Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ JHkJ ^W N IHÍ %M/\LJ^s7L / o//n/C_^X\/\ Heilsugæslulæknir Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Vopnafirði auglýsir hér með eftir umsókn um stöðu heilsugæslulæknis við stöðina. Æskileg er sérfræðiviðurkenning í heimilis- lækningum. Umsóknarfresturertil 1. nóv. 1996. Umsókn- um ber að skila til Emils Sigurjónssonar, rekstrarstjóra sem veitir nánari upplýsingar. Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Vopnafirði. Blikksmiður eða járniðnaðarmaður eða vanir menn í járniðnaði óskast til starfa hjá'Blikksmiðnum hf., Malarhöfða 8, Reykja- vík. Bjartur og vistlegur, nýr vinnustaður. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 10. okt. '96, merkf. „B - 4419". Framkvæmdastjóri húsnæðisnefndar Reykjavíkur Staða framkvæmdastjóra hús- næðisnef ndar Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan er laus strax og æskilegt að framkvæmdastjóri geti haf ið störf sem fyrst. Húsnæðisnefnd fer með stjórn og samræm- ingu félagslegs húsnæðis á vegum borgar- innar, jafnframt bví sem hún veitir almennar upplýsingar og ráðgjöf varðandi húsnæðis- mál. Framkvæmdastjóri veitir forstöðu skrifstofu húsnæðisnefndar, sem m.a. hefur eftirtalin verkefni: • Að gera áætlanir um þörf á félagslegu húsnæði. • Að hafa yfirlit yfir félagslegar íbúðir á vegum borgarinnar og annarra framkvæmdaaðila. • Að ráðstafa félagslegum söluíbúðum, og almennum og félagslegum kaupleiguíbúð- um á vegum borgarinnar. • Að veita íbúum borgarinnar upplýsingar og aðra nauðsynlega þjónustu varðandi félagslegt húsnæði og húsaleigusamninga. Kröfur gerðar til umsækjenda: • Menntun á háskólastigi. • Reynsla og hæfileikar á sviði stjómunar og rekstrar. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfileikar til að tjá sig í ræðu og riti. Framkvæmdastjóri situr fundi húsnæðis- nefndar Reykjavíkur og ber ábyrgð á fram- kvæmd ákvarðana nefndarinnar. Yfirmaður framkvæmdastjóra í stjórnsýslu Reykjavíkur er borgarritari. Undirmenn eru starfsmenn skrifstofu hús- næðisnefndar 15-20 talsins. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, Reykjavík, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Athygli er vakin á að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. GuðniTónsson' RÁDCÍÖF & RÁDNINGARÞÍÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 ISLANDSBANKI Tvær stöður Islandsbanki hf. leitar að tveimur forstööumönnum í tvær nýjar deildir bankans. Fyrirtækjaviðskipti Deildinni er ætlað að annast viðskipti við stór fyrirtæki, sjóði og stofnanir. Hún leysir fyrirtækjaþjónustu VÍB af hólmi, en auk þess mun deildin smám saman taka yfir ábyrgð á viðskiptum bankans við stór fyrirtæki, sjóði og stofnanir. Markaðsviðskipti Deildin verður til við samruna verðbréfamiðlunar VÍB og viðskipta- borðs Fjárstýringar. Deildin mun annast viðskipti á gjaldeyris-, peninga-, skuldabréfa-, og hluta- bréfamarkaði. Verkefnin spanna stundarviðskipti, framvirk viðskipti, afleiðuviðskipti, viðskiptavakt og ráðgjöf Umsækjendur þurfa helst að hafa háskólamenntun í viðskiptafræðum, verkfræði eða sambærulegu; þekkingu á fjármagnsmarkaði; tengsl við atvinnulífið og reynslu í stjórnun og viðskiptum. Þeir þurfa að hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika og eiga gott með að umgangast samstarfsmenn og viðskiptavini. Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri í síma 560-8000. Umsóknir berist Guðmundi Eiríks- syni, Starfsmannaþjónustu íslands- banka hf. Kirkjusandi, 155 Reykja- vík, fyrir 11. okt. n.k. Iðjuþjálfar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar að ráða iðjuþjálfa til starfa sem fyrst. Starfið felst nær eingöngu í þjálfun mis- þroska og hreyfihamlaðra barna. Nánari upplýsingar veitir Anna S. Jónsdóttir iðjuþjálfi í 581 4999. Skeljungurhf. Einkaumboö tyrir Shell-vörur á Islandi Verslunarstörf Viljum ráða vaktstjóra (kassamenn) á Shell- stöðvunum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Vaktstjórar sjá um afgreiðslu í verslun og vaktumsjón. Við leggjum áherslu á að í þessi störf veljist dugmiklir einstaklingar sem eru reiðubúnir til að leggja sig fram um að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina okkar. Starfið hentar vel heiðarlegum og brosmild- um einstaklingum sem hafa gaman af sam- skiptum við fólk og geta unnið vaktavinnu. Eitt af markmiðum Skeljungs er að halda í heiðri jafnrétti mili kynja þar sem hæfni ræð- ur vali. Við viljum því gjarnan fá umsóknir frá fólki af báðum kynjum. Umsóknareyðublóð liggja frammi í starfs- mannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4, 5. hæð. Nánari upplýsingar á staðnum, mánudaginn 7. október og þriðjudaginn 8. október frá kl. 13 til 16. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Við keppum að því að sérhver starfsmaður takist á við krefjandi verkefni. Rafeindavirki Þekkt fyrirtæki á fjarskiptamarkaðnum ósk- ar að ráða rafeindavirkja til starfa, við við- gerðir og þjónustu á fjarskiptatækjum auk sölustarfa. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega, hafa mikla þjónustulund, góða tölvu- og enskukunnáttu, eitt norðurlanda- mál væri æskilegt. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 12. október nk. QJÐNI TÓNSSON RÁDGJÖF & RÁDNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Hollustuvernd ríkisins Erfðaf ræði - ef naf ræði Laus er til umsóknar ný staða sérfræðings vegna framkvæmdar laga um erfðabreyttar lífverur. Starfið felur í sér eftirlit, samningu reglugerða og leiðbeininga, ásamt erlendum samskiptum. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamennt- un og æskilegt er að þeir hafi sérþekkingu í erfðafræði. Efnafræðingur óskast í tímabundna stöðu á rannsóknarstofu við efnarannsóknir á mat- vælum. Helstu verkefni eru mælingar á varn- arefnum í grænmeti og ávóxtum. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfsreynslu við rannsóknir með gasgreini eða gas-massa- greini og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að berast Hollustuvernd ríkisins, Ármúla 1A, Pósthólf 8080, 128 Reykjavík fyrir 15. október 1996. Frekari upplýsingar veita Franklín Georgsson, for- stöðumaður rannsóknastofu og Jón Gísla- son, forstöðumaður matvæla- og heilbrigðis- sviðs í síma 568 8848.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.