Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 56

Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 56
560 6060 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRVM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * a Formaður LIU Hafnar leiðum Halldórs KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að ræða Halidórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra við setnirigu flokksþings Framsóknar- flokksins vekji þá spurningu hvort ríkisstjómin ætli ekki að standa við samkomulag um frumvarp um út- hafsveiðar. „Ég er sammála formanni Fram- sóknarflokksins um að verð á afla- heimildum er óeðlilega hátt, en menn verða auðvitað að gera sér grein fyrir að þegar einhver hlutur er settur á markað er það markað- urinn sem ræður verðinu og þyð getur enginn haft áhrif á það. Ég átta mig ekki á þeirri hugmynd að taka einhveijar viðbótarheimildir og selja þær í samhengi við þetta atr- iði. Ég bendi á að við erum ekki komnir með hálfar þær þorskveiði- heimildir sem við höfðum þegar kvótakerfið var sett á. Menn verða að hafa þetta í huga þegar rætt eru aukningu á þorskkvóta. Ég sé ekki að stjómvöl geti með nokkrum hætti komið inn í það mál með því að taka einhverjar viðbótarveiðiheim- . ildir og selja þær til þess að búa til einhvern verðjöfnunarsjóð. Ég hafna slíkum hugmyndum alfarið," sagði Kristján. Samkomulag um veiðar í úthafinu Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um veiðar á úthafinu. Það gerir ráð fyrir að útgerðarmenn skili hluta aflaheimilda á heimamiðum vegna veiða í úthafinu og þeim verði út- hlutað til annarra útgerða til jöfn- unar. Kristján sagði að þetta frum- varp væri umdeilt meðal útvegs- manna. Útgerðin hafi lagt mikið á sig til að afla veiðiheimilda í úthaf- inu. LÍÚ hafi engu að síður sam- þykkt að styðja frumvarpið. „Um þetta frumvarp hefur náðst sam- komulag við ríkisstjórnina. Mér finnst að formaður Framsóknar- flokksins sé að gefa til kynna að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við þetta samkomulag," sagði Kristján. Morgunblaðið/Kristinn Dragnótabátur faldi fimm tonn af þorski undir kola og ýsu Sviptur veiðileyfi Brúin yfir Gígjn tilbúin FRAMKVÆMDUM við nýja brú yfir Gígju er að ljúka, en brú yfir ána eyðilagðist í hlaupinu fyrr i mánuðinum. Þrátt fyrir frost og moldrok hefur bygging brúarinn- ar gengið vel og tekið skemmri tíma en ætlað var í upphafi. Unnið er hörðum höndum við að ljúka gerð vega yfir Skeiðar- ársand, en áætlað er að yfir 10 km af vegum hafi sópast burt eða skemmst i hlaupinu. Reiknað er með að vegurinn verði opnaður almennri umferð í næstu viku. MÍMIR ÍS, dragnótabátur frá Bol- ungarvík, hefur verið sviptur veiði- leyfi frá 11. nóvember til 15. desem- ber samkvæmt ákvörðun Fiskistofu fyrir að hafa falið 5,1 tonn af þorski undir kola og ýsu í körum við iöndun eftir róður í sumar. Mál vegna brota á nýjum lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem Fiskistofa hefur haft afskipti af frá því að lög- in tóku gildi nálgast nú tuginn. Nokkur mál til skoðunar Flest eru vegna vigtunarbrota og í einu tilfelli er netabátur frá verstöð við Eyjafjörð talinn hafa fært 5 tonn af fiski úr netum yfir í krókabát. Sömu viðurlög liggja við slíkum brot- um og við því að koma ekki með allan fisk að landi. Tvö slík mál eru til skoðunar þar sem grunur leikur á að á annað hundrað kílóum af fiski hafi verið hent fyrir borð. Samkvæmt lögunum um um- gengni um nytjastofna sjávar eiga skipstjórar og útgerðarmenn hlut- aðeigandi báta, auk veiðileyfasvipt- ingarinnar, yfír sér að höfðað verði gegn þeim opinbert mál til refsing- ar. Kveðið er á um tveggja vikna lágmarkssviptingu og 400 þúsund króna lágmarkssekt fyrir fyrsta brot á lögunum. Hámarksviðurlög fyrir fyrsta brot er svipting í 12 vikur og 4 milljóna króna sekt. Við ítrekað brot er lágmarkssvipt- ing í 12 vikur og lágmarksrefsing 800 þúsund króna sekt. Hámarks- svipting við ítrekun er 1 ár og há- markssektin er þá 8 milljónir króna. Séu brot stórfelld og ítrekað framin af ásetningi varða þau auk þessa varðhaldi eða fangelsi í allt að sex ár. Eigi tveir bátar hlut að máli vinna báðir til viðurlaga. Sveppasýkingar mun útbreiddari hér en í nágrannalöndunum Kostnaðiir vegna sveppa- lyfja hefur sexfaldast KOSTNAÐUR vegna kaupa á lyfj- um gegn sveppasýkingum hefur meira en sexfaldast á undanförnum árum, úr tæpum 16,8 milljónum króna á árinu 1989 í 104,5 milljón- ir árið 1995. Búast má við að hann eigi enn eftir að margfaldast á næstu árum eftir því sem fleiri leita sér lækninga. Gerð hefur verið ítar- leg rannsókn á útbreiðslu sveppa- sýkinga hér á landi. Náði hún til Ijögur þúsund einstaklinga og bendir til þess að sveppasýkingar séu mun algengari en í nágranna- löndunum. Bárður Sigurgeirsson læknir, sem er einn þeirra sem unnu að rannsókninni, segir að SVEPPASÝKING í nögl. sennilegasta skýringin sé sú, að íslendingar sæki sundlaugar meir en aðrar þjóðir. Árið 1993 kom fram lyfið Terbin- afin og var þá í fyrsta sinn hægt að lækna sveppasýkingar í nöglum. Islendingar áttu á því ári heimsmet í notkun á lyfinu. „Það kemur fram í rannsókninni að yfir 90 prósent karla og kvenna vilja fá lækningu á þessum kvilla. Fyrir nokkrum árum gátum við lítið gert við honum og menn urðu að sætta sig við hann. Stundum var reynt að fjariægja neglurnar og gefa lyf árum saman. Árið 1993 gjörbreyttist þessi staða.“ Bárður telur að tilhneiging til að fá sveppasýkingar sé að einhveiju leyti arfgeng. „Menn eru mjög mis- munandi næmir fyrir sýkingunum og sumir sem við höfum verið að lækna smitast mjög fljótt aftur. Ég hef tekið eftir því að sú tilhneiging liggur oft í ákveðnum ættum.“ Bárður segir að einfaldasta ráðið til að forðast sveppasýkingar sé að forðast að stíga berum fæti á gólf á sundstöðum og öðrum heilsurækt- arstöðum. „Við vitum ekki nægi- lega mikið um smitleiðirnar, til dæmis hversu lengi sveppirnir geta lifað á gólfum á opinberum stöðum og hvort fýsilegt sé að eyða þeim með einhveijum efnum. Ef okkur tækist að draga úr þessum sýking- um væri það mikill sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið." Akureyri Grunur um kyn- ferðislega áreitni MAÐUR á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 30. nóvember vegna gruns um kynferðislega áreitni við stúlkubörn á Akureyri. Maðurinn var handtekinn í byijun vikunnar og í framhald- inu úrskurðaður í gæsluvarð- hald að kröfu sýslumannsins á Akureyri. Málið er í rannsókn og á afar viðkvæmu stigi, sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.