Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 12

Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 12
12 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Upplausn í landinu g'leymda í Hvíta-Rússlandi er að finna tíu milljóna manna blásnauða þjóð í tilvistarkreppu. Nú hyggst forseti landsins, sem margir efast um að gangi heill til skógar, tryggja sér nánast alræðisvald í krafti þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fer í dag. Asgeir Sverris- son segir frá upplausninni í Hvíta-Rússlandi og hugsanlegum áhrifum hennar. Reuter ALEXANDER Lúkasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, flytur ræðu á þingi landsins og hvetur til þess að myndað verði ríkjabanda- lag við Rússa. í Hvíta-Rússlandi telja margir að forsetinn gangi ekki heill til skógar á andlega sviðinu. HVÍTA-RÚSSLAND hefur löngum verið nefnt „landið sem tíminn gleymdi". Nú virðist ástæða til að velta því fyrir sér hvort „landið sem trúir ekki á eigin tilveru“ er ekki réttari lýsing á því stórfurðulega ástandi sem einkennir þetta tíu milljóna manna ríki. Forseti lands- ins, Alexander Lúkasjenko, stefnir að því að tryggja sér því sem næst alræðisvald en helsta markmið hans er jafnframt að uppræta sjálfstæði landsins og sameina það Rússlandi. Stjómmálaólga fer vaxandi og þær raddir gerast sífellt háværari að forsetinn sé ekki með öllum mjalla. Fram hafa komið vísbendingar, sem gefa til kynna að þessi skoðun sé á rökum reist. Hvíta-Rússland varð sjálfstætt ríki við hrun Sovétríkjanna árið 1991 en allt frá þeim tíma hafa söknuður eftir sovéttímanum og sérlega djúpstæðar efasemdir um getu þjóðarinnar til að lifa utan þessa bandalags sett mark sitt á þjóðlífið allt. Hvíta-Rússland hefur í raun aldrei verið til sem sjálfstætt ríki heldur lotið yfirráðum Litháa, Pólverja eða Rússa. Svo virðist sem landsmönnum sé um megn að líta á sig sem sjálfstæða þjóð. Þeir sem hug hafa á að kynna sér hina horfnu „menningu" Sovéttímans þurfa ekki að fara lengra en til höfuðborg- arinnar, Minsk, sem flestir eru sam- mála um að sé sérlega óaðlaðandi staður. Þar líkt og víðar í landinu verður ekki meðtekið að breytingar í grundvallaratriðum hafi riðið yfir þetta samfélag, þvert á móti virðist tíminn hafa staðið kyrr. Nú er svo komið að Hvíta-Rússland hefur kallað yfir sig pólitíska einangrun, fulltrúar erlendra ríkisstjórna sem þar starfa segja óhugsandi að raun- verulegar framfarir á efnahags- sem stjórnmálasviðinu eigi sér stað í landinu á meðan Lúkasjenko for- seti er við völd. Sovésk föðurímynd Forsetinn er í raun holdgervingur þessara einkennilegu efasemda Hvít-Rússa um stöðu þeirra í heim- inum. Lúkasjenko var á sovéttíman- um yfirmaður á samyrkjubúi og engum dylst að hann harmar enda- lok Sovétríkjanna. Raunar er sá harmur þungamiðjan í stjórnmála- baráttu forsetans. Og hann hefur notið lygilegra vinsælda. Lúkasjenko, sem er 42 ára, var kjörinn forseti Hvíta-Rússlands árið 1994. Hann vann með yfirburðum; höfðaði sýnilega til þjóðarinnar óör- uggu, sem var í leit að sovéskri föðurímynd og fann hana í sam- yrkjuforstjóranum. Eitt helsta kosningaloforð hans var enda að stefnt skyldi að einhvers konar bandalagi við Rússland auk þess sem hann hét því að brjóta á bak aftur spillinguna, sem gegnsýrir þetta samfélag. Nú kann svo að fara að þessi þjóð feli forsetanum aukin völd með því að samþykkja stjórnarskrárbreytingar þær sem hann vill innleiða og fela í sér frum- stæðar hugmyndir um forystuhlut- verk leiðtogans og stöðu alþýðu manna gagnvart ríkisvaldinu. Þótt því fari fjarri að Lúkasjenko sé alþjóðasinni verður hann tæpast vændur um þjóðrembu. Öðru nær. Hann hefur farið háðuglegum orð- um um tungu Hvít-Rússa og sagt hana ómerkilega. Hið sama hefur Reuter ÞRÁTT fyrir miklar vinsældir forseta Hvíta-Rússlands eru margir ósáttir við það yfirlýsta mark- mið hans að landið sameinist Rússlandi. Myndin sýnir hvít-rússneska þjóðernissinna með fána lands- ins á lofti mótmæla stefnu forsetans í höfuðborginni, Minsk. HVITA-RUSSLAND Ólgan í Hvíta-Rússlandi skapar óvissu á sviði öryggismála í Rússlandi og nágrannaríkjunum auk þess sem hennar gætir innan NATO. Hvít-Rússar eru Ifkt og Rússar andvígir stækkun NATO og hafa gefið til kynna að SS-25 kjarnorkueldflaugum verði haldið eftir í landinu sökum þessa. Stærð: Ibúafjöldi: | 207.600 ferkílóm. 110,29 milljónir Samsetning: Hvít-Rússar: 77,9% Tungumál: 1990: Hvít-rússneska innleidd sem opinbert mál (4% þjóðarinnar nota hana sem talmál). Nú er rússneska einkum notuð. □ Frá 13 öld var landið ýmist hluti af Litháen, Póllandi eða Rússlandi. 1917: Hvíta-Rússland verður sjálfstætt ríki. 1920: Austur-Hvíta-Rússland endurstofnað sem sovétlýðveldi (BSSR). 1922: Hvíta-Rússland rennur saman við sam- bandsríkið Rússland og Sovétríkin verða til. 1945: Hvíta-Rússland verður aðili að Sameinuðu þjóðunum ásamt Úkraínu. 1986: Um 70% landsins verða fyrir geislavirku úrfelli vegna Tsjernobyl-slyssins. 1990: Hvíta-Rússland lýst fullvalda ríki, áhersla lögð á að landið verði hlutlaust og kjarnorkuvopnalaust. 1991: Staníslav Sjúshkevítsj er kjörinn þjóð- höfðingi. Landið tekur upp nafnið Hvita- Rússland og myndar Samveldi sjálfstæðra ríkja ásamt Rússlandi og Úkraínu. 1992: Hvít-Rússar undirrita Lissabon- samkomulagið um bann við útbreiðslu kjarnavopna og heita því að flytja öll kjarnavopn til Rússlands fyrir 1999. Rússneski herinn vill efla samvinnu við Hvíta-Rússland eftir hrun Sovétríkjanna og nota það sem stuðpúða á landleiðinni úr vestri og yfir Eystrasaltsríkin. 1 Lönd sem vilja aöild aöNATO 1993: Æðsta ráðið staöfestir Lissabon-samkomulagið og START-afvopnunarsáttmálann. 1994: Hvíta-Rússland skýrirfrá því að tvær rússneskar herstöðvar verði áfram í landinu. 1995: Hvít-Rússar gerast aðilar að „Félagsskap í friðarþágu" innan NATO. I Herafli: Landher 50.500 Flugher 25.700 Kjarnorkuherafli 18 SS-25 langdrægar eldflaugar undir stjórn Rússa. Heimildir: (IISS 1996) The Military Batance 1996 Europa YearBook 1996 hann sagt um rnenningu þjóðarinn- ar sem hann leiðir. Hann hefur lýst yfir því að í raun séu aðeins til tvö raunveruleg heimsmál -enska og rússneska. Forsetinn hefur leynt og ljóst leitað eftir samruna við Rúss- land og boðaði á dögunum sameig- inlega varðstöðu Hvít-Rússa og Rússa vegna yfirvofandi stækkunar NATO til austurs. Rússar sem í gegnum tíðina hafa ekki mátt venjast því að aðrar þjóð- ir og önnur lönd leiti beinlínis eftir að lúta yfirráðum þeirra hafa tekið yfirlýsingum forsetans heldur fá- lega. Ráðamenn í Kreml hafa held- ur engan áhuga á að auka enn frek- ar á efnahagsvandann með því að taka við steinrunnu efnahagslífi Hvíta-Rússlands sem rambar á barmi skelfingar. Á hinn bóginn eru öfl í rússnesku samfélagi, sem ekki eru ráðandi nú um stundir, sem taka kenningum Lúkasjenkos fagn- andi enda ristir hugmyndin um slav- neskt bandalag Rússlands, Hvíta- Rússlands og Ukraínu víða djúpt. í Minsk er því á hinn bóginn haldið fram að áhugi forsetans á samruna Hvíta-Rússlands og Rúss- lands sé tilkominn sökum þess að hann telji heimalandið allt of ómerkilegt til að stjórnvitringur og heimsleiðtogi sem hann fái notið sín þar. Hann telji eðlilegt að álykta sem svo að hans bíði framtíð á meðal ráðamanna í Kreml og að sjálft forsetaembættið í Rússlandi sé hóflegt markmið í því viðfangi. Vaxandi stjórn- málaspenna Vaxandi ólgu hefur gætt á stjórnmálasviðinu í Hvíta-Rússlandi á undanförnum mánuðum eftir að forsetinn kunngjörði að hann hygð- ist leggja nýja stjórnarskrá fram og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Þetta hefur kallað fram mikla togstreitu í samskiptum Lúk- asjenkos og þingsins í Minsk. Þing- heimur samþykkti fyrr í ár að niður- staða þjóðaratkvæðisins skyldi ein- ungis teljast ráðgefandi. Þessu hafnaði Lúkasjenko og ógilti sam- þykktina í krafti tilskipunarvalds forseta. Á mánudag komst þessi barátta þings og forseta á nýtt stig er for- sætisráðherra landsins sagði af sér og þingheimur samþykkti að koma bæri Lúkasjenko frá völdum vegna einræðistilburða hans. Þessu svör- uðuð aðstoðarmenn forsetans á þann veg að hann myndi þá einfald- lega leysa þing landsins upp. Rússar skárust loks í leikinn í vikunni og freistuðu þess að koma á sáttum í deilu þessari. Það tókst aðfaranótt föstudags er Lúkasjenko féllst á að niðurstöður atkvæða- greiðslunnar skyldu ekki teljast bindandi eftir langan fund í Minsk með Víktor Tsjernomyrdín, forsæt- isráðherra Rússlands. Þingið féllst á móti á að hætta öllum tilraunum til að koma forsetanum frá völdum. Engin ástæða er til að ætla að þetta samkomulag haldi til lengdar og eftir sem áður ríkir óvissa um hver stjórnar í raun Hvíta-Rússlandi. í liðinni viku var orðalag þeirra stjórnarskrárákvæða sem forsetinn vill innleiða loks gjört opinbert. Þótti mörgurn það tímabært þar sem kjörstaðir í þjóðaratkvæða- greiðslunni hafa verið opnir frá 7. þessa mánaðar. Formlega munu landsmenn hins vegar ganga að kjörborðinu í dag, sunnudag. Þessi framkvæmd atkvæðagreiðslunnar þykir lýsandi dæmi þess hvernig forseti Hvíta-Rússlands sniðgengur gjörsamlega viðteknar hugmyndir um lýðræðislegar kosningar. Eftir- sókn hans eftir nánast alræðisvaldi í Hvíta-Rússlandi þykir heldur ekki bera djúpstæðri lýðræðisást hans vitni. Aukið forsetavald I stjórnarskrárdrögum þeim sem forsetinn hefur lagt fram er m.a. að finna ákvæði þess efnis að kjör- tímabil hans verði frá deginum í dag, sunnudegi, lengt um tvö ár þannig að því ljúki árið 2001. Hann vill aukinheldur tryggja sér völd til að skipa helming þeirra dómara sem sitja í stjómarskrárrétti Hvíta-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.