Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kiám eða llrt? : Heitar umræðnr uröu & Al-B þingi i gær’um fatafellusýuing- pBI ar á skemmtistððum' hérlend- is. HjörleifUr GÍuttórmsson vill melna að um klém sé að ræða og hvatti ráðherTa ríkhgtjóm- pÞ arinnar tílað kýnna 8<fr májjð svö úrskurðaÍ5ttilBttí>''ÍWÍi 4 svo ursKuroar. mæiu/' vnyort fklám eöailist sé þama’fi ferð- ^ ÍnnL 1 ffBff i, ií IHiBfiíi í v \ sr&VU ÞAÐ ríður á að ráðherrar úrskurði um þetta sem fyrst til að koma í veg fyrir að landinn sé plataður með einhverju fúski sem ekki er list . . . Hverfafundir í Garðabæ Knúið á um byggingu hávaðavarnar í Bæjargili _ Morgunblaðið/Árni Sæberg BÆJARSTJORI Garðabæjar talar á hverfafundi í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli. BÆJARSTJÓRI Garðabæjar, Ingi- mundur Sigurpálsson, hefur undan- farið haldið hverfafundi með íbúum í Garðabæ. Ingimundur segir tvö mál brenna heitast á Garðbæingum um þessar mundir; nauðsyn á bygg- ingu hávaðavarnar meðfram Reykja- nesbraut sem liggur þvert í gegnum íbúðahverfið Bæjargil og slæm veg- tenging við Hnoðraholt og Vífíls- staðaveg en þar er talin vera mikil slysahætta. Hverfafundirnir voru þrír talsins og segir bæjarstjóri þá hafa gengið vonum framar, um 250 manns hafí sótt þá og almennt hafí fólk lýst yfír ánægju með fyrirkomulag og upgbyggingu í bænum. A einum fundanna kvörtuðu íbúar í Bæjargili undan hávaða vegna bíla- umferðar um Reykjanesbraut. „íbúar knúðu á um að byggingu hávaða- vamar verði hraðað en sú fram- kvæmd hefur staðið til lengi. Við teljum að Vegagerð ríkisins eigi að kosta nauðsynlegar hljóðvamir til að vemda byggð fyrir stofnbrautum eins og Reykjanesbraut en enn sem komið er hefur ekki fengist fjárveit- ing til verksins," segir Ingimundur. Á vegum bæjarstjórnar er nú unnið að tillögum um hugsanlegar úrbætur varðandi umferðarhávaða í hverfínu sem að sögn Ingimundar munu liggja fyrir um áramót. Bráðabirgðavegtenging slysagildra íbúar í Hnoðraholti lýstu yfir óánægju með slæma vegtengingu hverfísins við Vífilsstaðaveg en eins og ástandið er nú er þar talin vera mikil slysahætta. „í langtímaáætlun um framkvæmdir bæjarins er gert ráð fyrir að varanlegri tengingu verði komið á innan þriggja ára en sú sem fyrir er var einungis byggð til bráða- birgða," segir Ingimundur. Bæjarstjóri hafði framsögu á fundunum um stjórnsýslu bæjarins og rakti framkvæmdaáform næstu árin. Athygli bæjarbúa var m.a. vak- in á aðalskipulagstillögum til ársins 2015 sem nú liggja fyrir og lúta aðallega að samgöngumálum og landnotkun. Varðandi landnotkun segir Ingimundur að hverfum verði forgangsraðað. „í nánustu framtíð verður úthlutað lóðum í Hraunsholti, Hnoðraholti, Garðahverfí og hugsan- lega Amarneshálsi," segir hann. Veigamestu framkvæmdir í sam- göngumálum næstu 20 árin varða, að sögn Ingimundar, tvöföldun Reykjanesbrautar, ný lagning Álfta- nesvegar, lenging Vífilsstaðavegar til vesturs og framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg í Hraunsholti. 10 ára afrjiaeKEJ'.laðborö Caje Úm m Jólahladbordid svignar undan krœsingum öll kvökl og jólaandinn svífur um í húsid med sál. -Jorréttir O Hefðbundnir og óhefðbundnir réttir. .glðalréltir Allt það besta sem tilheyrir alvöru jólahlaðborði. £ftirréttir Hver öðrum girnilegri Vter&bt.Mm HluK af 'Oerði jótahlaöborösins rennur Kl krabbameinssjúkra bama. J'ifandi mtingahús í miðborginni, Lækjargöty 2. Ökukennarafélag íslands 50 ára Bættir umferðar- hættir eitt meginmarkmiðið • • Okukennarafélag ís- lands var stofnað 22. ber 1946. Meðlimir þess eru nú rúmlega tvö hundruð. Ýmis starfsemi er rekin á vegum félagsins, t.d. ökuskóli og útgáfa kennslu- efnis. Félagið hefur verið að undirbúa sérstakt aksturs- kennslusvæði í Smálöndun- um, til þess ætlað að auka skilning ökumanna á því hvernig ökutækið hegðar sér við erfið akstursskilyrði. Eitt af meginmarkmiðum Öku- kennarafélagsins hefur verið að beita sér fyrir bættum umferðarháttum. Nú er félag- ið að reyna að hafa áhrif á ný lög og reglugerðir sem verið er að vinna að og tengj- ast breyttum reglum innan ESB. Guðbrandur Bogason Ertu ánægður með tilhög- un ökukennaranámsins eins °g því er nú háttað? „Mikil framför varð á náminu er Kennaraháskóli íslands tók við því árið 1993. í náminu er vel tekið á almennri kennsiufræði og grundvallaratriðum í mannlegum samskiptum. Mér finnst þó að megi auka verklega þáttinn sem felst í stjórnun og meðhöndlun ökutækisins. Einnig finnst mér að mætti kenna meira um virkni eðl- isfræðilegra lögmála við akstur svo tilvonandi ökumenn skilji bet- ur hvernig bifreiðin hagar sér við mismunandi skilyrði. Þá tel ég að þurfi að skilgreina betur hver rétt- indi ökukennara til hinna ýmsu flokka ökutækja eigi að vera. Nú er það svo að þegar menn taka ökukennarapróf þá gildir það á þau ökutæki sem kennarinn hefur réttindi til að stjórna nema ef um bifhjól er að ræða. Til þess að kenna á bifhjól þarf sérstök rétt- indi og ég tel að svo eigi að vera með alla flokka ökutækja. Eins finnst mér að þurfi að taka upp sérstakt nám fyrir stjórnendur ökuskóla." Fyrir tveimur árum var sett í iög að foreidri eða aðrir aðstand- endur sem eru orðnir tuttugu og fjögurra ára megi til viðbótar öku- námi þjálfa ökunema í akstri eftir ákveðinn tíma en ökukennararnir ákveða hvenær æfingaleyft skuli gefið út til aðstandenda. Hvernig hefur þetta reynst? „Reynslan er eflaust mjög mis- jöfn. í sumum tilfellum skilar þetta leiknari ökumönnum út í umferðina og með jákvæðara við- horf til umferðarinnar. Til að þetta markmið náist er mikil ábyrgð lögð á ökukennara að hann meti rétt aðstæður, þ.e. hvort neminn er tilbúinn að fara út í umferðina á ökutæki sem er ekki með neinum sérstökum öryggisbúnaði og jafn- vel með lítt reyndan aðila sér við hlið. Mér finnst vanta betri skiln- ing almennings hvernig þetta er hugsað og ákveðnari reglur um fyrirkomulagið." Um tvö hundruð ökukennarar eru starfandi á landinu og eru áform um að útskrifa nokkra tugi í viðbót á næstu árum, er ástæða til svo örrar endurnýjunar í stétt- inni? „Ég tel vafasamt að hafa svo hraða end- urnýjun innan stéttar- innar þó auðvitað þurfi hún að eiga sér stað í þessari stétt sem öðr- um. Það liggur fyrir að á næstu árum öðlist 3.500-4.000 ungir íslendingar ökupróf. Með svo örri aukningu innan stéttarinnar sem ráð er gert fyrir minnkar hlutfall nemenda á hvern kennara. Það ► Guðbrandur Bogason er fæddur 6. júní, árið 1943 í Reykjavík. Hann lauk véivirkja- námi frá Iðnskólanum í Reykja- vík árið árið 1964. Starfaði hann við vélvirkjun til ársins 1967. Þá gerðist hann slökkviliðsmað- ur við Slökkviliðið í Reykjavík og starfar þar nú sem varð- stjóri. Árið 1969 aflaði hann sér réttinda til ökukennslu hér á landi en hann hefur sótt viðbót- arnám á Norðurlöndunum. Árið 1994 lauk hann ökukennara- námi við Kennaraháskóla Is- Iands. Hann hefur setið í stjórn NTU sem eru samtök norrænna ökuskóla. Guðbrandur hefur verið formaður Ökukennarafé- lags íslands síðan 1982. er ekki til að auka fagmennsku í ökukennslu ef ökukennarar geta ekki haft samfelldan starfa við kennsluna." / flestum nágrannalöndunum er lágmarksaldur ökumanna átján ár. Finnst þér þurft að hækka lág- marksaldur ökumanna samsvar- andi hér á landi? „Mér finnst koma til greina að skoða það af fullri alvöru. Ýmsar forsendur hafa breyst. Hér áður fyrr fóru ungmenni fyrr út í at- vinnulífið sem var mjög þroskandi en breytingar hafa orðið á vinnu- markaðnum. Ég hef iðulega heyrt það hjá 18-19 ára ungmennum sem ég hef verið að kenna að þeim hefur ekki fundist þau tilbú- in að axla þá ábyrgð að aka í umferðinni sautján ára. Það er staðreynd að flest umferðarslys verða hjá yngstu aldurshópunum. í nágrannalöndunum, þar sem ald- urinn er hærri, er hlutfall aðildar ungri ökumanna að umferðaslys- um lægra. Hvort það ber að þakka hærri aldri eða betra ökunámi er ekki gott að segja.“ Hafa einhverjar rannsóknir ver- ið gerðar á orsökum umferðar- óhappa og á umferðarmenningu íslendinga? „Því miður eru þær alltof fáar og nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvað það er í mannlegri hegðun sem getur valdið umferðar- óhöppum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að í 70-80% tilvika er það mannlegi þátturinn sem er ein aðalorsök um- ferðaróhappa. Það er sama hversu ökumaðurinn er leikinn, ökutækið fullkomið eða vegakerfið gott, ef ökumaðurinn er ekki með hugann við það sem hann er að gera þá ræður hann ekki við verkefnið." Lágmarksald- ur ökumanna í átján ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.