Morgunblaðið - 24.11.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.11.1996, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT KYRRSTAÐAN ROFIN í RÚMENÍU BAKSVIÐ Reuter EMIL Constantinescu (t.v), hinn nýi forseti Rúmeníu, ásamt Petre Roman, fyrrum forsætisráð- herra. Myndin var tekin er þeir skýrðu frá því að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu sameinast gegn Ion Iliescu forseta í síðari umferð forsetakosninganna. Ion Iliescu, forseti Rúmeníu, beið ósigur í kosningunum, sem fram fóru um síðustu helgi og flokkur hans er nú í minnihluta á þingi, Asgeir Sverr- isson segir umskiptin í Rúmeníu með merkari atburðum á stjórn- málasviðinu í Austur- Evrópu frá því kommúnisminn leið undir lok. SIGUR stjórnarandstöðunnar í þing- og forsetakosningun- um í Rúmeníu er með merk- ari atburðum á stjórnmálasviðinu í Austur-Evrópu frá því að veldi kommúnista leið undir lok. Upp- gjörið við arfleifð kommúnismans er hafið. Réttum sjö árum eftir að einvaldurinn, Nicolae Ceausescu og eiginkona hans, Elena, voru leidd fyrir aftökusveit og skotin eins og rakkar geta landsmenn loks leyft sér að vonast eftir betri tíð. Miklu mun á hinn bóginn skipta á hvern hátt tekið verður á móti Rúmenum nú þegar þjóðin hefur rofið þá kyrrstöðu sem ríkt hefur og lýst yfir því að hún vilji skipa sér í sveit evrópskra lýðræðisríkja. Fýrr í mánuðinum unnu stjómar- andstöðuflokkar sigur í þingkosn- ingunum í Rúmeníu. Þau úrslit komu ekki svo mjög á óvart þótt „Jafnaðarmannaflokkur" (PDSR) Ions Iliescus forseta, sem saman- stendur af misjafnlega lítt endur- hæfðum fyrrum kommúnistum, hefði fram til þessa verið sterkasta stjómmálaaflið í landinu. Stjórnar- andstaðan hafði hins vegar loks, eftir margar fálmkenndar tiiraunir, náð að sameinast um tiltekin mark- mið. Fimmtán smáflokkar mynduðu kosningabandalag, Lýðræðisvett- vanginn (CDR) undir forystu Emil Constantinescu. Auk þessa banda- lags bauð Samband jafnaðarmanna (USD) fram lista en leiðtogi þess er Petre Roman, sem varð fyrsti forsætisráðherra Rúmeníu eftir að Ceausescu var steypt um jólin 1989. Þessir tveir flokkar náðu meirihluta á þingi. Þeir Constantinescu og Roman voru síðan báðir í framboði til embættis forseta sem Iliescu hugð- ist gegna áfram en hann hófst til valda 1989. Iliescu, sem í eina tíð var undirsáti Ceausescus en féil síðar í ónáð, varð efstur í fyrri umferð kosninganna en þar eð hann hlaut ekki hreinan meirihluta varð að kjósa aftur á milii hans og Constantinescus sem kom næst- ur. Þá gerðust þau stórmerku tíð- indi að stjórnarandstaðan náði samkomulagi um að fylkja sér öll að baki Constantinescu í síðari umferðinni. Áhugamenn um rúmensk stjórn- mál höfðu lengi gert sér ljóst að Iliescu yrði ekki felldur nema með því að stjómarandstaðan sameinað- ist. Þessi sannindi vöfðust hins veg- ar mjög fyrir andstæðingum forset- ans. Flokkadrættir eru miklir í Rúmeníu auk þess sem persónuleg andúð og oft hatur manna á milli er ráðandi afl í stjórnmálum lands- ins. Því kom það sem þruma úr heiðskíru lofti þegar skýrt var frá því að Petre Roman hefði ákveðið að ganga til samstarfs við Const- antinescu og styðja hann í síðari umferðinni. Henni lauk síðan með sigri Constantinescus í kosningun- um um síðustu helgi. Bylting eða valdarán? Kjör Constantinescus markar því þáttaskil í stjómmálasögu Rúmeníu en það gæti einnig haft ráðandi áhrif á alla þróun mála í landinu á næstu árum. Þótt Iliescu forseti hafí verið kjörinn forseti landsins í þokkalega lýðræðislegum kosning- um hefur hann verið holdtekja þess uppgjörs við fortíðina sem enn hef- ur ekki farið fram í Rúmeníu. Nú má ætla að breyting verði þar á. Enn er í raun ekki vitað með vissu hvað gerðist um jólaleytið 1989 er Ceausescu-hjónunum var steypt í því sem Rúmenar nefna ýmist „byltinguna" eða „valdarán- ið“. Þetta hefur hvílt sem mara á þjóðinni og skaðað mjög ímynd hennar erlendis. Fram hafa komið vísbendingar um að Ilieseu og menn hans hafi í raun nýtt sér lítt undirbúna uppreisn gegn vitfírr- ingslegri einræðisstjórn Ceausesc- us og rænt völdum í landinu með aðstoð hersins. Enn hefur ekki verið gerð grein fyrir morðum þeim sem framin voru þessa örlagaríku daga um jólin 1989 en talið er að um 1.200 manns hafi fallið í upp- reisninni. Þess er að vænta að hafín verði skipulögð leit í skjala- söfnunum, sem menn Iliescus hafa fram til þessa haft yfirumsjón með. Munu margir, sagnfræðingar og blaðamenn, reynast tilbúnir til að leggja hönd á plóginn. Bandarísk barátta Skýra má óvæntan stórsigur Constantinescus með ýmsum hætti en þrennt kemur einkum upp í hugann. í fyrsta lagi hefur Iliescu sýnilega vanmetið andstæðinga sína og fyllst óhóflegri sigurvissu. í annan stað virðist honum og mönnum hans hafa mistekist að tryggja mikla kosningaþátttöku á landsbyggðinni þar sem einkum er að fínna stuðningsmenn forset- ans fráfarandi. í þriðja lagi rak Constantinescu kosningabaráttu að bandarískum sið en það er síðan ef til vill umdeilanlegt hvort fagna beri því að það skuli hafa skilað tilætluðum árangri þótt Rúmenía megi kallast „ríki myrkursins“ í Austur-Evrópu. Á meðan Ion Iliescu þurfti að svara ásökunum fjenda sinna og veijast á mörgum vígstöðum fór Constantinescu sem logi yfir akur og kynnti „Sáttmála við Rúmeníu" en svo nefndist kosningaplagg hans og var fyrirmyndin sótt til Bandaríkjanna þar sem Repúblík- anaflokkurinn boðaði slíka sáttar- gjörð með tilætluðum árangri í þingkosningunum 1994. Auk þess sem Constantineseu hét því að fara frá völdum skilaði stefna hans ekki tilætluðum árangri á 200 dögum hamraði hann á ömurlegri frammi- stöðu ríkisstjórnar Iliescus og handahófskenndum tilburðum hennar til að koma á efnahagsum- bótum. Constantinescu tókst að skapa sér þá ímynd að þar færi baráttuhundur í traustum tengsl- um við grasrótina í samfélaginu. Hann vék einnig þráfaldlega að spillingunni í Rúmeníu en þær tak- mörkuðu breytingar sem átt hafa sér stað á efnahagssviðinu hafa einkum orðið til þess að skapa fá- menna stétt moldríkra „kaupsýslu- manna" á kostnað samfélagsþjón- ustu og einkavæðingar. Hann hét því að koma á vestrænu markaðs- hagkerfi, snöggri einkavæðingu og allsherjar endurskipulagningu efnahagslífins sem að flestu leyti hefur lotið miðstýringu á þeim sjö árum sem liðin eru frá „bylting- unni“. Þá Iofaði hann þvi að leiða þjóðina inn í Atlantshafsbandalag- ið (NATO) og Evrópusambandið en þau markmið hafði stjórn kommúnistans fyrrverandi Iliescus raunar sett sér. Landsbyggðin brást Líkt og annars staðar í Austur- Evrópu hefur stuðningur við vest- ræna „umbótastefnu" nánast ver- ið bundinn við stærri borgir í Rúmeníu þar sem menntastigið er hærra en á landsbyggðinni og fijálslyndari viðhorf viðtekin. Það var landsbyggðarfólkið sem jafn- an tryggði Iliescu og flokksmönn- um hans sigur í kosningum í Rúmeníu. Því mega þau umskipti sem átt hafa sér stað í landinu teljast með ólíkindum. Sigur Constantinescus í forsetakosning- unum er með merkari pólitískum afrekum sem unnin hafa verið í Mið- og Austur-Evrópu frá því að valdakerfi kommúnista hrundi til grunna árið 1989. Úrslitin eru einnig merkileg fyr- ir þær sakir að í fyrsta skipti í sögu Rúmeníu hefur kjörinn for- seti verið felldur í fijálsum og lýð- ræðislegum kosningum. Iliescu og menn hans hafa játað ósigur sinn og hyggjast því una úrslitununum. Þetta gefur til kynna að stöðug- leiki ríki í Rúmeníu og sá lýðræðis- legi þroski sem rúmenskir kjósend- ur hafa sýnt kemur, vægt til orða tekið, á óvart. Emil Constantinescu stendur nú frammi fyrir sama vanda og starfs- bræður hans í nágrannaríkjunum gerðu á árunum 1989 og 1990. Hann þarf að hrinda í framkvæmd umbótastefnu en jafnframt leitast við að bæta lífskjörin í landinu með skjótum hætti. Reynslan sýnir að þetta er trúlega óframkvæman- legt. Slíkum umskiptum fylgir jafnan aukið atvinnuleysi og at- vinnuástandið í Rúmeníu er eins og flest annað þar í landi heldur dapurlegt. Erfitt samstarf? Þá vakna efasemdir óhjákvæmi- lega um samstarf lýðræðisflokk- anna sem nú stjórna landinu. Ráða- menn CDR, flokks forsetans nýja, eru flestir gamlir andófsmenn og háskólaborgarar. Þá skortir tilfinn- anlega pólitíska reynslu. Ummæli þeirra hafa einkennst af mikilli bjartsýni, sem á köflum verður ein- ungis jafnað við bernsku. Þeir eru auðfundnir í Rúmeníu sem hafa ímugust á Petre Roman. Menn hafa ekki gleymt því að hann varð fyrsti forsætisráðherra lands- ins eftir „byltinguna" með heldur dularfullum hætti og að þar fer fyrrum samheiji Ion Iliescu. Auk efnahagsaðstoðar skiptir nú miklu hvernig ríki Evrópu og Bandaríkin bregðast við þeim sögulegu umskiptum sem orðið hafa í Rúmeníu. Vestræn ríki hafa almennt gert hvað þau geta til að hundsa stjórnvöld þar og kommún- istann endurborna sem þar hefur ráðið ríkjum. Rúmenar hafa mátt lifa við takmörkuð pólitísk sam- skipti, sem á köflum hefur jaðrað við einangrun. Góðvildin nýtt? Nú er þess að vænta að snögg breyting verði þar á. Hafi Const- antinescu til að bera næg pólitísk klókindi mun hann vafalaust freista þess að nýta sér til fulln- ustu þá góðvild sem einkennir af- stöðu annarra Evrópuríkja og Bandaríkjanna til Rúmena nú um stundir. Ætla má að hann leggi höfuðáherslu á aðild að Evrópu- sambandinu og NATO með þeim rökum að þannig verði lýðræðis- byltingin sem riðið hefur yfir í landinu best fest í sessi. Og senni- lega hefur hann mikið til síns máls í þeim efnum. Aðgerðir franskra bílstjóra segja til sín París. Reuter. AÐGERÐIR franskra flutnignabíl- stjóra voru farnar að segja veru- lega til sín í gær, á sjötta degi. Vaxandi þátttaka á sinn þátt í því, en í gær hafði tugþúsundum vöru- bíla verið lagt á hraðbrautum landsins. Umsátursástand ríkti við um 30 borgir og var tekið að bera á mikl- um vöruskorti í suðvesturhluta landsins, víða í suðurhéruðum og í Calvados-héraðinu í Normandí. Þar þrutu birgðir bensínstöðva og einnig í Bordeaux, þar sem Alain Juppe forsætisráðherra er borgar- stjóri, vegna þess að bílstjóramir lokuðu vegum að um tug olíu- birðgastöðva. Myndin til hliðar var tekin í nágrenni Bordeaux í gær og er dæmigerð fyrir aðgerðir bílstjór- anna víða. Þeir hófu í gær að Ieggja bílum á hraðbrautir að mat- vælamarkaði París í Rungis-hverf- inu. Bílsljórarnir krefjast hærri launa, styttri vinnuviku og eftir- launa við 55 ára aldur. Viðræður við vinnuveitendur höfðu engan árangur borið í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.