Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 37

Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 37
h MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 37 i tvennum fótsporum í sandinum, önn- ur tilheyrðu honum, og hin Guði. Þegar síðasta atvik lífs hans birtist honum, leit hann aftur á fótsporin í sandinum. Hann tók eftir því að mörgum sinnum í gegnum æviskeið hans voru aðeins ein fótspor. Hann tók líka eftir því að þetta gerðist einmitt á erfiðustu tímabilum lífs hans. Þetta angraði hann mikið, og hann spurði Guð: „Guð, þú sagðir að ef ég myndi ákveða að fylgja þér, þá myndir þú ganga við hlið mér alla tíð. En ég hef tekið eftir því að á erfiðustu tímabilum lífs míns, þá eru aðeins ein fótspor, ég get ekki skilið af hveiju þú yfirgafst mig þegar ég þarfnaðist þín mest.“ Guð svaraði: „Mitt dýrmæta barn. Ég elska þig og ég myndi aldrei yfirgefa þig. Á erfiðustu tímabilum lífs þíns, þar sem þú sérð aðeins ein fótspor, það var þá sem ég hélt á þér.“ Ævinlega Guði falinn, elsku Finn- ur minn. Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Baritónsaxinn í Tónlistarskólan- um á Akureyri er þagnaður. Ein röddin í kór tónlistarmanna á Akur- eyri hefur lokið sínum söng. Það er mikils virði að hafa fengið að kynnast Finni Eydal tónlistar- manni og kennara. Tónlistarmaður sem verið hefur eins áberandi og hann, hefur markað sín skref í tón- Iistarmótun eftirkomenda sinna á svo áberandi hátt að tilvist þess þáttar í menningu samtímans þykir okkur nánast sjálfsögð. Svo sjálf- sögð að sá sem notið hefur á erfitt með að ímynda sér hvernig verið hefði að vera án þessa þáttar. Þann- ig hefur Finnur verið fyrirmynd ungra blásara um langa hríð og lagt með lifandi leik sínum dijúgt af mörkum til þess grunns sem hröð uPPbygging tónlistarstarfs síðustu áratuga hefur byggst á. Finnur hóf kennslu við Tónlistarskólann á Ak- ureyri árið 1981. Þar ekki síður en í tónlistarflutningi hans hafa hinir sérstöku mannkostir Finns notið sín og haft áhrif á alla sem honum kynntust. Jákvæð og vinsamlega afstaða Finns og sú sérstaka elsku- semi sem einkenndi framkomu hans ávann honum væntumþykju og virð- ingu nemenda hans svo að sérstakt var. Með þessum einkennum persónu sinnar og þeirri hlýju sem hann tók á móti nemendum sínum með, er ég viss um að hann hefur fært þeim lærdóma og veganesti sem ná langt út fyrir mörk tónlistariðkunarinnar. Vonandi eigum við eftir að njóta krafta sporgöngumanna Finns í framtíðinni, þeirra sem hafa notið ávaxtanna af starfi hans sem tónlist- armanns og kennara. Sá er gangur lífsins sinfóníu. Einn þáttur tekur við af öðrum. En þó á það ekki við nema um hina ytri þætti. Það sem er sérstakt við hvern og einn, það sem einkennir hveija persónu, það verður ekki bætt en lifir áfram í minningu þeirra sem fengu að njóta. Og þar halda jákvæðir þættir áfram að bera ávöxt í hugum þeirra sem muna. í Tónlistarskólanum á Akur- eyri lifir minningin um Finn Eydal með þeim góðu straumum sem léku um hann. Tónlistarskólinn sendir aðstand- endum Finns innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur Óli Gunnarsson. Það kom ekki á óvart þegar hringt var og sagt að Finnur væri dáinn. Samt sem áður var þessi fregn frem- ur óraunhæf. En Finnur hafði oft áður verið milli heims og helju en alltaf lifað af. Dauðinn kemur senni- lega alltaf á óvart, sérstaklega þeg- ar hann er óréttlátur og hinn dáni ætti skilin einhver ár í viðbót. Það hvernig litið er á dauðann fer að vísu eftir því hvernig lífinu hefur verið lifað og hve sáttur maður er við sjálfan sig og sína nánustu. Einn- ig skiptir máli hvort hugsað hefur verið um dauðann sem eðlilega hlið þess að lifa, eða hvort um hefur verið að ræða afneitun á honum. Menn hræðast oft að hugsa um dauðann og tala um hann. Finnur hafði ekki komist hjá því að velta honum fyrir sér og takast á við ýmsar af grundvallarspurningum lífsins. Hann átti við langvarandi veikindi að stríða, ekki einungis nýrnasjúkdóm heldur einnig margs konar önnur veikindi, sem oft hefði mátt halda að legðu hann að velli. Finnur stóð alltaf upp aftur og hélt áfram að takast á við lífið. Þess vegna mátti vel halda að nú þegar síðasta áfailið dundi yfir, myndi hann jafna sig og fara norður, eins og hann vildi, komast heim til Ákur- eyrar fyrir jól. Líkaminn gaf sig að lokum og úr því sem komið var hef- ur hvíldin göfugan tilgang fyrir Finn, veitir honum lausn frá frekari þjáningum og varnar því að hann þurfi að lifa lífinu heilsulítill. Líkamlegu áföllin gerðu Finn and- lega sterkan og var sálarstyrkur hans aðdáunarverður. Hann var gott dæmi um það hvernig áföll breyta gildismati manna. Áherslur verða aðrar og einkalíf og starf fá nýjan tilgang. Persónuleiki Finns breyttist aldrei. Hann var alltaf hinn sami ljúfi, blíði, létti og skemmtilegi Finn- ur. Stundum er sagt að menn breyt- ist með árunum, verði mildari í allri framgöngu og sýni meira umburðar- lyndi og sveigjanleika. Finnur breyttist ekki, heldur var sá sami alla tíð. Hann hafði alltaf sína gömlu góðu eiginleika. Auk þess var það einkenni hans að vera lítillátur og vera ekki fyrir að láta á sér bera. Hann var ekki sjálfmiðaður, talaði sjaldan um sjálfan sig, heldur spurði um okkur hin, fjölskyldur okkar, líð- an manna og hvað þeir hefðu fyrir stafni. Þetta gerði hann líka á sjúkrahúsinu fársjúkur. Húmorinn var alltaf á sínum stað og fram undir það síðasta gerði Finnur að gamni sínu og gat brosað að því sem sagt var. Þegar Finns er minnst kemur óhjákvæmilega upp í hugann teng- ing íjölskyldna okkar í áranna rás. Eydalsfjölskyldan var að mörgu leyti mjög lík innbyrðis og virtist opin, en var í reynd fremur lokuð. Fólk er vel skapi farið, fremur róiynt og léttlynt og alltaf stutt í brandarana. En hver bar harm sinn í hljóði ef eitthvað var að. Foreldrar mínir og Finns byggðu fyrsta húsið saman og þar átti Finnur heima alla æsku sína, að Hlíðargötu átta. Margar eru minningarnar þaðan, en þar sem nær dregur jólum koma minningar um þau sérstaklega upp í hugann. Þær eru ómetanlegar og áttu bræðurnir þrír og fjölskyldan í Hlíðargötunni dtjúgan þátt í því að gera jólin ógleymanleg okkur hinum börnun- um í fjölskyldunni. Þegar árin liðu og leiðir skildu vegna náms, var samt alltaf fylgst vel með hinum. Oft var ekki talað svo mjög saman lengi vel en þegar hist var fór gamla platan í gang og augsýnilegt var að mikil væntumþykja ríkti, afslöppun- in og léttleikinn réð. Tónlistin átti allaf allan hug Finns. Þegar ég kom í fyrstu heim- sókn á spítalann er hann hafði verið fluttur suður, sagði hann fyrst af öllu: „Mér finnst bara verst ef ég get aldrei spilað aftur.“ Hann gerði sér vel grein fyrir að lítil tök yrðu á því. Finnur hafði lifað og hrærst í tónlist frá blautu barnsbeini. Hún var örugglega besti vinur hans fyrir utan fjölskylduna. Þangað var alltaf hægt að leita bæði í gleði og sorg. Fyrir mörgum árum þegar mér veitt- ist sú ánægja að aðstoða Finn í erfið- leikum sem tengdu okkur saman á vissan hátt alla tíð, sagði hann mér að tónlistin gæti þá linað hugarkvöl sína. Nú geta þeir bræður, Finnur og Ingimar, sem báðir hafa látist langt um aldur fram, leikið áfram saman undurfagra tónlist fyrir alla heima. Það verður ekki amaleg tón- list. Það hefur verið sagt að dauðinn sé staðreynd staðreyndanna, óhagg- anlegust allra staðreynda. Þar verði engu þokað og að frammi fyrir þeirri staðreynd verði allt smátt nema kærleiksrík auðmýkt og trú. Flestum fínnst þessi óhagganleiki erfiður við- ureignar, en hvernig maður sættist við hann er háð því hvernig maður hefur mætt lífínu sjálfur. Helena kona Finns hefur unnið þvílíkt þrek- virki öll árin með Finni að sennilega er annað eins vandfundið. Það er einstakt hvernig hún stóð af ósér- hlífni og dugnaði við hlið manns sín á hveiju sem dundi. Þannig kona á margar orður skildar. Það hlýtur að vera huggun á sorgarstundu að vita um að eigin heilindi, staðfesta og algjört traust var alltaf ósvikið og auðsýnt hvar og hvenær sem með þurfti. Kærleikurinn á milli þeirra hjóna var aðdáunarverður og aldrei var hægt að sjá annað en mikil gagn- kvæm virðing væri á milli þeirra. Áfallið verður léttbærara með slíkt í veganesti. Á sorgarstundu sendi ég Helenu, börnunum þrem, og öllum öðrum aðstandendum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Minning um góðan dreng, ástríkan eiginmann, einstak- an listamann og heilsteypta persónu verður dýrmæt gjöf á veginum fram- undan. Guðfinna Eydal. Minningarathöfn um JÓN GUNNAR HELGASON, VIGNI HÖGNASON OG GUÐJÓN KJARTAN VIGGÓSSON, sem fórust með ms. Jonnu SF 12 þann 13. október 1996, verður haldin í Hafnarkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast þeirra, er bent á slysavarnadeildirnar Höfn, símar 478 1265 og 478 1352. Sólveig Edda Bjarnadóttir, Laufey Hallgrímsdóttir, Kristrún Harpa Kjartansdóttir og aðrir vandamenn. t Ástkær eiginmaður rninn,, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðirog mágur, GUNNAR H. VALDIMARSSON flugvirki, Árskógum 6, sem lést á heimili sínu föstudaginn 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. nóv- ember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Þorgerður Bjarnadóttir, Guðrún J. Gunnarsdóttir, Birgir Birgisson, Hallgrímur V. Gunnarsson, Kristbjörg Sigurðardóttir, Guðbjörg K. Gunnarsdóttir, Björn Guðjónsson, Margrét Á. Gunnarsdóttir, Eyjólfur Ingimarsson, Gunnar R. Gunnarsson, Björg G. Gísladóttir, Árni E. Valdimarsson, Þóra Gyða Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur hlýju og vináttu vegna fráfalls HÉÐINS SKÚLASONAR lögregluf ulltrúa. Sérstakar þakkir sendum við starfs- fólki öldrunardeildar Landspítalans, Hátúni 10B, fyrir sérstaka umönnun í veikindum hans. Nanna Þorsteinsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, Ólafur Ingi Baldvinsson, Þorsteinn Héðinsson, María Birna Gunnarsdóttir, Hilmar Héðinsson, Lena Maria Nolen, Örn Héðinsson, Guðrún Hanna Hilmarsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS EDILONS HJÁLMARSSONAR, Hringbraut 54, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til allra, sem hjálpuðu honum í veikindum hans. Hulda Margrét Hermóðsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Guðjón Hólm Guðbjartsson, Hans Guðmundur Magnússon, Hulda Margrét Ingibjargardóttir, Valtýr Bergmann, Kristján Edilon Magnússon, Hólmar Hólm Guðjónsson, Ólafia Þyrí Hólm Guðjónsdóttir, Orri Bergmann Valtýsson. + Þökkum allan stuðning og hlýhug, sem okkur hefur verið sýndur, vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, EINARS BJÖRNS SIGVALDASONAR, Laugarnesvegi 78. Sérstakar þakkir sendum við þeim, sem önnuðust hann í veikind- um hans. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ólafsdóttir, Einar Þórketill Einarsson, Sigriður Emilia Eiríksdóttir, Olöf Einarsdóttir, Sigvaldi Sveinbjörn Einarsson, Heiðdis Sigurðardóttir, Ólafur Einarsson og barnabörn, Björn Einar Sigvaldason og fjölskylda, Lennard Sigvaldason og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður, föður okkar, tengdaföður og afa, VALTÝS HÓLMGEIRSSONAR fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma á Raufarhöfn. Steingerður Theodórsdóttir, Vilhjálmur Hólmgeirsson, Sólveig Valtýsdóttir, Hörður Rúnar Einarsson, Bragi Davíð Valtýsson, , Ragnheiður Valtýsdóttir, Sæmundur Einarsson, Rósa Valtýsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.