Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Með Tukt aðtala Hópur myndlistarmanna ffistir fangelsið við Síðumúla um þessar mundir. Ekki fyrir þær sakir að list þeirra hafi komið við kaunin á yfírvöldum heldur vegna þess að Fangels- ismálastofnun hefur lánað húsnæðið undir listsýningu en fangelsið var formlega lagt niður fyrr á þessu ári. Orri Páll Ormars- son stakk við stafni í steininum og hitti aðstandendur sýningarinnar að máli. „LISTAMENNIRNIR fá jafn marga rúm- metra í mjög tilfinningalega, þjóðfélags- lega og pólitískt sterku umliverfi. Spum- ing er bara sú: Hvernig bregðast þeir við,“ spyr illur. GUÐMUNDUR Gíslason: Mattheus 25. HVERNIG skyldi vera komið fyrir manni sem færður er í fanga- geymslur, mótþróalaust að vísu, og á móti honum tekur maður að nafni illur? Líkast til á hann undir högg að sækja í lífinu! Ekki er þó allt sem sýnist í þessum efnum því umræddar fangageymslur, fangelsið við Síð- umúla, hættu að þjóna sínum fyrri tilgangi fyrir allmörgum mánuð- um og illur heitir í raun Illugi Eysteinsson og er fulltrúi þeirrar stéttar sem lagt hefur húsnæðið undir sig — myndlistarmanna. Þar stendur nú yfir samsýning sextán slíkra manna, sem ber yfirskrift- ina Tukt, og hefur hver þeirra einn klefa til umráða fyrir innsetn- ingu. Hugmyndin að sýningunni er runninn undan rifjum ills sem verður seint sakaður um að fara troðnar slóðir í listinni. Hefur hann ekki einungis breytt fangelsi í sýningarsal, heldur jafnframt koti í höll og vatni í vín ... Nei, það var víst einhver annar! En skyldi hugmyndaflugi hans engin tak- mörk vera sett? . „í raun og veru ekki. Allt er mögulegt enda gerir bakgrunnur minn sem arkitekts það að verkum að ég lít á umhverfi mitt sem leik- völl möguleikanna, þá eru kotin, fangelsin og frystiklefarnir ekki undanskilin," segir listamaðurinn. Hugmyndin að Tukt kom fram á liðnu vori, að sögn ills, í kjölfar innsetningarsýningar sem hann efndi til í galleríi. „Innsetningar ganga út á samspil rýmis og lista- manns. Galleríið er hins vegar frekar „hljóður" félagi og því kviknaði sú hugmynd að leita að „kröftugri“ félaga, eða aðstæðum, til sköpunar. Þá datt fréttin um tímabundna lokun Síðumúlafang- elsisins upp í hendurnar á mér og tengdi ég mínar langanir strax við húsnæðið." Einn maður — einn klefi Um líkt leyti hafði illur spurnir af sýningu í Kaupmannahöfn, þar sem listamenn, þeirra á meðal Þorvaldur Þorsteinsson, bjuggu til innsetningar fyrir gáma og höfðu allir jafn mikið rými til umráða. Heillaðist hann af hugmyndinni og kaus því að útfæra tillögu sína að sýningu í Síðumúlafangelsinu með þeim hætti að listamennirnir, sem hann myndi fá til Iiðs við sig, fengju hver sinn fangaklefa til ráðstöfunar, að öðru leyti yrði ekki hróflað við innviðum fangels- isins. „Þetta gerir það að verkum að allir listamennirnir fá jafn marga rúmmetra í mjög tilfinningalega, þjóðfélagslega og pólitískt sterku umhverfi. Spurning er bara sú: Hvernig bregðast þeir við?“ Að áliti ills snýst sýningin um eitt af grundvallarhlutverkum listamannsins: Hugmyndafræð- RAGNHILDUR Stefánsdótt- ir: Barnið í manninum. ina. „Listamenn eru á sinn hátt hugmyndafræðingar síns samfé- lags. I þessu tilfelli opnum við til að mynda ekki einungis dyr að þessu húsnæði, heldur jafnframt dyr að heimi glæps og refsingar eins og við, listamennirnir, sjáum hann.“ Guðmundur Gíslason, forstöðu- maður fangeisanna á höfuðborg- arsvæðinu, segir að Fangelsis- málastofnun hafi þegar í stað geðjast vel að áformum ills og þegar ljóst hafi verið endanlega, á haustmánuðum, að Síðumúla- fangelsið heyrði sögunni til hafi verið ákveðið að láta slag standa. Fór illur þá að svipast um eftir listamönnum til að taka þátt í sýningunni og beindi sjónum sín- um einkum að fólki sem hafði áður unnið innsetningar af per- sónulegum og/eða tilfinningaleg- um toga. Komu fjórtán manns í leitirnar. „Hópurinn er feikilega fjöibreyttur og hefur því ólíkar hugmyndir um viðfangsefnið. Endurspeglast sú staðreynd í verkunum." Auk ills taka þátt í sýningunni Alda Sigurðardóttir, Anna Líndal, Áslaug Thorlacius, Eygló Harðar- dóttir, Finnbogi Pétursson, Finnur Arnarson, Haraldur Jónsson, Hlynur Helgason, Magnea Þ. Ás- mundsdóttir, Pétur Örn Friðriks- son, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Svala Norðdahl og Þóroddur Bjarnason. Sérstakur gestur listamannanna er síðan Guðmundur Gíslason. Skemmtilegur hópur „Upphaflega var talað um að Fangelsismálastofnun yrði með eins konar sögulegt innlegg í ein- um klefa á sýningunni. Þegar sú hugmynd datt upp fyrir kom ég inn í myndina," segir Guðmundur sem hefur um árabil verið áhuga- maður um myndlist og meðal ann- ars lagt stund á nám á því sviði. Er Tukt fyrsta opinbera listsýn- ingin sem hann tekur þátt í. „Það hefur verið stórkostlegt að taka þátt í þessu enda skemmtilegur hópur á ferð.“ Ber illur lof á framlag Fangels- ismálastofnunar til sýningarinnar — hún hafi svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að gera hana að veruleika. „Þetta er eitt besta dæmi um samvinnu sem ég þekki á þessu sviði en svona á þetta vita- skuld að vera, listamenn og fram- kvæmdaaðilar eiga að sameina krafta sína. Oftast þurfa lista- mennirnir hins vegar alfarið að sjá um framkvæmd sýninga sinna sjálfir.“ Guðmundur gerir jafnframt góðan róm að samstarfinu. Yfir- leitt sé rætt um fangelsi á nei- kvæðum nótum og sýningin hafi því verið kærkomið tækifæri tii að lyfta umræðunni á jákvæðara plan. „Síðan er þetta náttúrulega svanasöngur hússins, en verktak- inn sem festi kaup á því hefur lýst því yfir að hann muni annað- hvort rífa það í heild eða allt inn- an úr því. Það er því við hæfi að ljúka þessu með krafti." Sýningin er opin frá kl. 16-20 alla virka daga og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 1. desem- ber. Kristinn H. Arnason í íslensku óperunni Tónar úr ýmsum áttum KRISTINN H. Árnason gítarleikari kem- ur fram á tónleikum Styrktarfélags ís- lensku óperunnar á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Leroy, Mudarra, Ponce, Sor, Henze og Granados. Tónleikarnir hefjast á tveimur hring- dönsum, branle, eftir Frakkann Adrian Leroy sem uppi var á sextándu öld en slíkir dansar voru, að sögn Kristins, afar vinsælir á þeim tíma. Samdi hann verkið fyrir lútu. „Leroy var konunglegur for- leggjari sem réð ásamt félaga sínum Ballard stórum hluta nótnamarkaðarins í Frakklandi fram á áljándu öld.“ Því næst mun Kristinn leika verk eftir sextándu aldar Spánverja, Mudarra að nafni, sem hann samdi fyrir hljóðfæri sem nefndist vihuela og var ekki ósvipað gít- arnum — hafði sex tvöfalda strengi. „Vi- huela var einkum bundið við háaðalinn en hvarf af sjónarsviðinu undir lok sext- ándu aldar,“ segir Kristinn. Talsvert yngra tónskáld, Manuel Ponce, á þrjú verk á efnisskránni, Sónötu nr.3, Gavotte og Gigue. Fæddist hann á seinni hluta síðustu aldar og andaðist um miðbik þessarar. „Síðarnefndu verkin samdi Ponce undir nafni 18. aldar tón- skáldsins og lútusnillingsins Weiss, sem var samtímamaður og kunningi Bachs. Slík vinnubrögð tíðkuðust einmitt fyrr á öldinni en verkið er samið að beiðni gítar- leikarans Andrés Segovias, sem bað Ponce um að semja það í anda Bachs. Verk Bachs voru hins vegar svo vel skráð að þeir komu sér saman um að ekki myndi borga sig að semja undir hans nafni, völdu þeir því Weiss, og var verkið gefið út á plötum og nótum undir hans nafni í marga áratugi áður en hið sanna kom í ljós,“ segir Kristinn. Flúði heimalandið Eftir hlé mun Kristinn spila tvö verk eftir Katalóníumanninn Fernando Sor. Þegar Frakkar réðust inn í Spán snemma á síðustu öld gekk tónskáldið þeim á hönd og þegar þeir hröktust á brott fór Sor sömu leið. „Bjó hann í París og Lond- on það sem eftir var æfinnar og skapaði sér nafn sem tónskáld og gítar-virtúós.“ Næst á efnisskránni er verkið Drei Tentos eftir Þjóðverjann Hans Werner Henze. „Þetta er frjálst verk í fantasíu- formi en formið fær hann frá skóla vihu- ela-ista,“ segir Kristinn. Tónleikunum lýkur síðan á þremur dönsum og verki sem nefnist La Maja de Goya eftir annan Katalóníubúa, Grana- dos, sem samdi aðallega fyrir píanó og Morgunblaðið/Kristinn MARGRA grasa kennir á efnisskránni sem Kristinn H. Árnason býður upp á á þriðjudaginn. eru verkin því umskrifuð fyrir gítar. Kristinn hélt nýverið tónleika með sömu efnisskrá á Akureyri og Húsavík en hluti hennar verður, ásamt öðru efni, á annarri geislaplötunni sem gítarleikar- inn sendir frá sér í samstarfi við hol- lenska fyrirtækið ARSIS Classics. Kémur hún að líkindum út um næstu mánaðamót. Bláar myndir í Stykkishólmi f Norska húsinu { Stykkishólmi stendur sýn- ing á myndum eftir Þorvald Þorsteinsson. Nefnist sýningin Bláar myndir og eru á sýningunni 30 nýlegar myndir eftir Þorvald. Nafnið er dregið af því að myndirnar allar eru málaðar með bláum vatnslitum. Textinn við myndirnar hefur mikið að segja og má segja að verkin standi og falli með textanum. Síðasti sýningardagur er 24. nóvember. Kór Tónlistarskól- ans í Dómkirkjunni í TILEFNI tveggja alda afmælis Dómkirkjunn- ar í Reykjavík hafa margir góðir gestir komið fram við messur og tónleika i kirkjunni. í dag, sunnudag mun kór Tónlistarskólans í Reykjavík syngja í messu kl. 14. Prestur verður sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og organ- leikari og kórstjóri Marteinn H. Friðriksson. Sungið verður messutón eftir Jón Þórarins- son og einnig munu nemendur úr Tónmennta- kennaradeild skólans syngja og stjórna stund- arfjórðung á undan messunni. Handrit Laxness sýnd SÝNINGIN á handritum Halldórs Laxness í handritadeild Landsbókasafns Íslands/Há- skólabókasafns, stendur yfir til 30. nóvember. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins kl. 8.15-19 mánudaga til fimmtudaga, 8.15-17 á föstudögum og kl. 10-17 á laugar- dögum. ) I í í I l b i p ! I 1 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.