Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Ég vinn mikið út frá handritinu
sem slíku. Ég skoðaði myndir af
fyrirmyndinni, Bóbó á Holtinu, en
mér finnst hæpið að fara að eltast
við persónuna sem stuðst er við.
Mér finnst ekki að Bóbó hafi orðið
eins ógæfulegur og Baddi svona
fljótt. Það ætti að vera nokkuð
ljóst að það er ekki mikil framtíð
fyrir þennan mann í lok myndar-
innar. Við ræddum mikið um það,
við Friðrik Þór. Við vildum sýna
þetta vonleysi og hvert hann
stefndi. Baddi er svona dekraður
róni í algjöru uppáhaldi hjá ömmu
sinni og ég fitaði mig svolítið fyr-
ir hlutverkið, um nokkur kíló til
að vera þéttur. Þetta er karakter
sem borðar mikið kökur og mjólk.
Baddi var maður sem smakkaði á
ávöxtunum úti í Bandaríkjunum,
sá Elvis og flotta bíla og öðruvísi
líf. Meðal annars þess vegna á
hann hvergi heima þegar hann
snýr aftur, hvorki hér né úti. Hann
er ekki vondur maður, ekki ill-
menni, en hann er ruglaður og
veiklundaður.
Karakterinn er Friðriki mjög
hugleikinn og við vorum mjög
samstiga í að búa hann til. Sagan
nær aftur í tímann og við ræddum
mikið um rokktímabilið. Málið var
ekki að leika ofboðslega stæla
heldur nálgast persónuna eins og
Marlon Brando í „The Wild One.“
Þetta situr í honum. Hann er bara
töffari en er ekki með neina stæla.
Ég skoðaði nokkrar kvikmyndir
frá þessum tíma eins og hana og
kynnti mér aðallega Brando.
Horfði á „Grease“ til að sjá öfgana
í hina áttina þar sem stælarnir eru
allir á yfirborðinu. En sumsé sól-
gleraugu, leðuijakki og brilljantín:
Eg var að verða vitlaus á þessari
hárgreiðslu.“
„Fyrír mér var enginn Baddi til
nema Balti, “ segir Fríðrík Þór. „Ég
hefði líklega faríð út í amatör ef
ég hefði misst hann. Ég hefði held-
ur aldrei gert þessa mynd án Gísla
Halldórssonar. Leikaramir eru
framar í þessari mynd en öðrum
myndum mínum. Éghefoft spilað
á landslag sem umgjörð en nú eru
leikararnir settir framar í mynd-
flötinn. Vægi þeirra og frammi-
staða skapa myndina. Hún veltur
á leik og ég er mjög ánægður með
útkomuna."
Óskar Jónasson leikstjóri og
galdramaður fer með hlutverk eins
af vinum Badda, Lúí Lúí. „Það var
mjög gaman að leika í Djöflaeyj-
unni. Eg fékk ágætis týpu að kljást
við, gegnsýrðan skíthæl, aumingja
og fant. Það er alltaf skemmti-
FÓLKIÐ í Karolínubragga fylgist með hamförum Hreggviðs
sterka í Thulekampi.
legra að leika skíthælana en góða
fólkið. Ég hafði lesið sögurnar í
den tíð og fletti aftur uppá köflun-
um þar sem persónan kemur við
sögu. Þannig hefur maður góðan
bakgrunn og hann staðfesti þá
stefnu að Lúí Lúí ætti að vera
algjör skíthæll og vesalingur. Það
var létt mál að leika hann. Persón-
an stendur mér glettilega nærri:
Ég sýð ýmis karaktereinkenni úr
ættingjum og kunningjum saman
í einn graut. Eg ætla ekki að nefna
nein nöfn. Svo var ágætlega nota-
legt að geta mætt á tökustað og
látið segja mér fyrir verkum en
skipa ekki öðrum fyrir. Friðrik
leyfði okkur að fíflast eins og við
vildum. Hann sá um að segja
brandarana. Ég held að Friðrik
sjái til þess að undirbúningurinn
og vinnan fari fram annars staðar
en á tökustað."
Hlutverk fjárhundsins
„Ég reyni að hafa fjaríægð á
milli mín og leikaranna,“ segir
Friðrik Þór. „Það er munurínn á
sviðsleikstjóra og kvikmyndaleik-
stjóra. Leikstjórinn er alltaf ofan
í leikurunum í leikhúsinu. Starf
kvikmyndaleikstjórans verður eins
og hlutverk fjárhundsins. Ef ein
kindin skilur sig frá hjörðinni eða
styggð kemur að hjörðinni, róa ég
hana og leiðrétti. Ég treysti alveg
gáfum leikaranna og vel þá eftir
gáfum. Ég er líka með mjöggóðan
aðstoðaríeikstjóra, Maríu Sigurð-
ardóttur, sem kemur úr leikhúsi
og þeir leikarar sem finna til ör-
yggisleysis geta þá leitað til. Eins
ogLars von Tríer segir: Leikararn-
ir byrja á að leita ráða hjá þér en
fá engin ráð og gefast upp á að
ná sambandi við þig. Þá gefa þeir
þér besta leikinn. Hin vinnubrögð-
in birtast á tjaldinu í tilgerðaríeg-
um leik og stundum ofvinnslu. “
„Sumum finnst hann kannski of
rólegur leikstjóri,“ segir Magnús
Ólafsson sem leikur Hreggvið
sterka, kúluvarparann sem svindlar
á heimsmetinu. „Friðrik Þór er
ekki að leikstýra mönnum til að
fólk haldi að hann sé að vinna ofsa
mikið. Þetta er oft spurning um
val á leikurum og svo að beina
þeim á rétta braut. Ég hitti Einar
Kárason fyrir tveimur eða þremur
árum og skáldið sagði við mig og
þeir Friðrik Þór báðir að það kæmi
enginn annar til greina í þetta hlut-
verk en ég. Ég vissi alltaf að von
var á þessu og notaði það sem
afsökun að ég átti að leika Hreggv-
ið og mátti ekki breyta matarvenj-
um mínum. Ég hefði ekki viljað
vera í sporum þessa manns. Hann
er aumkunarverður, áfengið er
búið að skemma hann mikið. Hann
er mikill skapmaður og lætur það
bitna á fjölskyldunni og sínum nán-
ustu. Svo er hann alger engill þess
á milli. Það var mjög gaman að
stemmningunni í kringum atriðin
á Melavellinum. Ég var sjálfur
stráklingur á þessum tíma og var
á vellinum og það var ótrúlegt
hvað þeir gátu náð þessari stemmn-
ingu og tíðaranda með Þjóðminja-
safnið í bakgrunni. Maður fann
fyrir því að maður var að fara inní
eitthvert alvöru verkefni sem er
alltof sjaldan á Íslandi.“
Blokkin
Hreggviösbraggi:
Hreggviður, Gréta, Hveragerbur
Karólínubraggi:
Karólína, Tommi, Gógó,
Dollí, Grettir, Baddi, Danni
Fangar
Djöflaeyjunnar
PERSÓNURNAR í bíómyndinni
Djöflaeyjunni eru margar og
fjölbreytilegar. Einar Kárason
höfundur bókanna um fólkið í
Thulekampinum segir frá tilurð
þeirra og tilvist
„ÉG VEIT nú ekki hvað ég get
verið að lýsa þessu liði mikið,“
segir Einar Kárason rithöfundur
um braggafólkið sitt. „Fyrir ára-
tug eða svo hjálpaði ég strák í
menntaskóla með ritgerð sem
átti að vera um persónulýsingar
í braggasögunum. Við settumst
niður og skrifuðum ritgerðina í
sameiningu en hann fékk algera
falleinkunn fyrir hana, tvo held
ég, og með þeim athugasemdum
frá kennaranum að hann léti
ekki bjóða sér svona þvaður
framar."
Karólína og Tommi
Engu að síður veit Einar mest
um persónurnar í Djöflaeyjunni
og við settumst niður og ræddum
heila galleríið, tilurð þeirra og
tilvist. „Karólína spákona er hluti
af þessari spákellingatradisjón
sem er mikið fyrir bí. Kveikjan
að henni er ákveðin spákona úr
braggahverfi vestur í bæ. Það
var manneskja sem ég þekkti
ekki neitt og sá aldrei og er ekki
að skrifa um. Karólina er sterk
persóna sem gín yfir fjölskyldu
sinni og deilir og drottnar. Þegar
ég var að byrja að skrifa Þar sem
Djöflaeyjan rís las ég Hundrað
ára einsemd eftir Gabriel Garcia
Marquez og brá dálítið því hann
er með sama kerfi, ein kerling
ævaforn er hrygglengjan í sögu
margra kynslóða."
Tommi er maðurinn hennar.
„Hann gerir ekkert nema vinna
fyrir fjölskyidunni sem þykir
ómerkileg rulla. Gagnrýnendur
hafa séð í honum tákn fyrir hinn
vinnandi mann. Hann er for-
. Morgunblaðið/Ásdls
BÓBÓ þakkaði mér fyrir að gera sig frægan; Einar Kárason rit-
höfundur á tökustað sl. vetur með Guðmundi Ólafssyni, sem leik-
ur Gretti, uppáhaldspersónu Einars í braggasögunum.
smáður og afskiptur, en það var
ekki þaulhugsað þannig af minni
hálfu. Tommi hefur líka ambi-
sjónir fyrir hönd hverfisins. Þar
fara menn í hundana og leiðast
út i afbrot en hann vil beina
mönnum á rétta braut. Hann fær
Hreggvið til að æfa aftur kúlu-
varp og hjálpar Gijóna vini
Badda, en eins og er með marga
góðviljaða hugsjónamenn er lítið
mark tekið á honum.“
Baddi
Uppáhaldsbarnið á heimilinu
er dóttursonur Karólínu, Baddi.
„Menn hafa talið sig vita að
ógæfumaðurinn Bóbó á Holtinu
sé fyrirmynd Badda og það er
rétt að útlínurnar í þeirra ævi
Sveinn Geirsson leikur Danna
bróður Badda og hann segir að
það hafi komið sér á óvart hve
allt var vel skipulagt og gekk
smurt eins og hann tekur til orða.
„Þetta var miklu tilkomumeira en
ég hafði gert mér í hugarlund.“
Sveinn útskrifaðist úr Leiklistar-
skólanum vorið 1995 og hafði
heyrt að hann kæmi til álita í hlut-
verk Danna, sem aldrei fær neitt
af því sem dekurbarnið Baddi fær
en finnur skjól hjá Tomma. Friðrik
Þór hafði svo samband við Svein
og um jólaleytið var hann ráðinn
í myndina. Pálínu Jónsdóttur, sem
leikur Hveragerði er fellur fyrir
töffaranum Badda, var áður boðið
hlutverk í Á köldum klaka en hafði
ekki tækifæri til að leika í henni.
Hún segist heppin að hafa verið
með í Djöflaeyjunni. „Það var stór-
kostleg upplifun að koma út á
nesið,“ segir hún, „og ég lít til
þessa tímabils með miklum sökn-
uði. Þar var valinn maður í hveiju
rúmi og mikil fagmennska í fyrir-
rúmi, leikmyndin góð og skemmti-
legt fólk að vinna með og mikið
um að vera.“
Utangarðsmenn
Eitt af yrkisefnum Friðriks Þórs
í gegnum tíðina er fólk sem er
utangarðs í samfélaginu og sög-
urnar af braggafólkinu virðist
koma í beinu framhaldi þess. Hann
jánkar því. „Braggahverfið passar
vel inní þetta. Mér var bent á það
í pallborðsumræðum á Edinborg-
arhátíðinni að ég værí líka alltaf
að fjalla um brostin fjölskyldu-
bönd. Éghafði ekki gert mérgrein
fyrír því en það er alveg til íþessu.
Ég hef alltaf verið hrifinn af utan-
garðsmanninum og hann er líka í
heimildarmyndunum mínum; Hall-
björn ogpönkararnir. Égerhrifinn
af hrópi hans, hvernig hann nær
athygli í þjóðfélaginu. Það er eng-
in tilviljun að þegar við Einar
ákváðum að gera þessa kvikmynd
vorum við að vinna handrítið að
Skyttunum. Persónur þeirrar
myndar eru af sama meiði. Það
er áhugaverðara, fólkið, sem er
ekki eins og fólk er flest. Samt
er núna kannski meiri áhugi hjá
mér að gera mynd um algeríega
venjulegt fólk. Næsta mynd verður
byggð á sögu Einars Más Guð-
mundssonar, Englum alheimsins,
sem fjallar um geðsjúkling oggeð-
sjúklingar eru kannski mestu ut-
angarðsmenn sem til eru. En mig
langar að gera mynd um alveg
rosalega venjulegt fólk.“
Ari Kristinsson og Friðrik Þór
eru samskonar. Bóbó var líka
alinn upp af ömmu sinni, fór til
Ameríku á rokkárunum og kom
heim sem helsti töffari bæjarins
en spilaði illa úr því. Ég held að
þegar spurðist út að Bóbó væri
fyrirmynd Badda hafi frægðar-
sól hans fyrst farið að skína. Ég
kynntist honum aðeins og þegar
ég hitti hann þakkaði hann mér
fyrir hvað ég hafði gert hann
frægan. Nú vildu allir rétta hon-
um 500 kall og rifja upp með
honum hvað þeir höfðu gert
margt skemmtilegt í gamla daga.
Það er til helvíti góð saga um
fyrirmyndina Bóbó og söguper-
sónuna Badda. Þegar Djöflaeyj-
an ris var sett upp í Skemmunni
á vegum Leikfélags Reykjavíkur
var náð í Bóbó og hann fenginn
til að sitja á sýningu. Eftirá var
honum boðið baksviðs og leikar-
arnir voru mjög spenntir að
heyra viðbrögðin. Þegar Bóbó
birtist vatt hann sér strax að
söngvaranum Bödda Billó og
sagði: Helvíti náðirðu mér vel
maður.“
Bróðir Badda er Danni. „Hann
er Hinn í bókunum og þar er
farið nær honum en í myndinni.
Hann líður fyrir að falla alltaf í
skuggann af bróður sínum. Hann
er uppburðarminni lengi vel en