Morgunblaðið - 20.10.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 20.10.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 11 fagleg vinnubrögð, byggð á traustri þekkingu og rannsóknum fara sífellt vaxandi. Það er heldur ekki vanþörf á að efla vitund almennings um „gæðakröfur" á þessu sviði. Það er alltof mikið um „skottulækningar" og alls konar hindurvitni. Erfitt er að koma böndum á „töframenn" sem auglýsa gylliboð, héðan eða að handa, og að þeir hafi langþráðar lausnir á takteinum við mannlegum meinum, breyskleika eða illum örlög- um. Fólk er oft varnarlaust gagnvart slíkum ófögnuði. Á öld hraða og tímaleysis freista skyndilausnir. Það er erfitt að horfast í augu við sjálfan sig og raunveruleikann, það gerir kröfur að vinna í sínum málum af eigin rammleik með hlutlausri að- stoð. Fólk ætti ekki að hika við að spyrja um menntun þeirra sem bjóða meðferðarþjónustu af hvaða tagi sem er. Hlutverk félagsráðgjafa Félagsráðgjöf byggist á þeim hug- myndafræðilega og siðfræðilega grunni að vinna beri út frá heildar- sýn, leggja áherslu á skilning á sam- henginu en ekki aðeins á sjúkdóm- seinkenni eða einstök, afmörkuð at- riði. Sjálfsákvörðunarréttur og mikil- vægi þess að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, innan fjölskyldu og utan, er aðalmarkmið félagsráðgjafar. Fé- lagsráðgjafar búa heldur ekki til vandamál, eins og stundum er slegið fram í gamni eða alvöru - ekki frek- ar en læknar búa til sjúkdóma. Fé- lagsráðgjafar eru þjálfaðir í að greina vanda, benda á leiðir og þróa lausnir með skipulegum athugunum og rannsóknum. Einnig koma orðum að ýmsu sem erfitt er að horfast í augu við. Hlutverk félagsráðgjafa er í senn ábyrgðarmikið og umdeilt og það kemur oft til örlagaríkra ákvarðana. Einkum er vandasamt þegar þörf er íhlutunar um einkahagi, gegn óskum skjólstæðinga, eins og þegar ekki er grundvöllur fyrir samstarfi en brotið hefur verið á rétti einhvers t.d. með ofbeldi, misbeitingu eða vanrækslu innan fjölskyldu. Margir, sem slík mál varðar, og sem ekki hafa önnur ráð, reyna að nota fjölmiðla til að fá samúð með sársaukafullum að- stæðum sínum og vanmætti. Þannig hefur oft verið dregin fram ímynd sem byggist aðeins á annarri hlið málg. Hin hliðin er oftast saga varn- arlauss barns eða fullorðins einstakl- ings sem á sér ekki málsvara í fjöl- skyldunni eða þá að fjölskyldan hefur ekki megnað að bregðast við á heppi- legan hátt. Störf félagsráðgjafa snerta oft viðkvæma strengi í bijóst- um fólks. Nýr vandi - ný þekking Hafa félagsráðgjafar alltaf starfað eins? „Nútíminn krefst annars konar færni og annarra viðhorfa en áður giltu. Svörin eru ekki lengur til fyrir- fram. Það þarf sífellt að endurmeta þarfir og markmið og þróa nýjar lausnir í takt við hinar stöðugu breyt- ingar samfélagins. Atvinnuleysi birt- ist t.d. öðruvísi í dag en í kreppunni á fjórða áratugnum. Fólk á oftast til hnífs og skeiðar, það er ekki leng- ur hungur og barnamergð sem sundrar fjölskyldum og kallar á að- gerðir bamaverndaryfirvalda. Rann- sóknir okkar á fjölskyldutengslum og á nánum samskiptum hafa svipt hulunni af ýmsum miður heppilegum athöfnum sem gátu viðgengist innan lokaðra veggja fjölskyldunnar í skjóli friðhelgi einkalífsins og gamalla hug- mynda um notkun valds. Fjölskyldu- ofbeldi og misbeiting af ýmsu tagi, m.a. kynferðisleg misnotkun á böm- um eru fyrirbæri sem eru ekki aðeins fordæmd í dag heldur hefur umræða um þau verið opnuð þannig að auð- veldara er fyrir fólk að vita hvemig á að bregðast við. Það eru til úrræði og aðstoð stendur til boða.“ Hvemig hafa þessar rannsóknir þróast? „Rannsóknir félagsráðgjafa og annarra hafa haft mikil áhrif í þess- um efnum. Þetta rannsóknaferli má greina í tímabil. Á sjötta og sjöunda áratug beindust rannsóknir að of- beldi á bömum, á áttunda áratugnum tóku við rannsóknir á ofbeldi gegn konum en undanfarið hefur athyglin æ meira beinst að kynferðislegri misnotkun, sem snertir mörk og rétt í mannlegum samskiptum bæði í fjöl- skyldum og á vinnustöðum." „Sjúklingar þurfa meira en hjúkr- un og læknisþjónustu, það þarf að veita þeim tilfinningalega og félags- lega aðstoð. Aðstandendur þurfa upplýsingar, stuðning og hjálp. Auk ráðgjafar og stuðnings við skjólstæð- inga þarf að sinna fræðslu og móta viðhorf almennings og ráðamanna, svo og að vinna að lagabreytingum og vemda réttarstöðu skjólstæðinga velferðarkerfisins. Félagsráðgjafar starfa oft með hópum sem eiga und- ir högg að sækja í samfélaginu sak- ir fordóma og úrræðaleysis. í þeim efnum er oft um að ræða margþætt samfélagsstarf. Fjárskortur - fjölgun nýnema Miklar kröfur í starfi kalla á trausta fræðilega þekkingu, persónu- lega hæfni og faglega færni. Tengsl háskóla og þjónustustofnana eru brýn hér á sama hátt og í skyldum starfsgreinum, t.d. hjúkrun og lækn- isfræði. Nemendaijöldi hefur vaxið stórlega í félagsvísindadeild síðast- liðin ár og aðsókn í félagsráðgjöf að sama skapi án þess að auknar fjár- veitingar komi til í samræmi við það. M.a. þess vegna er nú inntaka nýnema takmörkuð í nokkrum grein- um. Eins og sakir standa er aðeins ein föst staða við námsbraut í félags- ráðgjöf auk eins lausráðins kennara, en önnur er nú í sjónmáli. Fjölmarg- ir stundakennarar utan úr bæ leggja hönd á plóginn í þessari grein sem öðrum. Áð mínu mati er afar óhag- kvæmt fjárhagslega, einkum þegar til lengri tíma er litið að byggja svo mjög á stundakennslu. Slíkt stuðlar ekki að markvissri þróun í rannsókn- um, stjómun og kennslu námsgrein- ar. Það er hættulegt fyrir háskóla þegar hæfir fræðimenn eru að kikna undan stjórnunarálagi í stað þess að sinna rannsóknum eins og oft er reyndin við Háskóla íslands. Alit of lítið er um aðstoðarfólk og þætti víða ótrúlegt að fólk með langskóla- menntun vinni almenn skrifstofu- störf. Rannnsóknir eru mikilvægar Er þá hægt að sinna rannsóknum? „Já, vissulega og það er talsvert um samstarf við vettvang í þeim efnum. Dæmi um verkefni í tengslum við námsbraut í félagsráðgjöf eru rannsókn á sjálfboðastörfum í sam- starfi við Rauða kross Íslands, við Blindrafélagið um félagslegar að- stæður blindra og þáttur í saman- burðarrannsókn um fjölskyldusam- skipti í samvinnu við bandarískan háskóla. Annað mál er að bæði er tímafrekt og krefjandi að undirbúa starfsþjálfunartíma nemenda og ekki síður að mennta og þjálfa upp starfs- þjálfunarkennara, en þeir eru öflugur og mikilvægur hópur í kennslunni. Undanfarið hafa hins vegar aðstæð- ur farið harðnandi úti á stofnunum, sem m.a. birtist í því að ekki er end- urráðið í stöður, starfsemi dregst saman og álag vex á þeim sem fyrir eru. Það hefur ekki síst bitnað á þeim reyndari og hæfu sem einmitt sinna líka kennslu. Þannig höfum við átt erfiðara með að tryggja nemend- um starfsþjálfun á stofnunum sem uppfylla kröfur okkar. Þessi atriði öll valda því að orðið hefur að tak- marka fjölda nemenda í félagsráðg- jöf við 15 á ári. Það er þeim mun bagalegra sem eftirspurn er talsverð eftir félagsráðgjöfum á nýjum vett- vangi, ekki síst úti á landi. Hvernig eru nýnemar valdir? Umsækjendur um nám í félags- ráðgjöf þurfa að leggja hart að sér. Góðar einkunnir, starfsreynsla og persónuþroski eru þættir sem inn: tökunefnd grundvallar mat sitt á. í tengslum við starfsþjálfun fer einnig fram mat á hæfni nemanda m.a. á því hvemig honum tekst að tengja fræðilega þekkingu, hugmyndafræði greinarinnar og sýna faglega færni í verki. Margir afbragðs námsmenn verða ekki alltaf endilega bestu fag- mennirnir. Góður námsárangur er vissulega frumforsenda þess að geta starfað á grunni fræðilegrar þekk- ingar og skilið hvemig rannsóknir byggjast á efnivið úr reynslubrunni á vettvangi í grein eins og félags- ráðgjöf. Við vinnum að því að mennta hæft fólk til faglegra starfa í samfé- laginu, ráðgjafar, stjómunar- go skipulagsstarfa og um leið búa það undir að geta unnið að rannsóknum og nýtt sér niðurstöður á markvissan hátt. Til ...sem vilja varðveita minningu barna sinna í myndum. í tilefni af 70 ára afmæli félagsins verður Opið hús hjá Portretljósmyndurum landsins vikuna 19.-26. október. Komið við hjá Ijósmyndaranum og sjáið hvað við erum að gera Eitthvert okkar hefur stíl og handbragð sem hentar þér. Verið velkomin -heitt kaffi á könnunni og glaðningur fyrir börnin. Opið virka daga kl.10-17. og um helgina kl.12-17 1 Árný Herbertsdóttir, Myndás, Aðalstræti 33, ísafirði. 2 Ásgrímur Ágústsson. Norðurmynd. Hafnarsræti 90, Akureyri. 3 Fríður Eggertsdóttir. Svipmyndir. Hverfisgötu 18, Reykjavík. 4 Guðmundur Kr. Jóhannesson. Nærmynd. Laugavegi 178, Reykjavík. 5 Haila Einarsdóttir. Ljósmyndastudió Höllu. Skólaveg 6, Vestmannaeyjum. 6 Kristján Sigurðsson. Ljósmyndastofan Hugskot. Nethyl 2, Reykjavík. 7 Lára Long. Ljósmyndarinn Mjódd. Þarabakka 3, Reykjavík. 8 Óskar Björgvinsson. Ljósmyndastofa Óskars. Kirkjuveg 10, Vestmannaeyjum. 9 Páll A Pálsson. Ljósmyndastofa Páls. Skipagata 8, Akureyri. 10 Pétur Björnsson. Ljósmyndastofa Péturs. Hólavegi 33, Sauðárkróki. 11 Pétur Pétursson. Ljósmyndastudio Péturs. Laugavegi 24, Reykjavík. 12 Rut Hallgrímsdóttir. Ljósmyndir Rut. Grensársveg 11, Reykjavík. 13 Sigríður Bachmann. Ljósmyndastofa Sigríðar. Garðastræti 17, Reykjavík. 14 Sólveig Þórðardóttir. Nýmynd. Hafnargötu 90, Keflavík. 15 Sæmundur Kristinsson. Ljósmyndavinnustofan. Suðurlandsbraut 4A, Reykjavik. 16 Þórir H. Óskarsson. Ljósmyndastofa Póris. Rauðarárstíg 20, Reykjavík. 17 Þór Gíslason. Ljómyndastofa Þórs. Garðarsbraut 9, Húsavík. Fólk er í vaxandi mæli farið að nota vel gerðar og listrænar Ijósmyndir til skreytingar á heimilum sínum. Við erum tilbúin að fanga andartakið og búa til ómetanlega dýrgripi, sem gleðja ykkur um ókomin ár. Ljósmyndarafélag íslands ~ -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.