Morgunblaðið - 24.11.1996, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
UM PRESTDÓM
ALLRA TRÚAÐRA1
Inngangur
„STÓRVIRKI Marteins Lúthers á
sínum tíma er það að hann endur-
vakti þá vitund að í trú hefur mað-
urinn beinan aðgang að Guði. Þessi
skilningur á eðli kristinnar trúar
stuðlaði að lýðræðislegri þróun í
Evrópu, því hvað er lýðræði annað
en almennur prestdómur"2 sagði
Tómas Mann í frægri ræðu, er hann
fiutti stuttu eftir stríðslok. Það er
vissulega rétt að Lúther hafði af-
gerandi áhrif á lýðræðisþróun í
Evrópu, en tengslin á milli lýðræðis
og hins almenna prestdóms eru
samt ekki eins ljós og Tómas Mann
álítur. Honum yfirsést nefnilega að
samkvæmt Lúther er enginn sjálf-
um sér prestur, heldur beinist
prestsþjónustan ætíð að náungan-
um.
Annað yfirsést honum en það er
að kirkjuskilningur Lúthers er ekki
„híerarkískur" þar sem prestar,
biskupar og aðrir prelátar ríkja yfír
söfnuðinum líkt og aðall. Hann ein-
kennist af áherslunni á hið bróður:
lega eða kirkjuna sem fjölskyldu. í
skilningi sinum og skilgreiningu á
kirkjunni styðst Lúther við Nýja
testamentið, en þetta varð tilefni
til þess að hann lenti í útistöðum
við kirkjustjóm samtíðar sinnar,
sem honum fannst fórna söfnuðin-
um til að halda í mannasetningar
og konunglega stjórnskipan innan
kirkjunnar. Þær deilur enduðu eins
og kunnugt er með klofningi kirkj-
unnar. Hugum því að sögu prests-
skilningsins og hefjum könnun okk-
ar á hugmyndum um kirkjuna í
Nýja testamentinu.
I
Samkvæmt skilningi frumkrist-
inna manna fullkomnaði og lauk
Jesús Kristur allri prestþjónustu
mannkynsins með fórnardauða sín-
um á krossi. Hann er því hinn eini
„æðstiprestur að eilífu" (Heb 6.20).
Fórn hans sviptir öllum grundvelli
undan fómarþjónustu presta og
gerir hana óþarfa eða tilgangs-
lausa. Eftir að sonurinn eða orðið
(logos) gerðist maður í Jesú Kristi
eru einnig allir meðalgangarar á
milli Guðs og manna óþarfir. Auk
þess er skírnarþeginn fyrir skírn í
Jesú nafni tekinn inn í konunglegt
og heilagt prestasamfélag (2M
19.5n).
Þar sem Nýja testamentið viður-
kennir ekki aðra fórn en Krists, er
augljóst að það þekkir enga eina
og afmarkaða prestastétt. Já,
kristnir menn bera ekki fram fórnir
og setja þær á altarið. Fórnin er
horfin eða hefur, réttara sagt, gjör-
breyst og í stað hennar kemur nú
vitnisburðurinn um Krist, fyrirbæn
í hans nafni og þjónusta við náung-
ann. I þessum skilningi Nýja testa-
mentisins mætum við í raun hinu
eiginlega inntaki allra trúarbragða.
Því er ekki að undra að kristindóm-
urinn hafi komið fram á sjónarsvið-
ið í miklu sjálfstrausti gagnvart
öðrum trúarbrögðum, sem öll höfðu
sína sérstöku prestastétt. Nú var
staðan önnur þar sem allir meðlim-
ir safnaðarins voru prestar. Hinn
almenni prestsdómur var þannig ein
af meginkenningarstoðum frum- og
fornkirkjunnar og ítarlega umfjöll-
un um hann er að finna hjá öllum
helstu kirkjufeðrunum, s.s. Jústín-
usi píslarvotti, íreneusi, Tertúlían-
usi, Orígenesi og Agústínusi.
Um ákveðið fráfall frá þessari
upprunalegu boðun var að ræða,
þegar söfnuður kristinna manna
varð að kirkju hins rómverska
heimsveldis. Þá hófust
menn handa við að
skipuleggja kirkjuna
upp á nýtt í samræmi
við hina nýju stöðu
hennar innan samfé-
lagsins. Svo fór að
skipulag hennar varð
sem spegilmynd upp-
byggingar ríkisins.
Söfnuðinum var skipt
niður í leika og lærða
og menn flokkaðir eftir
stöðu sinni í þjóðfélag-
inu. Samhliða þessum
breytingum hvarf
áhersla á kirkjuna sem
fjölskyldu af sjónar-
sviðinu. Kirkjan varð
til sem söfnuður heilagra — hin
heilaga kirkja. Þessi þróun hélt
áfram allar miðaldir. Svo fór að á
11. öld, með Gregor páfa VII, var
kirkjan orðin að nær hreinni „pres-
takirkju", sem bar að hafa algjör
völd hér í heiminum. Keisarinn var
ekki lengur talinn vera verndari
kirkjunnar, heldur var páfinn þvert
á móti talinn vera verndari hins
veraldlega valds. Gregor VII ætlað-
ist meira segja til þess að prestar
færu fyrir heijum krossfaranna en
ekki konungarnir sjálfir. „Slíkur var
ruglingurinn orðin á þjónustuskiln-
ingi prestembættisins."3
Þegar páfarnir komust að raun
um að þeim tókst ekki að ná full-
komnu valdi á hinu veraldlega og
andlega sviði, skapaðist hætta á að
stjórn kirkjunnar sem klerkakirkju
snerist á ýmsan máta gegn söfnuð-
inum. Þannig fullyrti Bonifasíus
páfí VIII opinberlega í Bulle cleric-
as laicios 1296, að söfnuðurinn
hefði ætið verið fjandsamlegur
klerkastéttinni. Ekki er að undra
að andspænis slíkri „klerkahyggju"
yxi almenn óánægja manna með
kirkjuyfirvöld.4
Á IV. Lateranþinginu árið 1215
var stigið afgerandi skref hvað
varðar þennan klofning milli safn-
aða og presta, þar sem samþykkt
var að prestar hefðu æðsta vald
yfir hjálpræðinu innan kirkjunnar
og þar með hér á jörðu. Þessi
áhersla kom fram í þeirri hugmynd
að einungis vígður maður gæti
umbreytt efnum kvöldmáltíðarinnar
í líkama og blóð Krists.5 Þannig er
það presturinn sem tryggir raun-
verulega nálægð Krists í efnum
sakramentisins — og þar með prest-
urinn einn sem tryggir nærveru og
náð Guðs hér í heimi. Þegar hér
var komið við sögu virtist vera óbrú-
anlegt bil vera á milli safnaðar og
prests.
Gagnrýni á dýrkun klerka á eig-
in embætti sem einkenndist af því
að setja jafnaðarmerki á milli hjálp-
ræðisins og klerkastéttarinnar var
orðin hávær undir lok miðalda og
hún tók hold í siðbót 16. aldarinnar.
II
Engin söguleg hreyfing lifir ein-
ungis á mótmælum, þannig var sið-
bótarhreyfing Lúthers langt frá því
að vera mótmælin ein. Þvert á
móti byggðist hún fyrst og fremst
á því að leggja fram jákvæðan vitn-
isburð. Nafnið „protestari" festist á
hreyfinguna árið 1529 er siðbótar-
menn lögðu fram mótmæli vegna
samningsrofa fulltrúa hinnar róm-
versku kirkju og valdbeitingar
þeirra gegn viðleitni til siðbótar
innan kirkjunnar. Þessi mótmæli
og áhættan sem þeim fylgdi, voru
borin fram af fimm furstum sem
voru leikmenn og venjulegir safnað-
armeðlimir.
Rót hugrekkis
þeirra er að finna í
þeim kirkjuskilningi
sem Lúther hafði end-
uruppgötvað í Nýja
testamentinu og í sögu
fornkirkjunnar. Tveir
þættir eru einkennandi
fyrir þennan skilning:
Fyrir það fyrsta er
kirkjuskilningur Lúth-
ers, eins og áður hefur
verið getið, ekki „híer-
arkískur". Hann bygg-
ist ekki á sama mynstri
og valdapíramídar
konunglegra stjórn-
kerfa og mönnum er
ekki raðað í tignarrað-
ir. Samkvæmt honum er enginn
munur á mönnum vegna vígslu,
aldurs eða kynferðis; allir er jafnir.
Einungis skírnin skilur kristna
menn frá öðrum og fyrir hana end-
urreisir Guð manninn til þeirrar
myndar sem hann er skapaður í.
Hún gerir alla kristna að konung-
legu prestafélagi og þar með gerir
hún alla jafna innan kirkjunnar. Því
fullyrðir Lúther: „Sá sem stígur upp
úr skírnarvatninu, getur hrósað sér
af því að vera nú þegar prestur,
biskup og páfi“.6 Þannig eru ekki
til betri eða verri sakramenti eftir
því hver veitir þau og í iðrunar-
sakramentinu er ekki meira veitt
þó páfi, biskup, hinn aumasti prest-
ur eða hinn venjulegi safnaðarmeð-
limur veiti það.7
Hitt atriðið er prestsmynd Lút-
hers, sem er ekki mótuð eða sett
fram í ljósi valds prestsins, sem nær
hápunkti er hann mælir orðin í alt-
arissakramentinu: „þetta er líkami
minn“ (hoc est corpus meum) eða
við skriftir „ég leysi þig“ (ego te
absolvo). Lúther skilgreinir emb-
ættið fyrst og fremst í ljósi köllunar
og hlutverks þess. Prestembættið
ber því ekki að túlka í samhengi
valds (potestas), heldur sem þjón-
ustu (ministerium).
Afleiðing þessa er að klerkar
hafa ekki vald yfir sakramentunum.
Kristur einn er herra sakrament-
anna, en hvorki sá sem veitir þau
né meðtekur. Presturinn er því ekki
lengur meðalgöngumaður, fórnar-
prestur eða vígsluprestur. Prest-
embættið og andlegt starf almennt
er fyrst og fremst þjónusta orðsins
og felst í því að boða og útleggja
hjálpræðisorð Guðs í Kristi, veita
fyrirgefningu, biðja fyrir náungan-
um og útdeila sakramentunum. Af
þessu eru meginþættir hins al-
menna prestsdóms dregnir; boðun,
fyrirgefning og fyrirbæn og þá ber
öllum skírðum mönnum að virða.
III
Myndin sem Lúther dregur upp
af kristinni kirkju er stórbrotin og
áhrifarík. Hún varð þess valdandi
að múrinn sem klerkar höfðu reist
um sig féll og prestsheimilið varð
að fyrirmynd heimila í samfélaginu.
Guðþjónustan varð aftur að safnað-
arguðþjónustu þar sem hinu kristnu
báðu og lofuðu Guð og heyrðu orð-
ið útlagt á móðurmáli sínu. Kaleik-
urinn var aftur færður söfnuðinum
og þeirri hugmynd að krossdauði
Krists væri i sífellu endurtekinn í
sakramentinu var hafnað. Leikmað-
urinn tók á ný fullan þátt í öllu
kirkjulífi.
Menntun presta stóijókst, jafnt
meðal mótmælenda sem rómversk-
kaþólskra, og urðu prestar oft mót-
andi í menningarlífi þjóðfélagsins.
Um leið kom upp viss hætta á
„mennta-klerkahyggju“ sem jók á
í hinni íslensku þjóð-
kirkju er í dag að fínna
ákveðinn vanda gagn-
vart hinum almenna
prestdómi, skrifar Sig-
urjón Arni Eyjólfsson.
Hin lútherska kenning,
sem þjóðkirkjan byggist
á, er skýr en oft virðist
hún gleymast þegar í
söfnuðinn er komið.
ný hættuna á gjá á milli leikra og
lærðra. Lúther var sér meðvitaður
um hana og varaði stöðugt við henni
og m.a. vildi hann þess vegna að
prestarnir neyttu kvöldmáltíðarinn-
ar með söfnuðinum, sem prestar á
meðal presta.8 Lúther gekk enn
lengra og leit á heimilið sem hús-
söfnuð, þar sem heimilismenn
skyldu halda guðsþjónustur. Hús-
ráðanda á heimilinu bar að leiða
guðþjónustuna og þessu hlutverki
sinnti Lúther á eigin heimili. Heimil-
ið er samkvæmt skilningi hans
kirkja og fjölskyldan er visst end-
urskin af musteri Guðs.
IV
Við stöndum sí og æ frammi
fyrir sama grundvallarvanda þegar
rýnt er í atburði sögunnar. Róttæk-
ar hugmyndir og áætlanir um end-
urnýjun sem koma fram á sögusvið-
ið verða því miður sjaldnast að veru-
leika. Það er einkennilegt hve fljótt
hið miðlæga og hið afgerandi
gleymist.9 Lúther kvartaði tiltölu-
lega snemma sáran undan þessu.
Svo virðist sem stofnunin yfirtaki
að lokum allt, já, það þarf eklri lang-
an tíma til að gera hugsjónamann
að skrifstofuþræli og spámann að
presti. Andspænis þessari stað-
reynd er kirkjan svo sannarlega
stöðugt kölluð til siðbótar. Því það
sem er mikilvægast, það sem allt
hvílir á, og það sem er ekki sjálfgef-
ið í kristindóminum, er fyrirgefning
syndanna í Kristi. Einmitt þessu
atriði hættir hverri samtíð svo oft
til að gleyma. Hin stöðuga siðbót
felst í því að minna sífellt á þennan
grundvöll sem kristindómurinn er
reistur á.
V
1 sögu mótmælenda er að finna
þijú afgerandi tímaskeið slíkrar
áminningar og alltaf er hinn al-
menni prestdómur í miðpunkti.
Þessi þijú skeið eru: Heittrúarstefn-
an, upphaf heimatrúboðsins og bar-
átta kristinna safnaða í ríki nasism-
ans.
Upphaf heittrúarstefnunnar er
jafnan bundið við útkomu bókar
Philipp Jakobs Speners Frómar ósk-
ir (Pia Desideria) árið 1675. Spener
vildi endurnýja trúarlíf samtíma
síns með því að efla hinn almenna
prestdóm og ítrekaði að allir skírðir
menn væru prestar. Hann varaði
eindregið við því falska öryggi að
álíta að prestastéttin tryggi kristni
og kirkju. Prestar geta ekki borið
þá ábyrgð einir, heldur hvílir hún
á öllum kristnum einstaklingum
sem bundnir eru fagnaðarerindinu
sem í raun ber þá uppi. Prédikarinn
er hér einungis sem elsti bróðir í
stórum systkinahóp. Spener viidi
Sigurjón Árni
Eyjólfsson
að í ljósi hins almenna prestdóms
yrðu stofnaðir hópar innan safnað-
arins sem mynduðu kjarna hans og
væru mótandi í safnaðarlífi.10
Rúmum 150 árum síðar, eða árið
1848, hófst heimatrúboðið þegar
þýski guðfræðingurinn Johann
Hinrich Wichern hvatti til trúboðs
í hveiju héraði. í ljósi hins almenna
prestdóms fylgdu margir þessu
ákalli og hófst nú starf mikillar
hreyfingar. Heimatrúboðið barst
víða um lönd og fylgdi því mikið
líknarstarf. Hér var hugsunin um
hinn almenna prestdóm tengd kær-
leiksþjónustunni óijúfandi bönd-
um."
Tæpri öld eftir það, á árunum
1933-1945, háði evangelíska kirkj-
an í Þýskalandi erfiða baráttu í ríki
nasismans. Innan veggja kirkjunnar
blómstraði hugmyndafræði hans og
setti margur hver jafnaðarmerki
milli nasismans og kristindómsins.
Baráttan við nasismann var því
fýrst og fremst barátta um kirkjuna
í kirkjunni. Átökin innan safnað-
anna voru við hina svo kölluðu þýsk-
kristnu, sem álitu að Guð væri að
starfi í framgangi hins þjóðernis-
lega og braust fram (eða út á við)
í hinum „dyggðum prýdda nas-
isma“. Þessar deilur voru fyrst og
fremst kirkjupólitískar, þar sem
hinir almennu safnaðarmeðlimir
áttu oft í átökum við presta og
kirkjustjórn.
Á kirkjuþinginu í Barmen 1933,
þar sem hin fræga Barmenjátning
var samin, var meira en einn þriðji
viðstaddra leikmenn (53 af 139).
Ef við lesum texta þeirrar játningar
kemur í ljós að hugmyndin um hinn
almenna prestdóm er þar mótandi.
í fjórðu grein stendur: „Hin mis-
munandi embætti innan kirkjunnar
byggjast ekki á valdi eins yfir öðr-
um, heldur á sameiginlegri þjónustu
í ljósi þeirra skyldna sem faldar eru
söfnuðinum sem heild“. Hin kristna
kirkja er samfélag bræðra (syst-
kina), þar sem Jesús Kristur er
nálægur og starfar í orði og sakra-
mentum fyrir heilagan anda.12
VI
í dag virðist hinn almenni prest-
dómur skapa nokkra erfiðleika inn-
an samkirkjulegrar umræðu. Þetta
á fremur við um stóru kirkjudeild-
irnar en minni kristna hópa, svo sem
fríkirkjurnar, sem byggjast að
meira eða minna leyti á hugsuninni
um hinn almenna prestdóm. Endur-
skírendur og hvítasunnumenn eru
til fyrirmyndar hvað þetta varðar,
en þeir yfirtóku hugmyndina frá
siðbótarmönnum og hafa varðveitt
hana til þessa dags. Segja má að
hún sé ein af meginstoðum þeirra
kirkjudeilda.
Austurkirkjan er mjög bundin og
mótuð af guðþjónustunni og því
gefur að skilja að hún er með öfluga
klerkastétt. Þar gildir samt sú regla
að þegar embættismaðurinn bregst
þá ber hinum almenna kristna
manni að grípa inn í. í Rússlandi
hafa þannig margir Ieikmenn séð
um guðþjónustuhaldið þar sem eng-
ir prestar eru til staðar og í mjög
afskekktum byggðum sjá eldri kon-
ur alla jafna um messuhald og skírn
ungbarna. í Rússlandi kommúnism-
ans hafa þær að mörgu leyti séð
bæði um uppfræðslu og um al-
mennt kristnihald. Þetta er stór-
merkilegt í ljósi andstöðu klerka
þar við prestvígslu kvenna.
Hinn almenni prestdómur á erfið-
ast uppdráttar innan rómversk-
kaþólsku kirkjunnar, enda er þar
mjög strangt prestaveldi. Þar gildir
sú regla að á sama hátt og skírnin
aðgreinir kristna frá heiðingjum,
aðgreinir prestvígslan lærðan mann
frá leikum. Bilið á milli safnaðar
og prests verður vart meira og
hvergi er prestskilningurinn lengra
frá skilningi Nýja testamentisins á
söfnuðinum og í túlkun Pius XII
páfa frá árinu 1947. Vissuiega er
talað um hinn almenna prestdóm á
síðara Vatíkanþinginu, en aldrei á
þann hátt, að þessum umrædda
mun sé hafnað.13
VII
í hinni íslensku þjóðkirkju (sem
öðrum kirkjum) er í dag að finna