Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 21 ATVINNU Tölvu- og verkfræðiþj ónustan LEIÐBEINANDASTÖRF 0G RÁOGJÖF Tölvu- og verkfræðiþjónustati var stofnuð 1986. Helstu verkefni eru á sviði tölvu- og upplýsingatækni- ráðgjafar, námskeiðahalds, intemetþjónustu og útgáfu Tölvumeistarans, tímarits um tölvumál. Fyrirtækið leggur rika áherslu á sjálfstæði og hlutleysi gagnvart seljendum hug- og vélbúnaðar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan óskar eftir að ráða leiðbeinanda og ráðgjafa á sviði upplýsingatækni. Starfssvið • Ráðgjöf við val á hug- og vélbúnaði. • Kennsla og leiðbeinandastörf fyrir starfsmenn og stjórnendurfyrirtækja. • Greinaskrif, skýrslugerð o.fl. • Úttektir og þarfagreining á sviði upplýsingatækni fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hæfniskröfur • Mjög góð tölvukunnátta og námshæfileiki. • Menntun á viðskipta- eða tölvusviði. • Samskipta- og leiðbeinendahæfileikar. • Frumkvæði og vönduð vinnubrögð. í boði er áhugavert og krefjandi starf. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon og Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar viðkomandi starfi fyrir 19. október nk. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNUNARCXJREKSnRARRÁÐGJ^ Furugsrtl 5 108 Rtykjawlk Slml 533 1800 Fax: 633 1808 Ntttingi romIdlun9treknet.lt Helmasfða: http://www.treknet.lt/radiierdur Vélfræðingur - vélvirki Innflutningsfyrirtæki vill ráða vélfræðing eða vélvirkja til sérhæfðrar viðgerðarþjónustu og ýmissa annarra starfa. Leitum að vandvirkum og laghentum fag- manni með enskukunnáttu og starfsreynslu við dísilvélar. Aldur innan við 40 ár. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, mennt- un og starfsferil, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 24. október, merktar: „V - 4377“. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM MJALLARGÖTU1 400 ÍSAFJÖRÐUR Spennandi starf í boði! Svæðisskrifstofan óskar eftir að ráða for- stöðumann til starfa á ísafirði. Um er að ræða stöðu forstöðumanns við tvö sambýli á ísafirði. í hvoru sambýli búa fjórir íbúar. Starfssvið forstöðumanns er meðal annars að bera ábyrgð á faglegu og rekstrarlegu starfi, ráðningar á starfsfólki, eftirfylgd og stuðning, við þá, bókhald, samstarf við aðstandendur og fleira, sem upp kemur í daglegu starfi heimilanna. Um er að ræða 100% starf. Leitað er eftir þroskaþjálfa eða fólki með sambærilega menntun. Reynsla eða mennt- un á sviði stjórnunar er mjög æskileg. Við bjóðum á móti skemmtilegt starfsum- hverfi, góðan starfsanda og góðan stuðning í starfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. desember nk. Nánari upplýsingar gefur Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, í síma 456 5224. Umsóknarfrestur er til 28. október 1996. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra, Mjallargötu 1, ísafirði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Tölvur BT-Tölvur er verslun í eigu Tœknivals hf. Verslunin býður fjölbreytt úrval af tölvum, tölvubúnaði, hugbúnaði, rekstrarvöum, tímaritum og bókum um tölvur. í versluninni er einstakt vöruúrval fyrireinstaklinga jafnt sem fyrirtœki. Starfsmenn BT-Tölva eru 7 og vilja nú ráða drífandi liðsmann til viðbótar í sinti valinkunna hóp. Ertu góður sölumaður & hefurðu áhuga á tölvum ? Við leitum að öflugum liðsmanni í hóp sölufulltrúa BT-Tölva. Áhersla er lögð á haldgóða þekkingu og reynslu af notkun tölva, hæfni í mannlegum samskiptum, þægilega framkomu auk dugnaðar og eljusemi í starfi. Umsækjendur þurfa að vera gæddir góðum söluhæfileikum auk þess að vera ábyrgir og áhugasamir. Starfið felst í móttöku viðskiptavina, ráðgjöf við val tölva og tölvubúnaðar, frágangi sölu- samninga auk annars þess er til fellur. Umsóknarfrestur er til og með 25. október. Ráðning sem allra fyrst. Vinsamlega athugið að nánari upplýsingar eru eingögnu veittar hjá STRÁ-GALLUP. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá 10-13. ' \ STRAl IGALLUP I ISTARFSRÁÐNINGAR Murkiimi 3.108 Ruykjavík Sími: 588 3031. brúfsíini: 588 30« IMIIIIiiliLTIIIIil Guðný Harðardóttir Húsavíkurkaupstaður Kennarar Við Borgarhólsskóla, Húsavík, er laus kenn- arastaða frá áramótum til vors vegna barns- burðarleyfis. Um er að ræða dönskukennslu í 9. og 10. bekk, samfélagsfræði o.fi. Nánari upplýsingar gefa Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974, og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Framkvæmdastjóri Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir lítið iðnfyrirtæki á Norðurlandi. Menntunar- og hæfniskröfur • Viðskiptafræði, rekstrarfræði eða önnur sambærileg menntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á markaðsmálum. Leitað er að sjálfstæðum og dugmiklum einstaklingi, sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi starf hjá vaxandi fyrirtæki. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar til KPMG Endurskoðunar Akureyri hf. fyrir 1. nóvember 1996. Með allar umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðar- mál. Öllum umsóknum verður svarað. RÁÐNINGAR Endurskoðun Akureyri hf. löggiltir endurskoðendur Glerárgötu 24, Akureyri - Sími 462 6600 - Fax 462 6601 Endurskoðun - Skattaráðgjöf - Rekstrarráðgjöf - Bókhald Aðalbókari. Stórt, öflugt og framsækið iðnaðar- og þjónustufyrirtæki úti á landi óskar eftir að ráða aðalbókara. Starfssvið: 1. Yfirumsjón með og ábyrgð á færslu og vinnslu bókhalds. 2. Afstemmingar, uppgjör og frágangur bókhalds í samvinnu við Qármálastjóra. 3. Skýrslugerð, upplýsingavinnsla og innra eftirlit. 4. Vinna við áætlanagerð, arðsemismat o.fl. 5. Þátttaka í stjórnun og stefnumótum með framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Við leitum að manni með starfsreynslu og haldgóða þekkingu og skilning á bókhaldi. Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Aðalbókari 507" fyrir 26. október n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.