Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNELAÐIÐ HEIMILISLAUS börn í Rúmeníu vöktu heimsat- hygli snemma árs 1990, skömmu eftir að Nicolae Ceausescu, alræðisherra landsins hafði verið steypt af stóli og drep- inn. Landið var opnað upp á gátt fyrir vestrænum blaðamönnum og blasti þá nokkur önnur mynd við en sú, sem opinberum gestum hafði verið sýnd fram að því. Fyrir utan almenna fátækt og eymd vöktu heimilislaus börn sérstaka athygli fréttamanna. Þúsundir slíkra barna voru á vergangi í borgum landsins og reyndu að sjá fyrir sér með betli, hnupli, vændi eða bara með því að kafa í sorphauga. Ríkið rak nokkur heimili fyrir munaðarlaus börn en þau voru illa búin, fáliðuð starfs- fólki en troðfull af börnum. Fæst þeirra fengu þá aðhlynningu, sem þau þurftu og á fréttamyndum sáust gjarnan börn þar sem þau lágu afskipt á hælunum, æpandi og berjandi höfðinu við steinvegg. Þessar myndir höfðu mikil áhrif á Vesturlöndum og safnaðist brátt stórfé til hjálparstarfs í Rúmeníu. Það kom í góðar þarfir en ekki skipti minna máli að fjölmiðlaat- hygli Vesturlandabúa hafði mikil áhrif á viðhorf Rúmena sjálfra til vandamálsins. Áður lét stór hluti almennings neyð barnanna sig litlu skipta en flestir tóku neikvæða fjöl- miðlaumfjöllun í öðrum löndum nærri sér og kröfðust þess að bætt yrði úr ástandinu. Fátæktaf mannavöldum Barnaneyðina í Rúmeníu má rekja til stjórnarhátta kommúnist- ans Ceausescus en hann dreymdi um að gera landið að efnahagslegu stórveldi, ekki aðeins með miðstýr- ingu atvinnulífsins heldur einnig með skipulagningu og eftirliti með fjölskyldulífi og barneignum. Með stjórnvaldsaðgerðum voru foreldrar hvattir, þvingaðir eða jafnvel neyddir til að eignast fleiri börn en þeir gátu framfleytt. í miðstýrðu efnahagslífi Rúmena voru uppi stórhuga áætlanir um eflingu þungaiðnaðar. Stjórnar- herrarnir töldu að með ofuráherslu á hann tækist Rúmenum á stuttum tíma að skjóta öðrum þjóðum Aust- ur-Evrópu aftur fyrir sig efnahags- lega og síðar að ná Vestur-Evrópu- ríkjum. Stórar verksmiðjur voru reistar í borgum og bæjum lands- ins. Framleiðslan var það sem máli skipti, lítið var hugsað um gæði og ekkert um áhrif af völdum mengunar. Vegna lélegra gæða gátu Rúmenar lítið sem ekkert flutt út af iðnaðarvöru til Vesturlanda en urðu að treysta á viðskipti við Austur-Evrópuþjóðir og þá oft í formi vöruskipta. Stjórnarherrarn- ir sáu það hins vegar ekki að stefna, þar sem öll áhersla yrði lögð á þungaiðnað hafði beðið skip- brot. Þeir töldu að auka þyrfti af- kastagetuna og ályktuðu að vís- asti vegurinn til þess væri að auka vinnuaflið, fjölga verkamönnum, hvað sem það kostaði. Barnalögreglan fylgist með þér Samin var stórbrotin áætlun um að fjölga Rúmenum og þegar á árinu 1966 voru getnaðarvarnir og fóstureyðingar stranglega bannað- ar fyrir allar konur undir fertugu, sem áttu færri börn en fjögur. Árið 1972 voru mörkin hækkuð í 45 ár og fimm börn. I áróðri stjórnvalda var klifað á því að það væri skylda sérhvers Rúmena við föðurlandið að eignast börn og helst mörg. Smám saman var hert á þessari skyldu og á níunda áratugnum var sérstökum lögreglusveitum, hinni svonefndu Barnalögreglu, komið á fót. Hlutverk hennar var að sjá til þess að fólk kæmist ekki hjá því með góðu móti að eignast börn og „vanrækja" þannig skyldur sínar við föðurlandið. Ógift fólk var gjarn- an þvingað til að ganga í hjónaband og barnlausum hjónum var refsað með hærri skattgreiðslum. Morgunblaðið/Kjartan Magnússon LÍTILL drengur, 10-11 ára gamall á að giska, sniffar Iíni úr poka og reynir að gleyma heiminum um stund. Börnin í Búkarest Þúsundir heimilislausra barna eru á vergangi í Rúmeníu og sjá íyrir sér með betli, hnupli eða vændi. Astandið má rekja til stjórnarhátta alræðisherrans Nicolaes Ceausescus, sem var drepinn árið 1990. Kjartan Magnússon ferðaðist um Rúmeníu og kynnti sér málið. BEÐIÐ eftir framtið. Á munaðarleysingjahælinu er börnunum kennt að ástunda hreinlæti og ganga í skóla áður en þeim er komið fyrir hjá fósturforeldrum. Þessar aðgerðir leiddu til þess var skikkað til að eignast fleiri börn að fólk eignaðist fleiri börn en það var vinnuskylda þess stöðugt aukin gat brauðfætt. En mikil þversögn en matarskammturinn minnkaður. fólst í því að á sama tíma og fólk „Efnahagsumbæturnar miklu" Þegar neydin var stærst lifdi Ceausescu hæst skiluðu ekki þeim árangri, sem ætl- ast var til og um og eftir 1980 fór verulega að harðna á dalnum hjá Rúmenum. Smám saman fóru frétt- ir um mikla vannæringu rúmenskra barna að berast til Evrópu. Mikil og almenn fátækt í landinu gerði það að verkum að fólk hugsaði fyrst og fremst um sjálft sig og flestir létu sig' einu gilda þótt annarra manna börn syltu á götum úti. Sverfur að vegna skulda Rúmenar höfðu tekið gífurlegt fé að Iáni erlendis til að kosta upp- byggingu þungaiðnaðarins. Ceau- sescu gerði sér grein fyrir því að hlutfall erlendra skulda - var orðið of mikið og brátt varð það þráhyggja hjá honum að greiða þær til baka. Þjóðinni var skipað að leggja enn harðar að sér, vinnutími var lengdur en meiri skortur varð á nauð- —— synjavörum en nokkru sinni fyrr. Stór hluti rafmagnsframleiðslu landsins var seldur til annarra landa og í sparnaðarskyni var tekin upp rafmagnsskömmtun til heimila. Rafmagn var tekið af heilu íbúa- hverfunum og aðeins tengt á mat- málstímum og á kvöldin. Jafnvel sjónvarpsdagskráin var stytt til að spara rafmagnið. Hallarbygging í hallæri Þegar neyðin var stærst lifði „heiðursmaðurinn" Ceausescu hæst. Þrátt fyrir mikla og almenna neyð þegnanna var hann stórhuga sem aldrei fyrr og lét m.a. byggja risastóra höll fyrir sig og fjölskyldu sína. Þrátt fyrir að allt væri slétt og fellt á yfirborðinu og Ceausescu léki á als oddi kraumaði óánægjan undir niðri. Fólk þorði hins vegar lengi vel ekki að mótmæla eða rísa upp af hræðslu við hina illræmdu leynilögreglu, Securitate. Mann- réttindabrot voru stunduð í ríkum mæli í Rúmeníu á stjórnartíma kommúnista þar, bæði gegn minni- hlutahópum eins og t.d. ungversku og þýsku þjóðarbrotunum, en verst var farið með andófsmenn og sí- gauna, sem voru beinlínis ofsóttir. Það er kaldhæðnislegt að hug- myndaauðgi Ceausescus og sam- starfsmanna hans naut sín líklega hvergi „betur" en í starfsaðferðum Securitate. Henni tókst að skapa ótta og tortryggni um allt þjóðfélag- ið, meðal vina, vinnufélaga og jafn- vel innan fjölskyldna. Enginn var óhultur. Leynilögreglan lagði net uppljóstrara um allt þjóðfélagið og sögur voru á kreiki um að einn af hverjum fjórum Rúmenum væri á mála hjá henni. Hlerunartæki gátu leynst í hvaða íbúð og á hvaða vinnustað sem var og lausmælgi eða upplognar sakir gátu kostað fórnarlambið stöðumissi, fangelsis- dóm og jafnvel lífið sjálft. Ofsóknar- brjálæði kommúnista ¦ kom þó einna skýrast fram er þeir settu lög um ritvélar. Samkvæmt þeim bar fólki skylda til að skrá ritvélar sínar hjá lögreglunni og færa þær til skoðunar svo hægt væri að rannsaka hvort ——¦¦ þær hefðu verið notaðar við fram- leiðslu „andrúmensks áróðurs." Skipt um valdhafa I desember 1989 brutust út mót- mæli gegn harðstjórninni í Timiso- ara, næststærstu borg Rúmeníu og þau breiddust brátt út um allt land- ið. Þegar herinn sneri baki við Ceau- sescu var taflið búið og hann var drepinn ásamt konu sinni, Elenu, af hersveit á jóladag. Nýir valdhafar tóku við en þeir voru flestir úr röðum kommúnista og ráða þeir enn mestu í stjórnmál- um og efnahagslífi. Hafa þeir náð taumhaldi á fjölmörgum fyrrver- andi ríkisfyrirtækjum og það segir sína sögu að leynilögreglan ill- ræmda, Securitate, hefur ekki verið Börnin sniffa á milli þess sem þau betla lögð niður. Hún heldur áfram að þjóna valdhöfunum þótt dregið hafí úr umsvifum hennar og harðýðgi. Hægfara efnahagsumbætur hafa orðið í landinu á síðastliðnum árum, ekki síst vegna þrýstings frá alþjóða- stofnunum og þeim vestrænu ríkj- um, sem Rúmenar þiggja aðstoð frá. Þar hefur eymdin tekið sér bólfestu Rúmenía er enn eitt af fátækustu löndum Evrópu og þar er betlara alls staðar að finna. Börn og gam- alt fólk betlar á gangstéttum, við umferðarljós, í skemmtigörðum og fyrir utan kirkjur. Ástandið er þó verst á járnbrautarstöðv- um og líklega hvergi eins slæmt og á aðaljárn- brautarstöðvinni í Búk- arest þar sem hálf milljón manna fer um á sólar- hring. Innan um fólksmergð- —— ina á brautarstöðinni hangir fjöldi lítilla barna og mænir stórum augum á þá, sem eru líkleg- ir til að rétta að þeim pening eða matarbita. Þrátt fyrir ungan aldur eru börn- in lífsreyndari en margur fullorðinn. Mörg þeirra hafa verið á vergangi frá því þau muna eftir sér og beita frumskógarlögmálinu óspart til að fá magafylli. Þau sjá ekkert athuga- vert við að hnupla eða ræna sér til matar. Þau eru sérstaklega ágeng við útlendinga og gefa þeim engan frið. Ef peningi er stungið að einu barni koma tíu eða tuttugu önnur og vilja líka fá. Þau lifa ömurlegu lífi en þrátt fyrir að þau séu ekki há í loftinu hafa þau komist að því að hægt er að gleyma ömurleikanum um stund með því að komast í vímu. Vímugjaf- inn er lím. Það er ódýrt, áhrifamikið og getur auðvitað valdið varanlegu heilsutjóni. Eitt hið ömurlegasta við að ganga um brautarstöðina í Búk- arest er að sjá börn liggja og sniffa lím á milli þess, sem þau betla. Mannfjöldinn, farþegar, brautar- verðir og lögregluþjónar, streyma fram hjá barnahópunum án þess að blikna. Þeir vita líklega að þessi börn eiga ekki foreldra til að fara heim til og vonlaust er að finna þeim stað á troðfullum munaðarleys- ingjahælum. Árangursríkt starf Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti eitt slíkt hæli er hann var á ferð í Búkarest í sumar. Það er ekki stórt og er starfrækt með styrkjum frá fyrirtækjum og hinu opinbera. Á hælinu er reynt að venja börn af límsniffi, ef þau hafa ánetjast því, og byggja þau upp með ýmsum hætti. Þeim er kennt að baða sig reglulega og ganga snyrtilega til fara, þau eru send í skóla o.s.frv. Eftir nokkurn tíma er hugað að því að koma þeim af hælinu. Reynt er að hafa upp á foreldrum barnanna og metið hvort senda eigi þau aftur til þeirra eða koma þeim fyrir hjá fósturforeld- rum. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum við að hjálpa börn- um af rúmenskum upp- ¦"""^^ runa og ættleiðingar á þeim skipta tugum þúsunda innan og utan Rúmeníu. Er nú svo kom- ið að rúmensk barnaverndaryfir- völd eru nú að loka fyrsta munað-, arleysingjahælinu og með hjálp vestrænna hjálparstofnana verður því breytt í ráðgjafarstofu fyrir fjölskyldur og stuðningsstöð fyrir einstæðar mæður. Flest börn, sem eru eftir á mun- aðarleysingjahælunum, og erfiðast verður að hjálpa eru sígaunar. í Rúmeníu ríkir neikvætt viðhorf í garð sígauna og þeir eru settir skör lægra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Rúmenar vilja almennt ekki taka sígaunabörn í fóstur og bendir margt til að flest þeirra þurfi að eyða barnæsku sinni á munaðar- leysingjahælum. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.