Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 27

Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ Að koma öskjum upp á tuttug- ustu pönnuhæð Síldarvinna er í fullum blóma og Jóhanna Kristj ónsdóttir reynir að halda í við sam- starfskonur sínar á vaktinni og hefur sett sér háleitt takmark í því efni. AÐ má með sanni segja að hér á Þórshöfn hrær- ist maður í mjög alþjóðlegu samfélagi. Hér er fólk frá Fær- eyjum, Pól- landi, Frakklandi, Serbíu, Rúss- landi og Ukraínu. Allir þessir út- lendingar vinna í fiskvinnslunni, sumir hafa verið hér æði lengi og ætla greinilega að setjast að og hafa keypt sér hús. Aðrir eru far- fuglar eins og ég. Sumir útlendinganna eru há- menntað fólk sem hefur leitað hingað vegna betri afkomu en aðrir eru að safna í lífsreyns- lusarpinn. Sumir Þórshafnarbúar segja mér að útlendingarnir séu milli 30 og 40 og það er hreint ekki lítið þar sem íbúatalan er nokkuð innan við 400. Það er líf í öllum tuskum hér um þessar mundir og undanfarnar vikur hefur verið unnið allan sól- arhringinn. Ég hef verið svo stál- heppin síðustu viku að lenda á vakt sem hefst klukkan átta á kvöldin og lýkur klukkan ijögur um nóttina. Við höfum verið að frysta síld af mesta kappi og það er deginum ljósara að stemmning- in í kringum síldina jafnvel þótt við stöndum ekki á haus í tunnum er öðruvísi en þegar annar fiskur er í vinnslu. Það kemur einhver glampi í augun, hreyfingarnar verða hrað- ari og adrenalínið er á fullu. Hver vakt reynir að afkasta sem allra mestu, það er bæði vegna þess að þá hækkar bónusinn en ekki síður almennur metnaður í að ná meiri afköstum en næsta vakt á undan eða eftir. Mér finnst sniðugt að fylgjast með — svona útundan mér því ég er auðvit- að að reyna að keppast við eins og hinar — hvað vinnulag hverr- ar og einnar konu er ólíkt. Sumar hafa svo hröð handtök að það er eins og mynd sem er sýnd á of miklum hraða. Aðrar vinna jafnar en virð- ast aldrei þreytast og þaðan af síður fá verk í herðarnar eins og ég sem er stundum hreint að fa- rast. Enn aðrar djöflast af þvílík- um krafti að allt leikur á reiði- skjálfi en afköstin eru ekki alltaf í samræmi við öll lætin. Það rann upp fyrir mér þegar ég byrjaði í síldarfrystingunni að eins og í öllu sem að þessu snýr eru handtökin ekki eins einföld og þau virðast þegar maður horf- ir á vanar og flínkar konur. Það eitt að halda poka rétt undir vigtinni svo alit sullist ekki út úr, loka öskjunni rétt og það sem reyndist mér lengi vel þraut- in þyngst; koma öskjunni síðan í pönnuna. Síldin flóði upp og út úr pokanum og ég náði ekki haldi á öskjunni með tíu kílóunum í til að raða þessu í pönnuna. Sam- starfskonur mínar á fyrstu vakt- inni sem ég var á við þessa iðju sýndu mér þó flestar mikla þolin- mæði, þó það lægi auðvitað í aug- um uppi að ég var að draga þær niður í bónus. En þetta er allt að koma og nú er ég farin að geta lyft öskjum upp á sextándu hæð af pönnum. Það er sniðugt hvað ég finn til mikillar ánægju með sjálfa mig yfir því. Og stefni ótrauð að nýju tak- marki. Að geta náð upp á þá tutt- ugustu. Hvorki meira né minna. Dagbók frá Þórshöfn SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 27 Lágmarks hita- og viðhaldskostnaður • FuHkomin hljóðeinangrun • Val á gólfefnum og innréttingum Stórar svalir eða einkagarður • Sér inngangur í hverja íbúð • íbúðir afhentar fulibúnar Þvottahús ■ íbúð • Skólar, leikskólar, félagsmiðstöðvar og verslanir í næsta nágrenni Verðdæmi Kaupverð 6.590.000 Húsbréf 70% 4.613.000, Lán seljanda til 25 ára 1.477.000 Gr. við undirr. kaups. 500.000 Gr. byrði á mánuði 38.834 * Veitt gegn traustu fasteignaveði Athugið! Húsbréfaafföll lenda á seljanda en ekki þér Sölumenn verða í Berjarima 36 í dag milli kl 13 og 15 Ármannsfell ht. Leggur grunn að góðri framtfð Funahöfða 19 • Sími 577 3700 Ármannsfell kynnir nýjan byggingar- stað í Tröllaborg 15-17, þar sem þegar hefur verið hafist handa. Á þessum frábæra útsýnisstað verða reist stærri hús með 3ja - 4ra herbergja rúmgóðum íbúðum með stórum barnaherbergjum og sérlega stórum svölum. Húsin eru með innbyggðum bílskýlum sem íbúðakaupendur geta keyþt með og auðveldlega breytt í bílskúra. Kynnið ykkur næsta áfanga Ármanns- fells og skoðið teikningar á skrifstofu félagsins að Funahöfða 19. ALDREI HAGSTÆÐARA VERÐ! ílustu skemmtisiglingar heimsins, lmagination, Sensation Fegursta eyjan - DOMINICANA - allt innifalið. 'lí** Öruggasta vetrarfríið - Jarðnesk paradís fyrir þig og vini þína - klúbbinn - félagið þitt. ¥erð frá kr. 100 þús. ÞÚ GERIR EKKIBETRIKAUP! S CARNIVAL UMBOÐIÐ A ISLANDI HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS flusturstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, simi 56 20 400, fax 562 6564 Vegna mikillar eftispurnar! Viöbótarsæti í hópferö til Dominicana meö fararstjóra 12. janúar og 9. október. - MEÐ HEIMSREISUSTÍL 12.-15. des., 4 dagar. Áætlunarflug Flugleiöa út aö morgni fímmtudags, heim aö kvöidi sunnudags. I jóla- * Gisting: ROYAL GARDEN HOTEL 5i*r - eitt glæsilegasta hótel borgarinnar viö Hyde Park $ÍCQTU - gjörbreytir innihaldi þessarar einstöku feröar, ásamt frábærum menningarviðburðum og leiösögn ingóifs Guðbrandssonar. Óstaöfestar pantanir seldar á moraun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.