Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Med höggmyndum listakonunnar KavsalukíThule SPJALLAÐ ¦^pn ISTEININN ITÍBRÁ Grænlandsjökuls titrar landið, þessi stærsta eyja í heimi, svo aflmikil og mikil- úðleg, en samt svo blíð og mild fólkinu sínu á góðu dögunum þegar sólin leikur við fjörð, fjall og lyngmó öndvert við fannir og storma vetursins þegar allt kvikt verður svo óendanlega stórt í víðáttunni og harðbýlinu. Auðvitað dregur fólkið dám af þessum andstæðum, því tengsl Grænlendinga við landið sitt eru mjög einlæg. En hefðin er sterk og í takt við lífsbaráttu liðinna alda leika andarnir í gleði og sorg þess góða og illa. Árni Johnsen og Ragnar Axelsson ljósmyndari fóru með grænlenskum veiðimönnum út á hafís- inn við Norður-Grænland og slógust í hóp Thulebúanna. í nyrstu byggðum jarðar á Thulesvæðinu á Norður Grænlandi búa um 1000 manns í nokkrum byggðarlögum og er Qaanaaq þeirra stærst með liðlega helming Thulebúanna. Þaðan er grænlenska listakonan Kavsaluk Qavigaq. Hún hefur gert stórkostlegar höggmyndir í stein þar sem viðfangsefnið er fólkið hennar, tilfinning þess og svipir sem speglast úr iandinu sjálfu, tilveru fólksins í norðrinu. Kavsaluk er ekki þekktur listamaður á Grænlandi vegna þess að hún hefur unnið verkin sín í kyrrþey og af lítillæti þessa alvörugefna fólks sem býr á Thulesvæðinu. Listsköpun Grænlendinga í útskurði og höggmyndum í bein og stein byggist á túpilökkunum sem eru fléttaðir saman eins og galdur, blanda af mönnum, skrímslum, öndum og dýrum norðursins, en nær undantekningarlaust eru túpilakkarnir gerðir í bein, rostungstennur, hvaltennur og hreindýrshorn og á undanförnum árum hefur verið erfítt að fá tennur til að vinna úr. Oft speglast ótti og martröð í myndgerð túpilakkanna, enda voru þeir oft taldir vera sendingar til hefndar eða áhrifa í lífí fólks. Steinmyndirnar eru hins vegar iðulega af fólki, andlit, villidýr norðursins og fuglar og það er magnað hvern- ig næmustu listamenn geta látið steinana tala, hlæja og gráta, þegar þeir hafa farið hönd- um um þá í höggmyndagerðinni. Eins og Grænlendingar eru órjúfanlegur hluti af landi sínu eiga þeir mjög létt með að túlka líf fólksins í teikningum og myndgerð í stein og það fer ekki á milli mála í höggmyndum Kavsaluk að steinfólkið hennar verður eins og holdi klætt. í miðröðinni er höggmynd af bræðrum sem snúa bökum saman, þá refur höggvinn í stein og síðan veiðimaður í skugga sjálfs sín. I neðstu myndröðinni frá vinstri er veiðimaður sem hefur krækt sér í kríu í veiðigallanum sínum, þá gamall maður á spjalli í kofa sínum, örvænt- ing ungrar konu og lengst til hægri er dæmigerður Thulebúi með þennan góðlátlega og hlýja svip með dularfullu brosi, enda er stundum sagt að ef menn séu leiðir þá skuli þeir líta í andlit Thulebúans og leiðinn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Stóru myndina tók Ragnar á hafísnum fyrir utan Qaanaaq þar sem við vorum á náhvalsveiðum með veiðimönnum á hundasleðum og kajökum. Þar er skutlað með handskutli. Myrkrið, einangrunin, hjátrúin og fordómarnir valda ýmsum árekstrum í mannlífinu og þar sem lífsbaráttan er hörð eins og í grænlenska veiðimannasamfélaginu þá leikur hug- myndaflugið oft lausum hala og tilfinningin fyrir hinu óraunverulega verður að bláköldum veruleika þegar sýnirnar, andarnir, hindurvitnin og eitthvað sem menn skynja bara í ímynd sinni fer að búa um sig í lífí fólksins á hverjum stað. Þannig lifir óður andanna í sál Græn- lendinga, örvænting og óvissa við dyr hversdagsins, því enginn á vísa leið heim þótt heiman fari í veiðisamfélaginu. Eitt misheppnað stökk milli ísjaka, eitt skot sem geigar á hvítabjörn- inn, óveðurshrammur á kajakinn; það þarf svo lítið til þess að skipta sköpum um það að vera lífs eða liðinn í hvikulu umhverfi Norðursins. Það er stundum sagt að það smæsta sé næst Guði og það er ef til vill í samræmi við það að Grænlendingar hafa svo stórt hjarta, svo hlýja snertingu þegarþeir heilsast og þeir syngja nánast með hvísli vegna þess að almætt- ið hefur kennt þeim að það þýðir ekki að berja fjöllin, þýðir ekki að hrópa á móti náttúrunni og það þýðir ekki að ætla sér um of gegn samspili náttúrunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.