Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 9 MAININ LÍFSSTRAU MAR HROKINN vill vera stór en er lítill. Verk e. Magritte. Morgunmatur skólabarna Tímasetning mikilvæg? BÖRN sem borða sætt morgun- korn hálftíma áður en þau fara í skólann standa sig betur á prófum en þau sem borða tveim stundum fyrr. Þetta kemur fram í nýrri könnun vísindamanna í Israel, að sögn The Boston Globe í vikunni. 500 börn á aldrinum 11 til 13 ára í alls fimm grunnskólum tóku þátt í könnuninni og algengur morgunverður hjá þeim var kakó- mjólk og kex eða kornflögur með mjólk. Vísindamennirnir telja að fæða á borð við umrætt sætt korn, sem hækkar blóðsykurhlutfall, geti aukið andlega skerpu. Ðýratilraun- ir hafa leitt til sömu niðurstöðu. Kennarar hafa löngum álitið að svöng börn ættu erfitt með að læra og könnun sem gerð var á vegum Tufts-háskóla í Bandaríkj- unum 1994 gaf til kynna að börn sem fengju morgunmat stæðu sig betur á prófum en þau sem ekkert snæddu á morgnana. „Ég held að niðurstaðan sé að mestu skipti að borða eitthvað, það bæti frammi- stöðuna í skólanum,“ sagði Sheah Rarback sem kennir umönnun barna við læknaháskólann í Miami. LærdóMit Bdkmenntafélagsins Lærdómsritin eru merkisrit í aðgengilegri útgáfu, með vönduðum inngangi og skýringum. Þau eru fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi og við allra hæfi. u*cc«wur touoMxtvtiMm Blrtmgur liiiJMIiii LL í? 1 ffl W 2 c 3 CD 0 c lllítcxi #to«a>*Mtt<.«C ! T Birtíngur Voltaires er ein víðfrægasta og skemmtilegasta bók sem skrifuð hefur verið, hún er einnig ein hin viturlegasta. Birtíngur er bjartsýnin uppmáluð, sama hvað á gengur. Bókin er í senn ádeiluverk, ástarsaga og heimspeki. Snilldarleg þýðing Halldórs Laxness á þessari ágætu skemmti- sögu rígheldur lesandanum við efnið frá upphafi til enda. Leikgerð Birtíngs er sýnd í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Þessa bók viltu eignast! Það er engin spurning. Mundu áskriftarklúbbinn TtlS <5^ HIÐISLENSKA BOKMENNIAFELAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 ar en andstæða hans er aðeins ein: Hin sjaldséða auðmýkt, sem nútímamaðurinn flokkar sjaldan sem kost, því hún er hæg og ósýni- leg og á skjön við hávaðasemi heimsins. Innbyggt í auðmýktina er að telja sig fremur minni en aðra án þess að þjást af smæðar- kenndinni. Hún treystir á jöfnuð- inn. Hinn auðmjúki skilur ekki einu sinni setninguna „Sá sem minnstur er meðal yðar allra, hann er mestur.“ Hann er hún. Hrokinn óskar þess að verða öðrum fremri og setur sig því skör hærra, og hann lætur bera að hitastigið hafi hækkað mikið og valdið því að mestallt yfírborð jarð- arinnar varð fljótandi hraunkvika. Þetta ástand hefur líklega varað í milljónir ára, nógu lengi til þess að mikið vetni og helíum úr lofthjúpn- um hefur gengið inn í fljótandi yfir- borð jarðarinnar, segja þeir Harper og Jacobsen. Á þessu tímabili jarð- sögunnar hefur hringiðuhreyfing lofttegundanna við yfirborðið verið svipuð því sem við sjáum nú á Júpít- er. Máli sínu til stuðnings nefna vís- indamennirnir þá staðreynd að í jarðmöttlinum er meira af ísótópun- um He3 og Ne22 en talið er að hafi verið í því efni sem upphaflega var meginuppistaða reikistjarn- anna. í sólinni og lofttegundunum næst henni hefur hins vegar verið mikið af ísótópunum tveimur. Sól- vindarnir, sem fóru yfir jörðina á T Tauri-tímanum, hafa borið með sér mikið af þessum ísótópum og knúið þá inn í fljótandi yfirborð jarðarinn- ar. Eftir að sólvindarnir höfðu blás- ið frumlofthjúpnum burt hefur meira efni bæst við jörðina fyrir tilstuðlan stöðugs straums hala- stjarna og annarra smástirna. Sí- felldir árekstrar þessara smástirna við jörðina hafa haldið yfirborði hennar heitu í langan tíma. Efnin, sem nú mynda lofthjúp jarðarinnar, mynduðust við útgufun frá yfir- borði hennar á þessum tíma. Margir vísindamenn eru ósam- mála þeim Harper og Jacobsen. Þeir telja að hægt sé að skýra til- vist isótópanna með lofthjúp sem hefur verið langtum þynnri en sá sem Harper og Jacobsen gera ráð fyrir. Adam Burrows frá háskólan- um í Arizona er þeirrar skoðunar að u.þ.b. 10% af þeim þrýstingi, sem Harper og Jacobsen gera ráð fyrir, hefði dugað til skýringar á því magni He3, sem nú finnst. Margt er enn óljóst í þessum efnum en ný tilgáta hvetur vísindamennina til að athuga málið frá nýju sjónar- horni sem væntanlega mun leiða til nýrrar þekkingar á þessu sviði. á sér til að verða foringi. Ef hann ber af öðrum lætur hann menn finna til þess og svíða undan mik- illeik hans. Þess vegna þykir eng- um vænt um að hafa hann í há- vegum og verða leiðir á honum. Og af því hann er ekki frábitinn deilum, getur öllum lent saman við hann. Hrokinn girnist margt og missir allt. Hann býst í skart og ljómar ekki. Hann hælir sjálfum sér og þess vegna er hann ekki virtur. Speki: Hrokinn skeytir um mikil mennsku og því er starf hans unn ið fyrir gýg. PORTRETTMYNDATÖKUR SVIPMYNDIR Hverfisgötu 18, sími 552 2690 SILFURBÚÐIN NXy Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina - Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. Byggðu upp vöðvamassa og iosnaðu við fitu. Láttu skrá þig strax! Námskeiðið hefst 28. okt. Mtmim flGUSTU & HRflFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-3355 ðrð#»« gjdéumœfútgum, árlapul Þessi vinsælu 8-vikna námskeið eru sérsniðin fyrir karlmenn. ■ Tækjaþjálfun og þolþjálfun 3-5x í viku ■ Mappa með fróðleik og upplýsingum ■ Léttir réttir uppskriftabók með 150 léttum og bragðgóðum uppskriftum ■ Fræðsla ■ Fitumæling og viktun ■ Vinningar í hverri viku ■ 3 heppnir fá 3ja mán. kort í lokin. Nýr glæsilegur tækjasalur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.