Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 B 21
ATVINNIMAUGLYSÍNGAR
S )ÚKRAHÚS
REYKJ AVÍ KU R
Deildarlæknar
Tvær deildarlæknisstöður eru lausar til um-
sóknar á skurðlækningadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
Hér er um 1 árs stöður að ræða og önnur
losnar þann 1. mars 1997 og hin þann 1.
apríl 1997.
Stöðurnar eru einkum ætlaðar þeim sem
lokið hafa kandidatsári og hyggja á fram-
haldsnám í skurðlækningum.
Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám
og fyrri störf þ.á m. afrit af prófskírteini frá
Læknadeild.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1996.
Nánari upplýsingar gefur Gunnar H. Gunn-
laugsson, yfirlæknir skurðlækningadeildar,
sími 525 1000.
Félagsmálaráðuneytið
Lögfræðingur
Laus er til umsóknar 100% staða lögfræð-
ings í félagsmálaráðuneytinu frá 1. nóvem-
ber nk.
Einkum er um að ræða vinnu við samningu
lagafrumvarpa, reglugerða, úrskurða og
álitsgerða svo og önnur lögfræðileg við-
fangsefni í þeim málaflokkum sem undir
ráðuneytið heyra.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í
samningu lagafrumvarpa og góða þekkingu
á stjórnsýslu ríkisins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Húnþogi
Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun og
starfsferil, sendist félagsmálaráðuneytinu fyrir
20. október nk.
Félagsmálaráðuneytið,
4. október 1996.
Við leitum a6 raleinduvirkja með
þekkingu á PC umhverii til að
starla við viöhald og uppsetningu
á verslunarkerlum í verslanir og
veitingastaði. Viðkomandi mun
einnig sinna tæknilegri ráðgjöf
við sölumenn og viðskiplavini
Nýherja.
Sölumaður rekstrarvöru
Við leitum að sölumanni til að
selja rekstrarvörur og
skriístoíutæki. Starisreynsla er
æskileg en ekld skilyrði. Leitað
er að traustum starfskrafti með
góða framkomu.
<Q> NÝHERJI
Hjá Nýherja starfar hresst fólk sem
leggur metnað sinn í að bjóða
íslensku atvinnulífi upp á góða þjón-
ustu og ráðgjöf á sviði upplýsinga-
tækni. Við leitum að fólki sem hefur
góða undirstöðuþekkingu og vill
halda áfram að bæta við sérþekkingu
sina.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá
Sigurði Ólafssyni, starfsmannastjóra
Nýherja. Farið verður með allar
fyrirspurnir og umsóknir sem
trúnaðarmál.
Vinsamlega sækið um á umsóknar-
blöðum sem liggja frammi í móttöku
okkar í Skaftahlíð og á slóð
http://www.nyherji.is/umsokn/.
Umsóknir og nánari upplýsingar má
einnig fá með tölvupósti:
sigol@nyherji.is
Umsóknarfrestur er til löstudagsins
11. september.
...á okkar akri?
FRAMKVÆMDASTIÓRI
Þekkt ogjjárhagslega sterktfyrirtœki óskar að ráða fyamkvæmdastjóra. Fyrirtœkið er
m.a. í innjlutningi og verslanarekstri með kvikmynda- og tónlistarvörur. Fyrirtœkið er
leiðandi á sínu sviði með 70 starfsmenn og ársvelta nálgast einn milljarð króna.
Starfið
• Skipulagning og stjórnun.
• Erlend samskipti og
samningagerð.
• Markaðs- og kynningarmál.
• Sölumál.
Hæfniskröfur
• Markaðsfræðimenntun.
• Reynsla af samningagerð, sölu-
og markaðsstörfum.
• Góð enskukunnátta.
• Þekking á kvikmyndum og tónlist
æskileg.
• Góðir samskiptahæfileikar.
• Leiðtogahæfileikar.
• Metnaður til að ná árangri í starfi.
• Einungis einstaklingur með mikið
frumkvæði og árangursríkan
starfsferil kemur til greina.
Hér er á ferðinni spennandi
tækifæri fyrir framtakssaman og
drífandi einstakling sem er
tilbúinn að leggja mikið á sig og
uppskera í samræmi við það.
Með umsóknir og fyrirspurnir verður
farið sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veita
Torfi Markússon og
Jón Birgir Guðmundsson
í síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið skriflegar
umsóknir til Ráðgarðs merktar:
„Framkvæmdastjóri”
fyrir 17. október n.k.
RÁÐGARÐUR hf
SUðeslUNAROSIŒlSIRARRÁEXgCP
Furuger&l 5 108 Reyk]avfk Slml 533 1800
F«: 833 1808 Netfang: rgmldlunOtraknat.lt
Halmatfða: http://www.traknat.la/radgardur
KÓPAVOGSBÆR
Kópavogsbær
Kennari óskast í 2h til 1A stöðu árdegis til
að kenna 6. bekk í forföllum.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf í lok
mánaðarins.
Umsóknarfrestur er til 16. október nk.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
554 2033.
Starfsmannastjóri.
Viðskiptafræðingar
Endurskoðun - Reikningsskil
Óskum eftir að ráða viðskiptafræðing í end-
urskoðunar-, reikningshalds- og skattskila-
verkefni.
í boði er starf við fjölbreytt og krefjandi verk-
efni og góð starfsaðstaða.
Umsækjendur skulu vera viðskiptafræðingar
af endurskoðunarsviði eða nemar á síðasta
námsári. Áhersla er lögð á góða faglega
undirstöðukunnáttu og nákvæm og vönduð
vinnubrögð.
Skriflegar umsóknir með greinargóðum upp-
lýsingum um umsækjendur, menntun, náms-
árangur og fyrri störf sendist okkur fyrir 10.
október nk. Ollum umsóknum verður svarað.
STOÐIB*
'ENDURSKOÐUN HF.
Lynghálsi 9,
pósthólf 10095,
130 Reykjavík.
Líffræðingur
Staða líffræðings við Rannsóknastofu í gigt-
sjúkdómum er laus til umsóknar. Heil staða
eða hlutastarf kemur til greina.
Rannsóknastofan verðurtil húsa á Landspít-
ala og tekur til starfa í októbermánuði.
Viðfangsefni rannsóknastofunnar verða vís-
indarannsóknir á sviði gigtsjúkdóma m.a.
með áherslu á faraldsfræði og erfða- og
ónæmisfræði.
Umsóknir, með upplýsingum um nám, starfs-
reynslu og rannsóknarvinnu, sendist til Þor-
valds V. Guðmundssonar, skrifstofu Ríkis-
spítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík, fyrir
20. október.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Steinsson,
yfirlæknir í síma 560 1255.
Gæðastjóri -
þróunarstjóri
Starf gæða- og þróunarstjóra hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa er auglýst laust til umsóknar.
Starfið felst m.a. í að:
■ Halda utan um gæðamál KHB
■ Hafa umsjón með umbótaverkefnum
■ Aðstoða við mat á birgjum og ánægju
viðskiptavina
■ Vinna að vöruþróun
Leitað er að matvælafræðingi eða aðila með
menntun og/eða reynslu af meðferð mat-
væla. Viðkomandi þarf að vera nákvæmur,
vera opinn fyrir nýjungum og hafa áhuga á
gæðamálum. Upplýsingar fást í síma
471 1200 (Ingi Már Aðalsteinsson eða Gunn-
laugur Aðalbjarnarson). Umsóknir skal senda
til Kaupfélags Héraðsbúa, Kaupvangi 6,
Egilsstöðum fyrir 21. október nk.