Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 5 Eiturly fj asmygl ógnar stö ðugleikanum EITT stærsta vanda- málið sem Kyrgizstan stendur frammi fyrir er stóraukin umferð eiturlyfja. Neysla eitur- lyfja er kannski ekki ýkja mikil á vestrænan mælikvarða en landið er að verða ein helsta flutningaleið ópiums til Rússlands og þaðan oft áfram vestur til Evr- ópu. Einhver ópíumrækt er í Kyrgizstan en megnið af eiturlyfjun- um kemur frá Afgan- istan og að einhverju leyti Tajikistan. Kyrgizstan, Úzbekistan, Tajikist- an og Kazakhstan hafa hafið víð- tæka samvinnu til að sporna við eiturlyfjavandanum en fjárskortur kemur oft í veg fyrir að, hægt sé að kiekkja á smyglurum. Lögreglu- menn fá oft ekki greidd laun svo mánuðum skiptir, lögreglan hefur fáar bifreiðir til umráða, nær engin skotvopn eða annan búnað. Sérþjál- faðir eiturlyfjahundar eru fáir og þjálfun þeirra vart á því stigi, sem krafist er á Vesturlöndum. Helsta hundaþjálfunarstöð lögreglunnar er staðsett í höfuðborginni Bishkek og þar eru geymdir nokkrir tugir hunda. Flestir þeirra blendingar er hafast við í skítugum búrum. Engir peningar til að kaupa sérræktaða hunda og því verður að taka það sem býðst. Úr öryggislögreglu í eiturlyfjabaráttu Æðsti embættismaður stjórn- arinnar í baráttunni gegn eiturlyfja- smygli er Mameev Askarbek hers- höfðingi. Hann hefur verið formað- ur eiturlyfjanefndar ríkisins í eitt ár en var á sovét-tímanum yfirmað- ur leyniþjónustunnar KGB í lýðveld- inu. Skrifstofa hans er staðsett i skrifstofuhúsnæði er tilheyrir lög- reglunni og er tákn- gerving þess fjárskorts er hið opinbera þarf að búa við. Pússning molnar af veggjum, gangar eru dimmir og megn hlandstækja liggur í loftinu. Skrif- stofa Mameevs og nærliggjandi skrifstof- ur skera sig hins vegar úr. Þær eru bjartar og snyrtilegar. Parkett á gólfum, þar er nýtt símkerfi og tölvubún- aður, húsgögn glæsi- leg og í hillusamstæðu má sjá sjónvarp og myndbandstæki. Hugsanlega tákn um að stjórnvöld líti á baráttuna gegn eiturlyfjum sem forgangsverkefni. Þegar Mameev er spurður hvers vegna fyrrum yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar í Kyrgizstan skuli vera skipaður í þessa stöðu segir hann að líklega hafi ráðamenn litið til þess að hann hafi starfað um áratuga skeið í suðurhluta landsins og hafi því mikla reynslu af því að fylgjast með eiturlyfja- smyglinu. Brot af magninu gert upptækt Hann segir að samkvæmt heim- ildum stjórnvalda séu ræktuð 3.000 tonn af ópíum í Afganistan árlega og eykst magnið á ári hveiju. Ein- ungis í Búrma er nú ræktað meira magn en í Afganistan. Talið er að af þessu sé 150 tonnum smyglað árlega til Tajikistan, þaðan til Kyrgizstan og síðan áfram til Rúss- lands og annarra ríkja. Einnig er miklu magni smyglað í gegnum Pakistan, Túrkmenistan og íran. „Fyrir fimm árum gerðum við ein- ungis 3,5 kíló upptæk á ári. í fyrra voru hins vegar 700 kíló gerð upp- tæk. Við náum því einungis að leggja hald á tæplega eitt tonn af Maaev karbek í þessu samstarfi til þessa enda það ríki Mið-Asíu sem auðugast er af hráefnum, olíu, gasi og baðmull. Túrkmenar hafa því talið sig geta fetað aðra leið en nágrannaríkin í samskiptum við umheiminn þó að kyrgíski utanríkisráðherrann spái því að þeir muni að lokum koma aftur í faðm frænda sinna. Önnur ríki sem skipta Kyrgizstan miklu máli eru Tyrkland og íran. Tyrkir hafa sýnt þessum heimshluta mikinn áhuga og verið áberandi í öllu uppbyggingarstarfi. Þeir eru menningarlega skyldir Mið-Asíuþjóð- unum og kyrgíska er mjög áþekk tyrknesku. Tyrkir líta á sig sem for- ystuþjóð í þessum heimshluta og styrking tengslanna við Mið-Asíu- ríkin er mikilvæg í því sambandi. Kona í heimi múslima EKKI er allt sem sýnist í kyrgískum verslunum. En hvernig metur Otunbayeva stöðu sína sem kona í embætti utan- ríkisráðherra í heimi múslima? „Á margan hátt getur það verið erfitt. Flestir sem koma við sögu eru karlar og í einstaka ríkjum, t.d. Iran, er vart litið á okkur konur sem mennsk- ar. Er ég fór í opinbera heimsókn tii íran var mér hins vegar sýnd mikil gestrisni. Ég átti fundi með Rafsanjani forseta og hann er mjög háttprúður maður. Þrátt fyrir hina opinberu stefnu þeirra var mér ávallt sýnd fyllsta virðing. Kona sem ég virði mikið er Benaz- ir Bhutto í Pakistan. Hún er hörð af sér. Astandið hér er hins vegar frábrugðið því í mörgum nágranna- ríkjanna að því leytinu til að staða kvenna var ágætlega sterk í Sovét- ríkjunum. Ég er ein þeirra er hafa lifað af umskiptin en ég var aðstoðar- forsætisráðherra um skeið á Gorb- atsjov-tímanum og var síðan skipuð MANNLÍFIÐ getur verið fjölskrúðugt. hundrað og fimmtíu," segir Mam- eev. Hrikalegir flallgarðar eru á landamærum Tajikistans og Kyrg- izstans og einungis einn vegur er frá Tajikistan til borgarinnar Osh í suðurhluta Kyrgizstan. í Osh kost- ar kílóið af hráópíumi allt að 700 dollara en 2.500 dollara í höfuð- borginni Bishkek. Verðið margfald- ast síðan aftur þegar til Rússlands er komið. Eiturlyfjanefndin, sem skipuð var af forsetanum fyrir ári til að stjórn- ar baráttunni gegn eiturlyfjum, hefur lagt fram tillögu að nýrri refsilöggjöf fyrir eiturlyfjabrot. „Núverandi löggjöf er fremur ófull- komin og ófullnægjandi vegna um- fangs vandans. I mörgum ná- grannaríkja okkar er dauðarefsing við eiturlyfjasmygli og má nefna Uzbekistan, íran og Kína sem dæmi. Við leggjum til að hámarks- refsing fyrir fyrsta brot verði fimmtán ára fangelsi en dauðarefs- ing fyrir annað brot,“ segir Mame- ev. Hann segir aðspurður um spill- ingu í lögreglunni að ekki séu nein dæmi um að lögreglumenn hafi verið staðnir að því að starfa með eiturlyfjasmyglurum. Nokkuð hafi þó verið um að tollverðir hafi verið handteknir. Aðrir sérfræðingar benda á að tollstöðvar séu einn veikasti hlekkurinn í kerfinu. Laun tollvarða séu mjög lág og því freist- andi að hleypa bifreið í gegn án skoðunar ef margföld árslaun eru í boði. GLAÐBEITTIR unglingar á meðferðarheimili í Bishkek fyrir Rússneskar sveitir sjá um ianda- vandamálaunglinga þar’ sem afeitrun fer meðal annars fram. mæravörslu að hluta í Mið-Asíu og er staðhæft að þær tengist smygl- inu að einhveiju leyti. LANDAMÆRI Kyrgizstan og Úzbekistan eru opin rétt eins og landamæri annarra fyrrum Sovétlýðvelda og smygl því auðvelt. fyrsti sendiherra okkar í Bandaríkj- unum eftir að við öðluðumst sjálf- stæði.“ Ekki kvenréttindakona Önnur áberandi kona í kyrgískum stjórnmálum er aðstoðarforsætisráð- herrann Mira K. Jangaraeheva. Rösk kona með ákveðnar skoðanir. Að- spurð um stöðu kvenna í kyrgísku samfélagi og stjórnmálum segist hún strax vilja taka fram_ að hún sé ekki kvenréttindakona. „Ég tel ekki rétt að konur reyni að leysa vandamál upp á eigin spýtur án samráðs við karla. Vandamál kvenna eru hluti af félagslegum vanda. Á sovéttíman- um var enginn kvennavandi til stað- ar. Sé farið enn lengra aftur í tím- ann voru konur ávallt með sterka stöðu og fyrir þeim var borin virð- ing. Upp á síðkastið hefur ýmislegt verið gert til að styrkja stöðu kvenna enn frekar og m.a. lýsti forsetinn því yfir að yfirstandandi ár væri ár kvenna. Það er að nn'nu mati mjög mikilvægt að standa á bak við og styrkja konur á þessum umbrotatím- um er nú eru.“ En fyrst hún telur sig ekki vera kvenréttindakonu, hvernig lítur hún þá á vestræna kvenréttindahreyf- ingu? „Það eru allt aðrar forsendur til staðar hér. Það samræmist til dæmis ekki okkar hefðum og hug- arheimi að berjast fyrir réttindum lesbía, Þessar andstæður komu greinilega í ljós á kvennaráðstefn- unni í Peking. Við skilgreinum vanda okkar á annan hátt. Hér er konum ekki mismunað hvað varðar laun eða menntun. Fóstureyðingar hafa ávallt verið löglegar. Hins vegar má finna kerfisbundið ofbeldi gagnvart konum og konur sem vilja hafa aukin áhrif á stjórnmál landsins. Á sovéttíman- um var hlutur kvenna í stjórnsýslu 30% nú er hann 5-7%. Hugsunarhátt- ur okkar er austurlenskur og sum mál eru hreinlega ekki rædd. Eg hef ekkert á móti vestrænum konum en stundum var mér ofboðið í Peking. Ég hef stundum mætt á kvennafundi en mér hefur yfirleitt leiðst þar. Þetta eru bara konur að ræða sömu hlutina aftur og aftur. Mér fmnst nauðsyn- legt að fara með málin upp á annað pian, inn á þing og í ríkisstjóm. Þar getum við starfað með körlum. Þeir eiga dætur, mæður og eiginkonur sem þeir elska. Því munum við ávallt geta rætt við þá um hagsmunamál kvenna." Endurtökum ekki mistök stóra bróður ~ Hún segir hins vegar að einnig séu aðrir hópar í samfélaginu sem mikilvægt sé að beri ekki skertan hlut frá borði og á hún þar greini- lega við Rússa. „Land okkar er lítið og að mínu mati eigum við ekki að dæma fortíðina of hart. Okkur var hjálpað á mörgum sviðum og ýmis- legt úr fortíðinni getur nýst okkur í framtíðinni. Ég vona að mistök stóra bróðurins gagnvart hinum litla verði ekki endurtekin nú þegar við erum komin í hans hlutverk" Að sama skapi telur hún rétt að hafa varann á varðandi erlenda efna- hagsaðstoð, en hún sér um þann málaflokk í stjórn landsins. Aðstoðin sé nauðsynleg en þjóðin megi ekki verða háð henni. Minnir hún á rúss- neskt orðatiltæki sem segir að sé mönnum vel við einhvern eigi ekki að gefa honum fisk daglega heldur kenna honum að veiða fisk. „Það kemur að því að efnahagsaðstoðinni verður hætt. Þá verðum við að geta staðið á eigin fótum.“ Opin landamæri Tollverðir á landamærum Uzb- ekistan og Kyrgizstan, skammt frá Osh, vildu lítið tjá sig um þessi mál. Þeir sögðust nær ekkert verða varir við eiturlyfjasmygl en bentu jafnframt á að landamæri þessara fyrrum Sovétlýðvelda væru mjög opin. Eitthvert eftirlit væri á þjóð- vegum en að öðru leyti væru landa- mærin opin. Því væri í raun mjög auðvelt að smygla vamingi milli landa. Þegar Kyrgizstan öðlaðist sjálf- stæði á ný árið 1991 vildu sumir hefja rækt á ópíumi til iðnaðarfram- leiðslu. Mikil ópíumrækt var i Kyrgizstan allt til áttunda áratug- arins en núverandi stjórn neitaði að hefja hana á ný, þar sem það var talið of áhættusamt. Mameev segir að nokkuð sé þó um ólöglega ópíumrækt í landinu. „Þetta er ekki síst raunin í af- skekktum þorpum og oft er þetta eina leið fólks til að hafa tekjur. Á stærstu ekrunni sem við höfum fundið á þessu ári voru 1.500 plönt- ur. Þegar slíkar ekrur finnast eru þær upprættar.“ Kannabisrækt var einnig stunduð löglega í Kyrgizstan allt til ársins 1993 og plönturnar notaðar í ýmis efni, kaðla og annað þess háttar. í dag er talið að kannabis sé enn ræktað á 60 þúsund hekturum. í byrjun ársins voru stofnaðar sérsveitir til að finna slíkar ekrur og eyða. Mameev segir það hins vegar táknrænt fyrir efnahags- ástandinu í landinu að lögreglan hafi ekki haft efni á eitri til að setja á ekrurnar og því hafi lögreglu- mennirnir orðið að slá þær með handafli og brenna síðan. Eiturlyfjunum fylgir líkt og ann- ars staðar aukin glæpatíðni og ekki síst hafa stjórnvöld áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi sem farin er að festa rætur í landinu. Á síðasta ári voru skráð hjá lög- reglu 2.746 eiturlyfjatengd afbrot og rúmur helmingur þeirra er voru handteknir voru yngri en 30 ára, nær allir atvinnulausir. Hið erfiða efnahagsástand hrekur sífellt fleiri ungmenni út í glæpastarfsemi og eiturlyfjaneyslu og telja sumir jafn- vel að þetta sé ein helsta ógnunin við pólitískan stöðugleika í landinu þegar fram líða tímar. Skipuleg glæpasamtök hafa ekki síst náð að festa rætur í Osh. Lögreglan segist þekkja forsprakka þessara samtaka en þeir séu of slægir til að hægt sé að handtaka þá og kæra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.