Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR ÞIÓDLÍFSÞANHAR/Vvri///fólk SIÐFRÆÐI///vers vegna Ijómar hrokagikkurinn ekki? hamingjusamara oglanglífara efþab á gœludýr? Gildi gæludýra UM DAGINN átti ég erindi í Blómaval og þurfti að bíða þar nokkra stund. Ég stóð við blómahillur og vissi ekki betur en ég væri ein. Allt í einu heyrði ég hátt blístur, ég fór að gá í kringum mig og sá þá stóran, gráan páfagauk í búri rétt við hliðina á mér. Aftur blístraði hann hátt, eins og til að sýna mér að það hefði vissulega verið hann sem blístraði. Ég fór að tala við páfagaukinn meðan ég beið og hann lét sér það vel líka og lagði höfuðið undir sig. „Er hann svona feim- inn,“ spurði ég afgreiðslustúlku sem kom aðvífandi. „Nei, hann vill láta klóra sér í höfðinu, en passaðu þig, hann bítur oft þegar maður er búinn að klóra honum,“ sagði stúlkan. Ég ákvað að láta krók koma á móti bragði og tók upp penna og klóraði páfagauknum með honum. Fuglinn lygndi aftur augunum og virtist hverfa til annarra og betri heima. Eftir drjúga stund hætti ég að klóra og fuglinn beit samstundis í pennann og rak síðan upp hátt óp, svo ég hrökk í kút. „Hann er bara að þakka þér fyrir,“ sagði stúlkan. Ég færði mig frá búrinu og fór að hugsa um gildi gæludýra fyrir mannfólkið. Eins og flest annað fólk hef ég verið samtíða mörgum gælu- dýrum. Um daginn las ég í blöðum frétt af rannsókn sem sýndi að fólk sem á gæludýr lifir lengur og er hamingjusam- ara en hinir sem fara þessa á mis. Ég er sannfærð um að þetta er rétt. Mér finnst jaðra við grimmd að taka gæludýr af fólki og undar- legt að banna n eftir Guórúnu Guólougsdóttur gæludýr í híbýlum aldraðra, eins og sumstaðar er gert. Dýr þurfa ekki að vera stór, falleg eða ætt- stór til þess að veita fólki mikla gleði. Ekki veit ég heldur hvort máli skiptir hvaða dýr fólk er með hjá sér. Þau þurfa aðeins að vera -geðfelld í viðkynningu og mann- felsk. Ég þekkti lítinn gulan fugl sem var svo mannelskur að hann vildi ekki borða nema einhver manneskja borðaði um leið og hann. Hann var líka svo kvenhollur að hann varð ævinlega undirleitur og steig í vænginn á prikinu sínu ef kona kom að búrinu hans og talaði við hann. Hann kunni eitt lag og flautaði það jafnan ef hann var í góðu skapi. Ef honum var sleppt lausum flaug hann glaður um með- al fólks en ef hann var lokaður einn inni í stofu kom hann gjarnan á dyraglugga og horfði dapurlega inn til fólksins og lét á sér skilja að hann væri skelfing einmana útlagi. Mér er líka minnisstæður gull- hamstur sem hét Markús. Hann var alltaf að flytja. Aldrei hef ég þekkt iðnara og samviskusamara dýr. Otal mörgum sinnum dag hvem tróð hann út gúlinn og rogað- ist með dót sitt, mest bréfsnifsi, yfír í annað hom á búrinu sínu. Þar kom hann með miklu amstri öllu sínu drasli fyrir og tróð sér svo undir það. Eftir svolitla hvfld birt- ist dapurleg ásjóna hans á ný og með mæddum svip þess sem er yfírhlaðinn af annríki hóf hann aftur að troða með litlum, bleikum loppum bréfsnifsum ofan í gúl sinn. Svona leið ævin hans Markúsar þar til hann einn dag fékk hjartaslag og dó - mitt í öllu sínu annríki. Ég hef þekkt einn hund og marga ketti og all flest hafa þessi dýr verið skemmtileg viðkynningar. Hundurinn hét Smali og hans sér- grein var að sleikja tár af vöngum lítilla bama sem einhverra hluta vegna voru sorgmædd. Hann var hins vegar orðinn gamall og latur og lét sér fátt um finnast þegar kallað var á hann til kúarekstrar. Hann trítlaði kannski áleiðis en sneri svo við þegar hann sá sér færi og lagði niður rófu og eyru ef kallað var höstuglega á hann að koma til baka. Ekki datt honum í hug að gegna slíkum köllum og lét sér í léttu rúmi Iiggja þótt kúa- rektorinn yrði sárhneykslaður. Ég minnist læðunnar Matthildar sem gekk illa að eignast kettlinga. Þegar komið var með hitapoka handa henni að liggja á við fæðing- una og mjólk til að dreypa á hana, malaði hún þrátt fyrir þjáningarn- ar. Svona vel skildi hún að verið var að reyna að hjálpa henni. Einn köttur ber þó höfuð og herðar yfír öll önnur dýr í minning- unni. Hann hét Sófus og kom inn í líf mitt hrakinn og meiddur eftir að því er virtist allnokkurn úti- gang. Þegar farið var með hann til dýralæknis til að gera að sárum hans sleikti hann hönd læknisins í þakklætisskyni. „Aldrei hef ég þekkt betra dýr, kannski hef ég eítt sinn séð jafn góðan kött - en engan betri,“ sagði dýralæknirinn. Með tímanum varð Sófus virðu- legur heimilisköttur. Hann lét sér fátt óviðkomandi sem gerðist innan hans yfirráðasvæðis. Hann fór hringferð um garðinn á hveijum einasta degi og þefaði samvisku- samlega af öllu nýju sem kom inn á heimilið, við gesti var hann hins vegar fremur fálátur, það var eins og hann kinkaði kurteislega kolli og byði í huganum góðan dag - svo tók hann á sig sveig framhjá gestinum. Aldrei lét hann það henda sig af fijálsum vilja að láta ókunnuga stijúka sér. Við sitt fólk var hann hins vegar hlýr og var á stundum gripinn svo áköfu félags- lyndi að hann gat varla hamið sig, einkum greip félagslyndið hann heljartökum á nóttunni. Fyrir kom að svo keyrði úr hófi að hann vakti yngstu bömin með því að naga á þeim tæmar, hann vildi fá þau til að leika við sig. Ein stúlka á heimilinu vildi ekki hafa mikið við ketti saman að sælda. Ef Sófus fór út að nætur- lagi, sem hann gerði oft, sætti hann gjaman lagi og kom inn um gluggann hjá þessari stúlku. Hann virtist hafa skemmtun af hneykslun hennar vegna þessa framferðis hans. Litlu stúlkunni sem átti hann fylgdi hann eins og skuggi. Ef hún fór út fór hann líka út, hann elti hana eins og hundur í skóla og leiki. Oft varð hún að snúa við til þess að loka hann inni svo hann týndist ekki. Ef Sófus vildi fá að borða steig hann með sinni klunnalegu loppu upp á ristina á einhveijum heimilis- manna - það var sjaldan sem það bragð bar ekki árangur. Smám saman varð Sófus gamall og grár. En því eldri sem hann varð þess meira var hann elskaður af sínu fólki. Hann dó úr krabbameini þrettán ára gamall og við jarðsetn- ingu hans var grátið svo ákaft að ég hef fá dæmi séð um slíka sorg við útfarir manna. Nú hvílir hann í garðinum sem áður var hans yfir- ráðasvæði og þegar hans er minnst fá þeir enn tár í augun sem áttu hann að förunaut á lífsleiðinni. Svona mikils virði geta heimilisdýr orðið. HrokafuUur heimur SKUGGI hrokans varpar dyggð- unum í dyflissu og óréttlátir dóm- ar hans bíta í skottið á honum - en of seint fyrir þá sem liggja í valnum. Eina ráðið er að horfa óttalaus í augu hans og sniðganga hann eða skora strax á hólm með öðrum vopnum en hann notar. Að minnsta kosti er mikilvægt að vera fljótur að bera kennsl á hann. Halda svo ró sinni. eftir Gunnor Hersvein Hroki er löstur, galli í mannleg- um samskiptum. Hrokafull- ur maður virðist ekki leggja sig í líma við að setja sig í spor ann- arra. Hann hlustar ekki á kvartan- ir og flýr hugsun- ina um að eitt- hvað sé að hjá honum sjálfum. Markmið hans er ekki að öllum líði vel. Markmið hrok- ans snýst fyrst og síðast um hann sjálfan en ekki aðra. Áhyggjur hans varða ekki samstarfsmenn- ina heldur eigin frama, þess vegna líður öllum svona illa í kringum hann. Sé hrokinn yfirmaður vega undirmenn hans ekki nógu mikið á metunum. Og verður það honum stundum að falli, því fáir ná góðum árangri með óánægða verkamenn. Bara það yrði hætt að hækka hann í tign! Hrokinn birtist í mörgum mynd- um. Embættishroki er ein þeirra. Hann bitnar á óbreyttum þegnun- um og mennirnir í embættunum reikna dæmið vitlaust: Þeir eru í eigin augum ekki þjónar heldur fólk með betri stöðu en almúginn og þurfa endilega að láta ljós sitt skína með því að taka ekki tillit til þarfa einstaklinganna. Að sýna vald sitt er að opinbera hrokann. Áhuginn snýst um að feta sig hærra upp virðingarstigann. Lærdómshroki felst í því að miklast af menntun sinni og gleyma efanum. Þessi hroki reynir að níða skóinn af öllum þeim sem hafa komist að öðrum niðurstöð- um. Vísindahroki er að afneita og gera gys að öllum fullyrðingum sem ekki eru sannaðar með aðferð- um vísindanna. Allt sem ekki er áþreifanlegt, mælanlegt eða próf- anlegt með viðurkenndum hætti er hjákátlegt. Aðferðin er ein og aðeins ein og hrokinn einn þekkir hana, að eigin mati. Trúarhrokinn brýst fram í skiln- ingsleysi og dómum gagnvart öðr- um trúarhefðum. Orð Jesú „Dæm- ið ekki, og þér munuð ekki dæmd- ir verða,“ og „dæmið ekki eftir útliti, dæmið réttlátan dóm,“ mæta ekki skilningi hjá hrokag- ikknum. Heittrúaðir falla gjarnan í þá gryiju að dæma aðra og telja sig betri en aðra og ekki á sama báti. Ættarhroki er einfaldlega þegar ein ætt telur sig vera gerða úr betra efni en aðrar. f hennar gen- um liggja gáfurnar, og í nafni hennar felst eitthvað sem aðrir hafa ekki til bruns að bera. Kynja- hroki er enn eitt afbrigðið, en ekk- ert bendir til að annað kynið sé hinu æðra. Kynjahroki er af sama meiði og kynþáttahatur, sem er ekki rétta orðið. Kynþáttahroki er heiti sem er nær sannleikanum. Hrokinn sýnir öðrum lítilsvirð- ingu, traðkar á skoðunum þeirra, ástæðum og rökum. Hann vill ráða. Hann blæs á sérþarfir ann- arra, tekur ekki tillit til aðstæðna og leitar ekki sannleikans. Hann er sjálfselskur og ekki viðkvæmur fyrir angist annarra. Hrokagikk- urinn er ekki miskunnsamur og fyrirgefur ekki nema í neyðartil- fellum, og er af þeim sökum erfið- ur viðfangs. Hrokinn er háður öðrum veik- leikum mannsins. Sumir ofpieta sjálfa, telja sjálfa sig meira virði en aðra og að hitt og þetta sé fyrir neðan þeirra virðingu. Ef til vill má kalla þessa gerð af hroka ofmetið stolt, eða að reikna sig of góðan. Ástæða hrokans getur líka fal- ist í því að hylma yfir vanmáttar- kenndina eða með öðrum orðum: Hrokinn brýst fram til að reyna að sannfæra bæði sjálfan sig og aðra að hér fari merkilegur mað- ur. Honum finnst sem hann njóti ekki nægrar virðingar og ástar og líður eins og einhver líti niður á hann. Þessi belgingur þráir virð- ingu og upphefð. Hann fér öfuga leið í sjálfsþekkingarleitinni. Svona hroki er yfirhylming og þegar honum er svipt í burtu af- hjúpast húkandi vanmáttar- kenndin - og í stað þess að tak- ast á við vanmáttinn afneitar hann kringumstæðunum og reyn- ir að breyta þeim sér í hag með blekkingum. Myndir hrokans eru margvísleg- VfSINDI /Hvað veldur mismun jaróar ogJúpíters? Skyldleiki reikistjamanna HEITAR hringiður í yfirborði Júpíters. Hefur jörðin einhverntima verið eins? REIKISTJÖRNUR sólkerfisins eru allar mjög ólíkar innbyrðis að stærð, efnasamsetningu, hitastigi ogfjar- lægð frá sólinni. Þær reikistjörnur sem næstar eru sólinni, eins og jörð- in og Mars, hafa fast yfirborð og tiltölulega þunnan lofthjúp. Ytri stjörnurnar, eins og Júpíter og Sat- úmus, eru hinsvegar tröllauknir vetnis- og helíumboltar með 1.500°K yfirborðshita. Nokkrir vísindamenn hafa velt því fyrir sé hvort reikistjörn- umar hafi verið jafn ólíkar frá upp- hafí eða hvort mismunurinn hafi aukist með tímanum. Nýlega hafa tveir bandarískir jarðefnafræðingar sett fram þá hug- mynd að innri og ytri reikistjörnum- ar hafi í raun verið mjög svipaðar í upphafi en hafi þróast á ólíkan hátt í tímans rás. Þeir byggja þessar niðurstöður á mælingum á ísótópunum helíum-3 (He3) og neon-22 (Ne22). Talið er að allar reikistjömumar hafí myndast fyrir rúmlega 4,5 billj- ónum ára við samdrátt ryks og loft- tegunda sem voru umhverfís ný- kviknaða sólina. Flestir vísinda- menn eru þeirrar skoðunar að innri og ytri reikistjörnurnar hafi verið jafn ólíkar og raun ber vitni frá upphafí. Þeirtelja að reikistjörnurn- ar næst sólinni hafi ekki verið jafn efnismiklar og þær sem fjær em. Þyngdarsvið smærri reikistjarn- anna næst sólinni hafi því ekki nægt til að draga til sín mikið af lofttegundum eins og vetni og hel- íum. Eins og aðrar stjörnur af svip- aðri stærð fór sólin snemma á ævi sinni í gegnum svokallað T Tauri- tímabil. Á þessu tímabili sendi hún frá sér sterka útfjólubláa geisla og aflmikla sólvinda sem blésu í burtu mest öllum loftjúp jarðarinnar og annarra nálægra reikistjarna. Afl sólarinnar á þessu skeiði nægði hins vegar ekki til að eyða lofthjúp þeirra reikistjarna sem fjær henni voru. Vísindamennirnir Charles Har- per og Stein Jacobsen frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum, em þeirrar skoðunar að atburðarásin hafi verið allt önnur. Þeir telja að áður en T Tauri-tímabilið hófst hafi jörðin verið hulin þykkum loft- hjúp, að mestu úr vetni og helíum. Þrýstingur þessa lofthjúps hafi ver- ið u.þ.b. þúsund sinum meiri en hann er nú. Þetta hafí leitt til þess eftií Sveni Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.