
Whirlpool gæða frystikistur
AFG015 130L Nettó H:88 B: 60 D: 66 Verö: 33.900 kr
AFG027 249L Nettó H:88 B: 95 D:66 Verð: 38.900 kr
AFG033 307L Nettó H:88 B:112 D: 66 Verö: 42.900 kr
AFG041 384L Nettó H:88 B: 134,5 D: 66 Whirlpool frystikistur eru meö: læsingu á loki, Ijósi í loki, advörunarbúnaði. Whirlpool gæða frystiskápar VerÖ: 47.900 kr
AFB410 130L Nettó H:85 B: 55 D: 60 Verö: 42.000 kr
AFG311 203L Nettó H:140 B: 59,2 D: 60 Verð: 59.900 kr
AFG312 288L Nettó H:160 B: 59,2 D: 60 Verö: 64.900 kr
AFG313 283L Nettó H:180 B: 59,2 D: 60 Whirlpool frystiskápar eru með læsingu á hurðum og aðvörunarbúnaði. Verö: 68.900 kr
Heimilistæki hf
SÆTÚNI S SlMI 569 1500
Umboösmenn um land allt.
f
t