Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Amnesty vikan Alþjóðlegnr stríðs- glæpadómstóll „HÁLF öld er liðin frá því að Sam- einuðu þjóðirnar voru stofnaðar. Eitt af markmiðum samtakanna hefur verið að setja á fót dómstól er úrskurðar í máium þeirra sem gerast sekir um glæpi gegn mann- kyninu. Hingað til hafa aðildarríki SÞ ekki geta komið sér saman um -■*'verksvið slíks réttar eða markmið. Á yfirstandandi allherjarþingi SÞ er nú gerð tilraun til að blása lífi í gamla hugmynd. Af því tilefni efnir Amnesty International til herferðar um að þrýsta á aðildarríki SÞ að samþykkja stofnun stríðsglæpa- dómstóls," segir í fréttatilkynningu frá Amnesty. Jafnframt segir: „Hugmyndum Amnesty Intemational um alþjóðleg- an stríðsglæpadómstól hefur verið komið á framfæri á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna í mörgum aðildar- ríkjum þeirra. Að mati Amnesty Int- emational er ekki nóg að dómstóllinn hafí fast aðsetur, það verður að gera . honum kleift að starfa þar sem saka- T málin gerðust því það getur auðveld- að vitnaleiðslur og alla málsmeðferð. Amensty Intemational telur að dóm- arar eigi að vera frá ríkjum sem hafa staðfest stofnun og starfsvið alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls. Þá kröfu verður að gera til dómara að þeir hafí reynslu á sviði sakaréttar og alþjóðaiaga. Dómstóllinn á að skiptast í svið rannsókna, vamar og sóknar. Hver sem er á að eiga rétt á að gefa sækjendum upplýsingar um mál sem hugsanlega gætu kom- ' 1 ið til kasta dómstólsins. Að mati Amnesty International verður alþjóðlegur stríðsglæpadóm- stóll að fá umboð til að fjalla um margs konar glæpi svo sem aftökur án dóms og laga, „mannshvörf" og pyndingar auk þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyninu. Ríki eru samkvæmt alþjóðalögum skuldbundin tii að draga stríðs- glæpamenn eða aðra sem gerast sekir um mannréttindabrot til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar. Þá má sömuleiðis framselja. Hins vegar hafa ríkisstjórnir komist upp með að setja lög sem tryggja náðun brotamanna og gefa þeim grið. Amnesty Intemational telur að með alþjóðlegum stríðsglæpadómstól megi binda enda á refsileysi þeirra sem bijóta alþjóðalög. Það em bein tengsl á milli mannréttindabrota og svokallaðs refsileysis. Mannrétt- indabrot sem eru framin í skjóli refsileysis virðast endurtaka sig og fljótt er hægt að greina ferli of- sókna og glæpa í samfélögum sem ákveða að þegja slíkt í hel, hylma yfír með illvirkjum og hundsa lög og reglur. Amnesty International hvetur til að kölluð verði sainan ríkj- aráðstefna sem markar dómstólnum ákveðið verksvið og dómstólnum verði komið á fót eins skjótt og unnt er. Á skrifstofu íslandsdeildar Amn- esty Intemational í Hafnarstræti 15, Reykjavík, liggja frammi áskor- anir til yfírvalda um stuðning við stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadóm- stóls.“ Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 50 ára ÚR Gráhelluhrauni. Afmælisfundur í Hafnarborg SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnar- fjarðar er 50 ára um þessar mundir en það var stofnað 25. október árið 1946. í tilefni af því gengst félagið fyrir afmælisfundi í Hafnarborg fímmtudaginn 24. þ.m. og hefst hann klukkan 20.00. Dagskrá fundarins verður þannig, að sýndar verða myndir af starfi félagsins í hálfa öld og síðan mun Kristinn Þorsteinsson garðyrkju- stjóri flytja erindi og sýna litskyggn- ur. Að því búnu verður danssýning og Ijöldasöngur. Kaffíveitingar verða í boði félagsins. Rétt er að minna á, að nýlega kom út bókin Græðum hraun og grýtta mela eftir Lúðvík Geirsson blaða- mann en þar er rakin saga Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar og sagt frá upphafi skógræktar í Hafnarfirði á 19. öld. Er bókin mjög fróðleg og skemmtileg aflestrar og gefur glögga mynd af því, sem frumheij- arnir höfðu við að glíma, og sýnir vel þau undraverðu umskipti, sem orðið hafa á gróðurfari í Hafnar- firði, í bænum sjálfum og bæjarland- inu. Að síðustu eru félagar í Skóg- ræktarfélaginu hvattir til að mæta vel á afmælisfundinn í Hafnarborg. h> ® Flrrnirl Madagaskar í máli og myndum FRÆÐSLUFUNDUR verður hald- inri hjá Líffræðifélaginu mánudag- inn 21. október kl. 20.30 í stofu 101 í Odda. Dr. Sturla Friðriksson mun flytja erindi og sýna myndir frá leiðangri til Madagaskar sem hann tók þátt í sl. vetur á vegum Alþjóða náttúruverndarsjóðsins WWF. „Madagaskar er fjórða stærsta eyja jarðar og liggur austan við Afríku sunnan miðbaugs. Eyjan hefur stundum verið nefnd Rauða eyjan vegna þess að mikið er þar um rauðleitan jarðveg og fornan sandstein sem nú er sorfínn af vindi og vatni. Hefur þar orðið mikil jarð- vegs- og skógareyðing frá því menn settust þar að fyrir 200 árum. Er talið að þar séu nú aðeins 15% lands vaxin skógi. Á Madagaskar munu vaxa um 10.000 tendur plantna og talið er að 80% þeirra vaxi hvergi annars staðar í heiminum. Dýrin þar á eynni eru einnig mjög sérstæð og eru lemúraparnir sennilega þekktasta dæmið um tegundir sem aðeins finnast á Madagaskar. Sturla ferðaðist víða um landið. Mun hann sýna litmyndir af plönt- um og dýrum og skýra frá háttum eyjarskeggja og sérstæðu landi þeirra. Allir áhugasamir eru vel- komnir á fyrirlesturinn,“ segir í fréttatilkynningu Líffræðifélags Is- lands. Flutningar framundan Rýmingarsala næstu 2-3 vikur 30%» %j»na I ——^ sími 551 0424 H A 1. 1. D O R U KRINGLUNSII 7 - HÚSI VERSLUNARINNAR - SÍMI 588 1990. Alhlifía snyrtistoía. Iljófíuni nwfíal aimars upp á AHA-GLYDERM ámxtasýriuiwfílml Halldóra M.Steingrímsdóttir Amdís Haraldsdóttii fj\ f(j||0|| f llÚðllWfííliI‘fí. meistarar í snyrtifræðum. J & ‘ II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.