Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 33 SKOÐUN ákveðinn vanda gagnvart hinum almenna prestsdómi. Hin lútherska kenning, sem þjóðkirkjan byggist á, er skýr en oft virðist hún gleym- ast þegar í söfnuðinn er komið. Vandinn er hér eins og annars stað- ar að prestar vilja „leyfa“ hinum almenna safnaðarmeðlimi að gera ýmislegt og láta hann jafnvel axla mikla ábyrgð o.s.frv., en hér fara ábyrgð og vald sjaldan saman. Yfir- leitt virðist aðeins eitt svar vera við spurningunni um hver á að ráða: Presturinn. Og er í því sambandi jafnan vísað í vígsluna. Það er spurning hvort við séum þá ekki komin með rómverska klerka- hyggju inn í okkar lúthersku kirkju. Við megum ekki gera lítið úr hinum almenna prestdómi því hann mótar okkar kirkju svo mikið. Næg- ir hér að minna á sóknarnefndir, kirkjufólk í margs konar störfum fyrir söfnuðinn, að ekki sé minnst á allt sönglífið o.fl. Við verðum að forðast þá órétt- mætu gagnrýni að kirkjan sé eitt- hvað annað en við. Allir skírðir menn tilheyra kirkjunni, svo lengi sem þeir játa trú sína með játning- um kirkjunnar. Þannig erum við öll embættismenn hennar og eigum að sinna skyldu okkar sem hvert ann- ars prestar: Að boða fagnaðarerind- ið, fyrirgefa syndir og biðja fyrir náunga okkar. Hinn versti prestur getur ekki hindrað hinn kristna í því að sinna skyldum hins almenna prestdóms, sem hinn kristni uppfyll- ir er hann spennir greipar sínar í „prests“ stað og biður fyrir söfnuði sínum og presti.14 Það er jafnframt mikill misskilningur að vegna hins almenna prestdóms séu allir lausir undan prestsskyldum sínum og það er rangt hjá Tómasi Mann að hinn almenni prestdómur felist í því að maðurinn sé sjálfum sér prestur. Nei, við erum ætíð prestar fyrir náunga okkar og því er hinn al- menni prestdómur safnaðarbundinn og safnaðarmótandi. Ekki bara inn- an veggja kirkjuhússins, heldur á heimili og meðal vina og í samfélag- inu í heild. Og hinum almenna prestdómi fylgja kærleiksverkin sem spretta sem blóm í jarðvegi boðunarinnar. Það er því röng spurning þegar spurt er hver eigi að ráða innan kirkjunnar. Deilan stendur hér hvorki um hvort söfnuður eigi að lúta presti eða prestur söfnuði, né hvort prestur beri söfnuð á herðum sér eða söfnuður prest. Báðum ber að lúta Kristi og þjóna náunganum í ljósi fagnaðaerindisins. Kristur ber alla trúaða hér í heimi og hér ber hinum kristnu einstaklingum að skilgreina vel og virða verksvið hvers annars. 'Hér er að mestu stuðst við framsetningu Gottfried Maron og Hans-Martin Barth á hug- nyndum um almennan prestdóm í sögu og samtíð. Sjá Barth, Hans-Martin: Einander Priester sein. Allgemeines Priestertum in ök- umenischer Perspektive, Vandenhoeck & Ruprecht, Göttingen 1990; Maron, Gottfried: „Allgemeines Priestertum im Protestantism- us“, Reehtfertigung und Gerechtigkeit im Lic- hte der Reformation, Göttingen 1990, 67-79. Sjá einnig Luther, Martin: „An den christlic- hen Adel deutscher Nation von des christlic- hen Standes Besserung“ (1520), WA 6, 404- 469; Luther, Martin: „De captivitate Babyl- onica ecclesiae prealudium" (1520), WA 6, 497-573; Luther, Martin: Um frelsi kristins manns, Reykjavík 1967; Spener, Philipp Jacob: Pia Desideria, Walter de Gruyter, Berlin 1964; 2Tómas Mann: Deutschland und die Deutsc^' en, Gesammelte Werke 12, Berlin 1956 560n. ‘Þetta undirstrikar Gottfried Maron, sjá: Allge- meines Priestertum im Protestantismus, 69. 4Maron: Allgemeines Priestertum im Protest- antismus, 69. :,Kenningin um þetta hefur verið nefnd gjör- breytingarkenningin (transsubstantio), en hún gengur út á það að hið ytra útlit brauðs og víns haldist, en eðli þeirra breytist í blóð og líkama Krists. Við framsetningu sína á kenn- ingunni sóttu guðfræðingar miðaldakirkjunnar í heimspeki Aristótelesar. Sjá Einar Sigur- björnsson: Credo, 2. útg., Háskólaútgáfan, Reykjavík 1993, 401-405. GAn den christlichen Adel deutscher Nation 1520, (StA) 2, s.100. 7Sama rit Bd.2 s.359. Hér fylgir Lúther hefð fornkirkjunnar, þá sérstaklega því sem mótað- ist í deilum Ágústínusar við dónatista, en nið- urstaðan úr þeim deilum var sú að það væri ekki þjónninn að sakramentinu sem gerði það virkt eða heilagt heldur Guð í Kristi. Sjá Andr- esen, Carl: Geschichte des Christentums I. Von den Anfángen bis zur Hochscholastik, Kohlhammer, Stuttgart 1975, 47-49. KLuther, Martin: „Von der Winkelmese und Pfafweihe“, WA 38, 247. 9Maron: Allgemeines Priestertum im Protest- antismus, 73. "’Sjá Hans-Martin Barth: Einander Priester sein, 54-78. "Sama rit, 79-103. '*Krumwiede, Hans-Walter (ritstj.): Kirchen- und Theologiegeschichte in Quellen IV/2. Neuzeit. 2. Teil, Neukirchener Verlag, Neu- iikirchen-Vluyn 1980, 131. "'Gottfried Maron hefur bent sérstaklega á þetta atriði, sjá Maron: Allgemeines Priestert- um im Protestantismus, 77-79. Máli sínu til stuðnings vísar hann til Pius XII.: Enzyklika, Meditor Dei, 1947. Sbr. Anton Rohrbasser: Heilslehre der Kirche, Freiburg/Schw. 1953, Nr.245 (í þýskri þýðingu). "Maron ræðir þetta m.a. í samhengi við erfíð- leikana í þriðja ríkinu, þar sem söfnuðir þurftu oft að eiga við mjög svo ómögulegan kierk. Vissulega má benda á það líka að prestar hafa oft þurft að biðja og beijast fyrir sálar- heill safnaðar sem óð í villu. Höfundur er héraðsprestur. Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík eru með viðtalstíma í hverfum borgarinnar á mánudögum. A morgun verða DAVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra & ÁRNI SIGFÚSSON borgarfulltrúi í Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 17-19. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga að ræða málin og skiptast á skoðunum við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. Sj/tirSTftBISHOKKURtNN E: • • , i ,■ f „<■, ’ , „J , ■<,’ ~ , ’ ^ . ■ , B p VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK ; húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 Tannlæknastofa fyrir börn Hef opnað tannlæknastofu mína að Einholti 2, Reykjavík. Tannlæknastofan er sérstaklega ætluð börnum og unglingum. Tímapantanir í síma 561 3130 Sigurður Rúnar Sæmundsson Tannlæknir, MPH, PhD. Jólapakhar til Murlanda Afliendingarstaður: Útflutningur - Sundahöfn, hlið nr. 2. Tekið verður á móti pökkum 29. nóvember, 2. og 3. desember frá kl. 8.00 til 14.00. Brúarfoss fer frá Reykjavík 5. desember 1996. Aætlaðir komudagar: Árósar -11. des. Kaupmannahöfn - 12.des. Helsingborg - 12. des. Gautaborg - 13,des. Fredrikstad - 13 des. Látið móttakendur vita um áætlaðan komudag skips því sækja þarf pakka þann dag t samráði við skrifstofu eða umboðsmann Eimskips t viðkomandi landi. Pökkun og merkingar: Merkja þarf pakka vel með nafni móttakanda, fullu heimilisfangi, síma og upplýsingum um verðmæti jólapakka.Við afhendingu vöru í Sundahöfn verður að fylla út eyðublöð þar sem fram kemur nafn, heimilisfang og sími móttakanda (sami og merking á kassa). Ef pakkinn fer til Svíþjóðar þarf einnig að skrá sænska kennitölu móttakanda. Leyfilegt verðmæti er misjafnt eftir stöðum: • í Árósum - 360 danskar krónur fyrir hverja sendingu*. • í Kaupmannahöfn - engin ákveðin upphæð. • Helsingborg/Gautaborg - 45 ECU fyrir hvern fjölskyldumeðlim, skrifa skal fjölda fjölskyldumeðlima utan á kassann,** • Fredrikstad - 200 norskar krónur fyrir hverja sendingu. Tollayfirvöld erlendis heimila innflutning á alit að 1 kg af kjöti og 17 kg af fiski. Heilbrigðisyfirlýsingar er krafist með öllum matvörum. Vottorð/yfirlýsingar eiga að fást í viðkomandi verslun. * Ef kjöt er sent tii Árósa þarf að fylla út umsókn um innflutning á kjöti. **Til Svíþjóðar er bannað að senda vín, tóbak og ilmvötn. Frekari upplýsingar fást hjá Útflutningsdeild Eimskips í síma 525-7230. Frá Norðurlöndum til íslands Áætluð brottför skips frá: Árósum -11. des. Kaupmannahöfn - 12.des. Helsingborg - 12.des. Gautaborg - 13 des. Fredrikstad - 13.des. Skrifstofa Eimskips/umboðsmaður DFDS, sími 89 347474 DFDS, sími 43 203040 Anderson Shipping, sími 42 175500 Eimskip Svíþjóð, simi 31 124545 | Áætlaður komudagur til Reykjavíkur - 17. des. Áríðandi er að pökkum sé skilað til vöruafgreiðslu í viðkomandi höfh a.m.k. Nánari upplýsingar veitirViðskiptaþjónusta Eimskips í Sundakletti.sími 525 7700, Innflutningsdeild Eimskips, sími 525 7240 EIMSKIP Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.