Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 36

Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 36
36 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Finnur Eydal var fæddur á Akureyri 25. mars 1940. Hann lést á Landspitalanum 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Finns voru Pálína Indriðadóttir og Hörður Ólafur Ey- dal. Systkini Finns voru 1) Ingimar Eydal, f. 20. okt. 1936, d. 10. jan. 1993, 2) Gunnar Eydal, f. 1. nóv. 1943, 3) Kristbjörn H. Eydal, hálfbróðir, f. 4. ágúst 1929. Eiginkona Finns er Helena Eyjólfsdóttir, f. 23. jan. 1942. Böm þeirra: Hörður Eydal, f. 6. júní 1963, Laufey Eydal, f. 19. sept. 1965, maki Skapti Þórhallsson, f. 6. feb. 1965. Böm: Linda Sif Garðarsdóttir, f. 28. nóv. 1983, Lena Mist Skaptadóttir f. 24. júní 1987. Helena Eydal, f. 13. okt. 1972. Maki Sigurður Jörgensson f. Góður félagi er fallinn í valinn langt um aldur fram. Finnur Eydal varð aðeins 56 ára gamall eins og Ingimar bróðir hans en báðir áttu að baki glæsilegan tónlistarferil er kallið kom. Djassinn var stóra ástin hans í tónlistinni eins og Helena í lífinu og saman þoldu þau sætt og súrt í dans- bransanum um áratuga skeið. Alltof sjaldan fékk Finnur tækifæri til að blása djassinn, hvort sem var á klarí- nettið eða barítonsaxófóninn - sér í lagi hin síðari ár. Slíkt á því miður einnig við um flesta djassleikara ís- lenska af hans kynslóð. Ungur fór Finnur að læra á píanó og fyrir 46 árum fann hann klarí- 10. maí 1971. Barn: Aron Eydal Sig- urðsson, f. 12. okt. 1994. Finnur hóf ungur tónlistarnám, lauk einleikaraprófi á klarinett frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1956 og prófi í prentiðn frá Iðnskólanum á Ak- ureyri 1974. Hann lék í áraraðir í ýms- um hljómsveitum, bróður síns, Ingi- mars Eydal, Svav- ars Gests, Atlantic Kvartetts auk sinnar eigin bljómsveitar í mörg ár. Hann starfaði í prent- smiðju Björns Jónssonar, síðar Skjaldborg, var feldskeri hjá mokkadeild SÍS og var kennari við Tónlistarskólann á Akur- eyri frá 1981 til dánardags. Utför Finns verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13.30. nett og fór í tíma til Jose Riba. Svo gerðist hið undursamlega þegar hann var ellefu ára. Fjölskyldan var á ferðalagi í Mývatnssveit og farið var í kaffi í Reykjahlíð. Opið var fyrir útvarpið og klarínettuleikari að blása. Drengurinn fann strax að þetta var tónlistin hans og eftir það var hann ekki samur. Þegar heim var komið hringdi Finnur hinn ungi frá Akureyri til til Utvarps Reykja- víkur til að vita hvaða tónlist þetta hefði verið. Djass var honum sagt - Benny Goodman kvartettinn að ieika I’m a Ding Dong Daddy. Þá fór hann að sanka að sér plötum - öllum djassplötum sem hann gat náð í. Fjórtán ára hélt hann til Reykjavíkur og lærði við Tónlistarskólann hjá Agli Jónssyni. Var tíu ár í skóla, en spilaði alltaf í hljómsveitum. Fimmt- án ára lék hann í hljómsveit á Vellin- um með Ola Steph, Bjössa bassa og fleirum. Sumarið 1956 byijarFinnur sinn atvinnumannsferil með Ingi- mari bróður sínum á Akureyri, lék svo um veturinn í Reykjavík á Hótel Borg með Jónasi Dagbjartssyni, Steina Krúpu og fleirum, en síðan með Svavari Gests þar sem m.a. Jón Páll lék á gítar. Seinna lék hann aftur með Svavari og sungu Helena og Raggi Bjarna með hljómsveit- inni. Eftir að hafa leikið með Svav- ari stofnaði hann eigin hljómsveit og hljóðritaði Bjórkjallarann í maí 1959. í ágúst sama ár hljóðritaði hann með Helenu og The Icelandic All Stars But Not for Me og Bewite- hed. Þar blés hann í kúlstíl í bassa- klarínett, en barítonsaxinn varð þó orðinn aðalhljóðfærið. Hann hafði heillaðst af barítonsándinu eftir að hafa heyrt Serge Chaloff í Woody Herman bandinu og svo fylgdu Gerry Mulligan og Bob Gordon í kjölfarið. Bob var heldur lítt þekktur og lést 1955 aðeins 27 ára, en í því plötuhallæri er ríkti á íslandi á þess- um árum náði Finnur í plötur á Vellinum - og ég þekki ekki annan hérlendis sem átti einu sólóplötu Bobs: Meet Mr. Gordon. Hún skipaði heiðurssess í miklu og merku plötu- safni Finns. Að komast í það var mikil hátíð og enn á dögum hinnar takmarkalitlu geisladiskaútgáfu er margur dýrgripurinn í Finnssafni sem tæpast má finna annars staðar hérlendis. Finnur lék einnig á bassa því í dansbransanum var ekkert pláss fyrir blásara. „Ég hafði alltaf gitar- leikara sem gat líka leikið á bassa - þannig fékk ég tækifæri til að blása og ég lék alltaf eins mikinn djass og tækifærin gáfu. Fyrir 35 árum var ég orðinn óskaplega leiður á Bjórkjallaranum, en svo vandist þetta. Eg hljóðritaði hann tvítugur og síðan fertugur og ætlaði að hljóð- rita hann sextugur," sagði Finnur mér eitt sinn. Af því varð ekki, en þetta var glansnúmerið á síðustu tónleikunum er hann lék á - í minn- ingu Ingimars, bróður síns. Þar var hann hylltur að verðleikum og loka- útgáfan hljóðrituð. Finnur lék með eigin hljómsveit til ársins 1964 en árið eftir réðst hann til Ingimars bróður síns og lék með honum í tíu ár þar til hann byijaði hann með eign hljómsveit aftur. Á annan áratug kenndi hann á klarínett og saxófón og gaf 'kennslan við Tónlistarskólann á Akureyri hon- um mikla lífsfyllingu - ekki síst vinnan við Stórsveitina. Ýmsir djasstónleikar Finns eru til hljóðritaðir, s.s. með Ingimari á Akureyri og á RúRek djasshátíðinni 1991. Sér í lagi minnist ég þó frá- bærra tónieika í Heita pottinum í Duus húsi 1987, en þar lék tríó Kristjáns Magnússonar með honum og Helena söng m.a. But Not for Me. Þar er túlkun hans á Láru ógleymanleg. Að leiðarlokum vil ég þakka Finni tónlistina og vináttuna en í mínum huga sveif alltaf yfir honum einhver ævintýrablær ættaður frá vestur- ströndinni eins og uppáhaldstónlistin hans. Helenu, börnum og fjölskyldunni allri sendi ég mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Vernharður Linnet. Föðurbróðir okkar, Finnur Eydal, er látinn langt fyrir aldur fram. Finnur og fjölskyldan í Skarðshlíð- inni hafa verið mikilvægur hluti af tilveru okkar og ættartengslin sterk bæði í leik og starfi. Bernskuminn- ingar um samveru á jólum, í Bjark- arlundi, á Spáni, í Hlíðargötunni hjá afa og ömmu streyma fram. Finnur setti, á sinn einstaka hátt, sterkan svip á þessar stundir. Tvennt einkenndi Finn öðru frem- ur, ljúf lund og kímnigáfa. Hið sér- staka skopskyn Finns kom vel í ljós í erfiðum veikindum hans síðastliðin FINNUR EYDAL t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR O. BJARNASOIM húsasmíðameistari, Suðurgötu 13, Hafnarfirði, er lést aðfaranótt sunnudagsins 17. nóv- ember, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Jónas Sigurðsson, Elisabet Óladóttir, Stefania B. Sigurðardóttir, Snorri Rafn Snorrason, Kristrún Á. Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON bifvélavirkjameistari frá Hafrafelli, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kveldi 16. nóvember, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 27. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimilið Barma- hlíð, Reykhólum. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Þorleifsdóttir. t Bróðir minn, HARALDUR MAGNÚSSON, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést hinn 17. nóvember sl. Útförin hefur farið fram að Odda, Rang- árvöllum. Hjartans þakkir til starfsfólks dvalar- heimilisins Lundar fyrir kærleika, umönnun og hjúkrun, sem og til vina hans og kunningja fyrir ómælda tryggð á liðnum árum og áratugum. Knútur R. Magnússon. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls systur okkar, INGIBJARGAR BÖÐVARSDÓTTUR lyfjafræðings, Skaftahlíð 10, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður og Sigurbjörg Böðvarsdætur. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐBJÖRNS GUÐBRANDSSONAR. Einnig þökkum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Eirarfyrirfrábæra umönnun. Hólmfríður Birna Friðbjörnsdóttir, Hörður Vilhjálmsson, Gíslina Guðrún Friðbjörnsdóttir, Bjarni Einarsson, Gunnar Kristinn Friðbjörnsson, Ella Kolbrún Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför KRISTJÁNS SIGURÐAR RAFNSSONAR, Klapparstíg 17, Reykjavík. Árný K. Árnadóttir, Pálina Sigurðardóttir, Rafn Kristjánsson, Jóhanna Birgisdóttir, Árni Kristjánsson, Áslaug Lif Stanleysdóttir, Guðmar Kristjánsson, Guðrún I. Blandon og barnabörn. ár. Hvernig sem á stóð tókst honum að laða fram bros með hárbeittum húmor sem hann beitti óspart. Við fórum alltaf glaðari af hans fundi. í veikindabaráttu Finns komu mannkostir hans glöggt í ljós. Þolinmæði, þrautseigja, ljúflyndi og kímni einkenndu alla framgöngu hans. Það var okkur lærdómsríkt að fylgjast með hvernig Finni tókst að sigra það ósigranlega, aftur og aft- ur. En nú skiljast leiðir. Finnur er farinn til móts við foreldra og bróð- ur. Við sem eftir lifum söknum Finns nú sárt en það er huggun að hugsa til þess að bræðurnir spila nú saman á ný, rétt eins og þeir gerðu í þess- ari jarðvist. Elsku Helena, Hörður, Laufey, Helena og fjölskyldur. Línur úr ljóði Erlings Sigurðarsonar, sem hann orti eftir andlát föður okkar, lýsa vel tilfinningum okkar á þessari stundu. „Þó autt sé sviðið, salurinn tómur og hljótt í sönghöll við burtfór þess, er svo fagurt stillti þá strengi, er lífinu fluttu fagnaðaróð, hann lifir í hljómi, í söng á sólbjartri nótt í sálum þeim, er hann hrærði og gleði fyllti; - Sá deyr ei sem heimi gaf lífvænt ljóð.“ (Úr Hörpusöngvum eftir Erling Sigurðarson) Við og mamma kveðjum frænda okkar með virðingu, þökk og sökn- uði. Guðný Björk, Inga Dagný, Ingimar, Ásdís Eyrún og fjölskyldur. Finnur Eydal var einn af undra- mönnunum. Túlkunarhæfileikar hans í músík skipuðu honum í allra fremstu röð, við hvað sem miðað var. Hann átti hjartatóninn sem töfr- aði, göfgaði og gladdi. Hann barðist hetjulegri baráttu við skæða sjúk- dóma, rétti mér fyrir skemmstu hönd sína brosandi, þegar ég þakkaði honum hrifninguna sem hann veitti mér. Fyrir eyrum mér hljóma klarí- nett-tónarnir hans sem hvergi gátu átt upptök sín nema þar sem var fagurt og gott. Fyrir hrifningargleð- ina, sem hann gaf mér færi ég hon- um innilegt þakklæti að loknum áfanga. Gísli Jónsson. Elsku Finnur minn. Mér var brugðið þegar ég frétti af andláti þínu, þótt það hafi í rauninni ekki komið á óvart. Það er eins og dauð- inn komi alltaf á óvart þótt maður viti að hann sé nálægur. Vonin er svo sterk. Mér þótti svo óskaplega vænt um þig alla tíð frá því ég kynnt- ist þér fyrst. Nú þykir mér jafn vænt um minninguna sem eftir lifir. Þú kenndir mér á klarinett í Tónlist- arskólanum á Akureyri og ég man hve góður þú varst mér ævinlega. Alltaf rólegur og jafn góðlyndur, það var einstaklega gott að vera í návist þinni. Barnið kunni vel að meta hlýj- una frá þér. Ég man að mér fannst ég alltaf þurfa að kyssa þig á kinnina fyrir og eftir löng frí. Síðasta minn- ingin mín um þig er frá sl. sumri. Við hjónin vorum að flytja frá Húsa- vík eftir eitt ár aftur í Kópavoginn. Ég var ákveðin í því að heim færi ég ekki fyrr en ég hefði hitt þig. Ég hringdi til ykkar Helenu og þá voruð þið á leiðinni í Vaglaskóginn, í hjólhýsið ykkar. Ég var einmitt í Vaglaskógi þessa helgi, sem var verslunarmannahelgin, þannig að það passaði vel að hitta þig þar. Ég man hvað mér fannst yndislegt að sjá þig þar með fjölskyldunni. Þið Helena alltaf jafn geislandi. Það hvarflaði örskots stund að mér að kannski væri þetta síðasta skiptið sem ég sæi þig. Nú er ég þakklát fyrir að hafa þá getað faðmað þig og þakkað þér fyrir hversu góður þú varst mér alltaf. Minning þín mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Kæra Helena og fjölskylda, mig langar að senda ykkur þessa sögu sem mér hefur oft orðið hugsað til eftir að sorgin barði að dyrum hjá mér í fyrra. I henni felst mikill styrk- ur og sannleikur. Nótt eina dreymdi mann draum. Hann dreymdi að hann væri að ganga eftir ströndinni með Guði. Þvert yfir himininn birtust honum sýnir úr lífi hans. Hann tók eftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.