Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 15 Tónlist fyrir alla 1 Kópa- vogi FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR verða á mánudagskvöld í Listasafni Kópa- vogs kl. 20.30. í lok fyrstu tónleika- syrpu skólaársins fyrir grunnskóla- nemendur í Kópavogi á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Að þessu sinni spila Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmunds- dóttir píanóleikari en þau hafa leik- ið fyrir liðlega 2.900 skólabörn á 20 skólatónleikum. Á efnisskránni eru eftirtalin verk: Ave Maria eftir Bach-Gounod, Són- ata arpeggione eftir Franz Schu- bert, Vocalise op. 34 nr. 1 eftir Sergei Rachmaninoff og Sónata í e-moll op. 38 eftir Johannes Brahms. Gunnar Kvaran hóf ungur tón- listarnám. Að loknu námi hér heima stundaði hann nám við Tónlistarhá- skólann í Kaupmannahöfn. Fram- haldsnám stundaði hann í Basel í Sviss. Gunnar hefur komið fram sem einleikari og i kammertónlist á Norðurlöndum og mörgum öðrum Evrópulöndum, í Bandaríkjunum og í Kanada. Gunnar er deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík og kennir þar sellóleik og kammertónlist. Fyrirhugaðir eru tónleikar á næstunni hjá Gunnari í Noregi, Danmörku, Þýskalandi og Mexíkó, ýmist í kammertónlist eða einleiksverkum. Selma Guðmundsdóttir hóf tón- listarnám á ísafirði en stundaði síð- an nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan einleikara- píófi undir handleiðslu Árna Krist- jánssonar pianóleikara. Hún stund- aði framhaldsnám í Salzburg og Tónlistarháskólanum í Hannover í Þýskalandi og hlaut þá námsstyrk frá þýska ríkinu (DAAD) um tveggja ára skeið. Hún hefur enn- fremur sótt námskeið víða erlendis. Selma hefur haldið íjölda ein- leikstónleika hér heima og erlendis auk þess að leika einleik með hljóm- sveit og kammertónlist. Selma starfar nú meðfram tónleikahaldi sem píanókennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. DJASSTRÍÓ Árna Heiðars. Djasstríó Árna Heiðars 1 Kaffi- •• húsinu Ommu í kvöld kl. 22 mun djasstríó Árna Heiðars leika á kaffihúsinu Ömmu í Réttarholti sem er staðsett í húsi gömlu ísafoldarprentsmiðjunnar í Þinholtsstræti. Auk Árna sem leik- ur á Fender-Rhodes-píanó mun Tómas R. Einarsson plokka strengi kontrabassans en Harvey Burns lemur húðir og simbala. Harvey var á árum áður liðsmaður Cat Stevens auk þess sem hann hefur spilað með mönnum innan djassgeirans og má þar nefna Gorgie Fame og trompetleikarann Kenny Wheeler. Aðgangur er ókeypis og öllum * Jón Oskar og Eggert í Hafnarborg EGGERT Magnússon. Stúlkan við gjána. NÚ standa yfir sýningar Jóns Óskars og Eggerts Magnússon- ar í Hafnarborg, menningar- og listastonfun Hafnarfjarðar. Jón Óskar sýnir 100 manna- myndir sem unnar eru með tölvutækni. Hér er um að ræða andlit sem ekki eru ljósmynduð heldur skönnuð beint inn í tölv- una og síðan unnin og prentuð aftur. Jón Óskar hefur haldið fjölda sýninga, bæði hér heima og er- lendis. Eggert Magnússon hefur fengist við málaralist um nokk- urra ára skeið og hefur gjarnan verið talinn til naífista, meðal annars fjallaði Aðalsteinn Ing- ólfsson um hann í bók sinni Einf- arar í íslenskri myndlist og voru myndir hans þá til sýnis í Hafn- arborg á samnfndri sýningu. Efniviður Eggerts er annars vegar veruleiki íslensku sveit- anna og hins vegar svipmyndir frá fjarlægum löndum, frá Afr- íku og Indlandi. Sýningarnar standa til 9. des- ember. Veruleg verðlækkun! Næstu daga rýmum við fyrir árgerð '97 af Arctic Cat vélsleðum með því að slá verulega af verði '96 árgerðinnar. Tæknilegir eiginleikar, búnaður og útlit '96 línunnar frá ARCTIC CAT eru með þeim hætti, að þú veltir því fyrir þér af hverju einhver vilji keyra aðra sleða. Nú gefst þér kostur á að eignast þessi tæki á einstöku verði. Kötturinn hefur níu líf BREIÐ LINA lli^ SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI: 568 1200 Phanther Liquid........... Bearcat 550 Widetrack..... EXT 580 EFI............... Pantera .................. ZRT 600 .................. Wildcat EFI Touring........ Thundercat................ og margir fleiri ATH! TAKMARKAÐ MAGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.