Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 B 11 DÆGURTÓNLIST Annir „Við setjum okkur ekki í sérstakar stellingar þótt markaðurinn sé orðinn stór.“ Lag- línu- dans HLJÓMSVEITIN , geðþekka Cardigans heimsótti ísland fyrr á árinu og eru mörgum eftir- minnilegir tónleikar sveitarinn- ar. Þá var hún með eina prýðis- skífu í farteskinu, og heggur í sama knérunn, því breiðskífa númer tvö, First Band on the Moon, kom út fyrir skemmstu. Cardigans leikur létt popp og meðfærilegt, eins og flestir vita sem heyrt hafa, og er við það heygarðshornið á plötunni nýju, meira að segja með hefð- bundið Black Sabbath-lag á sín- Tunglfarar Sænska sveitin The Cardigans. um stað, að þessu sinni Iron Man. Nina Persson dansar um í lagl- ínum á traustri undirstöðu Peters Svenssons, sem heillaði tónfróða á áðurnefndum tónleikum með fími og hugmyndaauðgi. Enn hefur ekkert lag ætt af stað upp vinsældalista, nánast eins og menn eigi erfítt með að gera upp á milli laga, því þorrinn gæti orðið að smáskífum að sögn sveitarmanna. Cardigans-platan hefur fengið góðar undirtektir plötudæmenda víða um heim og ekki að vænta annars en að plötukaupendur eigi eftir að kunna að meta fítuskert Svíapopp nú sem endranær. UMAGNUS Þór Jónsson, sem kallar sig Megas, hefur lítið látið á sér kræla á und- anförnum misserum. Hann hefur þó verið iðinn við að semja lög og ljóð og á næst- unni kemur út með honum breiðskífa með nýjum lögum. Um svipað leyti kemur út fræg plata Megasar, Nú er ég klæddur og kominn á ról, sem hefur verið ófáanleg í ára- tugi. UÞÓ BÍTLASKAMMTUR númer tvö, Anthology 2, hafi ekki selst eins vel og vonast var eftir, ná Bítlasöfnin tvö samanlagt 13 milljón eintaka sölu og þess er vænst að næsti skammtur, sem heitir því frum- lega heiti Anthology 3, eigi eftir að seljast vel. í þeim pakka, sem kemur út í október- lok, verða 50 lög, mörg í kassa- gítarútgáfu. Sjónvarpsþættimir sem hétu sama nafni og plöt- umar verða nú gefnir út á myndbandi mjög auknir. Við þetta er því að bæta að smáskíf- umar Free as a Bird og Real Love hafa náð gullsölu og því eiga Bítlamir samtals 22 gullsmáskífur í Bretlandi, sem er víst met. UROBBIE Williams fagnaði nýfengnu frelsi í laginu Free- dom sem flestir þekkja. Ein- hver eftirköst virðast þó ætla að verða af veru hans í Take That, því forðum umboðsmað- ur hans og söngflokksins kref- ur hann um átta milljónir króna, aukinheldur sem hann segist eiga hlut í höfundarrétt- argreiðslum Williams fram til ársins 2006. Enn Nirvana ÞÓ NOKKUÐ sé um liðið síðan Kurt Cobain, leiðtogi rokksveitar- innar Nirvana, svipti sig lífi er sveitin enn vinsæl víða um heim. Síðasta plata Nirvana var tónleika- skífa, lítt rafmögnuð, en forðum félögum Cobains fannst ástæða til að sýna á sveitinni aðra hlið. Nirvana þótti með mögnuðustu tónleikasveitum og lét fátt sér fyrir brjósti brenna. Þannig þótti eftirlifandi Nirvana-liðum MTV-platan fræga ekki gefa rétta mynd af sveitinni og pældu því í gegnum gríðarlegt upptökusafn allt frá fyrstu árum sveitarinnar. Útkoman varð svo breiðskífan From the Muddy Banks of the Wishkah sem kom út fyrir stuttu, en þeir félagar Kurt Cobain og Krist Novoselic, bassaleikari, ólust upp á bökkum Wishkah. A plöt- unni eru ýmis lög sem flestir þekkja, en mörg í svo magnaðri útgáfu að það hálfa væri nóg. Hljómur á plötunni þykir ekki allt- af til fyrirmyndar, sumar upptök- umar nánast óbærilega hráar, en að sögn Novoselics var rétt að láta sem mest fljóta með til að gefa rétta mynd af sveitini. Þann- ig eru elstu upptökurnar á plöt- unni frá því í júní 1989, en þær yngstu síðan frá því í lokaferð sveitarinnar. GusGus á siglingu GUSGUS-flokkurinn hefurvakið miklaog verðskuldaða athygli ytra fyrir tónlist sína; þó eiginleg útgáfa sé ekki hafín var kynningarein- tak með fyrsta lagi sveitarinnar valið lag mán- aðarins í Muzik. Skammt er svo í að fyrsta smáskífan komi út, aukinheldur sem stuttmynd verður væntanlega sýnd um allan heim í kjöl- farið. Smáskífan Polyesterday, sem verður fyrsta útgáfa flokksins á vegum 4AD, kemur á markað í allri Evrópu 7. október . Skífan sem valin var smáskífa mánaðarins í Muzik er svo- kölluð hvítmiðaútgáfa, en á henni eru ýmsar útgáfur á Iögunum Chocolate, Cold Breath ’79 mmmmmmmmmmm og Barry. Sigurður Kjartans- son GusGus-liði segir að 4AD hafí frá upphafí lagt áherslu á að fara þessa leið, þ.e. að vekja áhuga hjá „réttu fólki" í stað þess að reyna að fara með lögin sem víðast til að byija með. „Vitanlega voru menn að renna blint í sjóinn með viðtökur, en þetta var segir hann. Sigurður segir Eftir Áma Motthíflsson alltaf ætlunin,11 GusGus ekki síst njóta þess að vera hjá fyrir- tæki eins og 4AD sem njóti mikillar virðingar innan bresks tónlistarheims og sé að auki með fáar hljómsveitir eða listamenn á sínum snær- um. Til dæmis hafí ekkert komist að hjá 4AD síðustu þijá mánuði annað en GusGus. „Hver einasti maður hjá fyrirtækinu er sannfærður um að við eigum eftir að ná langt og yfírleitt sannfærðari en við erum sjálf,“ segir Sigurður og bætir við að vegna undirtektanna í Bret- landi hafí BandarSkjadeild 4AD óskað eftir að fá að gefa smáskífuna út þar í landi einnig, en fram að því átti ekki að gefa út neinar smáskifur þar, bara væntan- iega breiðskffu. „Forstöðu- maður Los Angeles-skrifstof- unnar heldur því fram að GusGus eigi eftir að verða helsta hljómsveit 4AD hingað til.“ Liðsmenn GusGus eru ný- búnir með stuttmyndina Poly- esterday og Sigurður segist reikna með að hún verði frumsýnd í MTV sjón- varpinu útgáfudag smáskífunnar. Einnig verð- ur myndin sýnd í kvikmyndahúsum. Undir at- burðarás myndarinnar hljómar sérstök útgáfa af Polyesterday og Sigurður segir að til standi að gefa hljóðrásina út í takmörkuðu upplagi. „Það verður gaman að heyra og sjá Polyest- erday á MTV,“ segir Sigurður, „því myndin er alíslensk og eitursúr og stingur í stúf við allt sem glymur þar venjulega. Þessi fyrsta mynd okkar er lítil og sæt og án „díalógs" en það eru margar á leiðinni, bæði stórar og smáar. Við setjum okkur ekki í sérstakar stell- ingar þótt markaðurinn sé orðinn stór, við höfum náð þessum árangri með því að haga okkur eins og við höfum alltaf gert og hikum þess vegna ekki við að gera það sem okkur sýnist." Skammt er síðan starfsmaður 4AD var staddur hér á landi að skipuleggja næstu skref sveitarinnar, skipuleggja og ákveða dagsetn- ingar á uppákomum hér heima og erlendis, en Sigurður segir að á tónleika, sem haldnir verða í kringum miðjan janúar, komi vél á vegum Wamer-útgáfunnar full af frammámönnum úr bandarískum tónlistariðnaði og blaðamönnum. Fyrsta opinbera uppákoma sveitarinnar í Bret- landi verður tónleikar haldnir 30. janúar og eftir það leggur flokkurinn land undir fót fram til þess að næsta smáskífa kemur út. Rokksvelt Nirvana sáluga með Cobain sáluga fyrir miðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.