Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 Venstre stærsti danski flokkurinn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VENSTRE, flokkur Uffe Ellemann- Jensens, fyrrum utanríkisráðherra, er nú stærsti danski stjórnmála- flokkurinn samkvæmt skoðana- könnunum og fengju hægriflokk- arnir nú meirihluta ef kosið væri. Eliemann-Jensen segir flokkinn hljóta náð fyrir augum kjósenda, því hann þori að hafa skoðanir á hlutunum. Mogens Lykketoft fjár- málaráðherra segir velgengni Venstre hins vegar óskiljanlega, því það eina sem hafi frést af flokknum lengi sé að flokksformaðurinn hafi gómað þjóf með veiðistöng. Samkvæmt skoðanakönnun sem Skoðanakannan- ir sýna hægri meirihluta birtist í Politíken nýtur Venstre stuðnings 31,2 prósenta kjósenda, Jafnaðarmannaflokkurinn 29,4, en íhaldsflokkurinn er aðeins hálf- drættingur á við Venstre með 14,3 prósent. Með stuðningi flokksbrota á hægri vængnum hefðu hægri flokkarnir því meirihluta. NiðurstÖðurnar eru kjaftshögg fyrir Jafnaðarmannaflokkinn og Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra, sem nýlokið hefur flokks- þingi er taka þóttist með afbrigðum vel. Venstre hélt flokksþing um helgina, en þrátt fyrir örvandi skoð- anakönnun vekur það þó áhyggjur að flokkurinn er einangraður á hægri vængnum _og stöðugur kurr er milli hans og íhaldsflokks Hans Engells. Fylgisaukningin er því gleðileg fyrir Venstre, en er ekki ótvíræð visbending um að Elle- mann^Jensen stefni hraðbyri í stól forsætisráðherra, enda tvö ár í næstu kosningar. BÖRNIN sniffa gjarnan úr sama pokanum og láta óþverrann ganga á milli sín. Þessir tveir drerigir höfðu komið sér fyrir við útganginn á aðaljárnbrautarstöðinni í Búkarest. bæklingurinn er kmninn út Vandaðargjafavörurágóðu verði. Kynntu þér verð og vöruúrval áður en þú heldur að heiman. Saga Boutique bæklingurinn liggur franuni á söluskrif stofum Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. CEAUSESCU lagði ofuráherslu á eflingu þungaiðnaðar en lítið var hugsað um gæði framleiðslunnar og ekkert um mengun af völdum hennar. Þegar ekið er um fallegar sveitir landsins koma afleiðingarnar oft í tíós í líki verksmiðjuhverfis og skorsteina, sem spúa eiturgufum út í andrúmsloftið. h FORSTÖÐUKONA á munaðarleysingjahæli brosir beiskt er hún sýnir blaðamanni límflösku, sem tekin var af heimilislausu barni. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.